Go to full page →

“Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða.” FRN 46

Kristur er “friðarhöfðingi”. Jes. 9, 6., og starf hans bæði á himni og jörðu er að koma aftur á þeim friði, sem syndin hefir umturnað. “Rjettlættir af trú höfum vjer því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist”. Róm. 5, 1. Sjerhver sem er fús að láta af syndinni og opna hjarta sitt fyrir kærleika Krists, verður hluttakandi í þessum himneska friði. FRN 46.1

Það er enginn annar friðargrundvöllur til en þessi. Náð Krists í hjartanu afmáir f jandskapinn; hún eyðir deilum og ófriði og fyllir sálina kærleika. Sá, sem hefir frið við Guð og meðbræður sína, getur ekki verið óhamingjusamur. Í hjarta hans er engin öfund, tortrygni fær ekki inngöngu þar, og hatur getur ekki átt sjer stað. Það hjarta, sem er í samræmi við Guð, hefir hlutdeild í friði himinsins og mun breiða himnesk áhrif út frá sjer. Andi friðarins mun hvíla sem himnesk dögg á hjörtum, sem eru þreytt og þjökuð af ófriði þessa heims. FRN 46.2

Eftirbreytendur Krists eru sendir út um heiminn með friðarboðskapinn. Hver, sem með hinum kyrlátu áhrifum, sem hann er sjer sjálfur ekki meðvitandi, áhrifum heilagrar breytni, birtir kærleika Krists, og hver, sem fyrir orð eða breytni kemur öðrum til þess að snúa frá syndinni og gefa Guði hjarta sitt, er friðflytjandi. FRN 46.3

Og “sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða”. Friðurinn sem þeir hafa er sönnun þess að þeir hafa samfjelag við himininn. Hin unaðslegu áhrif Krists lykja um þá. Ilmur lísins, hið elskuverða lunderni þeirra sýnir heiminum að þeir era Guðs börn. Mennirnir sjá, að þeir hafa verið með Jesú. “Hver sem elskar, er af Guði fæddur”. 1. Jóh. 4, 7. “En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans”; “en allir þeir sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs synir”. Róm. 8, 9. 14. FRN 46.4

“Og leifar Jakobs meðal heiðingjanna, mitt á meðal margra þjóða, munu vera sem dögg frá Drotni, sem regndropar á grasi, þeir er bíða ekki eftir neinum og vænta ekki neins af mannanna börnum”. Mik. 5, 6. FRN 47.1