Go to full page →

“Hver sem lítur á konu með girndarhug, hefir þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.” FRN 79

Gyðingar stærðu sig af siðgæði sínu og þeim stóð stuggur af hinum ýmsu siðum heiðingjanna og marg- víslega munaðarlífi. Hinir rómversku embættismenn, sem rómverska stjórnin hafði sent til Gyðingalands, voru sífelt hneyksli fyrir þjóðina; því að þessir útlendingar fluttu með sjer margar heiðinglegar venjur með svalli og ólifnaði. Í Kapernaum voru rómverskir embættismenn á ferð um stræti og vegi með hinar kátu hjákonur sínar, og oft var þögnin, er ríkti á sjónum, rofin með söng og háreisti, þegar skemtibátarnir runnu eftir spegilsljettum haffletinum. Fólkið vænti þess að heyra Jesúm tala strong fyrirdæmingarorð yfir þessari stjett manna; en mikil varð undrun þess, þegar það í þess stað heyrði hann tala orð, er flettu ofan af hinu illa í þess eigin hjörtum. FRN 79.4

Jesús segir, að hversu leynileg sem girndin eða óhreinar hugsanir sjeu, þá sýni það, að syndin ríki enn í hjartanu. Sálin er áfram í beiskju-galli og böndum óguðleikans. Sá, sem leyfir óhreinleikanum inngöngu í hjartað, dvelur við vondar hugsanir og horfir girndaraugum, getur í hinni opinberu synd, með allri hennar smán og beiskju, sjeð veruleika þess vonda, sem hann hefir leynt í instu fylgsnum hjarta síns. Það er ekki á sjálfri freistingarstundinni, þegar vera má að maður drýgi stórsynd, sem hið illa, er kemur í ljós, verður til; freistingin þroskar eða birtir einungis það, sem er eins og falinn eldur í hjartanu. Eins og maðurinn “hugsar í hjarta sínu, þannig er hann”, því að “þar eru uppsprettur lífsins”. Orðskv. 23, 7; 4, 23. FRN 80.1