Go to full page →

Meðeigandi í fyrirtæki Guðs RR 154

Málefni Guðs gerir stöðugar kröfur. Iðjusemi er því krafist af öllum, háum og lágum, ríkum og fátækum . . . RR 154.1

Guð krefst ekki aðeins tíundarinnar, heldur krefst hann að allt sem við höfum sé notað honum til dýrðar. Engar eyðslusamar venjur mega koma til; það er eign Guðs sem við erum að meðhöndla. Ekki einn dollar eða sent er okkar eigið . . . Ef hann sér að þú viðurkennir hann sem eiganda þín sjálfs og allra eigna þinna, ef hann sér að þú notar efnin sem þér er treyst fyrir eins og dyggur ráðsmaður, mun hann skrá nafn þitt í bækur himinsins sem samstarfsmann sinn, meðeigandi í sínu mikla fyrirtæki, til að starfa í þágu meðbræðra þinna. Og þú munt eignast gleði á lokadeginum. - R&H 11. ágúst 1891. RR 154.2