Go to full page →

Skilyrði fyrir að öðlast loforð Guðs RR 162

Það hafa verið sérstök tilefni við margmennar samkomur, þegar skírskotað hefur verið til þeirra sem játa sig vera fylgjendur Krists fyrir málefni Guðs, og hjörtu hafa orðið snortin og margir hafa gefið loforð um að styðja starfið. En margir þeir sem lofuðu, hafa ekki komið heiðarlega fram við Guð. Þeir hafa verið hirðulausir og hafa vanrækt að standa við loforð sín til skapara síns. En ef maðurinn er svona áhugalaus varðandi loforð sín til Guðs, getur hann þá búist við að Drottinn uppfylli loforð sem gefin voru með skilyrðum sem aldrei hafa verið uppfyllt? Það er best að skipta heiðarlega við náungann og við Guð. - R&H 17. des. 1889. RR 162.1