Go to full page →

Skylda prestsins RR 65

Söfnuðurinn útnefni presta og safnaðarformenn sem eru helgaðir Drottni Jesú, og þessir menn sjái svo um að kosið sé embættisfólk sem muni trúverðuglega sjá um það starf að safna inn tíundinni. Ef prestarnir sýna að þeir eru ekki hæfir í hlutverk sitt, ef þeir vanrækja að leggja fyrir söfnuðinn mikilvægi þess að skila Guði því sem honum tilheyrir, ef þeir sjá ekki um að embættisfólk undir þeim sé trúverðugt og að tíundinni sé safnað inn, eru þeir í hættu. Þeir vanrækja mál sem snertir blessun eða bölvun fyrir söfnuðinn. Leysa ætti þá frá störfum og reyna og prófa aðra menn. Boðberar Drottins ættu að sjá um að kröfur hans séu dyggilega uppfylltar af meðlimum safnaðanna. Guð segir að fæðsla eigi að vera til í húsi sínu, og ef fiktað er við fjármuni fjárhirslunnar, ef álitið er rétt fyrir einstaklinga að nota tíundina til hvaða afnota sem þeim þóknast, getur Drottinn ekki blessað. Hann getur ekki haldið uppi þeim sem halda að þeir geti gert eins og þeim þóknast við það sem honum tilheyrir. - R&H aukablað, 1. des., 1896. RR 65.3