Go to full page →

Æðsti heiðurinn - mesta gleðin RR 16

Guð er uppspretta lífs og ljóss og gleði fyrir alheiminn. Blessanir streyma út frá honum til allra þeirra vera sem hann hefur skapað, eins og ljósgeislar frá sólinni. í óendanlegum kærleika sínum hefur hann veitt mönnum þau forréttindi að verða hluttakendur í guðlegu eðli og að dreifa síðan þessum blessunum til meðbræðra sinna. Þetta er æðsti heiðurinn og mesta gleðin sem mögulegt er fyrir Guð að veita mönnunum. Þeir sem þannig verða þátttakendur í kærleiksþjónustu, eru þeir sem komast næst skapara sínum ... - R&H 6. des. 1887. RR 16.3