Go to full page →

Bygging kirkjunnar og skólans að Avondale RR 139

Stundum vinnst mikið með sameinuðu, tímanlegu og harðfylgnu átaki. Tímasetningin fyrir opnun skóla okkar hafði verið sett en bræður okkar víða um nýlendurnar bjuggust við seinkun. Þeir höfðu beðið lengi eftir opnun skólans og voru niðurbeygðir. Enn var eftir að framkvæma mikið verk við byggingarnar, og fjármagnið var á þrotum. Þess vegna sögðu smiðirnir að ekki væri hægt að ljúka verkinu á tilsettum tíma. En við sögðum að ekki mætti verða nein töf. Skólann yrði að opna á tilsettum tíma. Við lögðum því málið fyrir söfnuðinn og kölluðum á sjálfboðaliða. Þrjátíu menn og konur gáfu sig fram til starfsins og jafnvel þó erfitt hafi verið fyrir þau að sjá af þessum tíma, hélt sterkur hópur áfram við verkið dag eftir dag þangað til lokið var við byggingarnar, þær hreinsaðar og fylltar húsgögnum, tilbúnar til notkunar á þeim degi sem settur hafði verið til opnunar skólans. RR 139.4

Þegar kominn var tími til að byggja þetta samkomuhús, varð á vegi okkar annað próf varðandi trú okkar og hollustu. Við settum upp ráðstefnu til að íhuga hvað gera skyldi. Áform okkar virtist alsett erfiðleikum. Sumir sögðu: “Byggjum lítið hús, og stækkum svo þegar peningar koma inn, því við getum ómögulega lokið núna við hús eins og við viljum fá.” Aðrir söguð: “Bíðum þangað til við höfum fjármagn til að byggja rúmgott hús.” Þetta ætluðum við að gera en orð Drottins kom til mín í nætursýn: “Rísið upp og byggið nú þegar.” RR 139.5

Drottinn heyrði bænir, og húsinu var lokið á sjö vikum. - R&H 1. nóv. 1898. RR 140.1