Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Prófraun trúarinnar

    “Ef þannig einhver er í samfélagi við Krist, er hann ný skepna, hið gamla varð að engu, sjá, það er orðið nýtt.”VK 65.1

    Manni kann að vera ókleift að tilgreina nákvæm-lega stund eða stað eða rekja öll þau atvik, sem leiddu til afturhvarfs hans. En slíkt sannar engan veginn, að afturhvarf hans hafi ekki átt sér stað. Kristur sagði við Nikódemus: “Vindurinn blæs, hvar sem hann vill, og þú heyrir þytinn í honum, en ekki veiztu, hvað-an hann kemur eða hvert hann fer. Eins er farið hverj-um, sem af andanum er fæddur.” Vindurinn er ósýni-egur, en áhrif hans má glögglega sjá og finna. Eins er og farið um áhrif Guðs anda á mannleg hjörtu. Hinn endurfæðandi kraftur, sem ekkert mannlegt auga fær greint, blæs nýju lífi í sálina, skapar nýja veru í Guðs mynd. Þó að andinn vinni í kyrrþey og án þess að greint verði, eru afleiðingar gerða hans samt aug-sýnilegar. Ef hjartað hefur endurnýjazt af anda Guðs, þá mun lífernið bera vitni um þá staðreynd. Enda þótt við getum engu áorkað um að breyta hjörtum okkar eða komast í samhljóman við Guð, enda þótt við megum engan veginn reiða okkur á sjálf okkur eða góðverk okkar, þá mun líferni okkar leiða í ljós, hvort náð Guðs býr með okkur. Mismunur þess, sem var og hins, sem er, mun verða skýr og eindreginn. Skapgerðin birtist ekki í einstaka góðverki eða ill-virki, heldur í orðum þeim og athöfnum, sem orðin eru að venju.VK 65.2

    Satt er það, að ytri hegðun kann að vera góð, án þess að endurnýjunarkrafti Krists sé til að dreifa. Löngun til áhrifa og girnd á annarra virðingu getur haft í för með sér áferðarfallegt líferni. Sjálfsvirðing getur knúið okkur til að forðast illa breytni á yfir-borðinu. Eigingjarnt hjarta kann að drýgja göfuga dáð. Hvernig getum við þá orðið þess áskynja, hvoru megin við erum?VK 66.1

    Hvers er hjartað? Hvar eru hugsanir okkar? Hvem er okkur hugleiknast að ræða um? Hver á hlýjustu tilfinningar okkar og beztu krafta? Ef Kristur á okk-ur, snúast hugsanir okkar um hann, og hann er kær-asta hugleiðingaefni okkar. Allt, sem við eigum og erum, er honum vigt. Við þráum að líkjast honum, anda hans anda, gera vilja hans og þóknast honum í hvívetna.VK 66.2

    Þeir sem endurnýjast í Kristi, munu bera ávexti andans, sem eru “kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góðvild, trúmennska, hógværð, bindindi.” Þeir semja sig ekki framar að fyrri fýsnum, heldur trúnni á son Guðs og feta í fótspor hans, skapgerð hans mótar þá, og eins og hann er hreinn hreinsa þeir sig. Það sem þeir áður smáðu elska þeir nú, og það sem þeir áður dáðu hata þeir nú. Hinir stærilátu og þóttafullu verða hógværir og af hjarta lítillátir. Hinir hégóm-legu og yfirborðskenndu verða alvörugefnir og hóg-værir. Drykkfelldir verða hófsamir og óskírlífir hrein-lífir. Fánýtar venjur og tízka heimsins eru lagðar á hilluna. Kristnir menn sækjast ekki eftir “ytra skarti”, “heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda.”VK 66.3

    Ekkert sannar, að einlæg iðrun hafi átt sér stað, ef hún hefur ekki siðbót í för með sér. Ef syndarinn stendur við heit sitt, skilar aftur ránsfeng sínum, játar syndir sínar og elskar Guð og meðbræður sína, þá má hann vera þess viss, að hann hefur snúið frá dauðan-um til lífsins.VK 67.1

    Þegar við komum til Krists sem villuráfandi og syndugar verur og verðum hluttakendur í fyrirgefn-ingarnáð hans, vaknar kærleikur í hjörtum okkar. Byrðar okkar verða léttar, því að okið, sem Kristur leggur okkur á herðar, er sem fis. Skyldan verður að ánægju og fórnin fögnuður. Leiðin, sem fyrr virtist hjúpuð myrkri, ljómast nú upp af geislunum frá sól réttlætisisins.VK 67.2

    Hinar elskuverðu eigindir Krists munu sjást í fari fylgjenda hans. Honum var það yndi að framkvæma Guðs vilja. Ástin á Guði og baráttugleðin fyrir hans dýrð varð hið stjórnandi afl í lífi frelsara okkar. Kærleikurinn fegraði og göfgaði allar athafnir hans.VK 67.3

    Kærleikurinn er frá Guði. Hjartað, sem ekki hefur helgazt, getur ekki skapað hann né vakið hjá sér. Hann er hvergi að finna, nema í hjörtum, þar sem Jesús ríkir. “Vér elskum, því að hann elskaði oss að fyrra bragði.” í því hjarta, sem endurnýjað hefur verið af guðlegri náð, er kærleikurinn uppistaðan. Hann mótar skapgerðina, ríkir yfir hvötunum, stjórn-ar ástríðunum, bugar fjandskapinn og göfgar kennd-irnar. Þegar þessi kærleikur dafnar í sálinni, gerir hann lífið ljúft og hefur heillavænleg áhrif á þá, sem umgangast okkur.VK 68.1

    Einkum eru það tvenns konar yfirsjónir, sem börn Guðs, sérstaklega þau, er nýverið hafa falið sig náð hans, þurfa að varast. Að annarri þeirra hefur þegar verið vikið, en hún er sú, að líta til eigin verka og treysta því, að hægt sé að verða Guði þóknanlegur fyrir eigin tilverknað. Sá sem freistar þess að helgast af eigin verkum við að hlýðnast lögmálinu, er að reyna að gera hið óframkvæmanlega. Allt sem menn geta gert án atbeina Krists, er grómtekið af eigin-girni og synd. Náð Krists fyrir trúna er hið eina, sem megnar að helga okkur.VK 68.2

    Hin villan, sem er engu síður alvarleg, er sú, að trúin á Krist leysi menn frá að þurfa að hlýðnast lög-máli Guðs; að þar eð við öðlumst hlutdeild í náð Krists fyrir eina saman trúna, þá séu athafnir okkar endurlausninni óviðkomandi.VK 68.3

    En gætið þess, að hlýðni er ekki einvörðungu ytri eftirlátssemi, heldur kærleiksþjónusta. Lögmál Guðs tjáir hans sanna eðli, það er persónugervingur hinnar miklu grundvallarreglu kærleikans, og á því er reist stjórn hans á himni og jörð. Ef hjörtu okkar hafa endurnýjazt í Guðs mynd, ef hið guðlega lögmál hefur náð að rótfestast í sál okkar, mundum við þá ekki fara að lögmáli Guðs í líferni okkar? Þegar frumat-riði kærleikans hafa fest rætur í hjartanu og maður-inn hefur endurnýjazt í mynd skapara síns, er þetta fyrirheit hins nýja sáttmála uppfyllt: “Lög mín vil eg gefa í hjörtu þeirra, og í hugskot þeirra vil eg þau rita.” Og sé lögmálið ritað i hjartað, mun það þá ekki móta breytnina? Hlýðnin — þjónusta og trú-mennska kærleikans — er hið sanna aðalsmerki læri-sveinsins. Þannig segir ritningin: “Því að í þessu birt-ist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð.” “Sá sem segir: Eg þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari, og sannleikurinn er ekki í honum.” Því fer svo fjarri, að trúin leysi okkur frá hlýðnis-skyldunni, að hún og hún ein veitir okkur hlutdeild í náð Krists og gerir okkur þar með kleift að inna af hendi hlýðnisskylduna.VK 68.4

    Við vinnum okkur ekki til sáluhjálpar með hlýðn-inni, því að sáluhjálpin er gjöf frá Guði, sem okkur hlotnast fyrir trúna. En hlýðnin er ávöxtur trúar-innar. “En þér vitið, að hann hefur birzt til þess að burttaka syndir, og í honum er ekki synd. Hver sem er stöðugur í honum, syndgar ekki. Hver sem syndgar, hefur ekki séð hann og þekkir hann ekki heldur.”VK 69.1

    Þetta er hinn sanni prófsteinn. Ef við erum í Kristi, ef kærleikur Guðs er með okkur, munu tilfinningar okkar, hugrenningar og gerðir verða samkvæmar vilja Guðs eins og hann birtist í heilögu lögmáli hans. “Börnin mín, látið engan villa yður. Sá sem iðkar réttætið, er réttlátur eins og hann er réttlátur.” Réttvísin er skilgreind eftir heilögu lögmáli Guðs, eins og það var fram sett í boðorðunum tíu á Sínaí-fjalli.VK 70.1

    Hin svo kallaða trú á Krist, sem telur sig geta leyst mennina frá hlýðnisskyldunni við Guð, er ekki trú, heldur ofdirfska. “Því að af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú.” En “eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin.” Jesús sagði um sjálfan sig, áður en hann kom til jarðarinnar: “Að gera vilja þinn, Guð minn, er mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í mér.” Og rétt áður en hann steig upp til himna, sagði hann: “Eg hef haldið boðorð föður míns og stend stöðugur í elsku hans.” Ritningin segir: “Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. ... Sá sem segist vera stöðugur í hon-um, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti.” “Því að Kristur leið einnig fyrir yður og eftirlét yður fyrirmynd, til þess að þér skylduð feta í hans fótspor.”VK 70.2

    Skilyrðin fyrir því að öðlast eilíft líf eru enn hin sömu og þau hafa ævinlega verið, — hin sömu og þau voru í Paradis fyrir syndafall fyrstu forfeðra okkar, alger undirgefni undir lögmál Guðs, fullkomið réttlæti. Ef eilifa lifið stæði til boða með vægari skil-málum, mundi heill alheimsins teflt í tvísýnu. Þá væri vegurinn greiddur fyrir syndina um all eilífð, með alla þá eymd og allt það volæði, sem hún hefur í för með sér.VK 70.3

    Fyrir syndafallið stóð Adam til boða að þroska með sér réttlátan persónuleika með undirgefni undir lög-mál Guðs. En honum mistókst þetta, og vegna syndar hans spilltist eðli okkar, svo að við getum ekki rétt-lætzt fyrir eigin tilverknað. Af því að við erum syndug og vanheilög, getum við ekki til fullnustu hlýðnazt hinu heilaga lögmáli. Við búum ekki yfir eigin rétt-læti, sem mundi hrökkva til að fullnægja kröfum Guðs lögmáls. En Kristur hefur opnað okkur undan-komuleið. Hann bjó á jörðinni við sömu örðugleika og freistingar og okkur mæta. Hann lifði syndlausu lífi. Hann dó fyrir okkur, og nú býðst hann til að taka á sig syndir okkar og gefa okkur réttlæti sitt. Ef þú gefst honum og þekkist hann sem frelsara þinn, getur þú orðið réttlátur vegna hans, hversu syndsam-legt sem líferni þitt kann að hafa verið. Eiginleikar Krists koma í stað þinna eigin, og Guð veitir þér við-töku rétt eins og þú hefðir aldrei syndgað.VK 71.1

    Og það sem enn meira máli skiptir, Kristur um-breytir hjartalaginu. Hann býr í hjarta þínu fyrir trúna. Þér ber að viðhalda þessu sambandi við Krist með trú og með því að beygja vilja þinn sífellt fyrir honum. Svo lengi sem þú gerir það, mun hann sjá um, að þú bæði viljir og starfir honum til velþóknunar.VK 71.2

    Því getur þú sagt: “En það sem eg þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.” Þannig sagði Jesús við lærisveina sína: “Þvi að ekki eruð það þér, sem talið, heldur andi föður yðar, er í yður talar.” Þegar því Kristur starfar í þér, þá munt þú auðsýna sama anda og vinna sams konar verk og hann, — verk réttlætis og undirgefni.VK 72.1

    Við höfum því ekkert til brunns að bera sjálf til að miklast af. Við höfum enga ástæðu til sjálfshafn-ingar. Eini vonargrundvöllur okkar er réttlætið, sem Kristur tileinkaði okkur, og svo það, sem unnið er af anda hans, er starfar í okkur og með okkur.VK 72.2

    Þegar við ræðum um trú, ættum við að minnast þess, að ekki er allt gull, sem glóir. Til eru trúarbrögð, sem ekkert eiga skylt við trú. Tilvist Guðs og máttur, sannleikur orða hans, þetta eru staðreyndir, sem meira að segja Satan og árar hans geta ekki neitað í hjarta sínu. Biblían segir: “Illu andarnir trúa því líka og skelfast.” En slíkt er ekki trú. Þá aðeins er um trú að ræða, er við ekki einasta trúum orðum Guðs, heldur beygjum og vilja okkar undir hann, felum honum hjarta okkar og veitum honum kærleika okk-ar, — trú, sem er borin uppi af kærleika og helgar sálina. Fyrir þessa trú endurnýjast hjartað í Guðs mynd. Og það hjarta, sem fyrir afturhvarfið hvorki var né gat verið undirgefið lögmáli Guðs, gleðst nú við hin heilögu fyrirmæli þess og hrópar með sálma-skáldinu: “Hve mjög eg elska lögmál þitt, liðlangan daginn íhuga eg það.” Og réttlæti lögmálsins upp-fyllist í okkur, “sem ekki göngum eftir holdi, heldur eftir anda.”VK 72.3

    Til eru þeir, sem fengið hafa vitneskju um fyrir-gefningar kærleika Krists og sannarlega þrá að verða Guðs börn, en þeim er ljóst, að hugarfari þeirra er áfátt og breytni þeirra ábótavant, og þeir hneigjast til efasemda um, að hjörtu þeirra hafi endurnýjazt af heilögum anda. Við þessa vildi ég segja: Hörfið ekki í örvæntingu. Oft verðum við að krjúpa að fótum Jesú og gráta ófullkomleika okkar og yfirsjónir. En við eigum ekki að láta hugfallast. Jafnvel þótt óvinurinn sigrist á okkur, er okkur ekki útskúfað, ekki rekin á dyr né vísað á bug af Guði. Nei, Kristur er við hægri hönd Guðs og talar máli okkar. Johannes, sem hann unni, sagði: “Þetta skrifa eg yður, til þess að þér skuluð ekki syndga. Og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta.” Og gleymum ekki orðum Krists: “Faðirinn sjálfur elskar yður.” Hann þráir að leiða þig á ný til sín, að sjá sinn eigin hreinleika og heilag-leika skína af þér. Viljir þú einungis gefast honum á vald, mun hann, sem byrjað hefur góða verkið í þér, leiða það til lykta allt til dags Jesú Krists. Biðst þú ákafar fyrir, trú þú fastar. Þegar við förum að van-treysta eigin mætti, þá skulum við reiða okkur á mátt endurlausnarans, og þá munum við lofa hann, sem er heilbrigði ásýndar okkar.VK 73.1

    Því nær sem þú kemur Kristi, því ófullkomnari muntu verða í eigin augum. Því að sjón þín skírist og ágallar þínir sjást í hrópandi andstæðu við fullkom-leika hans. Þetta er til marks um, að sjónhverfingar Satans hafa misst mátt sinn og lífgandi áhrif frá anda Guðs eru að stjaka við þér.VK 73.2

    Djúpstæð ást á Jesú getur ekki búið í því hjarta, sem gerir sér ekki grein fyrir syndum sínum. Sálin, sem ummyndazt hefur fyrir náð Krists, hlýtur að' dást að guðdómlegum einkennum hans. En fáum við ekki greint okkar eigin siðferðisegu afskræmingu, er það óræk sönnun þess, að við höfum ekki augum litið fegurð og tign Krists.VK 74.1

    Því minna sem við sjáum virðingarvert í okkur sjálfum, því skirar munum við sjá og virða óendan-legan hreinleika og ástríki frelsara okkar. Þegar okk-ur opnast skilningur á spillingu okkar, flýjum við til hans, sem getur fyrirgefið, og þegar sálin skynjar umkomuleysi sitt og leitar til Krists, opinberar hann sig í mætti sínum. Því fastar sem þörfin knýr okkur til hans og orðs Guðs, því háleitari verða hugmyndir okkar um eiginleika hans og því fullkomlegar munum við endurvarpa ímynd hans.VK 74.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents