Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Hversu snúast ber við efasemdum

    Margir, einkum þeir, sem ungir eru í kristlegu lífi, verða á stundum fyrir ásókn efasemda. Margt er það í Biblíunni, sem þeir fá hvorki skilið né skýrt, og þetta færir Satan sér í nyt til að grafa undan trú þeirra á, að ritningin sé opinberun frá Guði. Þeir spyrja: “Hvernig á ég að rata rétta leið? Ef Biblían er raunverulega Guðs orð, hvernig má ég þá losna við efasemdir og hugarangur?”VK 115.1

    Guð biður okkur aldrei að trúa neinu, nema hann gefi okkur ærinn vitnisburð til þess að reisa trú okk-ar á. Tilvera hans, eðli hans og sannleiksgildi orða hans er allt staðreynt af sönnunum, sem höfða til skynsemi okkar, og þessar sannanir eru ærnar. En Guð hefur samt aldrei byggt út möguleikanum til að efast. Trú okkar verður að hvíla á sönnunum, en ekki á því, sem verður séð eða þreifað á. Þeir, sem það kjósa, fá tækifæri til að efast, þar sem á hinn bóginn hinir, sem í sannleika þrá að kynnast sannleikanum, fá nægar sannanir til þess að grundvalla trú sína á.VK 115.2

    Ókleift er fyrir dauðlega hugi að skilja eðli verka hins eilífa. Sú eilífa vera hlýtur ævinlega að vera sveipuð dularhjúpi, sem hin skarpasta skynsemi og hæsta menntun fá ekki skyggnzt gegnum. “Getur þú náð til botns í Guði eða komizt til yztu takmarka hins Almáttka? Himinhá er speki hans — hvað fær þú gert? dýpri en undirheimar — hvað fær þú vitað.”VK 115.3

    Postulinn Páll hrópar: “Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs. Hversu órannsakandi dóm-ar hans og órekjandi vegir hans.” En þó að “ský og sorti” séu “umhverfis hann”, eru “réttlæti og rétt-vísi ... grundvöllur hásætis hans.” Við getum að því marki skilið handleiðslu hans á okkur og hvatirnar, sem hann stjórnast af, að við fáum greint takmarka-lausan kærleika og náð samfara ótakmörkuðum mætti. Við getum skilið svo mikið af tilgangi hans sem okkur er fyrir beztu, en þar sem út yfir þetta tek-ur, verðum við að treysta hendinni, sem er almáttug og hjartanu, sem er fullt ástar.VK 116.1

    Í orði Guðs er að finna leyndardóma, sem dauðlegir menn fá aldrei skilið til fulls, og sama er að segja um eðli hins guðlega höfundar. Koma syndarinnar í heim-inn, holdgun Krists, endurfæðing, upprisan og margt annað, sem fjallað er um í Biblíunni, eru dýpri leynd-ardómar en svo, að mannlegur hugur fái skýrt eða jafnvel skilið. En við höfum enga ástæðu til að draga orð Guðs í efa, þó að við skiljum ekki leyndardóma forsjónar hans. Í ríki náttúrunnar erum við sífellt umkringd leyndardómum, sem eru skilningi okkar ofvaxnir. Einföldustu lífverur vekja spurningar, sem ekki er á færi djúphyggnustu spekinga að svara.VK 116.2

    Hvar vetna blasa við okkur undur, sem við fáum ekki skýrt. Ætti okkur þá að undra, er við komumst að raun um, að í hinum andlega heimi er einnig að finna leyndardóma, sem eru okkur óskiljanlegir? Erf-iðleikarnir eru einungis fólgnir í veikleika og tak-mörkunum mannlegrar skynsemi. Guð hefur í ritn-ingunni gefið okkur ærinn vitnisburð um guðlegan uppruna hennar, og við eigum ekki að draga orð hans í efa, þó að við fáum ekki skilið leyndardóma for-sjónar hans til hlítar.VK 117.1

    Pétur postuli segir, að í ritningunni sé “sumt þung-skilið, en fáfróðir og staðfestulausir menn rangsnúa ... sér til tortímingar.” Efahyggjumenn hafa hamrað á hinum torskildu stöðum í Biblíunni henni til áfellis, en slíkt er svo fráleitt, að þvert á móti eru þeir öflugur vottur um guðlegan innblástur hennar. Ef ekkert segði í henni af Guði annað en það, sem okkur lægi í augum uppi, ef mikilleiki hans og tign væri auð-skilið dauðlegum mönnum, þá bæri Biblían ekki með sér óvéfengjanlegt vitni guðlegs uppruna. Mikilleiki og dulúð þess, sem sagt er frá, ætti einmitt að vekja trúna á því, að um Guðs orð sé að ræða.VK 117.2

    Biblían greinir sannleika á einfaldan hátt og lagar sig svo fullkomlega að þörfum og þrá mannlegs hjarta, að vakið hefur undrun og aðdáun hálærðustu manna, jafnframt því sem hún gerir umkomulitlum og ómenntuðum mönnum kleift að finna leið hjálpræð-isins. Og samt sem áður fjalla þessi sannindi um efni, sem er svo háleitt og yfirgripsmikið og óendanlega hátt hafið yfir mannlegan skilning, að við getum því aðeins veitt því viðtöku, að Guð hefur lýst þeim yfir. Þannig eru okkur opnuð áform endurlausnar-innar, svo að við hverri sál megi blasa sporin, sem henni ber að stíga til yfirbótar fyrir Guði og til trúar á Drottin okkar, Jesúm Krist, svo að við getum frels-azt þann veg, sem Guð hefur fyrirhugað okkur. Þó er það svo, að undir þessum auðskildu sannindum eru fólgnir leyndardómar, sem hjúpa dýrð hans, — leynd-ardómar, sem eru ofvaxnir rannsakandi huga, en blása engu að síður einlægum leitanda sannleikans í brjóst lotningu og trú. Því meira sem menn gaum-gæfa Biblíuna, því bjargfastari verður sannfæringin um, að hún sé orð hins lifandi Guðs og mannleg skyn-semi lúti tign guðlegrar opinberunar.VK 117.3

    Ef við játum, að við skiljum ekki til fullnustu hin miklu sannindi Biblíunnar, þá erum við aðeins að gangast við því, að dauðlegur hugur sé þess ekki um-kominn að skilja eilífðina, að maðurinn, með sinni takmörkuðu þekkingu, fái ekki skilið markmið al-vizkunnar.VK 118.1

    Efahyggjumenn og trúleysingjar hafna orði Guðs, af því að þeir fá ekki skilið alla leyndardóma þess, og fjarri fer, að allir þeir, sem segjast trúa Biblíunni, séu úr allri hættu í þessu efni. Postulinn segir: “Gefið gætur, bræður, að eigi kunni að vera hjá einhverjum yðar vont vantrúarhjarta, að hann falli frá lifanda Guði.” Rétt er að rannsaka gaumgæfilega kenningu Biblíunnar og grafast inn í “jafnvel djúp Guðs”, að svo miklu leyti sem þau opinberast í ritningunni. Þar sem “hinir leyndu hlutir heyra Drottni, Guði vorum”, segir á hinn bóginn, að “það sem opinberað er, heyrir oss.” En Satan kappkostar að glepja rannsóknarhæfi-leika hugans. Eins konar stolt blandast athugunum á biblíulegum sannindum, svo að menn kenna óþolin-mæði og uppgjafar, ef þeim tekst ekki að skýra hverja grein ritningarinnar á viðunandi hátt. Þeim þykir of auðmýkjandi fyrir sig að kannast við, að þeir skilja ekki hin innblásnu orð. Þeir eru ófúsir á að bíða þolinmóðir, unz Guði þykir henta að gera þeim ritninguna skiljanlega, og þegar skilninginn brestur, þá afneita þeir sannleiksgildi hennar. Satt er það, að mörg hugmyndakerfi og kenningar, sem al-menningur telur byggð á Biblíunni, eiga enga stoð í kenningum hennar og brjóta meira að segja algerlega í bága við allan anda hennar. Slíkt og því líkt hefur vakið efasemdir og örvinglan i hugum margra. Ekki verður þó Guðs orð um þetta sakað, heldur misþyrm-ing mannanna á því.VK 118.2

    Stæði það i valdi skapaðra vera að öðlast fullkom-inn skilning á Guði og verkum hans, þá yrði þeim ekki auðið, er því stigi væri náð, að uppgötva fleiri sannindi, vaxa að þekkingu né þroska frekar huga sinn eða hjarta. Guð yrði þá ekki lengur æðstur allra, og þroskaskeið mannkynsins yrði á enda runnið við það mark. Þökkum Guði, að svo er ekki komið. Guð er eilífur, “í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir.” Og mennirnir mega um alla eilífð halda áfram aö leita og læra, án þess að komast til botns í gnægðum vizku hans, gæzku og máttar.VK 119.1

    Það er tilætlun Guðs, að þegar í þessu lífi séu sann-indi orða hans stöðugt útskýrð fyrir fólki hans. Þessa vitneskju er ekki hægt að öðlast nema á einn hátt. Við getum einungis lært að skilja orð Guðs fyrir upp-ljómun þess anda, sem orðið gaf. “Þannig hefur heldur enginn komizt að raun um, hvað Guðs er, nema Guðs andi”; “því að andinn rannsakar allt, jafn-vel djúp Guðs.” Og fyrirheit frelsarans til lærisveina sinna hljóðar svo: “En þegai' hann, sannleiksandinn kemur, mun hann leiða yður í allan sannleikann ... því að af mínu mun hann taka og kunngera yður.”VK 120.1

    Guð vill, að menn noti ályktunargáfur sínar, og rannsókn á Biblíunni eflir og göfgar hugann öllum öðrum rannsóknum fremur. Samt verðum við að varast að gera skynsemina að hálfguði, því að hún er ofurseld mannlegum veikleika og breizkleika. Ef við viljum ekki, að ritningarnar séu móðu huldar fyrir skilningi okkar, svo mjög, að við skiljum ekki hin einföldustu sannindi, verðum við að hafa til að bera barnslega einfeldni og trú, reiðubúin að læra og leita aðstoðar heilags anda. Hugboðið um mátt og vizku Guðs og vanmátt okkar til að skilja mikilleika hans, ætti að fylla okkur auðmýkt, og við ættum að opna bók hans með helgri lotningu eins og við værum að ganga fyrir hann. Þegar við lesum Biblíuna, verður skynsemin að játa vald sér æðra, og hjarta og hugur verða að lúta fyrir hinum mikla ÉG ER. Það er margt, sem í fljótu bragði virðist vera vanda-samt og torskilið, en Guð gerir það einfalt og auð-skilið þeim, sem leitast við að öðlast skilning á því. En ef við njótum ekki leiðsagnar heilags anda, er hætt við, að við rangfærum og misskiljum ritning-arnar í sífellu. Margt er það í Biblíunni, sem menn lesa sér til einskis gagns, og í mörgum tilfellum hreint og beint til ógagns. Þegar menn taka sér Guðs orð í hönd án lotningar og bænar, þegar hugsanirnar og tilfinningarnar beinast ekki að Guði eða eru sveigðar undir vilja hans, myrkvast hugurinn af efa-semdum, og efahyggjan fær byr undir vængi við lest-ur sjálfrar Biblíunnar. Óvinurinn nær stjórn á hugs-ununum og ber fram skýringar, sem eru rangar. Hve-nær sem menn leitast ekki við, í orði og verki, að verða í samræmi við Guð, þá er hætt við, að skilningi þeirra á ritningunum verði áfátt, hversu lærðir, sem þeir kunna annars að vera, og er ekki óhætt að treysta skýringum þeirra. Þeir sem lesa ritningarnar í leit að mótsögnum, eru andlega blindir. Í glapsýn-um sínum munu þeir greina margar ástæður til efa-semda og vantrúar í hlutum, sem annars eru vissu-lega augljósir og einfaldir.VK 120.2

    Einu gildir, hversu menn reyna að dulbúa það, en langoftast stafa efasemdir og vantrú af ást á synd-inni. Kenningar og hömlur Guðs orðs eru ekki vel-þegnar hjá drambsömu hjarta, sem ann syndinni, og þeir sem eru ófúsir á að hlýðnast kröfunum, eru boðn-ir og búnir til að draga réttmæti þeirra í efa. Til þess að fá höndlað sannleikann verðum við að ala með okkur fölskvalausa þrá eftir að kynnast honum og vera í hjarta okkar reiðubúnir til að hlýðnast honum. Og allir, sem í þeim anda rannsaka Biblíuna, munu finna þar ærnar sannanir þess, að þar er Guðs orð, og þeim hlotnast skilningur á sannindum þess og sú vizka mun endast þeim til sáluhjálpar.VK 121.1

    Kristur hefur sagt: “Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort kenn-ingin er frá Guði.” Í stað þess að þrasa og hártoga það, sem þú skilur ekki, skaltu heldur gefa gaum ljós-inu, sem þegar leikur um þig, og þá mun þér hlotnast meira ljós. Fyrir náð Krists skaltu leysa af hendi sér-hverja skyldu, sem þér hefur opnazt skilningur á, og þá mun þér verða kleift að leysa einnig þær af hendi, sem þú velkist nú í vafa um.VK 122.1

    Ein er sú sönnun, sem við öllum blasir, jafnt hin-um menntuðustu og hinum fáfróðustu, — sönnun reynslunnar. Guð gefur okkur kost á að sannreyna sjálf raunveruleika orða sinna, sannleiksgildi fyrir-heita sinna. Hann býður okkur: “Finnið og sjáið, að Drottinn er góður.” Í stað þess að þurfa að byggja á annarra orðum eigum við að “finna” sjálf. Hann segir: “Biðjið, og þér munuð öðlast.” Við fyrirheit hans mun verða staðið. Þau hafa aldrei brugðizt, og þau geta aldrei brugðizt. Og er við nálgumst Jesúm og fögnum í fyllingu kærleika hans, munu efasemdir okk-ar og ömurleikinn hverfa fyrir ljómanum, sem frá honum stafar.VK 122.2

    Páll postuli segir, að Guð hafi “hrifið oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar.” Og hver sá, sem horfið hefur frá dauðanum til lífsins, getur “staðfest, að Guð sé sannorður.” Hann getur vitnað: “Ég þarfnaðist hjálpar og fann hana í Jesú. Úr sérhverri þörf var bætt, hungur sálar minnar var sefað, og nú er Biblían mér opinberun um Jesúm Krist. Spyrð þú, hví ég trúi á Jesú? — Af því, að hann er mér guðdómlegur frelsari. Hví ég trúi Biblíunni? Af því, að mér hefur reynzt hún vera rödd Guðs til sálar minnar.” Við getum sjálf borið með okkur vitni um, að Biblían sé sönn, að Kristur sé sonur Guðs. Við vitum, að við erum ekki að fara með spak-lega uppspunnar skröksögur.VK 123.1

    Pétur hvetur meðbræður sína til að vaxa “í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara, Jesú Krists.” Meðan börn Guðs eru vaxandi i náðinni, er þeim stöð-ugt að aukast skilningur á orði hans. Þeim birtist nýtt ljós og fegurð í helgum sannindum þess. Sú hefur orðið raunin á öllum öldum í sögu kirkjunnar, og þannig mun það og verða til efsta dags. “Gata rétt-látra er eins og bjartur árdagsljómi, sem verður æ skærari fram á hádegi.”VK 123.2

    Með trú getum við horft fram á við til hins ókomna og skilið fyrirheit Guðs um að vaxa að viti, þegar mannlegir hæfileikar tengjast guðlegum og sérhver sálargáfa kemst í bein tengsl við uppsprettu ljóssins. Við getum glaðzt yfir því, að allt, sem hefur valdið okkur heilabrotum um forsjón Guðs, mun þá verða gert ljóst. Skýring mun þá fást á torskildum hlutum, og þar sem fyrir dauðlegum sjónum okkar varð ekki annað greint en flækjur og áform farin út um þúfur, mun við okkur blasa fullkomið og fagurt samræmi. “Því að nú sjáum vér svo sem í skuggsjá í óljósri mynd, en þa augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun eg gerþekkja, eins og eg er sjálfur gerþekktur orðinn.”VK 123.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents