Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Siðabótastarf

    Siðabótaverkið, sem framkvæmast átti á hinum síð-ustu dögum, er sagt fyrir í spádómi Jesaja: “Svo segir Drottinn: Varðveitið réttinn og gjörið það sem rétt er; því að jálpræði mitt er í nánd og réttlæti mitt birtist bráð-lega. Sæll er sá maður, sem gjörir þetta, og það manns-barn, sem heldur fast við það; sá sem gætir þess að van-helga ekki hvíldardaginn og varðveitir hönd sína frá því, að gjöra nokkuð ilt”. “Og útlendinga, sem gengið hafa Drotni á hönd, til þess að þjóna honum og til þess að elska nafn Drottins, til þess að verða þjónar hans: Alla þá, sem gæta þess að vanhelga ekki hvíldardaginn og halda fast við minn sáttmála, þá mun eg leiða til míns heilaga fjalls og gleðja þá í bænahúsi mínu”.1Jes. 56 : 1, 2, 6, 7.DM 268.1

    Þessi orð eiga við á dögum kristninnar, eins og sjá má á samhljóða máli: Herrann Drottinn segir: pegar eg safna saman hinum burtteknu af ísrael, mun eg safna mörgum auk þeirra”.2Jes. 56 : . Hér er tákn þess að heiðingjarnir, samkvæmt fagnaðarerindinu, skuli safnast saman, og þeir munu verða sælir, sem þá halda helgan hvíldardaginn. Þannig nær skyldan um fjórða boðorðið lengra en til krossfestingarinnar, upprisunnar og þess tíma er Kristur varð uppnuminn, og alla leið til þeirra stunda, þegar þjónar hans áttu að prédika öllum þjóðum boðskap gleði-tíðindanna.DM 268.2

    Drottinn gefur þessa fyrirskipun fyrir munn sama spámanns: “Bind þú saman vitnisburðinn og innsigla lögmálið hjá lærisveinum mínum”.3Jes. 8 : 16 (ensk þýðing) Innsigli lögmáls Guðs er að finna í fjórða boðorðinu. Þetta eina boðorð Meðal allra hinna tíu, sýnir greinilega nafn og embætti löggjafans. Það lýsir því yfir að hann sé skapari himins og jarðar, og sýnir það þannig að honum ber tilbeiðsla og lotning fremur öllum öðrum. Þegar þetta er frátalið, finst ekkert í hinu tíu boðorða lögmáli, er sýni í hvers valdi lögin séu útgefin. Þegar hvíldardeginum var breytt af hinum kaþólsku völdum, var innsiglið numið brott af lögmáli Guðs; lærisveinum Krists er fengið það hlutverk að kippa því í samt lag aftur, með því að upphefja hinn sanna hvíldardag, samkvæmt því, sem fyrir er mælt í fjórða boðorðinu, þar sem hann er fyrirskipaður sem tákn og merki um vald og kraft skapara vors.DM 268.3

    “Leitið til kenningarinnar og vitnisburðarins”. Þrátt fyrir það þótt mikið sé af fjarstæðum kenningum og andstæðum hugmyndum, þá er lögmál Guðs hin óskeikula mælisnúra, sem allar kenningar og hugmyndir prófast af. Spámaðurinn segir: “Ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er það sökum þess að þá brestur ljósið”.1Jes. 8 : 20 (ensk þýðing).DM 269.1

    “Kalla pú af megni og drag ekki af. Hef upp raust þína sem lúður og kunngjör lýð mínum misgjörð þeirra. og húsi Jakobs syndir þeirra”. Það er ekki hinn spilti heimur, heldur þeir sem Drottinn nefnir “lýð sinn”, sem áminning skal hljóta fyrir misgjörð þeirra. Hann segir enn fremur: “Og þó leita þeir mín dag frá degi og girn-ast að þekkja mína vegu; þeir heimta af mér réttláta dóma og girnast það, að Guð komi til, eins og væru þeir þjóð, sem iðkar réttlæti og eigi víkur frá skipunum Guðs síns”.2Jes. 58 : 1, 2. Hér er talað um flokk, sem heldur að hann sé réttlátur, og virðist vera mjög ant um að þjóna Guði; en hin alvarlega og hátíðlega aðfinsla þess er rannsakar hjörtun sannar það, að þeir fótumtroða hinar heilögu fyrirskipanir.DM 269.2

    Spámaðurinn bendir þannig á fyrirmæli þau, sem hafa verið yfirgefin: “Þá munu afkomendur þeirra byggja upp hinar fornu borgarrústir, og þú munt reisa af nýju múrveggina, er legið hafa við velli marga manns-aldra, og þá munt þú nefndur verða múrskarðafyllir, far-brautabætir. Ef þú varast að vanhelga hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins, heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, þá munt þú gleðjast í Drotni”.1Jes. 58 : 12, 13. Þessi spá-dómsorð eiga einnig við á vorum dögum. Lögmál Guðs var brotið þegar hvíldardeginum var breytt af hinum rómversku völdum. En nú er tími kominn til þess að endurreisa þessa heilögu stofnun. Brotið á að bætast og uppbyggjast skal grundvöllur margra kynslóða.DM 269.3

    Adam hélt helgan hvíldardaginn í sakleysi sínu í hinni heilögu Eden, hvíldardaginn sem helgaður var og blessaður með hvíld skaparans; Adam hélt helgan hvíldardaginn eftir að hann hafði fallið og iðrast, þegar hann var rekinn úr sælubústað sínum. Hvíldardagurinn var helgur haldinn af öllum forfeðrum frá Abel til hins rétt-láta Nóa, til Abrahams og til Jakobs. Þegar hin útvalda þjóð var í útlegð í Egyptalandi, töpuðu margir sjónar á lögum Guðs mitt í hinni ríkjandi skurðgoðadýrkun. En þegar Drottinn frelsaði Ísraelslýð, lýsti hann yfir lögmáli sínu í mikilli dýrð frammi fyrir hinum samansafnaða fjölda, til þess að fólkið skyldi vita vilja hans og óttast hann og hlýða honum eilíflega.DM 270.1

    Frá þeim degi til þessa tíma hefir þekkingin á lög-máli Guðs varðveizt á jörðinni og hvíldardagurinn, sem fyrirskipaður er í fjórða boðorðinu hefir verið haldinn. Þótt “maður syndarinnar” hafi látið sér takast að fótum-troða boðorðið um hinn heilaga dag Guðs, þá voru, jafn-vel á þeim dögum er hann ríkti, trúfastar sálir, sem héld-ust við á leyndum stöðum og gáfu Guði dýrðina með hlýðni við það boðorð. Síðan á dögum siðabótarinnar hafa altaf verið nokkrir meðal hverrar þjóðar, sem haldið hafa helgan hinn rétta hvíldardag. Þrátt fyrir alls konar árásir og ofsóknir hefir stöðugur vitnisburður verið bor-inn um hið eilífa lögmál Guðs og hina helgu skyldu að halda hvíldardag skaparans.DM 270.2

    Þessi sannindi, eins og þau koma fram í Opinberun-arbókinni, fjórtánda kapítula, í sambandi við “hinn eilífa fagnaðarboðskap”, mun aðgreina kirkju Krists við endur-komu hans, því samkvæmt hinum þrefalda boðskap er það opinberað sem hér segir: “Hér reynir a þolgæði hinna heilögu — þeir er varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm”. Og þetta er síðasti boðskapur sem gefinn er fyrir komu Drottins. Jafnskjótt og þessu hefir verið lýst yfir, sér spámaðurinn mannsins son, þar sem hann kemur í mik-illi dýrð, til þess að uppskera af jörðinni.DM 270.3

    Þeir sem meðtóku ljósið viðvíkjandi helgidóminum og óbreytanleik Guðs lögmáls, fyltust gleði og undrun þegar þeir sáu hið mikla samræmi í kerfi sannleikans, sem þeim nú opnaðist og þeir skildu fyllilega. Þeim var það áhugamál að ljósið sem þeim hafði birst svo dýrðlegt, mætti einnig birtast öllum kristnum mönnum og þeir gátu ekki trúað öðru, en að það yrði með gleði meðtekið. En sannleikur, sem kom mönnum í ónáð hjá heiminum, var þeim ekki velkominn, þótt þeir þættust vera fylgjend-ur Krists. Hlýðni við fjórða boðorðið útheimti sjálfs-afneitun, sem fjöldinn veigraði sér við.DM 271.1

    Þegar komið var fram með kröfur hvíldardagsins, þá töluðu margir frá veraldlegu sjónarmiði á þessa leið: “Vér höfum ávalt haldið helgan sunnudaginn; feður vorir héldu hann helgan, og margir góðir og guðhræddir menn hafa dáið sælir og í friði, haldandi þann dag heilagan. Hafi þeir breytt rétt, þá er sama máli að gegna með oss. Færum vér að halda helgan þennan nýja hvíldardag, þá færðumst vér úr samræmi við heiminn og vér hefðum engin áhrif á aðra. Hvað er það, sem lítið félag hygst að geta komið til leiðar með því að halda helgan sjöunda daginn, gagnvart öllum heiminum, sem heldur helgan sunnudaginn?” pað var með sams konar rökum, sem Gyðingar reyndu að réttlæta útskúfun Krists. Guð hafði viðurkent feður þeirra, sem fórnarframberendur, og hvers vegna ættu þá ekki börn þeirra að hljóta sáluhjálp, með því að fylgja sömu stefnu? Þannig var það á dögum Lúters, páfatrúarmenn héldu því fram, að sannkristnir menn hefðu dáið í kaþólsku trúnni, og þess vegna væri sú trú fullnægjandi til sáluhjálpar. Slíkar rökfærslur yrðu steinn í vegi allra framfara í trúarefnum eða líferni.DM 271.2

    Margir héldu því fram að sunnudagshelgihald hefði verið staðfest kenning og almennur siður í kirkjunni um margar aldir. Á móti þeirri staðhæfingu var það sýnt að hvíldardagurinn og helgihald hans var eldri og útbreidd-ari, jafnvel væri það eins gamalt og veröldin sjálf og væri helgað bæði af englum og Guði. Þegar jörðin var grundvölluð, þá var hvíldardagurinn stofnaður. Þessi stofnun má með réttu krefjast virðingar vorrar; hún var ekki grundvölluð af neinum veraldlegum völdum, hún var stofnsett í upphafi og fyrirskipuð í hinu heilaga Guðs orði.DM 271.3

    Þegar athygli fólksins var beint að umbót að því er helgihald hvíldardagsins snerti, þá ranghverfðu prédik-arar alþýðunnar Guðs orði, og þýddu það þannig að þeir gætu friðað huga þeirra manna, sem rannsókn þráðu. Og þeir, sem ekki rannsökuðu Guðs orð sjálfir, gerðu sig ánægða með að taka góðar og gildar ályktanir, sem voru í samræmi við vilja þeirra. Með vífilengjum, útúrsnún-ingum, venjum feðra sinna og valdi kirkjunnar, reyndu margir að kollvarpa sannleikanum. Þeir sem sannleikan-um héldu fram, urðu að leita ritningarinnar, til þess að sanna gildi fjórða boðorðsins. Alþýðumenn, sem ekkert höfðu að vopnum nema Guðs orð eitt, stóðust árásir lærðra manna og stóðu hinir ráðalausir og reiðiþrungnir, þrátt fyrir mælsku sína og vífilengjur, þegar þeir mæltu blátt áfram sannleikann, hjá mönnum, sem ekki vörðust með neinum flækjum, heldur með beinum röksemdum, sem meiri stund höfðu lagt á það að vera kunnugir ritning-unni, en skólaspekinni svokölluðu.DM 272.1

    Þegar andstæðingar sannleikans gátu ekki fundið kenningum sínum stað í ritningunni, gripu þeir til hinna sömu vopna, sem beitt var gegn Kristi og postulum hans: “Hvernig stendur á því”, sögðu þeir, “að vorir leiðandi menn skilja ekki þetta helgidóms atriði? pað eru aðeins fáir sem hafa sömu trú og þér fylgið; það er ómögulegt að þér hafið á réttu máli að standa og allir lærðu menn-irnir í heiminum fari villir vegar”.DM 272.2

    Til þess að hrekja þetta þurfti ekki annað en að vitna í kenningar ritningarinnar og sögu Krists í sambandi við fólk hans á öllum öldum. Guð vinnur með áhrifum þeirra sem heyra rödd hans og hlýða henni; áhrifum þeirra, sem til þess eru búnir, ef þörf gerist, að mæla hinn óvinsæla sannleika; þeirra, sem ekki veigra sér við að berjast gegn þeim syndum, sem álits njóta. Ástæðan fyrir því að Drottinn velur ekki oftar lærða menn, og þá sem leiðandi eru, til þess að beita sér fyrir siðbótaverkin, er sú, að slíkum mönnum er hætt við að treysta játningum, hugmyndum og guðfræðiskerfum, en þeir finna enga þörf á að afla sér þekkingar frá Guði sjálfum. Þeir einir, sem eru í persónusambandi við uppsprettu vizkunnar, geta skilið ritninguna og skýrt hana. Menn, sem lítið hafa lært í skólum, eru stundum kallaðir til þess að út-breiða sannleikann; ekki vegna þess að þeir eru ólærðir, heldur vegna hins, að þeir þykjast ekki sjálfum sér nógir, án þess að læra af Guði sjálfum. Þeir læra í skóla Krists og auðmýkt þeirra og hlýðnin gjörir þá mikla. Þegar Guð fræðir þá í sannleika síns heilaga orðs, veitir hann þeim heiður, sem er öllum veraldlegum og mannlegum virðingum æðri.DM 272.3

    Það er eins nú á dögum og það var á fyrri öldum, að þegar sannleikurinn er hiklaust sagður og syndinni sagt stríð á hendur, þá mæta þeir mótstöðu er sannleikann flytja: “Því að hver sem ilt aðhefst, hatar ljósið og kemur eigi til ljóssins til þess að verk hans verði ekki átalin”.1Jóh. 3 : 20. Þegar menn sjá að þeir geta ekki sannað mál sitt með orðum ritningarinnar, hugsa þeir sér, sumir hverjir, að halda samt fram máli sínu, hvað sem það kosti; þeir ráðast því á mannkosti og tilgang þeirra, sem verja óvinsælan sannleika og beita til þess illgirni. Þetta er sama stefnan sem fylgt hefir verið um allar aldir. Menn sögðu að Elías væri uppreistarmaður hjá Ísraelslýð, Peremías var talinn landráðamaður, og Páll postuli var kærður um það að svívirða musterið. Frá þeim tímum sem þessir menn voru uppi og alt til vorra daga, hafa þeir verið fordæmdir, sem stöðugir hafa staðið fyrir máli sannleikans; þeir hafa verið kærðir um landráð, villutrú og uppreist.DM 273.1

    Hver er skylda boðbera sannleikans, þegar þetta er tekið til greina? Á hann að komast að þeirri niðurstöðu að sannleikurinn ætti ekki að boðast, vegna þess að boðun sannleikans vekur oft upp menn, sem forðast kröfur hans eða veita honum mótstöðu? Nei, langt frá. Hann á ekki fremur að veigra sér við að flytja köllun Guðs og bera vitni um orð hans, vegna þess að slíkt valdi mót-stöðu en siðabótamenn fyrri alda. Þegar píslarvottarnir lýstu yfir trú sinni, var það skrifað til góðs fyrir seinni kynslóðir. Þeir sem þannig létu líf sitt og voru sjálfir lifandi fyrirmynd heilags, staðfasts og flekklauss lífs, hafa verið andlega nálægir, og eru það enn, þeim sem nú eru kallaðir til þess að bera vitni frammi fyrir Guði, og frá nálægð þeirra hljóta þeir hugrekki. Þessir staðföstu menn meðtóku náð og sannleika, ekki einungis fyrir sjálfa þá, heldur til þess að heimurinn mætti hljóta upplýsing frá Guði þeirra vegna. Hefir Guð veitt þjónum sínum með þessari kynsólð ljós sitt? Sé svo, þá ættu þeir að láta það skína fyrir heiminum.DM 273.2

    Í fornöld sagði Drottinn, fyrir munn þess, er mælti í hans nafni: “En Ísraelsmenn munu eigi vilja hlýða á þig, því að þeir vilja eigi hlýða á mig; því að allir Ísraels-menn hafa hörð enni og þverúðarfull hjörtu”.1Esek. 3:7. Samt sem áður sagði Drottinn: “Heldur skalt þú tala orð mín til þeirra, hvort sem þeir hlýða á þau eða gefa þeim engan gaum”.2Esek. 2:7. Þjónum Drottins er gefið þetta boðorð nú á tímum: “Kalla pú af megni og drag ekki af. Hef upp raust þína sem lúður og kunngjör lýð mínum misgjörð þeirra og húsi Jakobs syndir þeirra”.DM 274.1

    Að því er tækifæri snertir, er það að segja, að hver einasti maður, sem hefir meðtekið ljós sannleikans, hefir hina sömu miklu og skelfilegu ábyrgð, sem spámenn Israels höfðu, sem Drottinn talaði til á þessa leið: “pig, mannsins-son hefi eg skipað varðmann fyrir Ísraelshús, til þess að þú varir þá við fyrir mína hönd, er þú heyrir orð af munni mínum. Þegar eg segi við hinn óguðlega: pú hinn óguðlegi skalt deyja! og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir breytni sína, en blóðs hans vil eg krefja af þinni hendi. En hafir þú varað hinn óguð-lega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en þú hefir frelsað líf þitt”.3Esek. 33 : 7-9.DM 274.2

    Hinir miklu örðugleikar, bæði að því er snertir mót-töku sannleikans og útbreiðslu hans eru þeir, að það hefir í för með sér óþægindi og ámæli. Þetta er eina atriðið á móti sannleikanum, sem boðendur hans hafa aldrei getað mótmælt. En þetta veldur þeim ekki hugleysi, sem í sannleika fylgja Kristi. Þeir bíða ekki eftir því að sann-leikurinn verði almenningi velkominn gestur. Þegar þeir eru sannfærðir um skyldu sína, taka þeir á herðar sér krossinn af fúsum vilja og segja eins og Páll postuli: “Því að þrenging vor, skammvinn og léttbær, aflar oss mjög yfirgnæfanlegs eilífs dýrðarþunga”.12. Kor. 4 : 17. Og þeir hugsa eins og einn í fornöld, er “áleit vanvirðu Krists meiri auð en fjársjóðu Egyptalands”.2Heb. 11 : 26.DM 274.3

    Hversu sem menn segjast trúa, þá eru það einungis þeir, sem eru heimsins börn í hjarta sínu, sem meira hugsa um að fylgja tíðarandanum, en að fylgja sann-færingu sinni í trúarefnum. Vér ættum að velja hið rétta, vegna þess að það er rétt og fela Guði afleiðing-arnar. Heimurinn á þeim mönnum fyrir hinar miklu siðabætur að þakka, sem voru staðfastir trúmenn, hug-rakkir og trúir. Af slíkum mönnum verða siðabótaverk vorra daga að vera unnin.DM 275.1

    Þannig mælti Drottinn: “Hiýðið á mig, þér sem þekkið réttlætið, þú lýður, sem ber lögmál mitt í hjarta þínu: Óttist eigi spott manna og hræðist eigi smánar-yrði þeirra; því að mölur mun eta þá eins og klæði og maur eta þá eins og ull; en réttlæti mitt varir eilíflega og hjálpræði mitt frá kyni til kyns”.3Jes. 51 : 7-8.DM 275.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents