Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Fráfallið

    Í öðrum pistli sínum til Þessalóniu manna sagði Páll postuli fyrir hið mikla fráfall, sem leiða mundi af páfa-valdinu. Hann sagði að dagur Krists mundi ekki koma “nema fráhvarfið komi fyrst og maður syndarinnar birt-ist, glötunar sonurinn, hann sem setur sig á móti og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann sezt í Guðs musteri og kemur fram eins og hann væri Guð”. 12. Þess. 2: 3, 4. Og enn fremur aðvaraði postulinn bræður sína og segir: “Því að lögleysið er þegar farið að starfa í leyndum”. 22. Þess. 2: 7. Jafnvel svo snemma sá postulinn það að villu-kenningar voru farnar að komast inn í kirkjuna, sem hlytu að ryðja veg páfavillunni.DM 40.1

    Smám saman ruddi leyndardómur ranglætisins til rúms hinu blekkjandi guðlastsstarfi sínu; fyrst í stað þegjandi og hljóðalaust, en síðar opinberlega og með meiri ákafa og afli. Siðir heiðninnar komust svo að segja án þess að eftir væri tekið inn í kirkju kristninnar. Anda málamiðlunar og samvinnu var haldið til baka um tíma með hinum miku ofsóknum, sem kirkjan varð að þola af völdum heiðninnar; en þegar ofsóknunum linti og kristn-in komst inn í hirðir konunganna og réttarsalina, þá misti hún hina miklu auðmýkt og einfaldleik Krists og lærisveina hans, en tók á sig skrautið og tilgerðina, sem eiginlega tilheyrði prestum heiðingjanna og stjórnend-um þeirra; og í stað skipana Drottins tók hún að kenna mannalærdóma og sögusagnir.DM 40.2

    Þegar Konstantinus snerist að nafninu til á fyrri hluta fjórðu aldar, var mikil gleði og fögnuður á ferðum og heimurinn klæddi sig skikkju útvortis réttlætis, og synir hans sóttu kirkjuna og tengdust henni til mála-mynda.DM 40.3

    Nú fleygði spillingunni áfram hröðum skrefum; heiðindómurinn sem virtist horfinn, var í raun réttri orð-inn sigurvegari. Andi hans réði kirkjunni; kenningar hans, siðir og hjátrú fluttust inn í kirkju og trú og til-beiðslusiði þeirra sem þóttust vera lærisveinar Krists. Þessi málamiðlun milli heiðindóms og kristni varð til þess að þroska “mann syndarinnar” sem spáð er um og setja mundi sig upp á móti og upphefja sig yfir Guð. Þetta voðalega samvinnuafl falskrar trúar er meistara-verk myrkrahöfðingjans — minnisvarði tilrauna hans til þess að setja sjálfan sig í hásæti og stjórna heiminum eftir sínum eigin geðþótta.DM 41.1

    Einu sinni reyndi Satan að gera samning við sjálfan Krist. Hann kom til Guðs sonar á eyðimörk freisting-anna, sýndi honum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og lofaði að gefa honum það alt í vald, ef hann aðeins vildi viðurkenna vald myrkrahöfðingjans. Kristur at-yrti hinn ósvífna freistara og rak hann frá sér. En Djöflinum verður betur ágengt þegar hann freistar mann-anna á sama hátt. Til þess að öðlast veraldleg gæði og heiður var kirkjan látin sækjast eftir hylli og aðstoð heldri og voldugri manna hér í heimi. Og þegar kirkjan hafði þannig hrundið Kristi frá sér var hún fengin til þess að samþykkja samband við fulltrúa Djöfulsins — biskupinn í Rómaborg.DM 41.2

    Það er ein af aðalkenningum rómversk kaþólskra manna að páfinn í Róm sé hið sýnilega höfuð hinnar almennu kristilegu kirkju, og hafi allsherjar vald yfir biskupum og prestum í öllum heimi. Meira að segja páfanum hefir verið gefið guðlegt nafn eða nafnbót. Hann hefir verið kallaður: “Guð Drottinn, páfinn”, og því hefir verið lýst yfir að hann væri óskeikull. Hann krefst virðingar og viðurkenningar allra manna, alveg eins og Djöfullinn sjálfur í eyðimörk freistinganna, og sömu kröfu lætur hann bera fram fyrir sína hönd í rómversku kirkjunni enn þann dag í dag, og múgur og margmenni er reiðubúið að veita honum þá lotningu er hann heimtar.DM 41.3

    En þeir sem óttast og elska Guð svara þessari himinhrópandi ósvífni eins og Kristur gjörði þegar hann mætti freistaranum og segja: “Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja, og þjóna honum einum”. 1Lúk. 4: 8. Guð hefir aldrei gefið hina minstu bendingu um það í orði sínu að hann hafi útnefnt nokkurn sem umboðsmann sinn hér á jörð-unni eða höfuð kirkju sinnar. Kenning páfakirkjunnar er í beinni mótsögn við kenningu heilagrar ritningar. Páfinn getur ekkert vald haft yfir kirkju Krists.DM 41.4

    Satan vissi það vel að með ljósi heilagrar ritningar gátu menn séð blekkingar hans og veitt valdi hans mót-stöðu. Það var með Guðs orði að jafnvel frelsari heims-ins stóð á móti valdi hans og árásum. Við hverja árás varðist Kristur með skildi hins eilífa sannleika og sagði: “Ritað er”. Hvaða uppástungu sem freistarinn bar fram mætti Kristur með speki og afli hins heilaga Guðs orðs. Til þess að Djöfullinn geti haft vald yfir mönnunum og styrkt áhrif sín yfir hinu kaþólska ofbeldi verður hann að halda fólki í fáfræði að því er Guðs orð snertir. Þegar menn lesa biblíuna og skilja hana sjá þeir Guðs dýrð og lítilleik þeirra sjálfra, þess vegna verð-ur að leyna hinum heilaga sannleika Guðs orðs og sjá um að ekki útbreiðist þekking á því. Svo öldum skifti var bönnuð sala biblíunnar. Fólki var bannað að lesa hana eða hafa hana á heimilum sínum, og óhlutvandir prestar og skriftlærðir menn þýddu hana fyrir fólkinu á þann hátt sem bezt gat orðið til þess að styrkja villukenn-ingar þeirra. Þannig varð það að páfinn hlaut svo að segja almenna viðurkenningu sem fulltrúi Drottins á jörðunni með guðlegu valdi frá himnum yfir kirkju og ríki.DM 42.1

    Þegar svo var um hnúta búið að ekki var hægt að finna eða sjá villurnar, þá gat Djöfullinn starfað eftir eiginn geðþótta. Spámennirnir sögðu að páfadómurinn mundi “hafa í hyggju að umbreyta helgitíðum og lögum”. 2Dan. 7: 25. Þetta var páfavaldið ekki seint á sér að reyna. Að veita þeim sem frá heiðninni snerust eitthvað í staðinn fyrir skurðgoðin og þannig að láta líta svo út, sem þeim væri gert hægra fyrir með kristnina, það voru ráð þess. Til-beiðsla líkneskja og skurðgoða komst brátt inn í tilbeiðslu hinna kristnu. Aðalkirkjuráðið gaf loksins út skipun, þar sem skurðgoðadýrkun var innleidd. Til þess að fullkomna þessar guðlasts athafnir, strykaði páfadómurinn í burtu af lögmáli Drottins annað boðorðið, sem bannaði mynda-dýrkun eða skurðgoðadýrkun, en í stað þess var tíunda boðorðinu skift í tvent, til þess að halda tölunni.DM 42.2

    Sá andi sem þá ríkti í þá átt að gefa eftir fyrir heiðninni, ruddi braut enn þá meira virðingarleysi fyrir Drotni himnanna; Djöfullinn, sem starfaði í framkvæmd-um vanheilagra kirkju leiðtoga, átti einnig við fjórða boð-orðið og hugsaði sér að nema úr gildi hinn forna hvíldar-dag, daginn sem Guð hafði blessað og helgað12. Móse 2: 2, 3. , en lögleiða í stað hans hvíldardag þann er heiðingjarnir héldu og kalla hann, “hinn heiðursverða dag sólarinnar”. Þessi breyting var í fyrstu ekki reynd opinberlega. Á fyrstu öldum kristninnar höfðu allir kristnir menn haldið hvíld-ardaginn heilagan. Þeir báru djúpa lotningu fyrir almætti Drottins; og með því að þeir trúðu því að lög hans væru óumbreytanleg, gættu þeir af allri sál og öllum huga hlýðni við þau og fastheldni. En með hinni mestu slæg-vizku vann Djöfullinn að því að koma áformi sínu fram. Til þess að draga athygli fólks að sunnudeginum, var sá dagur gerður að hátíðisdegi til minningar um upprisu Krists; guðsþjónustur og bænagerðir fóru þá fram, samt var hann talinn skemtidagur, en hvíldardagurinn eða Drottins dagurinn var enn haldinn á laugardag.DM 43.1

    Til þess að ryðja því máli braut sem hann ætlaði sér að koma í framkvæmd, hafði Djöfullinn fengið Gyðinga, áður en Kristur kom í heiminn, til þess að hlaða á hvíld-ardaginn alls konar reglum og helgisiðum, sem gerðu helgihald hans þunga byrði. Þegar hann nú hafði komið því til leiðar að hvíldardagurinn var þannig skoðaður í röngu ljósi, kom hann fyrirlitningu af stað á þeim helgi-degi sem Gyðinglegri stofnun. Og meðan kristnir menn þannig héldu áfram að halda sunnudaginn sem gleði-hátíð, þá kom Satan þeim til þess að skoða laugardag-inn sem dag föstu, sorga og dapurleika; var það til þess að sýna hatur sitt til Gyðingdómsins.DM 43.2

    Á fyrri hluta fjórðu aldar lét Konstantínus keisari boð út ganga að sunnudagurinn skyldi eftir það vera haldinn sem almennur hátíðisdagur í öllu Rómaríki.DM 43.3

    Dagur sólarinnar var haldinn helgur af hinum heiðnu borgurum keisarans, en skoðaður sem hátíðisdagur af hinum kristnu. Það var áform keisarans að sameina hinar andstæðu fylkingar kristninnar og heiðindómsins. Prestar kirkjunnar fengu hann til þess að gera þetta; voru þeir þyrstir eftir völdum og yfirráðum, og sáu það að ef sami dagur væri helgur haldinn af heiðnum og kristnum mönnum, þá leiddi það til þess að kristnin yrði meðtekin að nafninu til af heiðingjum og vald og dýrð kirkjunnar yxi við það. En þótt margir sannkristnir menn leiddust smám saman til þess að skoða sunnudag-inn sem hálfhelgan dag, þá héldu þeir samt áfram að halda helgan laugardaginn sem dag Drottins, og hlýddu þeir þannig fjórða boðorðinu.DM 44.1

    Erkifreistarinn hafði enn ekki lokið áformi sínu; hann var ákveðinn í því að safna hinum kristna heimi undir merki sitt og framfylgja valdi sínu með starfi full-trúa síns, æðsta prestsins, sem þóttist vera fulltrúi Krists. Hann kom fram áformi sínu með hálfsnúnum heiðingjum, hégómagjörnum prestum og stjórnendum og veraldlega sinnuðum kirkjumönnum. Stórar samkundur voru haldnar öðru hvoru, þar sem stórmenni kirkjunnar voru saman komin úr öllum heimi. Á hverju slíku þingi var hvíldardagurinn, sem Guð hafði stofnað, settur skör lægra en næst á undan, en sunnudagurinn tilsvar-andi hærra. Þannig náði hinn heiðni hátíðisdagur smátt og smátt meiri helgi, sem guðleg stofnun, en helgidag-ur biblíunnar var talinn sem nokkurs konar Gyðinga leifar, og loksins var helgihald laugardagsins bannfært.DM 44.2

    Hinn mikli antikristur hafði komist svo langt að honum hafði tekist að hefja sjálfan sig yfir alt, “sem kallast Guð eða helgur dómur”. 12. Þess. 2: 4. Hann hafði dirfst að breyta hinu eina fyrirmæli guðlegra laga, sem ótví-ræðilega bendir öllu mannkyni til hins sanna og lifanda Guðs. Í fjórða boðorðinu birtist Guð sem skapari himins og jarðar og er þar með aðgreindur frá öllum falsguðum. Þessi dagur var af honum sjálfum helgaður til minning-ar um það að hann á sjöunda degi hafði fullkomnað sköpunina og helgaði hann þenna sama dag sem hvíldar-dag fyrir oss mennina um allan aldur. Átti hann að vera til þess að halda óafmáanlegri minningu hins lifanda Guðs í huga mannanna, sem uppsprettu tilverunnar og hátignarinnar og dýrðarinnar. Djöfullinn reynir að snúa mönnum frá sambandi við Guð og frá því að hlýða honum og lögum hans; þess vegna beitir hann áhrifum sín-um gegn því boðorðinu, sem bendir á Guð sem skapara.DM 44.3

    Á sjöttu öldinni var páfadómurinn orðinn fastur í sessi. Vald hans átti miðstöð sína í keisaraborginni og því var lýst yfir að biskupinn í Róm væri höfuð allrar kirkjunnar. Páfadómurinn hafði komið í stað heiðindómsins. Drekinn hafði veitt dýrinu “mátt sinn og hásæti sitt og vald mikið”. 2Dan. 7: 25; Opinb. 13: 5-7. Og nú hófst 1260 ára tímabil páfadómsins og ofsóknanna, sem frá er skýrt í spádómsbók Daníels og Opinberunarbókinni. 1Opinb. 13: 2. Kristnir menn voru annaðhvort neyddir til þess að afneita trú sinni og viðurkenna páfa-trúna með siðum hennar og athöfnum, eða að eyða æfi sinni í myrkvastofum eða líða píslardauða í kvalatólum, með barsmíð eða af blóðöxi. Nú voru uppfylt spámanns-orð Jesú Krists: “En þér munuð framseldir verða jafnvel af foreldrum og bræðrum og frændum og vinum; og nokkra af yður munu þeir lífláta. Og þér munuð verða hataðir af öllum vegna nafns míns”. 3Lúk. 21: 16, 17. Ofsóknirnar gegn hinum trúföstu voru ákafari en nokkru sinni fyr og ver-öldin breyttist í víðlendan orustuvöll. í hundruð ára leitaði kirkja Krists hælis í afkymum og afviknum stöðum: “Konan flýði út á eyðimörkina þar sem hún hefir stað fyrirbúinn af Guði, til þess að menn ali hana þar og þar skal hún haldast við í eitt þúsund, tvö hundruð og sextíu daga”. 4Opinb. 12: 6. DM 45.1

    Vald rómversku kirkjunnar var byrjun myrkurald-anna. Eftir því sem vald hennar magnaðist, að því skapi óx myrkrið. Trúin var ekki lengur á Krist, hinn rétta grundvöll, heldur páfann og Róm. Í stað þess að full-treysta syni Guðs til syndafyrirgefninga og eilífrar sælu, treysti fólkið páfanum og prestunum og hinum skrift-lærðu, sem hann veitti vald sitt. Fólkinu var kent að páf-inn væri þess jarðneski meðalgangari og að enginn gæti komist til Guðs nema fyrir meðalgöngu hans, og enn frem-ur að hann væri þeim sama sem Guð og því ætti að sýna honum takmarkalausa hlýðni. Broti gegn boðum hans var hegnt með hörðustu refsingum; það var kent að Drottinn sendi líkams og sálarkvalir og alls konar plágur þeim sem ekki hlýddu boðum páfans. Þannig var huga fólksins snúið frá Guði og það látið í hans stað tilbiðja skeikula, villuráfandi og grimma menn; eða réttara sagt var því snúið frá sjálfum Guði til myrkrahöfðingjans, sem beitti valdi sínu á þessa menn sem verkfæri sitt og hafði þá í hendi sinni. Syndin var dularklædd í flíkum einlægninnar og heilagleikans. Þegar heilög ritning er bönnuð og maður þykist vera óskeikull, þá er ekki við öðru en blekkingum að búast, táldrætti og siðspillandi óréttlæti. Með því að upphefja mannleg lög og sagnir varð spillingin augljós, sem ávalt leiðir af því að ganga fram hjá lögum Drottins.DM 45.2

    Þetta voru hættulegir tímar fyrir kirkju Krists. Hinir trúu merkisberar voru í sannleika fáir. Þó sann-leikurinn væri ekki án vitnisburðar, þá var svo að sjá um tíma að blekkingar og villukenningar mundu fá yfir-hönd og sannri trú verða útrýmt af jarðríki. Boðorðin gleymdust, en helgisiðirnir margfölduðust og fólkinu var ofþyngt með álögum og fjárframlögum.DM 46.1

    Ekki var mönnum einungis kent að líta upp til páf-ans, sem meðalgangara; heldur einnig að trúa á réttlæt-ing og syndafyrirgefning af eigin verkum. Langar píla-grímsferðir, meinlætalifnaður, dýrkun helgra manna og jafnvel helgra hluta, kirkjubygginga, altara eða helgi-dóma, stórar fjárgjafir til kirkna, alt þetta var fólki kent að væri til þess að sættast við Guð, mýkja reiði hans eða öðlast hylli hans; rétt eins og Guð almáttugur væri þeim mannlegu eiginleikum háður að reiðast af smámunum eða blíðkast af lítilfjörlegum gjöfum eða meinlætalifnaði!DM 46.2

    Myrkrið sýndist vaxa. Skurðgoðadýrkun varð tíð-ari. Kertaljósum var haldið frammi fyrir líkneskjum og þeim voru fluttar bænir. En á sama tíma lifðu prestarnir sjálfir í glaumi og gjálífi, lauslæti og siðspillingu, og mátti því vænta þess að fólkið sem leit upp til þeirra til fyrirgefningar sykki niður í djúp lasta og þekkingar-leysis.DM 46.3

    Greinilegt dæmi þess hversu ofsafullir þessir tals-menn óskeikulleikans voru, er það hvernig farið var með Hinrik IV. Þýzkalandskeisara. Fyrir það að hann þótti ekki sýna páfadóminum hæfilega virðingu var hann sett-ur út af sakramentinu og rekinn frá völdum. Skelfdur af fráhvarfi og heitingum sinna eiginn manna, sem eggj-aðir voru til uppreistar gegn honum með valdboði páfans, sá keisarinn sér ekki annað fært en að leita sætta við kirkjuna í Rómaborg. Ásamt konu sinni og hinum trúa þjóni sínum fór hann yfir Alpafjöllin um miðjan vetur, til þess að friðmælast við páfann. Þegar hann kom til kastalans sem Gregorius hafði nýlega yfirgefið, var keisarinn leiddur varðmannalaus út í úthýsi og þar beið hann lengi skjálfandi af kulda, berhöfðaður, berfættur og illa til fara um hávetur eftir því að fá að ná tali páfans. Og það var ekki fyr en hann hafði fastað og játað syndir sínar í þrjá daga samfleitt að æðsti prestur allra náðar-samlegast veitti honum fyrirgefningu. Og jafnvel þá var fyrirgefningin því skilyrði bundin að keisarinn fengi heimildir frá páfanum áður en hann tæki sér keisara-skrúðann eða stjórnarvald. Og Gregorius stærði sig af því að það hefði verið skylda sín “að lækka hrokann í þessum óstýrilátu konungum”.DM 46.4

    Engum mun dyljast sá mikli munur, sem var á þessu takmarkalausa drambi og hroka þessa stæriláta prests og raildi og ljúfleik Krists, sem lýsir sjálfum sér sem þeim, er standi við dyr hjartans og æski þar inngöngu með frið og fyrirgefningu, og sem birti mönnum kenn-ingu sína í þessum orðum: “Sérhver sá er vill verða mik-ill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar”. 1Matt. 20: 26. DM 49.1

    Eftir því sem aldir liðu fram uxu stöðugt villukenn-ingarnar frá Rómaborg. Jafnvel áður en páfadómurinn var stofnaður voru komnar fram kenningar heiðinna heim-spekinga og höfðu haft áhrif í kirkjunni. Margir þeirra, sem til kristni þóttust hafa snúist héldu enn fast við heiðnar kenningar þessara heimspekinga og héldu ekki einungis áfram að stunda þær sjálfir, heldur eggjuðu þeir aðra til þess að gera það líka, í því skyni að auka áhrif sín meðal heiðinna manna. Alvarlegar villur kom-ust þannig inn í kristnu trúna. Ein þessara villa var trúin um hinn náttúrlega ódauðleika og meðvitund manns-ins í dauðanum. Þessi kenning lagði grundvöllinn að þeirri kenningu sem rómverska kaþólska kirkjan bygði á trúna á helga menn og dýrkun Maríu meyjar. Af þessu leiddi einnig kenningin um eilífar kvalir hinna óendur-fæddu, og komst sú kenning mjög snemma inn í páfa-kirkjuna.DM 49.2

    Þá var rudd braut annari enn þá hættulegri villu-kenningu heiðindómsins, þeirri er rómverska kaþólska kirkjan nefndi hreinsunareld. Var sú kenning til þess uppfundin og henni í því skyni beitt að hræða hina trú-gjörnu og hjátrúarfullu alþýðu. Samkvæmt þessari villu-kenningu er því haldið fram að til sé ákveðinn kvala-staður, þar sem þeir séu látnir taka út hegningu, sem ekki hafi verið nógu spiltir til eilífrar fordæmingar, og þegar þeir séu í þessum hreinsunareldi orðnir lausir við syndir sínar og óhreinleik, þá verði þeim leyfð innganga í hina himnesku sælubústaði.DM 50.1

    Enn þá var þörf á nýrri trúarbragðalegri uppfynd-ingu, til þess að rómverska kaþólska kirkjan gæti fitað sig á ótta og löstum þeirra, sem henni fylgdu. Þessi upp-fynding var í því fólgin að menn gátu óhultir syndgað um langan tíma og keypt síðan syndafyrirgefning. Kirkjan lofaði fullri fyrirgefning allra synda drýgðra í fortíð, nútíð og framtíð, og lausn frá öllum kvölum og allri hegningu; þessa aflausn fengu þeir einir, sem fúsir voru til þess að taka þátt í stríði páfans til þess að breiða út hans jarðneska ríki, hegna óvinum hans eða ráða þá af dögum sem dirfðust að efa hans andlega vald og yfirburði. Fólkinu var einnig kent það að með því að greiða kirkjunum ákveðnar fjárupphæðir gæti það keypt sér syndakvittanir sjálfum sér, og gæti meira að segja keypt vini sína og vandamenn úr hreinsunareldinum og stytt þeim þannig kvalirnar þar. Með þessum ráðum og öðrum álíka vönduðum fylti rómverska kirkjan fjárhirzl-ur sínar; með þessu móti gat hún borist á eins og hún gerði í allskonar skrauti og veraldlegri dýrð. Þeir sem henni stjórnuðu lifðu á þennan hátt í alls konar löstum og óhófi. Þetta voru mennirnir, sem þóttust vera full-trúar hans, er hvergi átti höfði sínu að að halla.DM 50.2

    Stofnun kveldmáltíðarinnar samkvæmt heilagri ritn-ingu hvarf nú fyrir hinum heiðinglegu fórnfæringum fjöldans. Páfaklerkarnir töldu fólkinu trú um það með sínum heimskulegu sjónhverfingum, að þeir breyttu ein-földu brauði og víni í virkilegan “líkama og blóð Krists”. 1Sjá fyrirlestra Wisemans kardinála, um “hina virkilegu nærveru”. 8. Íyrirlestur, 3. kafla, 26. bls. DM 50.3

    Með guðlasti og yfirskyni lýstu þeir því yfir opinberlega að þeim væri gefið vald til þess að skapa Guð, skapara allra hluta. Kristnum mönnum var þröngvað til þess að viðlögðum kvölum og dauða, að játa trú sína á þessa við-urstyggilegu, himinhrópandi villukenningu. Fjöldamörg-um, sem neituðu þessu, var lifandi kastað á bál og þeir brendir til dauða.DM 51.1

    Á þrettándu öldinni var sú stefna sett á fót, sem djöfullegust hefir verið upp fundin af heiðninni hér í heimi — það voru rannsóknardómarnir. Myrkrahöfð-inginn hafði gert samsæri við prestastétt páfavaldsins, Á leyniráðstefnum réði Satan og árar hans hugsunum vondra manna; en á meðal þeirra stóð engill Drottins, án þess að honum væri eftirtekt veitt og skrifaði niður hinar óguðlegu gjörðir, sem margar voru svo viðbjóðslegar að ekki er hægt að láta þær koma fyrir mannleg augu. “Hin mikla Babýlon” var “drukkin af blóði hinna heilögu”. 2Opinb. 17: 5, 6. Þúsundir limlestra píslarvotta hrópuðu til almáttugs Drottins í himninum um hefnd yfir grimdarvald hinna fráföllnu.DM 51.2

    Páfinn var orðinn alheims harðstjóri. Konungar og keisarar beygðu sig í auðmýkt fyrir skipunum hins rómverska æðsta prests. Líðan manna bæði þessa heims og annars virtist vera á hans valdi. Í margar aldir höfðu rómversku kenningarnar verið útbreiddar og viðurkend-ar alment; helgisiðum páfakirkjunnar fylgt með lotning og hátíðir hennar haldnar helgar. Klerkar hennar voru virtir og hálaunaðir. Aldrei síðan hefir hin rómverska kaþólska kirkja náð meiri tign, valdi né undirgefni fólks.DM 51.3

    En “hátign páfadómsins var miðnætti heimsins”. Heilög ritning var svo að segja óþekt, ekki einungis fólkinu, heldur jafnvel prestunum. Alveg eins og farise-arnir í fornöld hötuðu prestarnir Ijósið, sem hlyti að opin-bera syndir þeirra. Lögmál Drottins, mælikvarði rétt-lætisins var úr gildi numið; og þegar svo var komið, var vald þeirra takmarkalaust og löstum þeirra voru engar skorður settar. Svik, ágirnd og fjárdráttur var daglegt brauð þeirra á meðal. Menn veigruðu sér ekki við því að fremja neinn þann glæp, sem þeir héldu að gæti aflað þeim auðs og metorða. Öldum saman hafði Evrópu þjóð-unum ekkert farið fram í þekkingu, lærdómi, vísindum né menningu. Svo mátti með réttu segja að siðferðis-legur og menningarlegur dauðasvefn hefði gagntekið kristnina. Ásigkomulag heimsins undir áhrifum hins rómverska valds var óttalegt og greinileg uppfylling á spádómsorðum Hóseasar: — “Lýður minn verður afmáð-ur, af því hann hefir enga þekking. Af því þér hafið hafnað þekkingunni, þá vil eg hafna yður.... og með því að þér hafið gleymt lögmáli Guðs yðar, þá vil eg og gleyma börnum yðar”. 1Hós. 4: 6. “Því að í landinu er engin trú-festi, né kærleikur, né þekking á Guði. Þeir sverja og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá; þeir brjótast inn í hús og hvert vígið tekur við af öðru”. 1Hós. 4: 1, 2. DM 51.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents