Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Hörmungatíminn

    “En á þeim tíma mun Mikael, hinn mikli verndar-engill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og alt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni”.1Dan. 12 : 1.DM 323.1

    Þegar boðskap þriðja engilsins er lokið, biður hinn miskunnsami ekki framar fyrir þeim er á jörðu búa; þá hefir guðs fólk fullkomnað hlutverk sitt, það hefir með-tekið “haustregnið”, “endurlífgun .... frá augliti Drottins”, og það er reiðubúið til þess að mæta þeim reynslustundum, sem fyrir hendi eru. Englar hraða sér fram og aftur í himninum. Engill sem frá jörðu kemur lýsir því yfir að starfi sínu sé lokið; heimurinn hefir verið prófaður í síðasta skifti og allir þeir, sem reynst hafa trúir hinum guðlegu fyrirmælum hafa meðtekið “innsigli hins lifanda Guðs”. Þá hættir Jesús meðal-gangaraverki sínu í helgidóminum á himnum. Hann lyftir upp höndum sínum og segir hárri röddu: “Það er fullkomnað”. Og allir englaskararnir leggja niður kórón-ur sínar þegar hann gjörir þessa yfirlýsingu: “Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti og hinn heilagi helgist áfram”.2Opinb 22 : 11. Hvert einasta mál hefir verið dæmt lífs-eða dauðadómi. Kristur hefir friðþægt fyrir fólk sitt og afmáð syndir þess. Tala þegna hans er ákveðin: “Ríki, vald og máttur allra konungsríkja, sem undir himninum eru” verða veitt erfingjum sáluhjálparinnar og Jesús á að stjórna sem konungur konunganna og Drottinn drotnanna.DM 323.2

    Þegar hann yfirgefur helgidóminn, mun myrkur yfir-skyggja íbúa jarðarinnar. Á þeim skelfingatímum verða hinir réttlátu að lifa fyrir augliti hins heilaga Guðs án meðalgangara. Hinum illu verður ekki haldið í skefjum framar, og Djöfullinn hefir fult vald yfir þeim, sem að síðustu eru iðrunarlausir. Langlundargeð Guðs er á enda. Heimurinn hefir hafnað miskunn hans, fyrirlitið kærleika hans og fótumtroðið lögmál hans. Hinir syndumspiltu hafa eytt náðartíma sínum; andi Guðs, sem ávalt var staðið á móti, hefir að síðustu verið tekinn frá þeim. Þegar þeir eru ekki lengur verndaðir af guðlegri náð, hafa þeir enga vörn gegn hinu illa. Þá mun Djöfullinn varpa íbúum jarðarinnar í hinar miklu og síðustu hörm-ungar. Þegar englar Guðs hætta að halda í skefjum hinum æðisgengnu stormum mannlegra fýsna, leika öll ill öfl lausum hala. Allur heimurinn mun verða í eyði-legging hræðilegri en þeirri, sem kom yfir Jerusalem í fyrri daga.DM 324.1

    Þeir sem varðveita lögmál Guðs hafa verið ákærðir um að leiða dóm yfir mannkynið, og þeim mun verða kent um hin miklu umbrot náttúruaflanna og deilur og blóðsúthellingar mannanna, sem fylla heiminn hörmung-um og böli. Kraftur sá, sem fylgir hinni síðustu aðvörun-hefir fylt hina óguðlegu óstjórnlegri bræði; reiði þeirra bitnar á öllum þeim, sem meðtekið hafa boðskapinn og Djöfullinn mun auka og kynda hatursbálið og æsa til alls konar ofsókna.DM 324.2

    Þegar nálægð Guðs var loksins tekin frá Gyðinga-þjóðinni, vissu það hvorki prestarnir né fólkið, þótt þeir væru undir áhrifum hins illa og þótt þeir stjórnuðust af hinum verstu og lægstu fýsnum, töldu þeir sig samt vera Guðs útvöldu þjóð. Guðsþjónustur héldu áfram í muster-inu; fórnir voru bram bornar á hinum saurugu ölturum og guðlegrar blessunar var daglega beðið þeirri þjóð, sem sek var um blóð Guðs elskulega sonar og myrða vildi postula hans og prédikara. Þegar því hinn óbreytanlegi dómur helgidómsins hefir verið uppkveðinn og forlög heimsins hafa verið ákveðin fyrir fult og alt, munu íbúar heimsins ekki vita hvað gerst hefir. Trúarbragðasiðum verður haldið áfram af því fólki, sem Guð hefir um síðir svift anda sínum, og hinn djöfullegi ákafi, sem konung-ur illgerðanna blæs mönnum í brjóst, til þess að fram-kvæma illverk sín, mun líkjast guðlegum eldmóði að yfir-borðinu til.DM 324.3

    Með því að hvíldardagurinn hefir orðið aðal deilu-efnið í hinum kristna heimi og bæði kirkjuleg og verald-leg völd hafa tekið höndum saman, til þess að beita þar ofbeldi og framfylgja sunnudagshelginni, munu hinir fáu verða fyrir almennum ofsóknum og fyrirlitningu, vegna þess að þeir veita mótstöðu hinum gildandi veraldar-regl-um. Því mun haldið fram að hinir fáu, sem mótstöðu veiti kirkjulegri stofnun og lögum ríkisins, ættu ekki að líðast.DM 325.1

    Þá mun fólki Guðs verða steypt í þær hörmungar og píslir er spámaðurinn lýsir sem Jakobs hörmungum: “Já, svo segir Drottinn: hræðsluóp heyrum vér, ótti er á ferð-um, en engin heill .... og hvers vegna eru öll andlit orðin nábleik? Vei, mikill er sá dagur; hann á ekki sinn líka og angistartími er það fyrir Jakob, en hann frelsast frá því”.1Jer. 30 : 5-7.DM 325.2

    Angistarnótt Jakobs, þegar hann glímdi í bæn fyrir frelsi frá Esaú, táknar reynslu Guðs barna á tímum neyðarinnar. Vegna þess að Jakob hafði í frammi blekk-ingu til þess að fá blessun föður síns, sem ætluð var Esaú, hafði hann flúið til þess að forða lífi sínu, óttasleg-inn af hinni ægilegu hótun bróður síns. Eftir að hann hafði verið í útlegð um mörg ár, hafði hann samkvæmt boði Guðs lagt af stað aftur með konur sínar og börn, hjarðir sínar og þjóna heim til ættjarðar sinnar. Þegar hann kom að landamærunum varð hann óttasleginn þegar hann frétti að Esaú kæmi með hersveit manna og ætlaði eflaust að hefna sín. Fólk Jakobs var vopnlaust og verju-laust og leit því ekki út fyrir annað en að það mundi alt falla án varnar fyrir ofbeldisæði og hefnigirni. Og við óttann og skelfinguna bættist hin óbærilega byrði sjálfs-ásökunarinnar, því það var Jakobs eigin synd, sem valdið hafði þessari hættu. Hans eina von var miskunn Guðs; hans eina vörn varð því að vera fólgin í bæn. Samt sem áður lætur hann ekkert ógjört til þess að bæta fyrir þær syndir, sem hann hafði drýgt gagnvart bróður sínum og til þess að afstýra þeirri hættu, sem yfir vofði. Þannig ættu fylgjendur Krists að gjöra alt mögulegt til þess að skýra mál sín sem bezt fyrir fólkinu, þegar tímar hörm-unganna nálgast; þeir ættu að leggja sig fram til þess að slá vopn úr höndum hleypidómanna og afstýra þeirri hættu, sem ógnar samvizkufrelsi manna.DM 325.3

    Þegar Jakob hefir sent í burtu heimilisfólk sitt, til þess að það viti ekki um hörmungar hans, er hann aleinn eftir til þess að biðja Guð. Hann játar syndir sínar og viðurkennir með þakklæti miskunn þá, sem Guð hefir veitt honum, jafnframt því, sem hann með djúpri undir-gefni minnir á sáttmála þann, sem gerður var við feður hans og loforð það sem honum sjálfum hafði verið gefið, þegar hann fékk sýnina við Betel og í landi útlegðarinnar. Tímamót lífs hans hafa borið að höndum; nú er alt í eyði. Í myrkri og einveru heldur hann áfram að grát-bæna Guð og auðmýkja sjálfan sig frammi fyrir honum. Alt í einu er hönd lögð á öxl hans. Hann verður hræddur og heldur að óvinur sé kominn, sem ætli að ráðast á hann, og hann glímir við þennan ímyndaða óvin af öllum kröft-um í djúpri örvæntingu. Þegar dagur rís beitir gesturinn sínu yfirmannlega afli; þegar hann leggur hendur á Jakob finst honum sem hann verði máttvana og hann fellur flatur og getur enga björg sér veitt. Hann hallar sér upp að andstæðingi sínum, grætur sáran og biðst vægðar. Nú veit hann að þetta er engill sáttmálans, sem hann hefir glímt við. Þrátt fyrir það þótt hann sé lam-aður og líði hinar mestu þrautir, hættir hann samt ekki við áform sitt. Lengi hefir hann þolað mótlæti hörm-unganna, hugarkvöl og þrautir fyrir synd sína. Nú vill hann fá fullviss um að sér verði fyrirgefið. Hinn guðlegi gestur virðist vera á förum, en Jakob heldur í hann og biður um blessun hans. Engillinn segir: “Sleptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún”, en ættfaðirinn svarar einbeittur: “Eg sleppi þér ekki, nema þú blessir mig!” Hvílíkt traust, hvílík staðfesta og einbeitni það er, sem hér kemur fram! Hefði Jakob komið fram með stór-mensku, þá hefði hann glatast tafarlaust, en hann auð-mýktist og lítillækkaði sig í iðrun, bæn og undirgefni og viðurkendi veikleika sinn, en treysti þó miskunn Guðs og því að hann mundi halda sáttmálann.DM 326.1

    “Hann glímdi við engil og bar hærri hlut”.1Hóseas 12:5. Með auðmýkt, iðrun og sjálfsuppgjöf fékk þessi syndugi, dauð-legi maður sínu fram komið við herra himnanna. Hann hafði bygt alt traust sitt á fyrirheitum Guðs og það gaf honum styrk í veikleikanum og hjarta hins takmarka-lausa kærleika gat ekki daufheyrst við bænum syndarans. Og það að Jakob vann sigur við Guð var sönnun þess, að hann mundi einnig sigra við mennina. Hann hræddist nú ekki framar að mæta bróður sínum og verða fyrir reiði hans, því hann vissi að Drottinn var verndari hans.DM 327.1

    Djöfullinn hafði ákært Jakob frammi fyrir englum Guðs og talið sér heimilt að glata honum, sökum þeirrar syndar, sem hann hafði drýgt; hann hafði beitt áhrifum sínum á Esaú, svo að hann skyldi ráðast á hann, og meðan Jakob glímdi alla hina löngu nótt, reyndi Djöfullinn að láta hann finna sem dýpst til syndasektarinnar, til þess að hann skyldi örvænta og láta hugfallast. Jakob hafði svo að segja fallið í örvæntingu, en hann vissi það að án aðstoðar frá Guði hlaut hann að tortímast. Hann hafði í einlægni iðrast syndar sinnar, svo mikil sem hún var, og hann sneri sér í bæn til hins miskunnsama Guðs. Hann var ákveðinn í því að fylgja áformi sínu; hann hélt fast í engilinn og lét bæn sinni fylgja hina dýpstu ein-lægni, samfara angist og skelfing, og hann hætti ekki fyr en hann vann sigur.DM 327.2

    Eins og Djöfullinn blés Esaú því í brjóst að fara með herlið gegn Jakob, þannig mun hann æsa hina illu til þess að tortíma þeim er Guði fylgja, þegar tími hörmunganna kemur; og eins og hann ákærði Jakob, þannig mun hann einnig ákæra þjóna Guðs. Hann telur íbúa jarðarinnar þjóna sína; en hinir fáu, sem halda boðorð Guðs, standa á móti valdi hans og yfirráðum; gæti hann útrýmt þeim af jörðinni, væri sigur hans fullkominn. Hann sér að heilagir englar gæta þeirra, og af því dregur hann það að syndir þeirra hafa verið fyrirgefnar, en hann veit ekki að mál þeirra hafa verið dæmd í helgidóminum á himnum. Hann hefir nákvæma þekkingu á þeim syndum, sem hann hefir freistað þeirra til að drýgja, og hann kemur fram með þær fyrir Guð og afskræmir þær eins og honum er unt; hann heldur því fram að þjónar sínir—syndararnir —verðskuldi það ekki síður en hann sjálfur að útilokast frá Guði. Hann heldur því fram að Guð geti ekki verið réttlátur ef hann fyrirgefi syndir þeirra, en tortími honum og englum hans. Hann krefst þeirra, sem hertekinna fanga, og þykist hafa fulla heimild til þess að tortíma þeim.DM 327.3

    Þegar Djöfullinn ákærir þjóna Guðs fyrir syndir þeirra, leyfir Guð að mál þeirra séu nákvæmlega rann-sökuð og þeir reyndir á allan hátt. Traust þeirra á Guði, staðfesta þeirra og trú verða reynd til þrautar; þegar þeir hugsa um sitt fyrra líf og sína fyrri breytni, deyf-ast vonir þeirra, því þeir sjá lítið sem ekkert er gildi hafi í allri breytni sinni. Þeir hafa glögga meðvitund um ófullkomleik sinn og vanmátt. Djöfullinn reynir að hræða þá með þeirri hugsun að þeir geti engrar miskunnar vænst, að svartleiki synda þeirra verði aldrei af þveginn um eilífð. Hann vonast þannig til að geta eyðilagt trú þeirra, til þess að þeir falli fyrir freistingum hans, og snúa frá öllu samfélagi við Guð.DM 328.1

    Þeir heyra alstaðar um samsæri og svik, og þeir sjá hve ákafir uppreistarmennirnir eru; þeir finna til heitrar löngunar, brennandi sálar þrár, til þess að þetta fráfall megi taka enda og að illgjörðir hinna syndum spiltu manna megi þverra. En jafnframt því sem þeir grátbæna Guð að koma í veg fyrir uppreist hafa þeir djúpa tilfinningu fyrir því að þeir sjálfir hafa engan mátt til þess að stöðva flóðöldu spillinganna. Þeir ásaka sjálfa sig fyrir þetta og þeir finna til þess, að ef þeir hefðu ávalt neytt allra krafta til þess að þjóna Kristi og styrkst þannig dag frá degi, þá hefði vald djöfulsins ekki verið eins mikið og það er á móti þeim. Þeir mæta frammi fyrir Guði með sálarangist, þeir benda á fortíð sína, iðrast synda sinna og grátbæna um vægð í nafni frelsarans, sem hefir lofað, að ef “hann leitar hælis hjá mér og gjörir frið við mig”,1Jes. 27 : 5. þá mun hann finna frið. Þeir falla ekki frá trú sinni þótt þeir verði ekki tafarlaust bænheyrðir. Þótt þeir líði hina dýpstu angist, skelfingu og kvalir, þá hætta þeir ekki bænum sínum og grátbænum. Þeir halda sér fast í kraft Guðs eins og Jakob hélt í engilinn og þeir segja í sálu sinni: “Eg sleppi þér ekki nema þú blessir mig”.1Móse 32 : 26. Hefði Jakob ekki áður iðrast syndar sinnar — þeirrar syndar að ná frumburðarréttinum með svikum, þá hefði Guð ekki bænheyrt hann og varðveitt líf hans af miskunn sinni. Þannig er það á tímum hörmunganna, ef þjónar Guðs hefðu syndir á samvizku sinni, sem þeir hefðu ekki játað, þegar þeir yrðu fyrir ótta og skelfingu, þá mundi trú þeirra glatast í örvæntingu og þeir hefðu ekki nóg traust á Guði, til þess að grátbiðja hann um frelsi. En þótt þeir finni djúpt til óverðugleika síns, þá hafa þeir engar huldar syndir á samvizkunni, sem haldi þeim niður. Syndir þeirra hafa áður komið fram fyrir dómstólinn og verið afmáðar og þeir geta ekki minst þeirra framar.DM 328.2

    Djöfullinn kemur mörgum til þess að trúa því að Guð muni ekki líta á smáyfirsjónir í lífi þeirra; en Guð sýnir það í breytni sinni við Jakob að hann líður alls ekki neitt ilt. Allir þeir, sem reyna að hylja syndir sínar eða gera lítið úr þeim og láta það viðgangast að þær séu óaf-máðar á bókum himinsins, án þess að þeirra sé iðrast og þær fyrirgefnar, munu verða Djöflinum að bráð. Því hærra sem þeir eru settir og því virðulegri sem er staða þeirra, því alvarlegra er mál þeirra í augum Guðs altsjá-anda, og því vissari er sigur óvinarins. Þeir sem skjóta því á frest að búa sig undir dag dómsins, þeir fá ekki ráðrúm til þess þegar tími hörmunganna kemur, eða á nokkrum öðrum tíma. Þeir hafa glatað öllu tækifæri.DM 329.1

    Þeir sem litla rækt leggja við trú sína nú, þeir eru í mestu hættunni fyrir sjónhverfingum Djöfulsins og lög-boðum, sem rjúfa samvizkufrelsið. Og jafnvel þótt þeir stæðust reynsluna, þá falla þeir í enn dýpri skelfingu og angist þegar tími neyðarinnar kemur, vegna þess að þeir hafa aldrei vanið sig á að treysta Guði. Trúaratriðin sem þeir hafa vanrækt verða þeir neyddir til að læra með hinu hræðilega valdi vonleysisins.DM 329.2

    Vér ættum tafarlaust að kynna oss Guð, með því að reyna fyrirheit hans. Englar skrásetja hverja bæn, sem í einlægni og sannleika er flutt. Vér ættum að láta af holdsfýsnum og nautnum, en lifa í nánara sambandi við Guð. Hin mesta fátækt, hin dýpsta sjálfsafneitun með samþykki Guðs er betri en auðæfi, heiður, þægindi og vinátta, sem Guði eru ekki þóknanleg. Vér verðum að taka oss tíma til þess að biðja. Ef vér látum það við gangast að hugur vor sé gagntekinn af veraldlegum efn-um, þá má svo fara að Guð veiti oss tíma til bæna með því að svifta oss skurðgoðum gulls og metorða, svifta oss húsi og heimili eða frjólöndum og ökrum.DM 329.3

    Johannes postuli heyrði hvella rödd á himni er sagði: “Vei sé jörðinni og hafinu, því að Djöfullinn er stiginn niður til yðar í miklum móð, því hann veit að hann hefir nauman tíma”.1Opinb. 12:12. Hræðileg er sú sjón, sem kemur hinni himnesku rödd til þess að mæla þannig. Reiði Djöfulsins vex eftir því sem tíminn styttist, og blekking hans og eyðileggingarverk ná hámarki sínu þegar skelfingarnar dynja yfir.DM 330.1

    Ógurlegar yfirnáttúrlegar sýnir munu brátt birtast á himnum, til merkis um að illir englar gera kraftaverk. Af þessum viðburðum munu bæði æðri og lægri láta blekkj-ast; menn munu koma fram, sem þykjast vera Kristur sjálfur og krefjast þeirrar tignar og tilbeiðslu, sem frels-ara heimsins einum heyrir til. Þeir munu gera undraverð kraftaverk með lækningum og munu þykjast hafa fengið opinberun frá himnum, sem mótmæli vitnisburðum biblíunnar.DM 330.2

    Sem höfuðatriði í sjónleik hinnar miklu blekkingar mun Djöfullinn sjálfur koma fram eins og hann væri Kristur. Kirkjan hefir lengi þózt vænta komu frels-arans, sem fullkomnunar allra sinna vona. Nú mun hinn mikli blekkjari láta líta svo út, sem hann sé kominn. Víðsvegar á jarðríki mun Djöfullinn birtast meðal mannanna, sem undraverður og dýrðlegur, líkur því, sem syni Guðs er lýst í Opinberunarbók Jóhannesar. Sú dýrð, sem honum fylgir er meiri en alt annað, sem mannlegu auga hefir birst; gleði-ópin dynja við þegar sagt verður: “Kristur er kominn! Kristur er kominn!” Fólkið mun falla fram fyrir honum af lotningu, en hann mun hefja upp hendur sínar og lýsa blessun yfir þeim, eins og Kristur blessaði lærisveina sína þegar hann dvaldi hér á jörðinni. Rödd hans mun verða mjúk og hógværleg, en samt fagurhljómandi. Með blíðlegum, hluttekningarsömum rómi mun hann koma fram með sumt af hinum sama hugljúfa, himneska sannleika, sem frelsarinn boðaði; hann mun lækna sjúkleika fólksins og í eftirlíking Krists þykist hann hafa breytt helgideginum frá hinum upphaflega til sunnudags, og skipar öllum að halda þann dag helgan, sem hann hafi blessað. Hann lýsir því yfir að þeir sem áfram haldi að halda helgan hinn sjöunda dag, vanhelgi nafn hans með því að neita að hlusta á engla þá er hann hafi sent þeim með ljós sannleikans. Þetta er hin mikla blekking, sem nærri því kemst að yfirbuga. Eins og Samverjar, sem létu missýningamanninn Símon blekkja sig, mun fjöldinn hlaupa eftir þessu kukli, og eiga þar sammerkt bæði æðri og lægri, og þeir munu segja: “Þessi maður er sá kraftur Guðs er mikill nefnist”.1Postulas. 8 : 10.DM 330.3

    En þjónar Guðs munu ekki láta blekkjast. Kenningar þessa fals-Krists eru ekki í samræmi við ritningarnar; blessun hans kemur yfir dýrkendur dýrsins og líkneskis þess; einmitt yfir þá, sem ritningin lýsir yfir að óblönduð reiði Guðs skuli hellast yfir.DM 331.1

    Og meira að segja, Djöflinum leyfist ekki að líkja eftir komu Krists. Frelsarinn hefir aðvarað fylgjendur sína við blekkingum í þessu atriði og hefir greinilega sagt fyrir endurkomu sína: “Því að upp munu rísa falskristar og falsskámenn og þeir munu gera stór tákn og undur, til þess að leiða í villu, ef verða mætti jafnvel útvalda. .... Ef þeir því segja við yður: Sjá, hann er í óbygðinni,— þá farið eigi út þangað; sjá, hann er í herbergjunum,— þá trúið því ekki. Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést alt til vesturs, þannig mun verða koma manns-sonarins”.2Matt 24 : 24, 27, 31; Opinb. 1:7;1. Þess. 4 : 16, 17. pegar þessi endurkoma verður er stæling ómöguleg. Hún verður öllum heimi kunn — allur heimurinn sér hana.DM 331.2

    Aðeins þeir, sem nákvæmlega hafa lesið ritninguna og þeir, sem meðtekið hafa sannleiksástina verða vernd-aðir frá hinni miklu blekkingu, sem hertekur heiminn. Með vitnisburði biblíunnar munu þeir geta þekt þann, sem blekkir þótt hann sé í dularklæðum. Reynslutíminn kemur til allra. Með reynslu freistinganna kemur það í ljós, hverjir í raun og sannleika séu kristnir og hverjir ekki. Eru þjónar Guðs nú orðnir svo stöðugir í hans heilaga orði að þeir falli ekki fyrir blekkingum skilningar-vita sinna? Mundu þeir ef slíka eldraun bæri að höndum, halda fast við kenningar biblíunnar? Djöfullinn gerir sitt bezta til þess að varna þeim frá því að búast undir tíma reynslunnar. Hann mun reyna að kasta hindrunum á vegu þeirra, flækja þá í jarðneskum gæðum, láta þá bera þungar, erfiðar byrðar til þess að hjörtu þeirra verði þreytt af áhyggjum lífsins og reynslutíminn geti komið að þeim, sem þjófur á nóttu. Með því að skipanir, sem gefnar verða af ýmsum stjórnendum hinna kristnu þjóða, gegn þeim er boðorðin halda, svifta þá einnig vernd stjórn-arinnar og fá þá varnarlausa þeim í hendur, sem vilja glötun þeirra, þá flýja þjónar Guðs frá borgum og bæj-um og búa saman í hópum á afskektustu og einmanaleg-ustu stöðum. Margir munu leita hælis á fjöllum uppi. Eins og hinir kristnu menn í Piedmont dölunum munu þeir gjöra hina háu staði jarðarinnar að helgidómum og þeir munu þakka Guði fyrir “hamraborgirnar sem vígi”.1Jes. 33 : 16. En margir munu þeir verða meðal allra þjóða og af öllum flokkum, æðri sem lægri, ríkum sem fátækum, svörtum sem hvítum, sem varpað mun verða í hinn ranglátasta og grimdarfylsta þrældóm. Hinir trúu, sem Guð hefir vel-þóknun á munu eiga erfiða daga; þeir munu verða bundnir hlekkjum, lokaðir inni í fangaglefum, dæmdir til dauða, sumir látnir svo að segja svelta í hel í dimmum og daun-illum klefum. Ekkert mannlegt eyra mun heyra angist-aróp þeirra, engin mannleg hönd leggur þeim lið né líkn.DM 331.3

    Mun Drottinn gleyma þessu fólki á tíma hörm-unganna? “En Zíon segir: Drottinn hefir yfirgefið mig, herrann hefir gleymt mér! Hvort fær konan gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi eg þér samt ekki. Sjá, eg hefi rist þig á lófa mína”.2Jes. 49 : 14-16. Og Drottinn himn-anna hefir sagt: “Hver sá er snertir yður, snertir auga-stein hans”.3Sak. 2 : 12.DM 332.1

    Þrátt fyrir það þótt óvinir kunni að varpa þeim í fangelsi, þá geta samt ekki fangelsisveggirnir aðskilið eða slitið sálir þeirra úr sambandi við Krist’. Englar munu koma til þeirra þar sem þeir eru einmana í klefunum og flytja þeim ljós og frið af himnum ofan.DM 332.2

    Dómur Guðs fellur á þá, sem reyna að þjaka og tor-tíma þjónum hans. Hið mikla langlundargeð hans við hina syndumspiltu forherðir þá í syndunum; en hegningin er þeim eigi síður vís né síður hræðileg þótt hún dragist. Með hræðilegum réttlætis athöfnum mun hann hegna mönnum fyrir það að hafa fótumtroðið lögmál hans. Skelfileik þess dóms, er bíður yfirtnoðslumannanna má sjá á því, hversu lengi hann lætur það dragast. Sú þjóð, sem hann auðsýnir mikla þolinmæði og sem hann vill ekki úthella reiði sinni yfir fyr en hún hefir uppfylt mæli synda sinna með mótgerðum gegn Guði, hún verður um síðir að drekka bikar Guðs reiði án nokkurrar miskunnar.DM 333.1

    Þegar Kristur hættir meðalgangaraembætti sínu í helgidóminum, þá er þeim hótað óblandaðri reiði Guðs, sem tilbiðja dýrið og líkneski þess. Plágurnar, sem komu yfir Egyptaland, þegar Drottinn ætlaði að frelsa Ísraels-lýð, voru í eðli sínu svipaðar þeim dómi, sem feldur verð-ur yfir heiminum, rétt áður en Guð frelsar þjóna sína að síðustu, þótt sá dagur verði enn þá skelfilegri og víðtæk-ari. Þegar spámaðurinn talar um þessi atriði í Opinber-unarbókinni, segir hann: “Og ill og hættuleg kaun komu á mennina sem höfðu merki dýrsins og tilbáðu líkneski þess”. Og hafið “varð að blóði, eins og blóði dauðs manns, og sérhver lifandi sál dó, sú er í hafinu var”. Og “fljótin og uppsprettur vatnanna urðu að blóði”. Þótt þessar plágur séu skelfilegar er þó réttlæti Guðs fullkomið. Engillinn segir: “Réttlátur ert þú; þú sem ert og þú sem varst, þú hinn heilagi, að þú hefir dæmt þannig; því að þeir hafa úthelt blóði heilagra og spámanna, og þú hefir gefið þeim blóð að drekka, maklegir eru þeir þess”.1Opinb. 16 : 2-6. Með því að dæma þjóna Guðs til lífláts, hafa þeir eins sannar-lega unnið til blóðsektar sinnar eins og þótt þeir hefðu líflátið þá með eigin höndum. Á sama hátt lýsti Kristur því yfir á hérvistardögum sínum að Gyðingar væru sekir um alt það blóð helgra manna, sem úthelt hefði verið síð-an á dögum Abels. Því þeir höfðu hið sama hugarfar og sóttust eftir því sama og hinir, sem myrtu spámennina. í plágunni sem á eftir kemur er sólinni gefinn kraftur “til að brenna mennina í eldi. Og mennirnir stiknuðu í ofurhita “.1Opinb. 16 : 8, 9.DM 333.2

    Þessar plágur eru ekki almennar, því ef svo væri, þá eyðilegðist alt mannkynið, en samt verða þær hinar skelfilegustu plágur, sem dauðlegir menn hafa nokkru sinni orðið fyrir. Öllum dómum sem feldir hafa verið yfir mönnunum áður en náðartíminn var liðinn, hefir fylgt miskunn. Fórnarblóð Krists hefir varið syndarana fyrir því að verða að sæta fullkominni hegningu fyrir sekt sína, en þegar hinn síðasti dómur kemur verður óblönduðum reiðibikar steypt yfir þá miskunnarlaust.DM 334.1

    Á þeim degi mun fjölda manns fýsa að leita náðar Drottins til þess að hljóta miskunn hans, sem þeir hafa lengi fyrirlitið: “Sjá, þeir dagar munu koma, segir herrann Drottinn, að eg mun senda hungur inn í landið, ekki hungur eftir brauði né þorsta eftir vatni, heldur eftir því að heyra orð Drottins, svo að menn skulu reika frá einu hafinu til annars og renna frá norðri til austurs, til þess að leita eftir orði Drottins. En þeir skulu ekki finna það”.2Amos 8:11, 12.DM 334.2

    Þjónar Drottins munu ekki komast hjá hörmungun-um; en þótt þeir verði ofsóttir og þjakaðir; þótt þeir líði alls konar skort og hungur skulu þeir ekki tortímast. Sá Guð, sem líknaði Elísa skal ekki fara fram hjá einu einasta af hinum sjálfsfórnarfúsu börnum sínum. Hann sem telur höfuðhár þeirra skal annast þau og á tímum hungursneyðarinnar skulu þeir vera mettir. Þótt hinir syndumspiltu deyi af hungri og drepsóttum, skulu englar vernda hina réttlátu og sjá þeim fyrir því, sem þeir þarfnast. Hver sem í réttlætinu lifir hefir fyrirheitið: “Brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum skal eigi þverra”. “Hinir fátæku og voluðu leita vatns, en finna ekki; tunga þeirra verður þur af þorsta; eg, Drottinn, mun bænheyra þá; eg, Ísraels Guð, mun ekki yfirgefa þá”.3Jes. 33 : 16; 41 : 17.DM 334.3

    “Þótt fíkjutréð blómgist ekki og vínberin beri engan ávöxt; þótt gróði olíutrésins bregðist og akurlöndin gefi enga fæðu; þótt sauðfé hverfi úr réttinni og engin naut verði eftir í nautahúsunum — þá skal eg samt gleðj-ast í Drotni og fagna yfir Guði hjálpræðis míns”.1Habakúk 3 : 17. 18.DM 334.4

    “Drottinn er vörður þinn, Drottinn er skuggi þinn, þér til hægri handar; um daga mun sólarhitinn ekki vinna þér mein, né heldur tunglið um nætur. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu; hann mun vernda sál þína; því að hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt glötunarinnar; hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans máttu hælis leita, trúfesti hans er skjöld-ur og verja. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar, eða örina, sem flýgur um daga, drepsóttina, er reikar um í dimmunni eða sýkina, er geysar um hádegið. Þótt þús-und falli þér við hlið, og tíu þúsund þér til hægri handar, þá nær það ekki til þín. Þú horfir að eins á með augun-um, sér hversu óguðlegum er endurgoldið, því að þitt hæli er Drottinn, þú hefir gert þann hæsta þér að at-hvarfi; engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt”.2Sálm. 121 : 5-7; 91 : 3-10.DM 335.1

    Væru mennirnir gæddir himneskri sjón, þá sæju þeir englaskara stóra og sterka, sem fylktu sér umhverfis þá er stöðugir hafa staðið í Kristi. Með hluttekning og miskunn hafa englar verið vitni að hörmungum þeirra og heyrt bænir þeirra. Þeir bíða eftir skipun frá herra smum að hrífa þá brott úr hættunni. En þeir verða að bíða enn nokkuð lengur. Þjónar Guðs verða að drekka bikarinn og skírast skírninni. Einmitt dráttúrinn, þótt hann sé þreytandi, er svarið við bænum þeirra. Þegar þeir reyna að bíða með þolinmæði eftir. því að Drottinn taki í taumana, þá læra þeir að sýna þolinmæði, trúnaðar-traust og von; en allar þessar dygðir hafa verið sorglega lítið iðkaðar í trúarlífi þeirra. En þó mun tími hörmung-anna verða styttur fyrir sakir hinna útvöldu: “Og mun þá ekki Guð láta hina útvöldu ná rétti sínum, þá er hrópa til hans dag og nótt? .... Eg segi yður: hann mun láta þá ná rétti sínum skjótlega”.3Lúk. 18 ; 7, 8. Endirinn mun koma skjót-ar en menn varir. Hveitinu mun safnað saman og það bundið í bindi til þess að látast í kornhlöðu Guðs. Illgres-ið verður bundið í knippi til þess að brennast á eldi eyði-leggingarinnar.DM 335.2

    Þegar Guð horfði í gegn um aldirnar, sá hann hvað fram mundi koma við þjóna sína, og þegar jarðnesk völd mundu fylkja sér gegn þeim. Eins og fangar í útlegð munu þeir óttast hungurdauða eða líflát. En hinn heilagi sem skifti Rauða hafinu, til þess að Ísraelsmenn kæmust yfir það mun þá sýna mátt sinn og kraft og losa þá úr hertekningunni: “Og þeir skulu vera mín eign, segir Drottinn hersveitanna, á þeim degi, sem eg hefst handa og eg mun vægja þeim, eins og maður vægir syni sínum, sem þjónar honum”.1Malakía 3 : 17.DM 336.1

    Ef blóði hinna trúu þjóna Krists væri nú úthelt, þá yrði það ekki sæði er bæri ávöxt til Guðs ríkis, eins og blóð píslarvottanna; trúfesta þeirra yrði þá ekki vitnis-burður til þess að sannfæra aðra um sannleikann, því hið harða hjarta hefir staðið á móti öldum miskunnarinnar, svo lengi að þær koma aldrei aftur. Ef hinir réttlátu yrðu nú óvinum sínum að bráð, þá væri það sigur fyrir myrkra-höfðingjann. Sálmaskáldið kemst þannig að orði: “Því að hann geymir mig í skjóli, á óheilladeginum; hann felur mig í fylgsnum tjalds síns”.2Sálm. 27 : 5. Kristur hefir sagt: “Gakk þú þjóð mín, inn í herbergi þitt og lyk aftur dyrnar á eftir þér. Fel þig skamma hríð, unz reiðin er liðin hjá. Því sjá, Drottinn gengur út frá aðseturstað sínum, til þess að hegna íbúum jarðarinnar fyrir misgjörðir þeirra”.3Jes. 26 : 20, 21 Dýrðleg verður frelsun þeirra, sem í þolinmæði hafa biðið komu hans, þeirra, sem eiga nöfn sín skráð íDM 336.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents