Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Konungurinn kemur

  Innan stundar birtist í austri kolsvartur skýhnoðri, hér um bil á stærð við hálfa mannshönd. Það er skýið, sem umkringir frelsarann og sem í fjarlægð sýnist vera vafið myrkri. Þjónar Guðs vita að þetta er merki manns-ins sonar. í hátíðlegri þögn stara þeir á skýið, þar sem það nálgast jörðina hægt og hægt; það verður bjartara og dýrðlegra eftir því, sem það nálgast, þangað til það er orðið stórt, hvítt ský; að neðan er það eins og dýrðlegur eldur, en að ofan er friðarbogi sáttmálans. Jesús kemur fram ríðandi á skýinu eins og voldugur sigurvegari. Nú er hann ekki lengur “harmkvælamaður”, sem verður að bergja hinn beiska bikar vanvirðu og hörmunga. Nú kemur hann sem sigurhetja himins og jarðar til þess að dæma lifendur og dauða. “Trúr og sannorður”, “hann dæmir og berst með réttvísi”. “Og hersveitirnar sem á himni eru, fylgja honum”.1Opinb. 19 : 11, 14. Með söngum himneskra tóna fylgja honum heilagir englar á ferð hans, og eru þeir fleiri en tölu verði á komið. Festingin virðist fylt ljóm-andi verum “tíu þúsundir tíu þúsunda og þúsundir þús-unda”. Enginn getur lýst í riti þessari sýn; engin mann-leg hugsun getur skilið þann ljóma: “Tign hans þekur himininn, og af dýrð hans er jörðin full. Ljómi birtist eins og sólarljós”.2Habakúk 3 : 3, 4. Þegar hið ljómandi ský kemur enn þá nær, sjá öll augu konung lífsins. Nú þjáir enginn þyrnikrans það heilaga höfuð, heldur sveipar dýrðarsveig-ur hans heilögu brár. Ljómi andlits hans er miklu bjart-ari en sólarljóminn um hádag. “Og á skikkju sinni og á lend sinni hefir hann ritað nafn: Konungur konunga og Drottinn drotna”.1Opinb 19 : 16.DM 348.1

  Frammi fyrir ásjónu hans eru “oll andlit orðin ná-bleik”. Þeir sem höfnuðu Guðs miskunn fyllast ótta og skelfingu og eilífri örvænting. Þeir hafa huglaus “hjörtu, riðandi kné of skjálfta í öllum mjöðmum, “og allra andlit blikna”.2Jer. 30 : 6; Nahum 2 : 11. Hinir réttlátu titra og kalla: “Hver mun geta staðist?” Englasöngurinn þagnar og nú kemur voðaleg þögn um stund, en að henni liðinni heyrist rödd Jesú segj-andi: “Náð mín nægir þér”. Andlit hinna réttlátu verða uppljómuð og gleði fyllir hjörtu þeirra. Englarnir hefja enn þá hærri söng eftir því sem þeir nálgast jörðina.DM 349.1

  Konungur konunganna kemur á skýi, vafinn logandi eldi. Himnarnir vefjast saman eins og bókfell, jörðin skelfur fyrir honum og allar eyjar og fjöll færast úr stöðum sínum. “Guð vor kemur og þegir ekki. Eyðandi eldur fer fyrir honum og í kring um hann geisar storm-urinn. Hann kallar á himininn uppi og á jörðina, til þess að dæma lýð sinn”.3Sálm. 50 : 3, 4DM 349.2

  “Og konungar jarðarinnar og gæðingarnir og her-sveitarforingjarnir og auðmennirnir og maktarmennirnir og hver þegn og þræll fólu sig í helium og í hömrum fjalla. Og þeir segja við fjöllin og hamrana: Hrynjið yfir oss og felið oss, fyrir ásjónu hans, sem í hásætinu situr og fyrir reiði lambsins; því að kominn er dagurinn, hinn mikli dagur reiði þeirra, og hver mun geta staðist?”4Opinb. 6 : 15-17.DM 349.3

  Háðsyrðin hafa nú hætt; ljúgandi varir verða nú að vera þögular; vopnabrak og hernaðarhávaði, og “öll hark-mikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur”5Jes. 9:5. skulu hverfa. Nú heyrist ekki annað en bænarandvörp og gráthljóð og kveinstafir. Nú kalla þær varir grátbiðj-andi, sem fyrir skömmu töluðu háðsyrði. “Hinn mikli dagur reiði þeirra er kominn, og hver mun geta staðist?”6Opinb. 6 : 17. Hinir illu biðja fjöllin og klettana að hylja sig, heldur en að þeir verði að mæta frammi fyrir augliti þess, er þeir hafa hafnað og fyrirlitið.DM 349.4

  Þeir þekkja þá rödd, sem þrengist inn í eyru hinna dauðu. Þeir minnast þess hversu hinir mildu tónar hennar hafa kallað þá til iðrunar. Þeir minnast þess hversu oft þeir hafa heyrt hina viðkvæmu rödd, eins og rödd bróður, vinar, endurlausnara. Engin önnur gæti verið svo dómhörð, svo fordæmandi fyrir þá, sem hafnað hafa náðarboðinu, nema sú er svo lengi hefir beðið segjandi: “Snúið yður; snúið yður frá yðar vondu breytni. Hví viljið þér deyja !”1Esek. 33 : 11. Hvílíkur munur væri það ef þetta væri rödd, sem þeir hefðu ekki heyrt fyr. Jesús segir: “En af því þú færðist undan, þá er eg kallaði, og enginn gaf því gaum, þótt eg rétti út höndina, heldur létuð öll mín ráð sem vind um eyrun þjóta og skeyttuð eigi umvönd-unum mínum”.2Orðskv. 1 : 24, 25. pessi rödd vekur upp endurminningar, sem þeir vildu gjarna að væru afmáðar — fyrirlitnar að-varanir, forsmáð heimboð, tækifærum sem hafnað var.DM 349.5

  Þarna eru þeir viðstaddir, sem hæddu Krist í niður-lægingu hans. Með skelfilegum krafti hljóma inn í huga þeirra orð hans þegar hann leið kvalirnar, þegar hann sagði hátíðlega frammi fyrir æðsta prestinum í dóm-salnum: “Upp frá þessu munuð þér sjá manns-soninn sitja til hægri handar máttarins og koma á skýjum him-ins”.3Matt. 26 : 64. Nú sjá þeir hann í allri sinni dýrð og enn eiga þeir það eftir að sjá hann sitja til hægri handar máttarins. Þeir sem áður hæddu hann fyrir það að hann sagðist vera Guðs sonur, þegja nú eins og steinn. Meðal þeirra er hinn drambsami Heródes, sem gerði gys að konungsnafnbót hans og skipaði hermönnunum, sem smánuðu hann að krýna hann sem konung. Þar eru þeir, sem með saurug-um höndum lögðu purpurakápuna á herðar honum, þyrni-kransinn á hans helga höfuð og veldissprotann í hina mót-stöðulausu hönd hans, og hneigðu sig fyrir honum með guðlasti og háði. Þar eru mennirnir, sem slógu konung lífsins og hræktu í andlit hans; nú snúa þeir sér undan ásjónu hans, sem starir á þá; þeir reyna að flýja þá óút málanlegu dýrð, sem fylgir nærveru hans. Þeir sem ráku naglana í gegn um hendur hans og fætur; hermaðurinn sem rak spjótið í síðu hans; þessir menn líta nú með skelf-ingu og samvizkukvöl spjóts-og naglaförin.DM 350.1

  Í lífi allra þeirra, sem mótstöðu veita sannleikanum koma fyrir augnablik, þegar samvizkan vaknar; þegar endurminningin vekur upp kveljandi myndir úr lífi hræsn-innar og sálin er í járngreipum árangurslausrar iðrunar. En hvað er alt þetta í samanburði við hrellingu þess dags: “Þegar skelfingin dynur yfir sem þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur”.1Orðskv. 1 : 27. Þeir sem vildu tortíma Kristi og hinum trúföstu þjónum hans sjá nú dýrðina, sem honum fylgir. Mitt í angist sinni heyra þeir raddir hinna heilögu, sem hrópa með gleðiraust: “Sjá, þessi er vor Guð; vér vonuðum á hann, að hann mundi frelsa oss”.2Jes. 25 : 9.DM 350.2

  Og sem jörðin skelfur, eldingar leiftra og þrumur drynja, mun rödd Guðs sonar kalla fram hina heilögu er sofið hafa. Hann lítur á grafir hinna réttlátu; síðan lyft-ir hann hendi sinni upp til himins og kallar: “Vaknið! vaknið! vaknið! þér sem í duftinu sofið og rísið upp!” Um allar endimerkur jarðarinnar munu hinir dauðu heyra þessa rödd og þeir sem hana heyra munu lifa; og undir mun taka í allri jörðinni af dyn afarmikilla hersveita af sérhverri þjóð, kynkvísl, tungu og lýð. Frá fangelsum dauðans munu þeir koma fram í dýrð ódauðleikans og segja hástöfum: “Dauði, hvar er sigur þinn? dauði, hvar er broddur þinn?”31. Kor. 15 : 55. Og þeir hinir réttlátu, sem á lífi eru og hinir helgu sameina raddir sínar í löngu, gleðihljóm-andi sigurópi.DM 351.1

  Allir koma fram úr gröfum sínum í þeirri stærð, sem þeir voru í þegar þeir voru lagðir í grafirnar. Adam, sem er meðal hiná upprisna fjölda, er hár vexti og tígulegur á velli, aðeins lítið eitt lægri vexti sjálfum syni Guðs. Hann er afar ólíkur fólki síðari kynslóða. Í þessu tilliti sést greinilega hin mikla hnignun mannkynsins; en allir rísa upp í blóma og hreinleika æskunnar. Í upphafi var maðurinn skapaður í líkingu Guðs, ekki aðeins í eðli sínu, heldur einnig í útliti og skapnaði. Syndin afskræmdi og nálega afmáði hina guðlegu líkingu; en Kristur kom til þess að endurreisa það, sem tapað var; hann mun breyta vorum forgengilega líkama og gera hann líkan dýrðar líkama sínum. Hinn dauð’egi líkami, sem áður fyr var spiltur, ósjálegur og sjúkur af synd er nú orðinn fagur, fullkominn og ódauðlegur. Öll lýti og alt afskræmi hefir orðið eftir í gröfinni. Hinir frelsuðu munu vaxa og verða stórir eins og hinir fyrstu menn, eftir að þeim hefir verið veitt aðganga að tré lífsins, sem upphaflega stóð í Eden, en lengi hefir verið glatað. Hinar allra síðustu leifar af bölvun syndarinnar munu hverfa og hinir trúföstu þjón-ar Krists munu birtast “í dýrð Guðs vors og Drottins”, þar sem líkami, sál og andi verða fullkomin líking Guðs. Hví-lík frelsun! sem lengi hefir verið þráð, lengi vonast eftir, hugsað hefir verið um með djúpri eftirvæntingu, en sem aldrei hefir verið fullkomlega skilin.DM 351.2

  Hinir réttlátu sem lifa munu umbreytast í einni svip-an. Á einu augnabliki”. Þeir hafa verið dýrðlegir gerðir fyrir rödd Guðs; nú eru þeir orðnir ódauðlegir og með hinum upprisnu heilögu er þeim stefnt upp til himins til þess að mæta þar Drotni sínum. Englar “safna saman hans útvöldum frá áttunum fjórum heimsendanna á milli”. Lítil börn eru borin af heilögum englum í faðm mæðra sinna. Vinir sem dauðinn hefir skilið finnast aft-ur og fá að vera saman um alla eilífð og svífa með gleði-söng upp til borgar Guðs.DM 352.1

  Áður en komið er upp í borg Drottins, skrýðir frels-arinn sína trúföstu þjóna merki sigursins og einkennum hinnar konunglegu tignar. Hinn skrúðbúni fjöldi heldur síðan áfram í ferhyrndri fylkingu umhverfis konung sinn og gnæfir hann hár og tigulegur yfir alla, bæði menn og engla og horfir á þá með himneskum geislum vináttu og kærleika, sem ljóma af ásjónu hans. Hver einasta vera í öllum fylkingum hinna frelsuðu horfir á hann með lotn-ingu og allra augu sjá dýrð bans, og er hann ásýndum svo miklu dýrðlegri en alt sem dýrðlegt er, að enginn kemst í nokkurn samjöfnuð við hann af sonum mannanna. Á höfuð þeirra hinna frelsuðu setur Kristur sjálfur kórónu dýrðarinnar með eigin hendi og er kóróna til handa hverjum einstökum með hans eigið “nýja nafn”1Opinb. 2 : 17. og á hana verður skráð: “Helgist nafnið Drottins”. Í hendi hvers einstaks er látinn sigurpálminn og hin skínandi harpa. Þegar svo hinir stjórnandi englar taka tóninn, leika allir á hörpur sínar og snerta strengi þeirra með full-kominni list; hefst þá unaðslegur og hljómfagur hljóð-færasláttur. Óútmálanleg dýrðar tilfinning gagntekur sérhvert hjarta og allar raddir taka undir í þakkargjörð og lofsyngja “honum sem elskaði oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu. Og hann gjörði oss að konungsríki og að prestum, Guði sínum og föður til handa. Honum sé dýrð og máttur um aldir alda”.1Opinb. 1 : 5-6.DM 352.2

  Frammi fyrir hinum frelsuðu fylkingum er borgin helga. Jesús opnar upp á gátt hinar dýrðlegu dyr og fólk Guðs, sem haldið hefir fast við sannleikann, fer inn. Þar sér það paradís Guðs, heimkynni Adams í sakleysi hans. Þá heyrist sú rödd, sem sætari er hverri hljómdýrð er mannlegt eyra hefir nokkru sinni heyrt, og röddin segir: “Deila yðar er enduð”. “Komið þér ástvinir míns föður og eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar”.DM 353.1

  Með óútmálanlegum kærleika veitir Jesús móttöku hinum trúföstu, svo þeir megi gleðjast í Drotni. Það er frelsaranum gleði að sjá í heimkynni dýrðarinnar þá, sem hann hefir frelsað með niðurlæging sinni. Og hinir frelsuðu verða þátttakendur í gleði hans, þegar þeir líta meðal hinna sælu þá, sem þeir hafa með bænum sínum, starfi sínu og kærleiksríkri sjálfsafneitun leitt til Krists. Þegar þeir safnast umhverfis hið mikla hvíta hásæti mun óútmálanleg gleði gagntaka hjörtu þeirra. Þegar þeir sjá þá, sem þeir hafa leitt til Krists og sjá að einn hefir leitt annan og hann aftur enn annan, og allir eru komnir í höfn friðarins til þess að leggja þar kórónur sínar við fætur Jesú og syngja honum lof og dýrð um allar aldir.DM 353.2

  Þegar hinar glöðu fylkingar eru boðnar velkomnar til borgar Guðs, hljómar í lofti dýrðlegur fagnaðarsöngur. Hinir tveir Adamar mætast. Sem faðir mannkynsins hefði Adam verið stjórnari heimsins, hefði hann ekki með óhlýðni fyrirgert rétti sínum. Jesús kom til jarðarinnar til “að leita að hinu týnda og frelsa það”.2Lúk. 19 : 10. Sem frelsari hins fallna mannkyns verður Jesús hinn eilífi konungur á hinni nýju jörð: “Heimsríkið er orðið ríki Drottins vors og hans smurða og hann mun ríkja um aldir alda”.3Opinb. 11 : 15. Þetta embætti veitist Kristi vegna þess að hann stóðst freist-inguna, en Adam féll fyrir henni. Þess vegna er talað um hann í ritningunni sem “Hinn síðari Adam”, til mót-setningar við “Hinn fyrri Adam”.41. Kor. 15 : 45. Sjá einnig Róm. 5 : 14-21. Guðs sonur stendur með útréttar hendur til þess að taka á móti föður mannkynsins — verunni sem hann skapaði, sem syndgaði á móti skapara sínum og honum sem valdur er að því með syndum sínum að Kristur hefir merki krossfestingarinnar á sínum heilaga líkama. Þegar Adam sér förin eftir hina særandi nagla, fellur hann ekki í faðm frelsarans, heldur fleygir hann sér í auðmýkt sinni fyrir fætur honum hrópandi: “Verðugt, verðugt er lambið sem slátrað var!” Frelsarinn reisir hann upp vingjarnlega og biður hann að skoða Eden aftur sem heimkynni sitt, sem hann hefir svo lengi verið í útlegð frá.DM 353.3

  Þegar hann fer þessa gleðiför, sér hann trén, sem áður fyr veittu augum hans yndi — einmitt sömu trén, sem hann sjálfur hafði safnað ávöxtum af í æsku á dög-um sakleysisins og gleðinnar. Hann sér vínviðinn, sem hann hefir hlúð að með eigin höndum, einmitt sömu blóm-in, sem hann hafði hirt um með fögnuði. Hugur hans skilur veruleika alls þess er hann sér. Hann skilur það að þetta er í raun og sannleika Eden endurnýjuð og enn þá fegurri en hún var, þegar hann var rekinn þaðan. Frelsarinn leiðir hann að tré lífsins, tínir hina dýrðlegu ávexti og býður honum að neyta þeirra. Hann lítur í kring um sig og sér fjölda afkomenda sinna frelsaða, þar sem þeir hafa safnast saman í Paradís frammi fyrir Guði. Þá kastar hann hinni Ijómandi kórónu sinni fyrir fætur Jesú, fleygir sér í faðm frelsarans og umfaðmar hann. Hann snertir hina gullnu hörpu og hvelfingar himinsins endurhljóma hinn dýrðlega söng: “Verðugt! verðugt! verðugt! er lambið sem slátrað var og lifir aftur”. Niðjar Adams kasta kórónum sínum fyrir fætur frelsarans um leið og þeir hneigja sig fyrir honum með lotningu.DM 354.1

  Þessa samfundi sjá englarnir, sem grétu við fall Adams og glöddust þegar Jesús steig aftur upp til himins eftir upprisuna og hafði opnað gröfina til útgöngu öllum þeim, sem á hans nafn trúa. Nú sjá þeir verk endurlausn-arinnar fullkomnað og þeir hefja Guði lofsöng, skæran og samhljóða.DM 354.2

  Á krystalls hafinu frammi fyrir hásætinu — á gler-hafinu, sem var eldi blandað — hafa þeir safnast saman, sem hafa “unnið sigur á dýrinu og líkneski þess og á tölu nafns þess”.1Opinb. 15 : 2. “Þess vegna eru þeir frammi fyrir hásæti Guðs og þjóna honum dag og nótt í musteri hans; og sá sem í hásætinu situr mun dvelja meðal þeirra”.2Opinb. 7:15. Þeir hafa séð jörðina eyðileggjast af hungri og drepsóttum, sólina steikja mennina í brennandi hita, og sjálfir hafa þeir þolað hörmungarnar, hungur og þorsta, en “eigi mun þá framar hungra og eigi mun þá framar þyrsta og eigi mun heldur sól brenna þá né nokkur hiti, því að lambið sem er fyrir miðju hásætinu mun gæta þeirra og leiða þá til lifandi vatnslinda og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra”.3Opinb. 7 : 15-17.DM 354.3

  Á öllum öldum hafa hinir útvöldu Drottins verið fræddir og mentaðir í skóla reynslunnar. Þeir gengu þrönga vegu á jarðríki, þeir voru hreinsaðir í eldi hörm-unganna. Fyrir sakir Jesú þoldu þeir ofsóknir, mótstöðu, hatur og tjón. Þeir fylgdu honum í gegn um harðar deilur; þeir urðu að leggja á sig sjálfsafneitun og reyndu alls konar vonbrigði. Af eigin reynslu hinna sáru sorga lærðu þeir að þekkja böl syndarinnar, vald hennar, sekt þá er henni fylgdi og allar hennar ægilegu afleiðingar, og þeir skoða hana með hryllingi. Meðvitundin um þá tak-markalausu fórnfæringu, sem gerð var til þess að lækka hana, lítillækkar þá í eigin augum, auðmýkir þá frammi fyrir Guði og fyllir hjörtu þeirra með þakklæti og lofi, sem þeir er aldrei hafa fallið geta ekki skilið. Þeir elska heitt, því þeim hefir verið mikið fyrirgefið. Með því að þeir hafa verið hluttakendur í kvölum Krists eru þeir til þess hæfir að vera hluttakendur í dýrð hans.DM 355.1

  Erfingjar Guðs ríkis eru samansafnaðir frá lélegustu fylgsnum og gryfjum, frá fangelsum, frá gálgum, ofan af fjöllum og utan af eyðimörkum, frá jarðhellum og fylgsnum sjávarins. Á jörðinni voru þeir “alls vana, að-þrengdir og illa haldnir”. Miljónir manna lögðust í gröfina með smánarblett á nafni sínu vegna þess að þeir stöðugt neituðu að beygja sig undir hinar blekkjandi kröfur Djöfulsins. Af mannlegum dómstólum voru þeim ákveðin ógeðslegustu fangelsi, sem verstu glæpamönnum. En nú er Guð sjálfur dómari. Nú er breytt ákvæðum hinna jarðnesku dómstóla: “Svívirðu síns lýðs mun hann burtu nema af allri jörðinni”.1Jes. 25 : 8. “Þeir munu kallaðir verða hinn heilagi lýður; hinir endurleystu Drottins”. Hann hefir ákveðið að “gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðar-olíu í stað hrygðar, skartklæði í stað hugarvíls”.2Jes. 62 : 12; 61 : 3. Þeir eru ekki lengur veikburða, þjáðir, dreifðir og undirokaðir. Þeir standa frammi fyrir hásætinu klæddir skartklæð-um, fegri en þeim er hinir hæstsettu jarðarbúar hafa nokkru sinni borið. Þeir eru krýndir kórónum dýrðlegri en nokkru sinni hefir komið á höfuð jarðnesks stjórn-anda. Dagar sorga og tára eru hjá liðnir. Konungur dýrðarinnar hefir strokið tárin af allra andlitum, allar sorgar uppsprettur hafa verið afmáðar. Þeir veifa pálma-viðargreinum og syngja lofsöngva, skæra, hljómfagra og í unaðslegu samræmi. Allar raddir taka undir, þangað til samhljómurinn fyllir sali himnanna og syngur þessi orð: “Hjálpræðið heyrir til Guði vorum sem í hásætinu situr, og lambinu”. Og allir íbúar himnanna taka undir og segja: “Amen, lofgjörðin og dýrðin, vizkan og þakk-argjörðin og heiðurinn og mátturinn og krafturinn sé Guði vorum um aldir alda”.3Opinb. 7 : 10, 12.DM 355.2

  Í þessu lífi getum vér aðeins byrjað að skilja hinn dásamlega leyndardóm endurlausnarinnar. Með vorum takmarkaða skilningi, getum vér í allri einlægni skoðað vanvirðu og dýrð, lífið og dauðann, réttlæti og miskunn, sem sameinast á krossinum, og samt hepnast oss ekki með því að beita vorri skörpustu dómgreind að skilja til fulls þýðingu þess. Sú lengd og breidd, sú hæð og dýpt, sem hinn endurleysandi kærleikur orsakar, skilst aðeins að litlu leyti. Endurlausnar leyndardómurinn mun ekki skiljast til fulls jafnvel þá, þegar vér sjáum eins og vér erum séðir og þekkjum eins og vér erum þektir. En um hinar eilífu tíðir mun nýr sannleikur stöðugt halda áfram að koma í ljós og skiljast hinum undrandi huga, sem fyllast mun fögnuði. Þó sorgir og sársauki og freistingar lífsins hætti og orsakir þess verði burt numd-ar, þá mun fólk Guðs aldrei öðlast fullkomna ljósa þekk-ingu á því, hvað sáluhjálp þess kostaði.DM 356.1

  Kross Krists mun verða vísindamál og söngur hinna endurleystu um aldur og æfi. Í hinum dýrðlega Kristi munu þeir sjá hinn krossfesta Krist. Aldrei mun það gleymast að hann sem skapaði og hélt við hinum óteljandi veröldum í hinum mikla regingeimi; hann sem Guð elsk-ar, hann sem er dýrð himinsins; hann sem Kerúb og hinn skínandi Seraf tigna með gleði — hann lítillækkaði sig til þess að bjarga hinum fallna manni; hann bar synd og sekt heimsins og faðir hans huldi fyrir honum andlit sitt, þangað til ógæfa hins glataða heims ofþyngdi hjarta hans og svifti hann lífinu með harmkvælum á krossinum, Að skapari allra hluta, dómari allra mála, skyldi leggja til hliðar dýrð sína og lítillækka sig af kærleika við mennina, mun um alla eilífð hljóta aðdáun og tilbeiðslu alls heimsins. Þegar hinir endurleystu þjónar Guðs virða fyrir sér frelsara sinn og sjá hina eilífu dýrð, með hinni skínandi dýrðarásjónu; þegar þeir sjá hásæti hans, sem vara mun frá eilífð til eilífðar, og þegar þeir vita að á konungdómi hans mun enginn endir verða, þá hefja þeir háróma gleði-söng: “Verðugt, verðugt er lambið sem líflátið var og hefir endurleyst oss Guði til handa með sínu allra dýrmætasta blóði”.DM 356.2

  Leyndardómur krossins skýrir alla aðra leyndardóma. í ljósinu sem ljómar út frá krossfestingarstaðnum, birtist einkenni Guðs í allri sinni dýrð; þau einkenni hans, sem höfðu fylt oss ótta og skelfingu. Miskunn, vægð og föð-urást sjást blandaðar heilagleik, réttlæti og krafti. Þegar vér sjáum dýrð hásætis hans, sem er hátt og upphafið, þá sjáum vér einkenni hans í sinni dýrðlegu opinberun og skiljum betur en nokkru sinni fyr þýðingu hinnar hjartfólgnu fyrirsagnar: “Faðir vor”.DM 357.1

  Það kemur í ljós að hann, sem er alvitur, gat ekki fundið upp neitt annað ráð oss til sáluhjálpar, en fórn-færing síns eigin sonar. Verðlaunin fyrir þessa fórn-færslu er gleðin yfir því að uppfylla jörðina með verum sem væru heilagar, hamingjusamar og ódauðlegar. Árang-urinn af baráttu frelasrans við myrkraöflin er gleði hinum frelsuðu, svo mikil að hún kemur þeim til að lofsyngja Guði um allar aldir. Og slíkt er gildi sálarinnar að faðir-inn er ánægður með verðið sem hann hefir greitt. Og Kristur sjálfur, sem sér ávexti sinnar miklu fórnfæring-ar, er ánægður.DM 357.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents