Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Deilan enduð

    Við lok þúsund áranna kemur Kristur aftur til jarð-arinnar. f fylgd með honum eru herskarar hinna frels-uðu og ótölulegur fjöldi engla. Þegar hann kemur af himni ofan, í sinni óútmálanlegu dýrð, skipar hann hinum óguðlegu að rísa upp frá dauðum til þess að meðtaka dóm sinn. Þeir koma fram í afarstórum fylkingum, margir eins og sandur á sjávarströnd. Hvílíkur munur er að sjá þessa og hina sem upp risu frá dauðum við fyrri upprisuna! Hinir réttlátu ljómuðu af æskufegurð og ódauðleika; hinir óguðlegu bera á sér merki sjúkdóms og dauða.DM 362.1

    Hvert einasta auga í þessum ótölulega fjölda horfir á dýrð Guðs sonar. Hinir óguðlegu hrópa hástöfum í einum rómi: “Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drott-ins!” Það er ekki kærleikur til Jesú, sem blæs þeim þessu í brjóst. Kraftur sannleikans knýr þá til að segja þetta á móti eiginn vilja. Eins og hinir óguðlegu lögðust í grafir sínar, þannig koma þeir út úr þeim, með hinu sama hatri til Krists og hinum sama uppreistar anda. Þeir fá engan lengri náðartíma til þess að bæta fyrir brot síns fyrra lífs. Það mundi enga þýðingu hafa. Heilt líf alls konar yfirtroðslu hefir ekki mýkt hjörtu þeirra. Væri þeim veittur annar náðartími mundu þeir nota hann eins og þann fyrri, með því að hliðra sér hjá kröfum Guðs og befja uppreist gegn honum.DM 362.2

    Kristur kemur frá himnum og staðnæmist á Olíu-fjallinu, þar sem hann steig upp til himna eftir upprisuna og þar sem englarnir endurtóku loforð hans um endurkom-una. Spámaðurinn segir: “En Drottinn Guð minn, mun 362 koma og allir heilagir með honum”. “Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austanvert við Jerusalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert .... og þar mun verða geysivíður dalur”. “Drottinn mun þá vera konungur yfir öllu landinu; á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt’.1Sakarías 14 : 5, 4. 9. Þegar hin nýja Jerusalem í sinni óútmálanlegu dýrð kemur niður frá himn-um, hvílir hún á staðnum hreinsuðum og við því búnum að veita henni viðtöku, og Kristur með fólki sínu og engl-um mun fara inn í hina helgu borg.DM 362.3

    Nú býr Djöfullin sig til hins síðasta mikla bardaga, til þess að reyna að ná yfirráðum. Á meðan myrkra-höfðinginn var sviftur krafti sínum og hindraður frá því að geta neytt blekkinga sinna, var hann hryggur og dauf-ur í bragði; en þegar hinir óguðlegu rísa upp frá dauðum og hann sér hinn mikla fjölda, sem honum fylgir, rakna vonir hans við og hann ásetur sér að láta ekki undan í hinni miklu deilu. Hann mun fylkja öllum hersveitum hinna glötuðu undir merki sitt, og reyna að ná takmarki sínu með aðstoð þeirra. Hinir óguðlegu eru bandingjar Djöfulsins. Með því að afneita Kristi hafa þeir beygt sig undir stjórn uppreistarforingjans. Þeir eru við því búnir að fara eftir tillögum hans og hlýða boðum hans. Samt sem áður mun hann framfylgja hinum fyrri brögð-um sínum, og þess vegna viðurkennir hann ekki að hann sé Djöfullinn. Hann þykist vera sá konungur, sem sé hinn rétti eigandi heimsins og heldur því fram að arf-leifð sú hafi verið ranglega tekin frá sér. Hann lætur hina blektu fylgjendur sína trúa því að hann sé frelsari; fullvissar þá um að það hafi verið sinn kraftur, sem reisti þá upp frá dauðum og að hann ætli að frelsa þá frá hinni grimdarfylstu harðstjórn. Með því að Kristur er nú ekki nálægur, þá gjörir Djöfullinn furðuverk til þess að sanna með málstað sinn. Hann styrkir hina veiku og blæs öllum í brjóst sínum eiginn áhuga og starfsanda. Hann kveðst munu fara með þá á móti hersveitum hinna heilögu og hertaka borg Guðs. Með djöfullegu stolti bendir hann á hinar ótölulegu miljónir, sem hafi verið reistar upp frá dauðum, og telur þeim trú um að sem leiðtogi þeirra muni hann geta unnið borgina og náð aft-ur hásæti sínu og konungdómi.DM 363.1

    Í þessum mikla fjölda eru afarmargir af hinum há-adlraða kynflokki, sem uppi var fyrir syndaflóðið. Menn háir vexti og stórvitrir, sem létu ginnast til þess að beygja sig undir stjórn fallinna engla og vörðu öllum hæfileikum sínum og allri þekkingu sinni til þess að mikla sjálfa sig. Menn sem voru svo framúrskarandi í listum að heimurinn svo að segja tilbað þá, en sem voru svo grimmir og fundu upp margt svo ilt að það saurgaði heiminn, afskræmdi líkingu Guðs, og vegna þess varð hann að afmá þá af jörðinni. Þarna eru konungar og hershöfðingjar, sem hertekið hafa heilar þjóðir; hraustir menn, sem aldrei töpuðu orustu; stoltir, framgjarnir stríðsmenn, sem létu konungsstólana nötra þegar þeir nálguðust þá. í dauðanum urðu þeir ekki fyrir neinni breytingu. Þegar þeir koma upp úr gröfinni, halda þeir áfram að hugsa nákvæmlega eins og áður. Þeir eru knúðir af hinni sömu sigurfýsn, sem stjórnaði þeim þegar þeir féllu.DM 364.1

    Djöfullinn heldur ráðstefnu við engla sína og síðan við konunga og sigurvegara og volduga menn. Þeir líta á styrkleikann og fjöldann sín megin og lýsa því yfir að herinn í borginni sé fámennur í samanburði við her þeirra og að þeir geti unnið sigur. Þeir bera saman ráð sín um það, hvernig þeir geti náð undir sig auðæfum og dýrð hinnar nýju Jerusalem. Allir byrja tafarlaust að búa sig til orustu. Æfðir iðnaðarmenn búa til stríðsáhöld; hermálastjórar sem frægð hafa hlotið fyrir sigurvinn-ingar leiða hersveitir hinna herskáu manna í deildum og smáfylkingum.DM 364.2

    Loksins er gefin skipun um það að fara af stað og hinn ótölulegi fjöldi fer af stað; er það svo stór her að slíkum hefir enginn jarðneskur sigurvegari safnað; her þessi er meiri en svo, að allar hinar sameinuðu hersveitir allra alda, síðan stríð hófst á jörðinni geti jafnast við það. Djöfullinn, sem er hinn voldugasti stríðsmannanna, fer í broddi fylkingar og englar hans á eftir honum og sam-eina sig til hins síðasta bardaga. Konungar og herramenn eru í liði hans, og fjöldinn fylgist með í afarstórum og mörgum fylkingum, sem hver um sig hefir sinn ákveðna herforingja. Hinir miklu flokkar fara af stað með her-stjórnarlegri nákvæmni, og þeir fara yfir hið brotna og ójafna yfirborð jarðarinnar, alla leið að borg Guðs. Sam-kvæmt skipun Jesú eru hlið borgarinnar læst og hersveit-ir Djöfulsins sjást umhverfis borgina og búast til atlögu.DM 364.3

    Nú birtist Kristur enn þá óvinum sínum; langt fyrir ofan borgina upphafinn á grundvelli glóanda gulls, sést hásæti. Í þessu hásæti situr sonur Guðs og umhverfis hann eru þegnarnir í ríki hans. Krafti og dýrð Krists getur engin tunga lýst né penni málað. Dýrð hins eilífa föður ljómar umhverfis son hans. Birtan af nálægð hans fyllir borg Drottins og streymir út frá borgarhliðunum og flæðir út um alla jörðina með dýrð sinni.DM 365.1

    Næstir hásætinu eru þeir, sem áður fyr voru ákaf-astir að berjast fyrir málefni Djöfulsins, en voru hrifnir svo sem mitt úr eldinum, og hafa síðan fylgt frelsara sínum með djúpri og einlægri ástundun. Næstir eru þeir, sem lifðu fullkomnu kristilegu lífi mitt í freistingunum og trúleysinu; þeir sem virtu Guðs lög, þegar hinn kristni heimur dæmdi þau markleysu, og svo miljónirnar frá öll-um öldum, sem dóu píslardauða fyrir trú sína. En síðan kemur “mikill múgur, sem enginn gat tölu á komið af alls kyns fólki og kynkvíslum og lýðum og tungum. Þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu, skrýddir hvítum skikkjum, og höfðu pálma í höndum”.1Opinb. 7 : 9. Herför þeirra er á enda, sigur þeirra er unninn. Þeir hafa hlaupið skeiðið og unnið verðlaunin. Pálminn í höndum þeirra er sigurvegara merki, hvíta skikkjan tákn hins flekklausa réttlætis Krists, sem nú er þeirra.DM 365.2

    Hinir frelsuðu hefja upp lofsöngva, sem bergmála og enduróma um allar hvelfingar himinsins: “Hjálpræðið til-heyrir Guði vorum sem í hásætinu situr, og lambinu”. Englar og Serafar sameina raddir sínar í lofgjörðinni. Þegar hinir endurleystu hafa séð kraft og ilsku Djöfuls-ins, þá hafa þeir einnig séð það betur en nokkru sinni áður að enginn kraftur nema Krists hefir gert þá að sigurveg-urum. í öllum þessum fögru fylkingum er ekki einn ein-asti sá er sjálfum sér tileinki frelsið eða gefi það í skyn að hann hafi sjálfur af eiginn rammleik eða gæðum öðlast dýrðina. Ekki er á það minst sem þeir hafa gert eða sem þeir hafa liðið; en aðalatriði allra söngvanna, frum-tónn allra laganna er þetta: “Hjálpræðið tilheyrir Guði og lambinu”.DM 365.3

    Frammi fyrir hinum samansöfnuðu íbúum jarðarinn-ar og himinsins fer fram hin síðasta krýning Guðs sonar; og þar sem hann nú ríkir í almættisveldi sínu og krafti, kveður hann upp dóm yfir þeim, er uppreist gjörðu gegn stjórn hans og beitir réttvísi gegn þeim, sem hafa brotið lögmál hans og undirokað folk hans. Spámaður Drottins segir: “Og eg sá mikið hásæti hvítt og þann sem á því sat; og fyrir ásjónu hans hvarf himinn og jörð, og þeirra sá engan stað. Og eg sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu, og bókunum var lokið upp. Og annari bók var lokið upp, og það var lífsins bók, og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra”.1Opinb. 20 : 11-12.DM 366.1

    Jafnskjótt sem bækurnar eru opnaðar og Jesús lítur á þá hina óguðlegu, hafa þeir meðvitund um hverja ein-ustu synd, sem þeir hafa drýgt. Þeir sjá nákvæmlega hvar það var sem þeir viltust út af réttri leið af vegi hreinleika og heilags lífernis. Þeir sjá hversu langt dramb og uppreist hefir farið með þá í því að brjóta lög-mál Guðs. Hinar afvegaleiðandi freistingar, sem þeir vöndu sig á með þátttöku í syndinni; sú blessun, sem þeim hefir snúist í bölvun sjálfra þeirra vegna; sendiboðar Guðs, sem þeir hafa fyrirlitið; aðvaranir þær sem þeir hafa hafnað; miskunnsemin sem þeir með þrákelkni sinni hrundu frá sér, iðrunarlaust hjarta — alt þetta birtist þeim nú sem væri það ritað glóandi eldstöfum.DM 366.2

    Og uppi yfir hásætinu, þar sem Jesús situr, birtast nú sem í fjarsýn myndir af freistingu og falli Adams og spor þau, sem koma hvert á eftir öðru í endurlausnar-verkinu. Íbúar jarðarinnar sjá hina lítilmótlegu fæðingu frelsarans, æskulíf hans, skírn hans í Jordan og freisting-una á eyðimörkinni, hin opinberu líknarstörf hans, sem svo mikla blessun höfðu í för með sér, grasgarðinn, svikin, réttarhaldið og fordæminguna, krossfestinguna — alt svo greinilega, sem það væri að gerast fyrir augum þeirra. Djöfullinn með englum sínum og þegnum hefir ekkert afl til þess að snúa þeim frá myndum þeim er sýna þeirra eigin verk. Hver hluttakandi í þessari hræðilegu sýningu minnist þess hlutverks, sem hann framkvæmdi: Heródes, Pílatus, prestarnir og stjórnendur reyna árangurslaust að fela sig fyrir hinum heilaga dýrðarkrafti sem skín af ásjónu Guðs, en hinir frelsuðu kasta kórónum sínum fyrir fætur frelsarans og hrópa segjandi: “Hann dó fyrir oss!” Á meðal hins mikla fjölda eru postular Krists, hinn hugumprúði Páll postuli, Pétur hinn ákafi, Johannes sá er Jesús elskaði, og hinir trúföstu bræður þeirra; með þeim er mikill fjöldi píslarvotta, en fyrir utan eru þeir sem ofsóttu þá, settu þá í fangelsi og líflétu þá.DM 366.3

    Þar eru páfaprestar og hinir háu embættismenn kirkjunnar, sem þóttust vera fulltrúar Krists, en notuðu þó píslarfæri, fangelsi og brennur til þess að bæla niður samvizkufrelsi þjóna hans. Það er nú um seinan fyrir þá að skilja þann sannleika að Kristur telur sér hið sama gert, sem gert er hinum líðandi þjónum hans, og þeir finna nú kraft hans eigin orða þar sem hann segir: “Svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum mínum minstu bræðrum, þá hafið þér og gert mér það”.1Matt. 25 : 40.DM 367.1

    Allur hinn spilti heimur stendur ákærður frammi fyrir dómstóli Drottins fyrir hin svörtustu svik gegn stjórn himnanna. Þeir seku hafa engan er tali máli þeirra; þeir hafa enga afsökun og hegning eilífs dauða er sá dómur, sem upp er kveðinn yfir þeim.DM 367.2

    Það er nú öllum augljóst að laun syndarinnar er ekki virðingarvert sjálfstæði og eilíft líf, heldur þræl-dómur, eyðilegging og dauði. Hinir óguðlegu sjá nú hverju þeir hafa glatað með uppreistarlíferni sínu. Hið sæluríka líf og eilíf dýrð var fyrirlitin af þeim þegar hún stóð þeim til boða; en nú vildu þeir alt gefa til þess að öðlast hana. “Alt þetta hefði eg getað öðlast” hrópar hin týnda sál í örvænting sinni, “en eg kaus það heldur að hafa það sem fjarst mér. Ó hvílík fávizka! eg hefi skift friði, hamingju og heiðri fyrir vesaldóm, vanvirðu og örvæntingu”. Allir sjá að útilokun þeirra frá himna-ríki er réttlát. Með lífi sínu hafa þeir sagt: “Vér viljum ekki hafa þennan Jesús, sem stjórnara vorn”.DM 367.3

    Agndofa hafa hinir óguðlegu horft á krýning Guðs sonar. Þeir sjá töflurnar með árituðu hinu heilaga lögmáli í höndum hans, lögmálinu sem þeir hafa fyrirlitið og fótumtroðið. Þeir eru vottar að hinni miklu undrun og lotningu hinna frelsuðu, og þegar hljómalda lofdýrðar-innar berst yfir fjöldann fyrir utan borgina, hrópa allir einum rómi: “Mikil og dásamleg eru verk þín, Drottinn, Guð þú alvaldi, réttlátir og sannir eru vegir þínir, þú konungur aldanna”.1Opinb. 15 : 3. Þeir fleygja sér flötum niður og tilbiðja konung lífsins.DM 367.4

    Djöfullinn er sem þrumulostinn, þegar hann sér dýrð og veldi Krists. Hann sem einu sinni var verndandi Kerúb minnist þess hversu djúpt hann hefir fallið. Skínandi Seraf, “árborna morgunstjarna”, hvílík breyting; hvílík smán! Frá ráði því, sem hann einusinni sat með heiðri er hann nú útilokaður um aldur og æfi. Nú sér hann annan standa nálægt föðurnum með jafnri dýrð. Hann hefir séð kórónuna setta á höfuð Kristi af tíguleg-um engli og mikilfenglegum, og hann veit að hann hefði getað haft hina hátíðlegu stöðu sem þessi engill nú skipar. Þegar Djöfullinn lítur yfir ríki sitt, ávöxt iðju sinnar, sér hann aðeins ógæfu og eyðileggingu. Hann hefir talið fjöldanum trú um það að auðvelt væri að vinna borg Drottins, en hann veit að þetta er rangt. Aftur og aftur í hinni miklu deilu hefir hann biðið ósigur og orðið að lúta í lægra haldi með öllu. Hann veit og þekkir kraft og dýrð hins mikla og eilífa.DM 368.1

    Tilgangur hins mikla uppreistarforingja hefir æ og ávalt verið sá að réttlæta sjálfan sig og sanna það að hin guðlega stjórn væri sek um uppreistina. Í þessu skyni hefir hann neytt allra krafta sinna og vitsmuna. Hann hefir unnið með ákveðnu augnamiði og reglulega og orðið ótrúlega mikið ágengt; hann hefir þannig komið fjölda manna til þess að fallast á sitt mál í hinni miklu deilu, sem svo lengi hefir staðið yfir. Um þúsundir ára hefir þessi samsærisforingi komist áfram með lýgi fyrir sann-leika, en nú er sá tími kominn að uppreistin skal verða með öllu bæld niður og saga og einkenni Djöfulsins kunn-gjörð. í sinni síðustu miklu tilraun til þess að steypa Kristi af stóli, tortíma fólki hans og taka herskildi hina guðlegu borg, hefir erkisvikarinn verið gerður uppvís. Þeir sem hafa fylgt honum sjá nú hversu algjörlega eyðilagt er málefni hans. Fylgjendur Krists og hinir trúföstu englar sjá nú fyllilega og skilja vélar hans, er hann beitti gegn stjórn Guðs. Hann er nú öllum heimi viðurstygð.DM 368.2

    Djöfullinn sér að hin sjálfkrafa uppreist hans hefir gert hann óhæfan fyrir himnavist; hann hefir æft krafta sína til þess að berjast gegn Guði; hreinleikur, friðsemi og samræmi himinsins mundu verða honum til óbærilegr-ar kvalar. Ákærur hans gegn miskunnsemdum og rétt-læti Guðs hafa nú þagnað. Ákærur þær, sem hann reyndi að bera fram gegn Jehova hafa nú fallið með öllu á sjálfan hann; og nú beygir Djöfullinn sig með vanvirðu og játar réttlæti þess dóms er uppi yfir honum hefir verið kveðinn.DM 369.1

    Þrátt fyrir það þótt Djöfullinn hafi verið þvingaður til þess að viðurkenna réttlæti Guðs og til þess að beygja sig fyrir valdi Krists, þá breytist ekki eðli hans. Upp-reistarandinn brýst enn fram eins og sterkur straumur. Hann fyllist ofsa og strengir þess heit að láta aldrei undan í hinni miklu deilu. Tíminn er kominn til þess að hefja hina síðustu úrslitaárás á konungdóm Guðs á himnum. Djöfullinn þeytist mitt inn í fylkingar sínar og reynir að vekja þeim móð með sínu eigin æði og æsa þær til þess að leggja tafarlaust í orustu. En af öllum hinum ótölulegu miljónum, sem hann hefir tælt til uppreistar, finst nú enginn er viðurkenna vilji yfirburði hans. Kraftur hans er að þrotum kominn. Hinir óguðlegu eru fullir af sams-konar hatri, sem ræður yfir Djöflinum, en þeir sjá að þeir geta ekki unnið, að þeir geta ekki staðist á móti Jehóva. Reiði þeirra snýst nú á móti Djöflinum og þeim sem verið hafa umboðsmenn hans í blekkingunni og með djöfulæði ráðast þeir allir á hann.DM 369.2

    Drottinn segir: “Þá óhelgaði eg þig og rak þig burt af goðafjallinu og tortímdi þér, þú verndar Kerúb, burt frá hinum glóandi steinum, .... eg varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungunum svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig .... þú fórst voveiflega og ert eilíflega horfinn”.1Esek. 28 : 16-19.DM 369.3

    “Á óguðlega lætur hann rigna glóandi kolum, eldur og brennisteinn og brennheitur vindur er þeirra mældi bik-ar”.2Sálm. 11 : 6. Eldur fellur niður frá Guði af himni ofan; jörðin liðast í sundur. Vopnin sem í djúpinu leynast koma í ljós; eyðandi eldur blossar út úr hverri gapandi sprungu. Jafnvel klettarnir sjálfir standa í björtu báli; sá dagur er kominn þegar alt brennur eins og í glóandi ofni; frum-efnin bráðna í hinum ákafa hita, sömuleiðis jörðin og öll mannvirki sem á henni eru munu gjöreyðast í eldi.1Malakía 4 : 1; 2. Pét. 3 : 10. Yfir-borð jarðarinnar er útlits sem bráðinn óskapnaður — hún er eins og heljarmikið sjóðandi eldhaf. Kominn er dagur Drottins og glötunarinnar fyrir hina óguðlegu, “því að nú er hefndardagur Drottins, endurgjaldsárið, til að reka réttar Síonar”.2Jes. 34 : 8; Orðskv. 11 : 31.DM 369.4

    Hinn óguðlegi fær endurgjald hér á jörðu.2Jes. 34 : 8; Orðskv. 11 : 31. Þeir “munu þá vera sem hálmleggir og dagurinn sem kemur, mun kveikja í þeim, segir Drottinn hersveitanna”.3Malakía 4:1. Sumir farast á svipstundu, en aðrir kveljast í marga daga; allir hljóta hegningu “samkvæmt verkum þeirra”. Syndir hinna réttlátu hafa verið tilreiknaðar Djöflinum og því verður hann að líða ekki einungis fyrir sína eigin uppreist, heldur einnig fyrir allar þær syndir, sem hann hefir freistað Guðs barna til að fremja. Hegning hang verður miklu meiri en þeirra, sem hann afvegaleiddi. Eftir að allir eru tortímdir, sem hann hafði leitt til yfirtroðslu, mun hann halda áfram að lifa og líða. Í hinum hreinsandi eldi munu hinir óguðlegu um síðir eyðileggjast með öllu, svo að ekki mun verða eftir af þeim “rót né kvistur” — Djöfullinn er rótin, en fylgjendur hans kvistirnir. Full-komin hegning kemur fram fyrir brot gegn lögmálinu; kröfur réttlætisins verða uppfyltar og himinn og jörð, sem eru vitni að þessu lýsa því yfir að Jehóva sé réttlátur.DM 370.1

    Eyðileggingarverk Djöfulsins eru um alla æfi enduð. Í sex þúsund ár hefir hann haft vilja sínum framgengt; hann hefir á þeim tíma fylt heiminn böli og valdið hrygð í alheiminum. Alt sköpunarverkið hefir liðið djúpar sorg-ir og sárar þrautir hans vegna. Nú eru þeir sem Guð hefir skapað um aldur og æfi frelsaðir frá valdi hans og freistingum: “Öll jörðin nýtur nú hvíldar og friðar, fagn-aðarópin kveða við”.4Jes. 14 : 7. Og óp fagnaðar og lofsöngs og gleði berast til Guðs frá öllum hinum löghlýðnu. Það er rödd “sem mikils fjölda og sem rödd margrá vatna, og sem rödd frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Hallelúja; því Drottinn Guð hinn alvaldi er konungur orðinn”.DM 370.2

    Þótt jörðin sé sveipuð eyðileggjandi eldi, eru hinir réttlátu öruggir í hinni helgu borg; yfir þeim sem þátt tóku í hinni fyrri upprisu hefir dauðinn ekkert vald. Þar sem Guð er hinum spiltu eyðileggjandi eldur er hann fólki sínu bæði sól og verndari.1Opinb. 20 : 6: Sálm. 84 : 11.DM 371.1

    “Og eg sá nýjan himinn og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin”.2Opinb. 21 : 1. Eldurinn sem tortímir hinum illu hreinsar jörðina; öll merki bölvunar-innar eru afmáð.DM 371.2

    Eitt er aðeins eftir til endurminningar; frelsari vor mun um alla eilífð hafa á sér merki krossfestingarinnar; á hans særða höfðu, á höndum hans og fótum og í síðu hans eru enn leifarnar af grimdarverkum þeim er syndin hefir valdið. Þegar spámaðurinn sér Krist í dýrð sinni. segir hann: “Ljónið birtist eins og sólarljós; geislar stafa út frá hendi hans, og þar er hjúpurinn um mátt hans”.3Habakúk 3 : 4. Hann sem var máttugur til að frelsa með fórn-færingu endurlausnarinnar, og var þess vegna einnig máttugur til þess að framfylgja réttlætinu gegn þeim er fyrirlitu miskunn Guðs, og merki niðurlægingar hans er hans mesti heiður; um alla eilífð munu sár þau er hann hlaut á krossinum sjást honum til dýrðar og votta mátt hans.DM 371.3

    Jörðin var upphaflega gefin manninum sem kon-ungdæmi hans, en hún var af manninum svikin í hendur Djöfulsins og hinn voldugi óvinur hélt henni um langan tíma, en nú hefir hún unnist aftur, fyrir áhrif endurlausn-arverksins. Alt sem fyrir syndina glataðist hefir nú fengist aftur: “Því að svo segir Drottinn, .... sá er jörðina hefir myndað og hana tilbúið, hann hefir grund-vallað hana; hann hefir eigi skapað hana til þess, að hún væri auð, heldur myndað hana svo, að hún væri byggi-leg”.4Jes. 45 : 18. Hinum upphaflega tilgangi Guðs með sköpun jarð-arinnar er fullnægt með því að hún hefir nú verið gerð að eilífum bústað hinna endurleystu: “Hinir réttlátu fá landið til eignar og búa í því um aldur”.5Sálm. 37 : 29.DM 371.4

    Í biblíunni er arfleifð hinna frelsuðu nefnd ættjörð,6Heb. 11 : 16. þar leiðir hinn himneski hirðir hjarðir sínar að lindum lif-andi vatns; tré lífsins ber ávöxt á hverjum mánuði og blöð trésins eru fólkinu til lækninga. Þar eru sírennandi lækir, tærir sem krystallar og meðfram þeim kasta svignandi tré svalandi skuggum á vegina, sem Drottinn hefir búið fólki sínu. Þar renna hinar víðáttumiklu sléttur saman við dali hinnar dýrðlegustu fegurðar, og fjöll Guðs teygja upp hina háu tinda. Á þessum friðsælu sléttum, meðfram þessum lifandi lindum mun fólk Guðs, sem svo lengi hefir hrakist um eyðimerkur, finna hugljúft heimkynni.DM 371.5

    “Þá skal þjóð mín búa í heimkynni friðarins, í híbýl-um öruggleikans og í rósömum bústöðum”. “Eigi skal framar heyrast getið um ofríki í landi þínu, né um tjón og tortíming innan landamerkja þinna; þú skalt kalla hjálpræði múra þína og sigurfrægð hlið þín”. “Og þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta vín-garða og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta; . . . . mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna”.1Jes. 32 : 18; 60 : 18; 65 : 21, 22.DM 372.1

    Eyðimörkin og hið þurra land skal gleðjast; öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja”. “Þar sem áður voru þyrnirunnar mun kýpresviður vaxa, og þar sem áður var lyng mun mýrtusviður vaxa”. “Þá mun úlfaldinn búa hjá lambinu og pardusdýrið liggia hjá kiðlingnum .... og smásveinn gæta þeirra”. “Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn ilt fremja eða skaða gjöra”,2Jes. 35 : 1; 55 : 13; 11 : 6, 9. segir Drottinn.DM 372.2

    Sársauki getur ekki átt sér stað á himnum. Þá verða engin tár til framar, engar jarðarfarir, engin saknaðar-merki: “Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er farið”.3Opinb. 21 : 4. “Og enginn borgarbúi mun segja: Eg er sjúkur. Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefning misgjörða sinna”.4Jes. 33 : 24DM 372.3

    í Guðs heilögu borg mun “ekki framar til vera” nótt. Enginn mun þarfnast þar hvíldar. Þar mun enginn þreyt-ast að gjöra vilja Guðs og lofa nafn hans. Vér munum ávalt finna til lífskrafta morgunsins og um aldur og æfi munum vér verða langt frá takmörkum hans. “Og nótt mun ekki framar til vera og þeir þurfa ekki lampaljós né sólarljós, því að Drottinn Guð skín á þá”.1Opinb. 22 : 5. Í staðinn fyrir sólarljósið mun þar verða geislaskin, sem ekki blindar augun, en tekur samt óendanlega mikið fram þeirri birtu, sem vér þekkjum um hádegi. Dýrð Guðs og lambsins mun uppljóma hina helgu borg með ljósi eilífrar birtu. Hinir endurleystu munu ganga í sóllausri dýrð eilífs dags.DM 372.4

    “Og musteri sá eg ekki á himni, því að Drottinn Guð hinn alvaldi, er musteri hennar og lambið”.2Opinb. 21 : 22. Fólki Guðs er leyft að umgangast föðurinn og soninn. “Því að nú sjáum vér eins og í skugga í óljósri mynd”.31. Kor. 13 : 12. Vér sjáum mynd Guðs eins og endurspeglaða í verkum náttúrunnar og í breytni hans við mennina; en þá munum vér sjá hann augliti til auglitis, án þess að nokkur móðublæja sé á milli hans og vor. Vér munum standa frammi fyrir honum og sjá dýrðar ásjónu hans.DM 375.1

    Þar munu hinir endurleystu “þekkja, eins og þeir sjálfir eru þektir”. Kærleikur sá og hluttekning sú, sem Guð hefir gróðursett í sálum mannanna mun þar sýna hina sönnustu og trúustu framkvæmd. Hin hreina sam-búð við heilagar verur; hið samræmisfulla líf með hinum blessuðu englum og hinum trúföstu frá öllum öldum, sem þvegið bafa skikkjur sínar og hvítfágað þær í blóði lambsins; hin helgu bönd er samtengja við þann er “hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu”,4Efesus 3 : 15. — alt þetta hjálp-ar til þess að skapa hina fullkomnu sælu þeirra sem frels-aðir eru.DM 375.2

    Þar munu hinir ódauðlegu dást að hinu síbjarta ljósi, hinum eilífa sköpunarkrafti, og leyndardómi hins endur-leysandi kærleika. Þar verður enginn grimmur, blekkj-andi óvinur, sem freisti til þess að vér gleymum Guði. Þar verða öll skynjunarfæri vor fullkomnuð; allir hæfi-leikar þroskaðir. Baráttan til þess að afla sér þekkingar mun þar ekki þreyta hugi vora né eyða kröftum vorum.DM 375.3

    Og samt munu ár eilífðarinnar eftir því sem þau líða leiða í ljós enn þá dýrðlegri opinberun um Guð og Krist. Eftir því sem þekkingunni fer fram, eftir því þroskast og fullkomnast kærleikurinn, lotningin og hamingjan. Því meira sem menn læra um Guð, því meiri verður að-dáun þeirra fyrir eðli hans. Eftir því sem Jesús sýnir þeim glöggar þýðingu endurlausnarinnar og hinn aðdáan-lega vinning í deilunni miklu við Djöfulinn, eftir því verða hjörtu hinna frelsuðu snortnari af heitri kærleikstilfinn-ingu og eftir því leika þeir með meiri og dýpri lotningu á hina gullnu hörpu; og tíu þúsundir tíu þúsunda og þús-undir þúsunda sameina raddir sínar til þess að lofsyngja hinum almáttuga. “Og sérhver skepna sem er í himn-inum og á jörðinni og undir jörðinni og í hafinu, og alt sem í þeim er, heyrði eg segja: Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu sé lofgjörðin og heiðurinn og dýrðin og krafturinn um aldir alda”.1Opinb. 5:13.DM 375.4

    Hin mikla deila en enduð. Synd og syndarar eru ekki lengur til, allur alheimurinn er hreinn orðinn; einn sameiginlegur hjartasláttur bærir alla tilveruna. Frá honum sem alt skapaði streymir líf og ljós og gleði alt í gegn um hið takmarkalausa rúm. Frá hinu minsta ódeili til hins stærsta hnattar lýsir alt því yfir, dautt og lif-andi í sinni skuggalausu fegurð og fullkomnu gleði, að Guð sé kærleikur.DM 376.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents