Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    John Wycliffe

    Fyrir siðabótina voru til aðeins örfá eintök af biblíunni, en Guð hafði ekki látið orð sitt með öllu glatast. Sannleikur þess átti ekki að vera dulinn um alla eilífð. Hann átti eins auðvelt með að leysa orð lífsins og hitt að opna dyr fangelsa og myrkvastofa til þess að frelsa þjóna sína. Í ýmsum löndum Evrópu þráðu menn að leita auð-æfa sannleikans, ekki síður en veraldlegra fjársjóða. Guðs andi stjórnaði hugsunum þeirra þegar þeir leituðu sannleikans; hann benti þeim á hina helgu bók og þeir lásu hana og lærðu með óútmálanlegri ástundun. Þeir voru fúsir að veita ljósinu móttöku hvað sem það kost-aði þá. Þegar sálir þeirra meðtóku boð frá himni ofan fóru þeir af stað; slitu fjötra villunnar og hjátrúarinnar og kölluðu til þeirra sem lengi höfðu verið í þrældómi og hvöttu þá til þess að rísa upp og vera frjálsir. Um marg-ar aldir hafði Guðs orð ekki verið til nema á því máli, sem örfáir skildu, og engir nema lærðir menn að undan-skildum Valdensunum. En nú var kominn tími til þess að býða Guðs orð og fá það í hendur þjóðum ýmsra landa á þeirra eigin máli.DM 64.1

    John Wycliffe var fyrirrennari siðabótarinnar, ekki einungis á Englandi heldur einnig um öll hin kristnu lönd. Hin miklu mótmæli hans gegn páfadóminum urðu aldrei þögguð niður; hann var útvalinn til þess að bera þau fram og kynna þau öllum heimi. Þessi mótmæli byrjuðu baráttuna sem til þess varð að veita einstaklingsfrelsi mönnum, kirkjum og þjóðum. Wycliffe hafði fengið góða mentun og hjá honum var ótti Drottins upphaf spekinnar. Hann hafði orð á sér í skóla fyrir einlæga guðrækni og jafnframt fyrir frábærar gáfur og lærdóms hæfileika. Hann leitaði upplýsinga í öllum efnum eins og þyrstur maður leitar vatns. Hann hafði lært verald-lega heimspeki; kenningar kirkjunnar, borgaraleg lög, helzt í sínu eigin landi. Þegar hann hafði síðar valið sér lífsstarf kom þetta honum alt að góðu haldi. Þekking hans á hinni flóknu heimspeki þeirra daga gerði honum það mögulegt að sýna fram á villukenningar hennar. Lærdómur hans í lögum lands og kirkju veitti honum vopn í hendur þegar hann hóf baráttu sína fyrir borg-aralegu og trúarbragðalegu frelsi. Hann hafði í fyrsta lagi fengið þannig í hendur sér þau vopn, sem Guð gefur mönnum bezt í baráttu góðra málefna, og auk þess hafði hann lært skólaagann og vissi hvaða lagi var heppilegast að fylgja þegar við lærða menn var að eiga. Hinir miklu hæfileikar þessa manns; hinn fullkomni og víðtæki lær-dómur hans og hinir óútmælanlegu mannkostir hans unnu honum virðingu og áhrif jafnt óvina sem vina.DM 64.2

    Fylgjendur hans sáu það og fundu sér til mikillar gleði að leiðtogi þeirra var einn hinna allra mikilhæf-ustu manna þjóðarinnar; og óvinir hans og andstæðingar sáu að ekki var til neins að reyna að mæta honum með hinum algengu og handhægu vopnum svokallaðrar fyrir-litningar; því þeir gátu ekki haldið því fram að hér væri um fáfróðan mann að ræða, sem ekki vissi hvað hann færi með né heldur var hægt að segja að hann væri ístöðulítill og áhrifalaus.DM 65.1

    Þegar Wycliffe var á háskóla tók hann að lesa biblíuna. í þá daga þegar biblían var aðeins til á gömlu málunum, gátu lærðir menn komist að uppsprettulindum sannleikans, en þeim var lokað fyrir hinum ólærðu og mörgu. Þannig hafði þegar verið rudd braut fyrir fram-tíðar siðbótastarf Wycliffes.DM 65.2

    Lærðir menn höfðu lesið Guðs orð og höfðu fundið hinn mikla sannleika um hina frjálsu náð Drottins, eins og hún birtist þar. Í kenningum sínum höfðu þeir breitt út þekkingu á þessum sannleika og komið öðrum til þess að snúa sér til þessara lifandi spádóma.DM 65.3

    Þegar hugur Wycliffes snerist að biblíunni, tók hann að rannsaka hana með þeim sama fullkomleika, sem gerði hann að viðurkendum meistara í vísindum. Hingað til hafði hann fundið til sárrar þrár, sem hvorki vísindi né lærdómur í veraldlegum efnum, né kirkjan eins og hún var gátu fullnægt. í Guðs orði fann hann það sem hann áður hafði leitað árangurslaust. Nú sá hann opin-beraðan sáluhjálparveginn og Krist sem hinn eina tals-mann vor allra. Hann gaf sjálfan sig Kristi á vald og strengdi þess heit að útbreiða ríki hans og þann sann-leika er hann hafði fundið.DM 65.4

    John Wycliffe var að því leyti eins og eftirmenn hans í siðabótastarfinu, að hann vissi ekki í byrjun hvert það mundi leiða hann. Hann setti sig ekki beint upp á móti valdinu í Róm af ásettu ráði; en fastheldni hans við sannleikann hlaut að koma honum í baráttu gegn villukenn-ingunum. Því glöggar sem hann sá villur páfadómsins, því alvarlegar hélt hann fram kenningum ritningarinnar. Hann sá að páfakenningarnar í Rómaborg höfðu vikið frá hinum verulega sannleika guðsorðs og sett í þess stað mannasetningar. Hann ákærði prestana vægðarlaust um það að þeir hefðu kastað frá sér heilagri ritningu og krafðist þess að biblían væri aftur prédikuð fólkinu og skýrð fyrir því og hún aftur viðurkend í kirkjunni í sinni réttu og sönnu mynd.DM 66.1

    Wycliffe var dugandi og einarður kennari og mælsk-ur prédikari og í dagfari sínu og breytni var hann í ströngu samræmi við það er hann kendi. Þekking hans á biblíunni; sá kraftur sem fylgdi orðum hans; hans óskeikula röksemdafærsla; hreinleiki lífs hans voru ó-hrekjandi vitni þess hversu gott mál hann hafði að boða; ráðvendni hans og hugrekki og takmarkalausa ósér-plægni vann honum almenna virðingu, álit og traust. Margir höfðu orðið óánægðir með sína fyrri trú, þegar þeir sáu hinn mikla ójöfnuð, sem ríkti í rómversku kirkjunni, og var boðskap þeim er Wycliffe flutti tekið tveim höndum með opinberri ánægju. En leiðtogar páfa-kirkjunnar fyltust reiði þegar þeir urðu þess varir að þessi siðabótamaður hlaut meiri tiltrú og traust hjá fólkinu en þeir höfðu.DM 66.2

    Wycliffe hafði glögt auga fyrir villum og hann reiddi til höggs og hjó á rætur margra illra kenninga, sem helgaðar voru af hinum háu leiðtogum í Róm. Þegar hann var bænahaldsmaður eða hirðprestur hjá konunginum, þá barðist hann eindregið á móti skatti þeim er páfinn krafðist af stjórnanda Englands; sýndi hann fram á að það vald sem páfinn tæki sér væri bæði andstætt heilbrigðri skynsemi og opinberun Guðs orðs. Kröfur páfans höfðu vakið mikla gremju og kenningar Wycliffes höfðu mikil áhrif á leiðandi stórmenni þjóðarinnar. Konungurinn og aðalsmennirnir sameinuðust í því að neita kröfum páfans um veraldlegt vald og afsögðu að greiða þá skatta, er hann krafðist. Þannig fékk páfa-valdið rothögg á Englandi.DM 66.3

    Annari óhæfu barðist John Wycliffe einnig á móti, það var sú plága sem förumunkarnir leiddu yfir þjóðina. Þessir förumunkar voru sú byrði á Englandi, bæði fjár-hagslega og á ýmsan annan hátt að engu tali tók. Þeir svo að segja nöguðu allar rætur allra framfaramála og lífsskilyrða, svo sem siðferði, iðnað, verzlun, mentun og fleira. Þessir betlandi förumunkar urðu ekki einungis til þess að eyða fé og vistum manna, heldur komu þeir þannig ár sinni fyrir borð að ærleg vinna var fyrirlitin. Þeir siðspiltu æskulýðnum og afvegaleiddu hann; þeir fengu marga til þess með áhrifum sínum að ganga í klaustur og fórna lífi sínu í þarfir páfakirkjunnar. Þetta var ekki einungis gert á móti vilja foreldranna, heldur jafnvel án þess að þau vissu af og þvert á móti fyrirmæl-um þeirra.DM 67.1

    Páfinn hafði veitt þessum förumunkum vald til þess að láta fólk skriftast og veita því syndafyrirgefningu. Þetta magnaðist ár frá ári og var orðið verulegt þjóðar-böl. Flökkumunkarnir hugsuðu ekki síður um pyngjuna en sáluhjálpina og voru þeir svo fúsir til þess að veita syndafyrirgefningar að alls konar illþýði og glæpamenn þyrptust til þeirra; árangurinn varð sá að verstu lestir og ólifnaður tók þjóðina heljartökum. Hinir veiku og félausu liðu og þjáðust líknarlaust, en það fé sem til þess hefði átt að fara að hjálpa þeim fór til flökkumunkanna; þeir heimtuðu ölmusu af fólkinu með ógnum og heiting-um, og töldu þá vera djöfulsins börn og útskúfuð frá eilífri sælu sem ekki tækju þjónum Drottins— þeim sjálf-um— með opnum örmum. Þrátt fyrir það þótt þessir flökkumunkar þættust vera blásnauðir, jókst auður þeirra ár frá ári og eftir því sem þeir bygðu sér fleiri og skrautlegri hús og eftir því sem þeir lifðu í meira sællífi, eftir því ágerðist fátækt og vesaldómur þjóðarinnar. Og með-an þeir sjálfir lifðu þannig í “vellystingum praktuglega”, sendu þeir út á meðal fólksins fáfróða menn í sinn stað, sem ekkert höfðu fram að flytja skynsamlegt né upp-byggilegt, heldur sögðu alls konar kynjasögur og undra-viðburði og skrítlur fólkinu til skemtunar og aðhláturs. Þetta varð til þess að fólkið komst enn þá dýpra undir áhrif munkanna. Og flökkumunkarnir héldu föstum tök-um á fólkinu og var hjátrú og hindurvitni þar sterkasta aflið. Létu þeir menn trúa því að allar trúarlegar skyldur vorar væru í því fólgnar að viðurkenna vald páfans, til-biðja dýrðlingana og gefa munkunum sem ríflegast. Þetta var fólkinu kent að væru einu öruggu sáluhjálpar atriðin.DM 67.2

    Lærðir menn og guðhræddir höfðu unnið að því árangurslaust að koma á siðbótum innan þessara munka félaga; en Wycliffe sá lengra en aðrir og hann reiddi öxina að rótum hins rotna trés; hann lýsti því yfir að þetta fyrirkomulag væri spilt í sjálfu sér og að það ætti að falla um koll. Hann byrjaði á því að skrifa og gefa út flugrit á móti flökkumunkunum; ekki eins mikið til þess að komast í deilur við þá eins og til hins að beina athygli fólksins að biblíunni og höfundi hennar. Hann lýsti því yfir að páfinn hefði ekki fremur vald til þess að fyrirgefa syndir né fordæma menn en hver annar prestur og að enginn geti í raun og sannleika verið for-dæmdur eða útilokaður frá kirkjunni og guðsríki nema því að eins að hann hafi fyrst leitt yfir sig fordæming hins almáttuga guðs. Á engan hátt hefði hann fremur getað reynt með áhrifum að kollvarpa hinu risavaxna veldi páfans í veraldlegum og andlegum efnum, en ein-mitt með þessu. Þúsundir sálna voru fjötraðir fangar í þessu volduga musteri, nú var ráðist á það með þeim brotvopnum sem skæðust gátu fundist.DM 68.1

    Páfinn þrumaði innan skamms fordæmingardóma sína gegn John Wycliffe. Þrjú bannfæringaskjöl voru send til Englands, eitt til háskólans, annað til konungsins og hið þriðja til biskupanna. Í öllum þessum skjölum var þess krafist að tafarlausar og duglegar aðferðir yrðu teknar til þess að láta þennan villutrúarmann þagna.DM 68.2

    Áður en bannfæringarskjölin komu höfðu biskuparnir þegar stefnt Wycliffe að mæta fyrir sér til rannsóknar; en tveir hinna allra voldugustu konunglegu manna í rik-inu fylgdu honum fyrir réttinn og fólkið þyrptist kring-um bygginguna og tróðst inn; létu menn svo til sín taka í réttarsalnum að dómarinn þorði ekki annað en fresta málinu og leyfa Wycliffe að fara heim óáreittum. Skömmu síðar var það að Játvarður konungur þriðji, sem þá var hniginn á efra aldur og prestarnir reyndu að æsa á móti siðbótamanninum, andaðist eftir stutta legu, og tók sá við völdum er fyr hafði haldið verndarhendi yfir Wycliffe.DM 69.1

    En þegar skjöl páfans komu til Englands var sú krafa lögð á herðar allrar þjóðarinnar að taka fastan villutrúarmanninn og varpa honum í fangelsi. Nú var ekki um mörg úrræði að tala. Það virtist nú engum efa bundið að Wycliffe yrði að falla sem fórn fyrir hefnigirni valdsins í Rómaborg. En sá sem sagði forðum: “Óttast þú ekki,... eg er þinn skjöldur”, 11. Móse 15: 1. hann rétti enn út verndarhendi sína til að bjarga þjóni sínum. Dauðinn var við dyrnar; ekki við dyr siðabótamannsins, heldur hins volduga andlega höfðingja, sem ákveðið hafði Wycliffe dauða. Gregorius XI. lézt og dómstóllinn sem komið hafði saman og skipaður var prestum, leystist upp við þessa frétt.DM 69.2

    Forsjón Drottins tók enn þá í taumana til þess að útbreiðsla siðabótarinnar gæti haldið áfram. Þegar Gregorius dó var páfakosningin um tvo menn, er and-stæðir voru hvor öðrum. Báðir þóttust rétt kosnir til stöðunnar og báðir þóttust óskeikulir. Hvor um sig ákallaði alla rétttrúaða menn að hjálpa sér og herja á hinn; las hvor um sig fordæmingarþulur gegn hinum svo að fyrnum og fádæmum sætti, en lýsti því yfir að sælu-vist væri þeim vís í himnaríki er sér fylgdi að málum.petta atvik veikti stórum veldi páfans. Þessir and-stæðingar höfðu fult í fangi að veita hvor öðrum árásir, og var því John Wycliffe í friði um tíma. Bölbænir og fordæmingaskjöl bárust frá páfa til páfa og voðalegir blóðstraumar runnu til þess að veita fylgi á báðar hliðar. Glænir og svívirðingar voru daglegir viðburðir innan kirkjunnar. Á meðan þessu fór fram var siðbótamaður-inn í ró og næði hjá söfnuði sínum í Lutterworth; vann hann þar stöðugt að því að benda mönnum frá hinum stríðandi páfum og hinum óguðlegu deilum upp til Jesú Krists— friðarhöf ðingjans.DM 69.3

    Wycliffe fylgdi dæmi meistara síns að því leyti að hann flutti kenningar sínar og gleðiboðskap hinum fátæku. Hann lét sér þó ekki nægja að útbreiða sannleikann meðal alþýðunnar í sínu eigin umdæmi í Lutterworth, heldur ásetti hann sér að láta boðskapinn berast út um alt England. Til þess að koma þessu fram stofnaði hann prédikarafélag; voru það óbrotnir, alþýðlegir menn og guðhræddir; þeir elskuðu sannleikann og þráðu ekkert fremur en að vinna að útbreiðslu hans. Þessir menn fóru út í allar áttir; þeir prédikuðu á strætum og gatnamótum í stórbæjum og á verzlunartorgum og úti um þjóðvegi. Þeir leituðu upp hina öldruðu, hina sjúku og fátæku og fluttu þeim gleðiboðskap hins algóða Guðs.DM 70.1

    En mesta afreksverk Wycliffes átti að verða þýðing hans á ritningunni á enska tungu. í bók sem heitir: “Um sannleik og þýðing ritningarinnar” skýrði hann frá því að hann ætlaði sér að þýða biblíuna til þess að hver einasta manneskja á Englandi gæti lesið á því máli sem hann skildi hið undraverða orð Drottins.DM 70.2

    En verk hans hætti fyr en varði. Þó hann væri tæplega sextugur að aldri og hraustur að heilsu upphaf-lega, hafði hann átt erfiða daga, unnið yfir megn fram, lagt á sig lestur og lærdóm og orðið fyrir alls konar of-sóknum óvina sinna; heilsa hans var því farin að lamast og hann varð gamall fyrir aldur fram. Hann veiktist af hættulegri sýki. Þessar fréttir veittu flökkumunkunum ósegjanlega gleði. Nú héldu þeir að hann mundi ein-læglega iðrast þeirrar mótstöðu er hann hafði veitt kirk unni og þeir flýttu sér til híbýla hans til þess að geta borið vitni um afturhvarf hans. Fulltrúar frá fjórum trúar-bragðaflokkum og fjórir veraldlegir valdsmenn þyrptust í kring um manninn, sem var í andarslitrunum. “Dauð-inn er á vörum þínum” sögðu þeir “Láttu hjarta þitt hrærast af misgerðum þínum og afturkallaðu í nærveru vorri alt það, sem þú hefir sagt oss til móðgunar”. Sið-bótamaðurinn hlustaði þegjandi á mál þeirra um stund; síðan bað hann vini sína að reisa sig upp í rúminu; hann horfði framan í andstæðinga sína með stöðugu augnaráði, þar sem þeir biðu öruggir eftir iðrunarorðum hans og afturköllun; loksins sagði hann við þá með sömu sterku, stöðugu röddinni, sem svo oft hafði komið þeim til að óttast: “Eg dey ekki; eg held áfram að lifa; og eg skal aftur kunngjöra hið óguðlega athæfi flökkumunkanna”. Munkarnir urðu bæði hryggir og hissa og flýttu sér á brott frá hinum veika manni.DM 70.3

    Orð Wycliffes komu fram. Hann lifði til þess að fá löndum sínum í hendur voldugasta vopnið sem til var gegn páfavillunni og Rómaborgarvaldinu. — Það var biblí-an, hinn himinsendi túlkur frelsis, upplýsinga og gleðiboð-skapar til allra þjóða á jarðríki. Margir voru steinarnir og stórir á veginum að þessu takmarki. Wycliffe var farinn að heilsu; hann vissi að starfskraftar hans gátu ekki enzt nema fá ár; hann sá mótstöðuna sem hann hlaut að mæta; en styrktur af loforðum Guðs orðs hélt hann áfram við verk sitt, hvað sem á vegi kynni að verða. Á meðan hann var í broddi lífsins, með fullu fjöri og ólömuðu þreki, hafði hann verið valinn og undirbúinn af Guði, sem sérstakur þjónn hans, til þess að framkvæma einmitt þetta mikla og áríðandi hlutverk. Á meðan ófrið-urinn geysaði um öll hin kristnu lönd, starfaði siðabóta-maðurinn að þessu verki í ró og næði á heimili sínu í Lutterworth, án þess að gefa gaum þeim dynjanda og því stórviðri, sem fram fór úti fyrir.DM 73.1

    Loksins var verkið af hendi leyst, — fyrstu ensku þýðing biblíunnar var lokið. Öllu enskumælandi fólki var veittur aðgangur að Guðs orði. Nú lét siðbótamaðurinn sig litlu varða fangelsi eða pínupósta. Hann hafði fengið þjóð sinni í hendur ljós, sem aldrei átti að slokna. Með því að gefa löndum sínum biblíuna á þeirra eigin máli hafði hann gert meira til þess að brjóta fjötra fávizk-unnar og ólifnaðarins, meira til þess að frelsa land sitt og lyfta því upp en nokkurn tíma hafði veirð gert á orustu-völlum í frægustu stríðum og styrjöldum.DM 73.2

    Prentlistin var enn óþekt; var það því aðeins með löngum tíma og mikilli fyrirhöfn að hægt var að gera afrit af biblíunni. Svo mikill var áhugi manna að ná í bókina að margir urðu til þess að verja öllum tíma sínum til þess að gera afrit af henni; en eftirspurnin var svo mikil að tæplega höfðu afritsmennirnir við að sinna pöntunum. Sumir hinna auðugri kaupenda vildu fá biblí-una alla skrifaða; aðrir keyptu einungis afrit af ýmsum pörtum hennar. Oft gengu mörg heimili í félag til þess að kaupa eina biblíu. Þannig komst biblía Wycliffes smám saman á mörg heimili út á meðal fólksins.DM 73.3

    Wycliffe birtist eins og björt stjarna á hinum myrkva himni miðaldanna. Enginn hafði verið fyrir-rennari hans, sem hann gæti stuðst við eða lagað sig eftir að því er siðbótaaðferð snerti. Hann var alinn upp eins og Jóhannes skírari til þess að framkvæma sérstakt hlutverk og var boðberi nýrrar aldar eða tímabils. Samt sem áður var regla og niðurröðun í siðbótastarfi hans; í verkum hans kemur fram fullkomleiki og eining, sem síðari tíma siðbótamenn hafa ekki komist lengra í og sem sumir náðu ekki, jafnvel 100 árum síðar. Svo breiður og djúpur var sá grundvöllur er hann lagði, svo varanleg og haldgóð var grindin í musteri því er hann bygði, að ekki var þörf á neinum breytingum þegar aðrir komu síð-ar og lögðu hendur á starfið.DM 74.1

    Wycliffe var meðal hinna allra atkvæðamestu sið-bótamanna. Í fjölhæfni og gáfum, í hugsanaskýrleik, í staðfestu fyrir sannleikann, í einbeittni að verja hann voru þeir fáir er við hann jöfnuðust af síðari tíma mönn-um, sem við siðbótastörf fengust. Líferni hans var svo hreint; hin óþreytandi lærdómsþrá og lestrarfýsn og hin mikla starfselja; hin óviðjafnanlega ráðvendni og kristi-lega ást og trú á Drottinn einkendu hina fyrstu siðbóta-menn. Og þetta er því aðdáanlegra þegar tillit er tekið til þess hve mikil fávizka og spilliag átti sér stað á þeim öldum sem framleiddu þessa menn.DM 74.2

    Mannkostir Wycliffes eru vitnisburður um þá ment-un og það umbreytingarafl sem hið heilaga Guðs orð hefir í sér fólgið. Það var biblían sem gerði hann það sem hann var. Tilraunirnar til þess að skilja hinn mikla sannleika opinberunarinnar veitir afl og þrótt og árvekni og skerpir öll skilningarvit. Það gerir sjóndeildarhring-inn víðari og bjartari; það skerpir hina andlegu sjón og þroskar dómgreindina. Lestur biblíunnar göfgar huga hvers manns, tilfinningar hans og þrá meira en nokkuð annað. Það veitir staðfestu í áformum, hugrekki og þrek; það siðfágar manneðlið og helgar sálina. Einlæg guðinnblásin rannsókn ritninganna, sem flytur hugsun hins lesanda manns nær hinni takmarkalausu og alfull-komnu hugsun vor algóða föður, veitir heiminum full-komnari menn, sterkari og starfsamari andlega og líkam-lega og auk þess miklu göfgari menn og betri en nokkru sinni hafa framleiðst fyrir lestur og lærdóm veraldlegrar heimspeki: “Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra”, 1Sálm. 119: 130. segir sálmaskáldið.DM 74.3

    Kenningar Wycliffes héldu áfram að útbreiðast um tíma. Fylgjendur hans voru nefndir Wycliffingar eða Lollardar; þeir útbreiddu gleðiboðskapinn ekki einungis út um alt England, heldur til annara landa. Þegar nú leiðtogi þeirra var fallinn frá, prédikuðu þeir með enn þá meiri áhuga en fyr og fólk þyrptist til þeirra úr öllum áttum og hlustaði á kenningar þeirra. Sumir hinna heldri — og jafnvel drotningin — snerust til hinnar sönnu trúar. Víða sáust mikil merki og áhrif þessara kenninga í lífi manna og breytni og skurðgoðalíkneskin frá Rómaborg voru tekin úr kirkjunum. En brátt skall á vægðarlaus stormur ofsóknanna og ógnaði þeim er svo djarfir höfðu gerst að veita móttöku biblíunni, sem reglu og mælisnúru fyrir lífi sínu. Stjórnendurnir á Englandi vildu styrkja sitt veraldlega vald með fylgi páfavaldsins í Róm og veigruðu sér ekki við því að fórna til þess siðabótamönn-unum. Í fyrsta skifti á Englandi var gefið út bann gegn boðendum fagnaðarerindisins þar í landi. Hver píslarvætt-isdauðinn rak annan. Talsmenn sannleikans voru ofsóttir, píndir og kvaldir. Þeir stóðu uppi varnarlausir og gátu ekkert annað en hrópað í angist sinni til Guðs síns í himninum. Þeir voru ofsóttir sem óvinir kirkjunnar og landráðamenn, en héldu þó áfram að prédika á leyndum stöðum, leituðu þeir hælis þar sem bezt gekk á heimilum hinna fátæku og földu sig jafnvel oft í helium og jarð-sprungum.DM 75.1

    Þrátt fyrir ofsóknir og hefnigirni voru þeir rólegir, staðfastir, einlægir, þolinmóðir og trúir Drotni sínum og mótmæltu eindregið spillingu þeirri, sem átti sér stað í ríkiskirkjunni, og þessu héldu þeir áfram um komandi aldir. Hinir kristnu á fyrri öldum höfðu aðeins part af sannleikanum, en þeir höfðu lært að elska Guð og hlýða boðum hans, og þeir voru fúsir að þola ofsóknir og hörm-ungar hans vegna; eins og lærisveinar Krists fórnuðu þeir hinum veraldlegu gæðum fyrir málefni Krists. Þeir sem leyfi fengu eða frið til þess að dvelja á heimilum sínum, skutu ánægðir skjólshúsi vfir hina ofsóttu bræður sína, og þegar þeir voru svo einnig reknir burt tóku þeir því með jafnaðargeði að hrekjast um landið sem útlagar. Að vísu verður því ekki neitað að þúsundir manna voru hræddir með ofsóknum prestanna til þess af afneita trú sinni, til þess að kaupa sér frelsi og flýja skelfingu; fóru þeir úr fangelsunum í iðrunarklæðum, til þess að auglýsa afturhvarf sitt. En hinir voru margir — og meðal þeirra menn af tignum ættum ekki síður en lágum — sem báru óskelfdir vitnisburð sannleikans í fangaklefunum í “Lorrards turninum”, og mitt í kvölum og eldi glöddust yfir því að þeir væru taldir meðal þeirra, sem verðugir væru þess að verða “hluttakandi í píslum Krists”.DM 75.2

    Það var fyrir áhrif þess er Wycliffe skrifaði að Jóhann Húss frá Bæheimi hóf baráttu sína gegn róm-verska valdinu og gerðist siðbótamaður. Þannig var það í þessum tveimur löndum, þótt langt sé á milli, að sæði sannleikans festi rætur. Frá Bæheimi breiddist starfið ut til annara landa. Hugum manna var bent á hið Iöngu gleymda orð Drottins. Guðleg hönd var að undirbúa veginn fyrir hið mikla siðabótastarf.DM 76.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents