Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Lúter yfirgefur Rómversku kirkjuna

    Fremstur allra sem til þess voru kallaðir að leiða kirkjuna út úr myrkri páfavillunnar inn í ljós hreinni og sannari kenningar, var Martin Lúter. Hann var vilja-sterkur, ákafamaður og guðhræddur, en kunni engan að hræðast nema Drottinn sjálfan og viðurkendi engan trú-arbragða grundvöll nema hina heilögu ritningu; Lúter var sá maður, er mest og bezt mátti treysta á þeim tíma; hann var sá maður sem þörf var á einmitt þegar hann kom fram. Fyrir verk hans framkvæmdi Drottinn mikið starf fyrir siðabótina í kirkjunni og upplýsingu mannkynsins.DM 97.1

    Eins og aðrir boðberar fagnaðarerindisins var Lúter kominn af alþýðufólki og fæddur í fátækt. Fyrstu ár æfi sinnar átti hann heima á fátæku bændaheimili á Þýzkalandi. Faðir hans var snauður námumaður og fleytti fram fjölskyldu sinni á daglaunum sínum, en honum tókst að setja son sinn til menta. Hann ætlaðist til að hann yrði lögmaður; en Guð hafði ákveðið að gjöra hann að byggingameistara við hið mikla musteri, sem margar aldir þurfti til að byggja. Erfiðleikar, skortur og óút-málanleg sjálfsafneitun var það sem fyrir Lúter átti að liggja; en í þeim skóla hafði alvizka Guðs ákveðið að gera hann hæfan fyrir það mikla lífsstarf er honum var á hendur falið.DM 97.2

    Faðir Lúters var viljasterkur og hugsandi maður; hann var þrekmikill og sjálfstæður í mesta máta; ráð-vandur, ákveðinn og einbeittur í öllu. Hann gerði sér glögga grein fyrir lífsskyldum sínum og framfylgdi þeim hvað sem það kostaði. Skynsemi hans og djúphygni komu honum til þess að vantreysta páfakenningunum og munkareglunum. Honum gramdist það meira en með orðum verði lýst þegar Lúter sonur hans gekk í klaustur, án þess að fá samþykki hans. Liðu síðan tvö ár þannig að þeir feðgarnir voru ósáttir; jafnvel eftir að þeir sættust að nafninu til, hafði faðir hans þó sömu skoðanirnar.DM 97.3

    Foreldrar Lúters lögðu mikið í sölurnar til þess að menta börn sín og koma þeim til náms. Þau reyndu að kenna þeim þekkinguna á Guði almáttugum og sannleika hinnar kristnu trúar, jafnframt kristilegu líferni. Lúter heyrði föður sinn oft biðja Guð þess að sonur hans mætti ávalt geyma nafn Drottins í huga sér og hjarta, og að sá tími mætti koma að hann yrði til þess að útbreiða guðlegan sannleika. Foreldrar barnanna gerðu alt, sem þeirra þröngu kringumstæður leyfðu, til þess að þau gætu þroskast og mentast og styrkst í öllu því sem gott var og siðsamlegt. Þau voru samtaka og einlæg í því að börnin þeirra yrSu Guði þóknanleg í líferni sínu og framferði, og ríki hans til útbreiðslu og eflingar. Þau voru vilja-sterk og einbeitt, og voru ef til vill stundum of hörð við börn sín. En þótt hinn mikli siðbótamaður vissi ef til vill að þeim hefði þar skjátlast, þá fann hann í fari þeirra miklu fleira og meira er hann dáðist að og vildi fylgja, en hitt sem honum féll ekki í geð.DM 98.1

    Lúter var látinn byrja skólanám þegar hann var mjög ungur; var þar farið illa með hann að ýmsu leyti; ónærgætni og jafnvel ofbeldi var oft og einatt beitt við hann. Svo gjörsnauð voru foreldrar hans, að þegar hann varð að fara á skóla í fjarlægð hafði hann ekkert að kaupa fyrir viðurværi og varð því að syngja fyrir dyrum manna á götum úti til þess að afla sér daglegs brauðs; og samt leið hann oft af skorti. Mjög sennilega hefir það verið meðfram af þessum ástæðum að hann varð þunglyndur og geðveill; hann sökti sér niður í trúarbragða hugsanir og sál hans fyltist angist og ótta. Hann gekk til hvíldar að kveldi eftir unnið dagsverk, og skoðaði í huga sér með skelfingu þá dimmu framtíð er hann hlyti að eiga í vændum; hann óttaðist sjálfur Guð almáttugan eins og væri hann strangur, vægðarlaus dómari, grimm-ur og miskunnarlaus harðstjóri, fremur en mildur himn-eskur faðir.DM 98.2

    En þrátt fyrir þetta þunglyndi og þessa sálarangist var Lúter fyrirmynd í líferni sínu að því er siðferði og ráðvendni snerti; sál hans var í eðli sínu hrein og hjarta hans var snortið af öllu því sem háleitt var og göfugt. Hann hungraði og þyrsti eftir þekkingu, og hið stað-fasta mikla eðli hans varð til þess að hann leitaði fremur þess varanlega og sanna, en hins sem ekki var nema yfir-borðstildur og til þess að sýnast.DM 98.3

    Þegar hann var 18 ára fór hann á háskólann í Erfurt. Voru þá framtíðarhorfur hans bjartari og hagur hans betri í alla staði en verið hafði á fyrri námsárum hans. Foreldrar hans höfðu með starfsemi og sparnaði komist í bærilegar kringumstæður og ætluðu þau nú að styrkja hann við námið í öllu sem hann þurfti. Áhrif mikilsvirtra vina hans höfðu einnig orðið til þess að þunglyndi hans minkaði. Hann las nú með áfergju verk allra beztu höf-unda og færði sér í nyt af alefli dýpstu hugsanir þeirra og kenningar; gerði hann þannig fjársjóðu þeirra að sínum eiginn. Jafnvel á meðan hann var undir harðstjórn sinna fyrri kennara, hafði það komið í ljós að í honum bjó eitthvað meira en minna að því er gáfur og hæfileika snerti; en nú, þegar breyttar voru allar kringumstæður til hins betra, þroskaðist hugur hans eins og blóm er sólin vermir eftir regn og kalsa. Minnið var frábærlega gott; viljaþrekið óviðjafnanlegt og rökleiðsluaflið tak-markalaust. Af þessu leiddi það að Lúter óx brátt í áliti samnemenda sinna og félaga. Sjálfstjórn sú sem hann hafði yfir að ráða þroskaði skilning hans og hvatti huga hans til starfa, og hinn glöggi skilningur sem hann hafði á því er hann las. sá, heyrði og hugsaði um, bjó honum brautir í þeirri lífsbaráttu sem fyrir honum átti að liggja.DM 99.1

    Lúter óttaðist Guð í hjarta sínu, og hélt það honum staðföstum í áformum sínum og hreinum í breytni sinni, annars vegar, en auðmjúkum í bænum og einlægum í trú hins vegar. Hann gerði sér glögga grein fyrir þeirri þörf, er hann stöðugt hafði á guðlegri aðstoð og hann lét það aldrei bregðast að byrja hvern einasta dag með bæn til síns himneska föður; en hjarta hans leitaði jafnan ná-lægðar Drottins og styrks frá honum: “Að biðja Guð í einlægni”, sagði hann oft, “ er betri helmingur námsins”.DM 99.2

    Einhverju sinni vildi það til að Lúter var að skoða bækur í bókasafni háskólans og rakst þar þá á latneska biblíu. Þá bók hafði hann aldrei séð fyr. Hann vissi jafnvel ekki að hún væri til. Hann hafði heyrt part af guðspjöllunum og pistlunum, sem lesin voru upp fyrir fólkinu við opinberar guðsþjónustur og hafði hann haldið að það væri öll biblían; annað Guðs orð væri ekki til. Hann fann bæði til undrunar og ótta, þegar hann fletti þessari helgu bók. Hjarta hans barðist hraðara og blóðið streymdi fjörugar um líkama hans, þegar hann fór að lesa sjálfur orð lífsins; og hann hætti lestrinum öðru hvoru og sagði við sjálfan sig: “Ó, að Guð gæfi mér slíka bók til eignar! “1Siðabótasaga 16. aldarinnar, eftir D’Aubigné, 2. b. 2. kapDM 99.3

    Lúter þráði það einlæglega að verða laus við syndir sínar og fá frið við Guð, og þess vegna var það að hann tók það fyrir að ganga í klaustur. Þar varð hann að vinna hin lægstu verk og ganga betlandi húsa á milli. Hann var á þeim aldri, þegar menn venjulega þrá mest virðingu og álit og voru því þessi störf í hæsta máta sær-andi og þungbær hans verulega eðli. En hann bar og þoldi niðurlæging sína með stilling og undirgefni, trúandi því að þetta væri sér nauðsynlegt vegna synda sinna.DM 100.1

    Hann varði hverju augnabliki sem hann gat frá sínum daglegu störfum til þess að lesa og stytti oft svefn-tíma sinn á þann hátt; sá hann jafnvel eftir þeim stutta tíma sem hann hafði til máltíða. Guðs orð var það sem hann lagði stund á að lesa framar öllu öðru. Hann hafði fundið biblíu, sem var fest við hlekk í klausturveggnum. í henni las hann mörgum stundum. Sannfæring hans fyrir syndum sínum óx dag frá degi og reyndi hann stöð-ugt að afplána þær með sínum eigin verkum og fá þannig frið við Guð og fyrirgefning. Hann lét alt á móti sér sem hugsast gat; fastaði, vakti og kvaldi sjálfan sig, og reyndi á þann hátt að yfirbuga allar illar tilhneigingar, sem honum fanst hann hafa sér til syndar; en sem honum fanst munkalífið ekki hreinsa sig frá á neinn hátt. Hann veigraði sér við engum pintingum, sem hann hélt að verða mættu til þess að ávinna honum þann hreinleika sálar og hugsunar, sem gerði hann hæfan að mæta frammi fyrir augliti Drottins og standast dóm hans. “Eg var vissulega guðhræddur munkur”, sagði hann síðar, “og fylgdi reglum þeirrar deildar sem eg tilheyrði strangar en eg geti lýst með orðum. Ef munkur gæti nokkru sinni áunnið sér himnaríkissælu með verkum sínum, þá hefði eg vissulega átt það skilið Hefði eg haldið þessu áfram miklu lengur, þá hefði eg líklega kvalið og pínt sjálfan mig til dauða”. 1D’Aubigné, 2. bindi, 3. kap. Vegna alls þess sem Lúter hafði orðið að þola og lagt á sig, förlaðist honum heilsa og kraftar hans bil-uðu; hann þjáðist af yfirliðum, og læknaðist hann aldrei af þeim til fullnustu. En hvað sem hann lét á móti sér og hvernig sem hann reyndi að öðlast frið og ró með eigin verkum, tókst honum það aldrei. Hann var kominn að dyrum örvæntingarinnar.DM 100.2

    Þegar Lúter sýndist öll von úti, vakti Drottinn upp vin og aðstoðarmann honum til líknar. Hinn guðhræddi maður Staupitz opnaði huga Lúters fyrir sannleika Guðs orðs og bað hann að gleyma sjálfum sér; hætta þessum eilífu sjálfspintingum fyrir brot gegn boðum Guðs, en snúa sér í þess stað til Jesú Krists, sem fyrirgefur syndir manna og frelsar frá þeim: “Í stað þess að pinta sjálfan þig fyrir syndir þínar skaltu varpa áhyggjum þínum upp á Krist, kasta þér í faðm frelsara þíns. Treystu honum, sem lifði heilögu lífi; treystu honum sem dó fórnardauða. .... Hlustaðu á Guðs son; hann gerðist maður til þess að tryggja þér guðleg gæði; elskaðu hann sem elskaði þig að fyrra bragði”. 2D’Aubigné, 2. bindi, 3. kap. Þannig mælti þessi sendiboði miskunnarinnar. Orð hans höfðu djúp áhrif á huga Lúters. Eftir erfiða baráttu gegn langvarandi villu, varð honum mögulegt að skilja sannleikann og friður færðist loks yfir hans óróu sál.DM 101.1

    Lúter var enn þá sannur sonur páfakirkjunnar og kom honum ekki til hugar að hann mundi nokkru sinni breyta frá því. Samkvæmt vísdómsráði Guðs var því þannig hagað að hann ferðaðist til Rómaborgar. Hann fór þangað fótgangandi og gisti í klaustrum á leiðinni. Á munkaþingi í ítalíu óx honum í augum skrautið og skart-ið og viðhöfnin sem þar var. Munkarnir þar höfðu mikl-ar tekjur og lifðu í vellystingum praktuglega og hvern dag í dýrðlegum fagnaði. Þeir bjuggu í skrautlegum bú-stöðum og héldu sig sem bezt í öllu. Með djúpum sárs-auka bar Lúter þetta saman við allar þær pintingar og alla þá sjálfsafneitun sem hann sjálfur hafði lagt á sig. Hugur hans var að komast á ringulreið.DM 101.2

    Loksins sá hann í fjarska sjöhæða borgina. Hann fleygði sér til jarðar í djúpri guðhræðslu og sagði: “Heilaga Rómaborg; eg heilsa þér”1D’Aubigné, 2 bók, 6. kap. Hann kom inn í borgina; skoðaði kirkjurnar, hlustaði á hinar einkenni-legu sagnir, sem prestarnir og munkarnir fluttu og for í gegn um allar reglur sem heimtaðar voru. Alstaðar bar honum það fyrir augu, er fylti hann undrun og viðbjóði. Hann sá að ójöfnuður átti sér stað meðal allra flokka, klerka og munka; hann heyrði klúryrði hrökkva af vörum þeirra manna, er helgaðir voru Drotni; hann varð frá sér numinn af guðlasti því, sem hann heyrði til þeirra, jafn-vel í sjálfri messunni. Þegar hann var í félagsskap við munka og borgarana, var hann sjónar-og heyrnarvottur að alls konar ólifnaði og svívirðum. Hvert sem hann sneri sér, jafnvel inni í helgustu stöðum kirkjunnar sjálfrar heyrði hann guðlast og sá syndsamlegar athafnir. “Enginn getur gert sér í hugarlund hvílíkar syndir eru drýgðar og hvílík ódæði eru framin í Rómaborg”, skrifaði hann við þetta tækifæri. “Enginn getur trúað þessu nema því að eins að hann sjái það og heyri sjálfur. Til dæmis er það siður manna þar að segja: “Ef helvíti er til, þá er Rómaborg bygð yfir það; Róm er djúp, sem öll spilling kemur frá”. “1D’Aubigné, 2 bók, 6. kap. DM 102.1

    Samkvæmt páfaskipun hafði það nýlega verið ákveð-ið að þeir áynnu sér sárstaka náð í augum Guðs, sem skriðu á hnjánum upp “Pílatusar stigann”, sem sagt var að Kristur hefði gengið niður eftir þegar hann fór frá rómverska dómstólnum, og átti þessi stigi að hafa fluzt á yfirnáttúrlegan hátt frá Jerusalem til Rómaborgar.DM 102.2

    Einhverju sinni var Lúter í hjartans einlægni og undirgefni undir Guðs vilja að klifra upp þennan stiga; heyrðist honum þá skyndilega sem sagt væri við hann með þrumandi rödd: “Hinn réttláti mun lifa fyrir trú”. 2Róm. 1: 17. Hann stökk á fætur og flýtti sér í burtu með ótta og iðrun. Þessi orð tóku svo föstum tökum á sál hans og samvizku að hann gleymdi þeim aldrei. Upp frá þeim tíma sá hann það glöggar en nokkru sinni fyr, hversu heimskulegt það væri að treysta sáluhjálp sinni sem verðlaunum fyrir sín eigin verk; upp frá þeim tíma sá hann glöggara nauðsyn þess að trúa og treysta á fórn-ardauða Krists. Augu hans höfðu opnast, og villukenn-ingum páfavaldsins tókst aldrei framar að villa þeim sjónir. Þegar hann sneri heim frá Rómaborg, hafði hann einnig snúið við að því er hjartalag hans og hugsun snerti, og upp frá þeim tíma varð hafið milli hans og rómversku kirkjunnar dýpra með degi hverjum. Þangað til hann sleit sig frá þeirri kirkju fyrir fult og alt.DM 102.3

    Eftir að Lúter kom frá Róm var hann við háskól-ann í Wittenberg sæmdur nafnbót sem doktor í guðfræði. Nú gat hann fremur en nokkru sinni áður varið tíma sínum og starfi við lestur heilagrar ritningar, og hafði það lengi verið hans heitasta ósk. Hann hafði svarið þess dýran eið að lesa vandlega og kenna trúlega Guðs orð, ekki fyrirmæli og kenningar páfans. Þetta loforð var æfilangt. Nú var hann ekki lengur blátt áfram munkur eða kennari, heldur viðurkendur boðandi þeirra sanninda, sem biblían hafði inni að halda. Hann hafði verið kall-aður sem hirðir til þess að gæta hjarðar Drottins, sem hungraði og þyrsti eftir sannleikanum. Hann hélt því fram óhikað að kristnir menn ættu ekki að viðurkenna neinar aðrar kenningar en þær, sem bygðar væru á sann-leika hinnar heilögu ritningar. Þessi orð voru öxi reidd að rótum þess trés, sem uppi hafði haldið valdi páfanna. Þessi orð höfðu í sér fólgin frumatriði siðbótarinnar; hjarta hennar og sál.DM 103.1

    Lúter sá hvílík hætta var í því fólgin að manna-setningar yrðu teknar fram yfir orð hins almáttuga. Hann réðist vægðarlaust á grufl og guðleysi hinna skóla-lærðu manna, og barðist gegn þeim heimspekingum og guðfræðingum, sem árum saman höfðu haft vald yfir fólkinu og leitt það í blindni. Hann fordæmdi slíka lær-dóma ekki einungis sem gagnslausa, heldur einnig sem skaðlega, og reyndi að snúa huga áheyrenda sinna frá blekkingum heimspekinganna og guðfræðinganna að hinum eilífa sannleika, sem boðaður var af spámönnun-um og postulunum.DM 103.2

    Dýrmætur var sá boðskapur er Lúter flutti hinum sannleiksþyrsta mannfjölda, sem flyktist umhverfis hann; aldrei fyr höfðu þeir heyrt slíkar kenningar sem þessar. Gleðiboðskapur um elskandi frelsara; fullvissa um frið og fyrirgefning fyrir hans frelsandi blóð gladdi hjörtu þeirra og fylti þá ódauðlegri von. Í Wittenberg var lifnað ljós, sem dreifa skyldi geislum sínum til endimarka jarð-arinnar og átti að verða bjartara og bjartara eftir því sem tímar liðu fram.DM 103.3

    En ljós og myrkur eiga ekki saman. Milli sannleika og villu er mikið djúp staðfest. Að vernda annað og mæla með því er sama sem að ráðast á hitt og eyðileggja það. Sjálfur frelsari vor sagði: “Eg er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð”. 1Matt. 10: 34. Og fáum árum eftir byrjun siðabótarinnar sagði Lúter: “Guð stjórnar mér ekki; hann hryndir mér áfram, hann ber mig áfram til starfa; eg er ekki minn eiginn herra. Eg þrái að lifa friðsömu lífi; en mér er hrundið út í uppreistir og óeirðir”. 2D’Aubigné, 5. bók, 2. kap. Hann var nú rétt um það leyti að hefja það stríð, sem hann átti í vændum.DM 104.1

    Rómverska kirkjan hafði gert Guðs orð að verzlun-arvöru. Borð peningavíxlaranna voru reist upp 3Matt. 21: 12. við hlið altarisins og loftið var þrungið verzlunarhljómum þeirra sem keyptu og seldu. Undir því yfirskyni að verið væri að safna fé til St. Péturs kirkjunnar í Rómaborg voru syndsamlegar athafnir blátt áfram boðnar til sölu opinberlega af yfirvöldum páfans. Fyrir þá peninga sem fengust fyrir glæpi átti að byggja hús drottins honum til dýrðar!DM 104.2

    Tetzel hét sá er af yfirvöldunum var til þess útvalinn að selja syndalausnir á Þýzkalandi. Með sterkri ósvífni lýsti hann yfir og boðaði hina mestu óhæfu og lýgi. Hann sagði undrasögur af öllu tagi til þess að afvegaleiða auð-trúa og hjátrúarfullan lýð.DM 104.3

    Þegar Tetzel kom til borgar eða bæjar, sendi hann mann á undan sér sem átti að boða komu hans á þennan hátt: “Náð Guðs og hins heilaga föður (páfans) er við borgarhlið yðar”. Og fólkið fagnaði þessum guðlastandi hræsnara, eins og þar kæmi Guð sjálfur frá himnum ofan. Hin óguðlega verzlun var hafin í kirkjunni; Tetzel fór upp í prédikunarstólinn og lofaði syndakvittanir sem hina mestu náðargjöf Guðs. Hann lýsti því yfir að með fyrirgefningar vottorðum sínum gæti hann fyrirgefið allar syndir þeirra sem kaupa vildu, ekki einungis þær syndir sem þegar væru drýgðar, heldur gætu menn keypt fyrir-gefning þeirra synda sem þeir framvegis hefðu tilhneig-ing til og drýgðu, ef þeir aðeins vildu greiða nógu hátt verð fyrir þær; og hann bætti því við að jafnvel “iðrun væri ekki nauðsynleg”. 1D’Aubigné, 3. bók, 1. kap. Og hann fór lengra en þetta; hann fullvissaði tilheyrendur sína um að hann gæti ekki einungis selt syndafyrirgefningar hinum lifandi, heldur einnig þeim dánu. Á því augnabliki sem peningarnir kæmu í syndalausnar kistuna, losnaði sú sál sem féð væri greitt fyrir, úr hreinsunareldinum og liði frjáls og frí upp í bústað himinsælunnar. 2Sjá Hagenbach: Siðabótasaga, 1. b., 96. bls. DM 104.4

    Syndakvittunar kenningunni hafði verið mótmælt af lærðum mönnum og guðræknum í Rómaborg, og þeir voru margir sem enga trú höfðu á þessum staðhæfingum svo ósvífnar sem þær voru og gagnstæðar allri skynsemi og opinberun. Enginn prestur þorði að bera fram mót-mæli gegn þessari guðlausu verzlun; en hugir manna voru farnir að vakna til óróleika og efasemda og margir voru þeir sem spurðu sín á milli í einlægni hvort það væri mögulegt að Guð vekti ekki upp einhvern til þess að hreinsa kirkju hans og afmá þessa vanhelgun.DM 105.1

    Lúter var enn fastheldinn við páfatrúna; en hann fyltist heilagri vandlætingu og óútmálanlegri gremju yfir þeirri svívirðilegu verzlun og því óheyrða guðlasti, sem syndakvittunin hafði í för með sér. Margir í hans eiginn söfnuði höfðu keypt syndakvittanir og þeir fóru brátt að koma til prestsins síns og gera játningar um ýmsar syndir, sem þeir höfðu drýgt, og biðja hann um kvittanir fyrir þeim; ekki fyrir þá sök að þeir iðruðust og vildu bæta ráð sitt, heldur vegna kenninga þeirra sem syndakvittunar söluna hafði með höndum. Lúter neitaði þeim um syndakvittun og varaði þá við því að nema með því móti að þeir iðruðust og bættu ráð sitt, hlytu þeir að farast í syndum sínum. Þeir fóru þá með skelfingu til Tetzels með þær klaganir að prestur þeirra neitaði að leysa þá frá syndum og sumir kröfðust þess með harðri hendi að hann fengi þeim peningana til baka. Tetzel varð æfareiður; hann formælti svo að aldrei hafði neitt slíkt heyrst fyr; lét kveikja bál á almennum stað og lýsti því yfir að hann hefði “fengið skipun frá páfanum að brenna alla vantrúarmenn, sem dirfðust að setja sig upp á móti hans allra helgasta vilja og settu stein í veg syndakvittan-anna”. 1D’Aubigné, 3. b., 4. kapDM 105.2

    Nú kom Lúter óhikað fram og hóf starf sitt fyrir sannleikann. Hann prédikaði í kirkjunni með þrumandi orðum og varaði menn við þessum villukenningum. Hann útmálaði fyrir fólkinu viðurstygðareðli syndarinnar og sýndi fram á hversu ómögulegt það er fyrir mennina að minka sektir sínar eða leysa sjálfa sig frá syndahegningu. Ekkert nema iðrun syndanna gagnvart Guði og trúin á Krist til þess að afplána þær getur frelsað mennina. Náð Krists verður ekki keypt fyrir fé; hún er gjöf til trúaðra manna. Hann ráðlagði fólkinu að kaupa ekki syndakvitt-anir, heldur snúa sér í trú til hins krossfesta frelsara. Hann sagði sína eigin sorgarsögu, þegar hann leitaði sálu sinni friðar með alls konar pintingum og niðurlæging og fullvissaði áheyrendur sína um það að einungis með því að snúa huganum frá sjálfum sér og til Krists í einlægri trú og með óbilandi trausti, hefði hann öðlast frið og gleði.DM 106.1

    Þegar Tetzel hélt áfram verzlun sinni og yfirskyns-verkum, ásetti Lúter sér að koma fram með enn þá sterkari mótmæli gegn þeirri himinhrópandi svívirðu. Honum veittist bráðlega tækifæri til þess. Kastalakirkj-an í Wittenberg hafði marga fornhelga menjagripi að geyma; voru munir þessir á tilteknum helgidögum sýndir almenningi. Var við það tækifæri veitt full syndakvittun öllum þeim er gengu í kirkju og játuðu syndir sínar. Þess vegna fylktist fjöldi folks til kirkjunnar þá dagana. Ein slík aðalhátíð var allraheilagra messa, og var hún nú í nánd. Daginn áður var Lúter að undirbúa sig með mannfjölda þeim, sem til kirkjunnar ætlaði; en þegar til kirkjunnar kom festi hann upp á kirkjuhurðina mótmæli gegn syndakvittunar kenningunni og vezluninni, og voru mótmæli hans skrifuð í 95 greinum. Hann lýsti því einnig yfir að hann væri viljugur til þess að verja þessar mótmælagreinar sínar næsta dag á háskólanum, gegn hverjum þeim er dirfðist að koma fram og andmæla þeim.”DM 106.2

    Þetta tiltæki Lúters dró að sér athygli manna hvar-vetna. Mótmæli hans voru lesin af öllum, sem í þau náðu — og marglesin af flestum. Fólk talaði um þau og kapp-ræddi þau fram og aftur. Allmikil æsing varð út af þessu, bæði í háskólanum og borginni alment. Með þessum staðhæfingum var það sýnt að vald til syndafyrirgefn-ingar eða til þess að hegna fyrir syndir hafði aldrei verið veitt páfanum né nokkrum öðrum jarðneskum manni. Alt þetta syndakvittunar fargan var svikræði; bragð til þess að græða fé á hjátrú og hégiljum fólksins. Það var ráð djöfulsins til þess að glata sálum þeirra manna, sem nógu trúgjarnir væru til þess að trúa þessari lýgi og yfir-skyni. Það var einnig sýnt skýrt og greinilega að náðar-boðskapur Krists væri æðsti og fullkomnasti helgidómur kirkjunnar og að náð drottins, sem þar birtist veittist öllum þeim er í einlægni hjarta síns iðruðust synda sinna.DM 109.1

    Þótt andi Drottins hefði hvatt Lúter til þess að hefja þetta starf, átti það ekki fyrir honum að liggja að fullkomna það án þess að mikilli og öflugri mótstöðu væri að mæta. Óvinir hans ofsóttu hann og svívirtu; þeir ranghermdu tilgang hans og reyndu að sverta mannorð hans á alla vegu í augum almennings, og átti hann í vök að verjast, eins og sá er ógnandi öldur streyma að úr öll-um áttum. Og þessi mótstaða hafði sín áhrif. Hann hafði treyst því örugglega að leiðtogar fólksins, bæði í kirkj-unni og í skólunum mundu taka þessu með fögnuði og styrkja hann að málum í siðbótastarfinu. Hann hafði hlotið hughreystinga og uppörfunar orð frá mönnum í háum embættum og höfðu þau vakið honum von, traust og hugrekki. Hann hafði þegar í byrjun séð í huga sér bjartari dag framundan, bæði fyrir kirkjuna og þjóðina í heild sinni. En nú höfðu hughreystingarorðin snúist upp í álas og fordæmingar.DM 109.2

    Þegar Lúter skoðaði afstöðu sína skalf hann eins og lauf í vindi. Hann var þarna aleinn í baráttu gegn voldugasta afli, sem veröldin átti til. Hann efaðist jafn-vel um það stundum að hann hefði verið sendur af Guði til þess að berjast einn á móti yfirvöldum hinnar voldugu kirkju: “Hver var eg”, skrifar hann, “að eg skyldi dirfast að setja mig upp á móti valdi páfans, vitandi það að fyrir honum skjálfa sem strá konungar jarðarinnar og allur heimur?” Enginn getur ímyndað sér þær hörmungar sem eg leið þessi tvö fyrstu ár og hversu þunglyndur — jafn-vel geðveikur eg var stundum orðinn. 1D’Aubigné, 3. bók, 6. kap. En almættið hélt yfir honum verndarhendi, svo hann örvænti ekki algjör-lega. Þegar mannleg aðstoð brást, sneri hann sér ein-ungis til Drottins og fann að hann gat óhultur kastað öll-um sínum áhyggjum upp á hann og leitað trausts hjá honum.DM 109.3

    Lúter skrifaði það sem hér fer á eftir til manns nokkurs, sem vinveittur var siðabótinni: “Vér getum ekki skrifað heilaga ritningu með gáfum eða lærdómi ein-ungis. Fyrsta skylda vor er sú að byrja með bæn; að biðja hinn alvalda Guð að veita oss af sinni miklu náð og miskunsemi fullkominn og réttan skilning á hans heilaga orði. Enginn getur fullkomlega skýrt eða þýtt Guðs orð, nema siálfur Guð, sem er höfundur þess, eins og hann sjálfur hefir sagt með þessum orðum: “Þeir munu allir verða af Guði fæddir”. 2Jóh. 6: 45. Vér megum einskis vænta fyrir sakir vors eiginn verðleika eða vegna vors eiginn skilnings, vér verðum að treysta á Guð einan og áhrif hans heilaga anda. Þessu er yður óhætt að trúa, því það er sagt af þeim sem reynslu hefir”. 3D'Aubigné, 3. bók, 7. kap. Hér er mikið til þess að læra af fyrir þá, sem finna til þess að þeir hafa verið sérstak-lega kallaðir til þess að kenna sannleika Guðs orðs nú á dögum. Þessi sannleikur hlýtur anðvitað að æsa óvin-áttu Djöfulsins og þeirra manna, sem dálæti hafa á þeim lilbúningi, sem hann hefir fundið upp. Í baráttunni gegn hinu illa valdi þarf á einhverju fullkomnara að halda en einungis skynseminni og mannlegri vizku.DM 110.1

    Þegar óvinir vitnuðu í venjur og forna siði, eða í vald og yfirráð páfans, sló Lúter þá út af laginu með biblí-unni og engu öðru. Þar voru röksemdir sem þeir stóðust ekki og gátu ekki svarað og þess vegna var það að hjá-trúarþrælar og kreddukenningamenn kröfðust þess að hann væri líflátinn, eins og Gyðingar höfðu krafist þess að Kristur væri líflátinn: “Hann er vantrúarmaður”, sögðu hinir rómversku ofstækismenn. “Það er dauðasynd gegn kirkjunni að láta það viðgangast að slíkur vantrúar-maður sé á lífi eina einustu klukkustund lengur. Látum tafarlaust reisa honum gálga”. 1D’Aubigné, 3. bók, 9. kap En Lúter varð ekki æði þeirra að bráð. Drottinn hafði ætlað honum ákveðið starf og englar himinsins voru sendir honum til verndar. Samt var það svo að margir þeirra sem meðtekið höfðu hið himneska Ijós í kenningum Lúters, urðu að þola ofsókn-ir Satans og hatur hans, og liðu þeir sumir hörmungar og píslarvættisdauða með óútmálanlegu hugrekki fyrir sakir sannleikans.DM 110.2

    Hvervetna var að vakna löngun til andlegra fram-fara; hvervetna var augljós slíkur þorsti og slíkt hungur eftir réttlætinu að ekki hafði neitt líkt því átt sér stað um margar aldir. Augu þjóðarinnar, sem svo lengi höfðu einblínt á mannasetningar og veraldlega meðalgangara, horfðu nú á Krist og hann krossfestan og fyltust menn iðrun og sterkri trú á hann og fórnardauða hans.DM 111.1

    Þessi útbreidda vakning jók enn þá meira ótta og hatur klerkavaldsins. Lúter fékk stefnu að mæta í Rómaborg, og átti hann þar að standa fyrir máli sínu, kærður um villutrú. Þetta fékk vinum hans ótta og skelfingar. Þeir vissu vel hvílík hætta honum væri búin í þeirri spiltu borg, þar sem fólkið var þegar drukkið af blóði píslarvotta þeirra, er fyrir Krists sakir höfðu verið líflátnir. Þeir mótmæltu því að hann færi til Rómaborg-ar og beiddust þess að hann fengi mál sitt rannsakað í Þýzkalandi.DM 111.2

    Þessu varð loksins komið til leiðar og var fulltrúi páfans útnefndur til þess að rannsaka mál Lúters. Í upplýsingum þeim sem páfinn gaf þessum fulltrúa sínum var því lýst yfir að Lúter hefði þegar verið dæmdur sem trúarvillu maður. Var fulltrúanum því falið “að rannsaka og dæma málið tafarlaust”. Ef Lúter sæti fast við sinn keip og fulltrúanum mishepnaðist að ná honum á vald sitt, þá var honum veitt vald og umboð “að gera hann útlægan í öllum stöðum Þýzkalands, og að dæma einnig útlæga, formæla og fordæma og setja út af sakra-mentinu alla þá er nokkuð hefðu saman við hann að sælda”. 2D’Aubigné, 4. bók, 2. kap. DM 111.3

    Um þetta leyti, þegar Lúter var allra mest þörf á samhygð og ráðum einlægra vina, sendi forsjón Guðs Melankton til Wittenberg. Hann var ungur að aldri, hæg-látur, hógvær og kurteis í framgöngu og hafði djúpa dómgreind til að bera; víðtæka þekkingu og sannfærandi mælsku. Hann var siðferðishreinn og einlægur að eðlis-fari og ávann sér álit og aðdáun hjá öllum sem honum kyntust undantekningarlaust. Hann sameinaði skarpar gáfur við prúðmannlega framkomu í hvívetna. Hann varð brátt einlægur lærisveinn Drottins og varði öllum stundum til þess að lesa hans heilaga orð; varð hann því einhver trúfastasti vinur Lúters og mikilsverður aðstoð-armaður hans. Hógværð hans, stilling, varfærni og ná-kvæmni voru eiginleikar sem mikils voru virði þegar þeir í framkvæmdum sameinuðust hinum andlega ákafa og hugrekki Lúters. Samband þeirra og samvinna jók stórum styrk siðabótastarfsins, og skapaði það Lúter ómetanlegt traust.DM 111.4

    Í Ágsborg hafði verið ákveðinn staðurinn, þar sem málið átti að koma fyrir, og lagði Lúter á stað fótgang-andi þangað. Miklar áhyggjur báru menn í brjósti sér hans vegna. Opinberar hótanir höfðu heyrst um það að hann skyldi verða handtekinn á leiðinni og myrtur; grát-bændu því vinir hans hann um það að fara ekki. Þeir hvöttu hann jafnvel til þess að yfirgefa Wittenberg um stund og leita sér hælis hjá þeim, sem fúsir væru að skjóta yfir hann skjólshúsi. En hann vildi ekki hlaupa þaðan af hólmi, sem Guð hafði ætlað honum að berjast. Hann varð að halda áfram trúlega að vernda sannleikann og halda honum fram þrátt fyrir alla storma haturs og ofsókna, sem á honum kynnu að skella.DM 112.1

    Það voru páfafulltrúanum mikil gleðitíðindi þegar hann frétti að Lúter væri kominn til Ágsborgar. Hinn erfiði villutrúarmaður, sem æst hafði upp allan heiminn virtist nú vera kominn svo að segja í hendur páfans í Rómaborg og hugsaði fulltrúinn sér að hann skyldi nú ekki ganga sér úr greipum. Lúter hafði ekki getað fengið sér loforð um friðhelgi. Höfðu vinir hans ámint hann um að koma ekki fram fyrir fulltrúa páfans án þess og reyndu þeir sjálfir að fá það fyrir hann hjá keisar-anum. Páfafulltrúinn hafði ásett sér, ef mögulegt væri að fá Lúter til þess að afturkalla kenningar sínar, og ef það tækist ekki ætlaði hann að láta flytja hann til Róma-borgar og fara sömu leiðina og Húss og Jerome. Þess vegna fékk hann stjórnara sinn til þess að koma Luter til að mæta án loíorðs um friðhelgi og fela sig honum á vald í fullu trausti um drengskap hans og mannúð. Þessu neitaði Lúter með öllu. Hann mætti ekki fyr en hann hafði meðtekið skjalið með loforði keisarans, undirritað af honum sjálfum; þá fyrst kom hann fram fyrir fulltrúa páfans.DM 112.2

    Af hyggindum hafði hinn rómverski umboðsdómari ætlað að vinna Lúter til þess að koma fram vamarlaus-um, treystandi drenglyndi og réttlæti; og meðan hann reyndi það kom hann fram prúðmannlega og kurteislega; þegar þeir áttu tal saman þóttist fulltrúinn vera honum mjög vinveittur; en hann krafðist þess að Lúter legði málið að öllu leyti á vald rómversku kirkjunnar og beygði sig athugasemdalaust undir dóm hennar og legði málið þannig frá sér án nokkurra mótmæla eða varna, tafa eða spurninga. Hann hafði ekki gjört sér rétta hug-mynd um lyndiseinkunnir manns þess er hann átti við-skifti við í þetta sinn. Lúter kvaðst bera djúpa virðingu fyrir kirkjunni; hann sagði að þrá sín eftir sannleika; fúsleiki sinn til þess að svara hverju því sem á móti kenningum sínum væri haft og vilji sinn til þess að leggja málið undir úrskurð vissra leiðandi háskóla; alt þetta væri þess vottur að hann bæri mikla virðingu fyrir hinni sönnu kirkju. En á sama tíma kvaðst hann andmæla eindregið aðferð páfans, þar sem hann færi fram á að kenningar væru afturkallaðar, án þess að sannað væri að þær væru rangar.DM 113.1

    Eina svarið sem hann fékk við þessu var: “Taktu kenningar þínar aftur! taktu þær aftur! “ Lúter sýndi fram á að heilög ritning vitnaði með sér og kvaðst hann hvorki geta tekið aftur sannleikann, né heldur vilja gjöra það. Páfa fulltrúinn gat ekki haft neitt á móti afstöðu Lúters, né svarað honum með neinum skynsamlegum rökum, en í þess stað jós hann yfir hann æruleysis meið-yrðum og smánarorðum, háði og ósvífni; blandaði hann orð sín með tilvitnunum í fornar venjur og orðatiltæki kaþólskra manna, en leyfði Lúter ekkert málfrelsi. Þeg-ar Lúter sá að þess konar réttarfærsla var með öllu þýðingarlaus, fékk hann því loksins framgengt með naum-indum að sér yrði leyft að svara skriflega.DM 113.2

    Þegar réttur var settur næst kom Lúter fram með greinileg, ákveðin og stutt svör og skýringar á skoðunum sínum, og studdi mál sitt með mörgum bibíutilvitnunum. Þetta skjal las hann fyrst upphátt og afhenti það síðan fulltrúanum. Hann tók við því, fleygði því frá sér með fyrirlitningu og lýsti því yfir að það væri þýðingarlaus orðaþvæla og óviðeigandi tilvitnanir. Nú varð Lúter reiður og lét hinn hrokafulla guðsmann mæta eigin vopn-um — það voru kenningar og fornvenjur kirkjunnar, og sýndi hann nú miskunnarlaust hversu vel þessi yfirskyns-dómari stæði að vígi.DM 114.1

    Þegar fulltrúinn sá að rökfærslum Lúters varð ekki svarað, misti hann algerlega vald á tilfinningum sínum og hrópaði í reiði sinni: “Taktu til baka staðhæfingar þínar! annars sendi eg þig til Rómaborgar, þar sem þú verður að mæta fyrir dómurum, sem settir eru til þess að rannsaka mál þitt. Eg set þig og alla fylgjendur þína út af sakramentinu; sömuleiðis hvern þann er nokkru sinni dirfist að veita þér lið eða leggja þér líknarhönd, og skal eg giöra þá alla ræka úr kirkjunni”. Og svo end-aði hann mál sitt á þessa leið með raiklum þóttasvip og reiði: “Taktu aftur kenningar þínar, eða þú þarft ekki að mæta aftur”. 1D’Aubigné, 4. bók, 8. kap. (London útg. ). DM 114.2

    Lúter fór tafarlaust út úr dómsalnum með vinum sínum og lýsti hann því þannig yfir þegjandi að engrar afturköllunar væri frá sér að vænta. Þetta fór á alt ann-an veg en páfa fulltrúinn hafði búist við. Hann hafði haldið að hann gæti hrætt Lúter með ofbeldi til þess að beygja sig í augmýkt undir vilja hans. Nú leit hann á einn fylgjenda sinna eftir annan þegar hinir voru farnir, og stóð uppi í algerðu ráðaleysi, þar sem honum hafði svo giörsamlega mistekist.DM 114.3

    Framkoma Lúters við þetta tækifæri hafði bæði mikil áhrif og góð. Mannfjöldinn sem málið heyrði hafði haft tækifæri til þess að bera saman þessa tvo menn og gátu menn nú dæmt með eigin hugsun um framkomu beggja og einnig um styrkleik og sannindi þess málstaðar, sem hvor um sig hafði. Og þar var hinn mesti munur!DM 114.4

    Annars vegar var siðabóta maðurinn, yfirlætislaus og blátt áfram, með guðlegan styrkleika og sannleikann sér við hlið; hins vegar var fulltrúi páfans, drambsamur, þóttafullur, ósanngjarn; hann hafði ekki eina einustu til-vitnun fram að færa úr biblíunni sínum málstað til styrkt-ar, en heimtaði samt með ofbeldi að andstæðingur hans skyldi taka aftur kenningar sínar, eða hann skyldi verða sendur til Rómaborgar og líða þar hegningu.DM 115.1

    Þrátt fyrir það þótt Lúter hefði verið heitið frið-helgi, hugsaði hinn rómverski fulltrúi sér að leggja hendur á hann og setja hann í varðhald. Vinir Lúters sögðu honum að þýðingarlaust væri að tefja lengur og skyldi hann því tafarlaust snúa heim aftur til Wittenberg, en mesta varfærni skyldi höfð til þess að ekki yrði upp-víst um fyrirætlanir hans. Hann lagði því af stað frá Ágsborg fyrir dögun, á hestbaki og fylgdi honum aðeins einn maður, sem dómarinn útvegaði honum. Hann komst slysalaust út úr bænum, þótt erfitt væri að rata hinar mörgu og villigjörnu götur í myrkrinu. Árvakrir og grimmir óvinir sátu á svikráðum við hann og ætluðu sér að ráða hann af dögum. Hann efaðist um að hann gæti sloppið frá þeim snörum sem þeir höfðu búið honum. Hann var því hræddur um líf sitt á meðan hann var að komast út úr borginni. En í hrygð sinni og vandræðum sneri hann sér í bæn til Drottins. Hann kom að litlu hliði á borgarmúrnum. Það var opnað fyrir honum og komst hann þar út, ásamt fylgdarmanni sínum, án nokkurrar hindrunar. Þegar flóttamennirnir voru komnir út, héldu þeir áfram ferð sinni, og áður en páfa fulltrúinn vissi að Lúter hafði farið, voru þeir komnir svo langt að þeir náðust ekki. Djöfullinn og útsendarar hans voru sigraðir í þetta skifti; maðurinn sem þeir héldu að þeir hefðu í hendi sér var sloppinn; hann var horfinn eins og fugl sem sleppur úr snöru veiðimannsins.DM 115.2

    Þegar það fréttist að Lúter væri sloppinn, varð fulltrúinn frá sér numinn af undrun og reiði. Hann hafði vonast eftir að hljóta mikinn heiður fyrir hyggindi sín og embættisdugnað í viðskiftum sínum við þennan kirkju-lega ófriðarsegg; en vonir hans höfðu brugðist. Hann skrifaði bréf til Friðriks Saxastjórnara og lýsti þar reiði sinni; fordæmdi hann Lúter þar biturlega og krafðist þess að Friðrik skyldi senda hann til Rómaborgar eða gera hann útlægan frá Saxlandi að öðrum kosti.DM 115.3

    Lúter krafðist þess sér til varnar að páfa fulltrúinn sýndi í hverju villur hans væru folgnar, og átti hann að sanna það með biblíunni sjálfri; lofaði hann því hátíðlega að hann skyldi afturkalla kenningar sínar, ef hægt væri að sýna að þær kæmu nokkursstaðar í bága við Guðs orð. Hann lýsti því jafnframt yfir að það gleddi sig að hann hefði talist þess verður að líða fyrir hið heilaga málefni.DM 116.1

    Stjórnandinn í Saxlandi hafði enn sem komið var litla þekkingu á þessum kenningum, en hann var djúpt snortinn af þeirri einlægni, því afli og þeirri skerpu, sem Lúter sýndi í orðum sínum; og eins lengi og ekki hafði verið sannað að hann hefði á röngu að standa, réð Friðrik það af að koma fram sem verndari hans. Sem svar við kröfu páfa fulltrúans skrifaði hann þetta: “ ‘Með því að doktor Martin hefir mætt frammi fyrir yður í Ágsborg, ættuð þér að vera ánægður. Vér áttum ekki von á því að þér ætluðust til þess að hann tæki aftur orð sín fyr en þér hefðuð sannað að hann hefði á röngu að standa. Engir hinna lærðu manna í umdæmi mínu hafa skýrt mér frá því að kenningar Martins séu óguðlegar, ókristilegar eða í þeim séu trúarvillur’. Meira að segja neituðu yfirvöldin að senda hann til Rómaborgar eða að gera hann útlægan úr ríkinu”. 1D’Aubigné, 4. bók, 10. kap. DM 116.2

    Rit og kenningar siðbótamannsins breiddust óðfluga út um öll hin kristnu lönd. Þau komust til Hollands og Svisslands. Afrit af skrifum hans komust til Frakklands og Spánar. Á Englandi var kenningum hans fagnað sem orði lífsins. Til Belgiu og ítalíu breiddust verk hans einnig. Þúsundir manna vöknuðu til lifandi meðvitundar í gleði, von og trú og nýju líferni, sem áður höfðu sofið svefni andvaraleysisins.DM 116.3

    Lúter skrifaði þannig um páfann í ávarpi sem hann sendi til keisarans og höfðingjanna á Þýzkalandi: “Það er skelfilegt að hugsa sér mann, sem þykist vera ímynd Krists hér á jörðinni, koma fram með hroka og í svo mik-illi veraldlegri dýrð að enginn keisari né konungur getur jafnast við. Er þetta að feta í fótspor hins snauða Jesú, eða hins lítilláta Péturs? Menn segja að hann sé lávarður heimsins! En Kristur, sem hann þykist þjóna, hefir sagt: “Mitt ríki er ekki af þessum heimi”. Getur vald þjónsins orðið meira en vald þess er hann þjónar? “1D’Aubigné, 6. bók, 3. kap. DM 116.4

    Og þannig skrifaði Lúter um háskólana: “Eg er mjög hræddur um að reyndin verði sú að háskólarnir verði hin víðu hlið til helvítis, nema því að eins að þeir gæti þess stöðugt að skýra Guðs orð og gróðursetja það í hjörtu nemendanna og æskunnar. Eg ræð engum til þess að láta barn sitt þangað sem Guðs orð er ekki aðal-atriðið. Á öllum stofnunum þar sem ekki er skýrt Guðs orð látlaust og stöðugt, hlýtur loftslagið að verða spilt”. 2D’Aubigné, 6. bók, 3. kap. DM 117.1

    Þetta ávarp komst mjög víða um þýzkaland og hafði afarmikil áhrif á fólkið. Öll þjóðin varð snortin og fjöldi fólks varð svo gagntekið að það þyrptist í kring um sið-bótafánana. Andstæðingar Lúters brunnu af hefni-girni og skoruðu á páfann að taka alvarlega í taumana og láta hann finna vald kirkjunnar í Róm. Það boð var látið út ganga að allar hans kenningar skyldu fordæmdar taf-arlaust. Sextíu daga frestur var veittur siðbótamannin-um og fylgjendum hans; að þeim tíma liðnum átti að setja þá alla út af sakramentinu, ef þeir bættu ekki ráð sitt.DM 117.2

    Nú voru alvarlegir tímar fyrir siðbótina. Öldum saman höfðu bannfæringar páfakirkjunnar haft svo mikla ógnun í för með sér að voldugustu stjórnendur veraldar-innar höfðu orðið að beygja sig undir þær í auðmýkt. Voldug ríki höfðu stunið undir bölvun og grimdarþunga bannfæringanna og eyðileggingu þeirra. Þeir sem fyrir bannfæringunum urðu voru venjulega álitnir sem afhrak veraldar og allir hræddust að hafa nokkuð saman við þá að sælda. Þeim voru bannaðar allar samgöngur við með-bræður sína og við þá breytt eins og útlaga og óbóta-menn; þeir voru ofsóttir af öllum og létu venjulega líf sitt í þeim hörmungum. Lúter var ekki ókunnugt um þau ósköp, sem yfir hann mundu dynja; en hann lét sér hvergi bregða; hann hélt hug og þori treystandi Kristi og Guði sínum, sem nógu sterkum til verndar og hlífðar. Hann hafði óbilandi trú og var reiðubúinn til þess að deyja píslarvættisdauða. Með því hugarfari skrifaði hann það sem hér fer á eftir: “Hvað ske muni veit eg ekki; ekki heldur hirði eg um að vita það. Látum eldingunni slá niður þar sem verða vill; eg hræðist ekki og hefi ekkert að hræðast. Ekki svo mikið sem eitt laufblaft fellur til jarðar án vilja vors himneska föður. Hversu miklu fremur mun hann þá ekki vernda oss! pað er auðvelt að deyja fyrir orð Drottins, þar sem Orðið sem varð hold hefir sjálft tekið á sig fórnardauða. Ef vér deyjum í Kristi, þá lifum vér með honum, og með því að ganga í gegn um það sem hann hefir gengið í gegn um, komumst vér þangað sem hann er og dveljum þar að eilífu”. 1D’Aubigné, 6. bók, 9. kap (London, 3. útg., Walther, 1840). DM 117.3

    Þegar Lúter fékk bannbréf páfans, varð honum þetta að orði: “Eg fyrirlít þetta bann og mótmæli því sem fölsku, ósönnu og óguðlegu pað er sjálfur Kristur sem fordæmdur er í þessu banni. Það gleður mig að verða að líða jafn mikið ranglæti og þetta fyrir rétt-látt málefni; eg finn þegar til meira frelsis í hjarta mínu; því nú loksins veit eg það að páfinn er Antikristur og að veldisstóll hans er hásæti Djöfulsins sjálfs”. 1D’Aubigné, 6. bók, 9. kap (London, 3. útg., Walther, 1840). DM 118.1

    Samt sem áður varð bannið frá Rómaborg ekki árang-urslaust. Fangelsi, píslir, og morð voru vopn, sem vel voru til þess valin að þvinga til hlýðni. Hinir veikluðu og hjátrúarfullu skulfu og nötruðu af ótta við banni páf-ans; og þótt menn bæru djúpa samhygð með Lúter yfir-leitt, þá fanst mörgum sem lífið væri of mikils vert til þess að legg. ja það í hættu fyrir sakir siðbótarinnar. Alt virtist benda til þess að verki siðbótamannsins væri þeg-ar lokið.DM 118.2

    Lúter átti í hörðu og ströngu stríði við sjálfan sig, en þó ákvað hann það loksins að segja alveg skilið við rómversku kirkjuna. Það var um það leyti sem hann skrifaði þetta: “Eg finn það betur og betur með degi hverjum, hversu erfitt það er að losa sig við þær hégiljur, sem manni hafa verið innrættar í æsku. ó, hvílíkur sárs-auki það er, sem það hefir bakað mér, þótt biblían væri mín megin til þess að réttlæta það í sjálfu sér að eg skyldi dirfast að setja mig aleinn upp á móti páfanum og halda því fram að hann væri Antikristur! Hvílíkar hörmungar það eru sem hjarta mitt hefir orðið að þola! Ó, hversu oft eg hefi spurt sjálfan mig þeirrar spurningar með beiskju, sem svo oft var á vörum páfakennendanna: “Ert þú einn sá sem rétt skilur? Getur það skeð að allir aðrir skilji rangt? Hvernig fer það, ef þannig reynist að lok-um að það sért þú sjálfur, sem fer villur vegar og sem flækir í villum þínum margar aðrar sálir, sem fyrir þá sök glatist að eilífu? “ Þannig hugsaði eg með sjálfum mér og með hinum vonda, þangað til Kristur með sínu óskeikula orði styrkti hjarta mitt og veitti því vígi gegn þessum öflum efasemdanna”. 1Líf og starf Lúters, eftir Martyn, bls. 372 og 373. DM 118.3

    Páfinn hafði hótað Lúter því að hann yrði settur út af sakramentinu ef hann iðraðist ekki og tæki aftur kenningar sínar og nú var þessi hótun framkvæmd. Nýtt bann var gefið út og var því þar lýst yfir að Lúter væri með öllu rekinn úr rómversku kirkjunni. Var hann þar fordæmdur sem útskúfaður frá himni og bölvaður á jörðu, og sama banni var lýst yfir öllum þeim sem þíðast kynnu kenningar hans. Nú var hin mikla deila hafin.DM 119.1

    Mótstaða er það sem allir þeir verða að mæta, sem Drottinn hefir útvalið sem sérstakt verkfæri til þess að boða sannleika hans í þeim efnum sern sérstaklega eiga við þá öld, sem siðbótamennirnir lifa á. Þannig var það á dögum Lúters; þá var um sérstakan sannleika að ræða, sem átti við þá tíma og mjög mikla þýðingu hafði. Nú á vorum tímum er aftur sérstakur sannleikur, sem þarf að boða í trúarefnum vorra daga. Hann sem alt giörir samkvæmt sínum heilaga vilja, hefir látið sér þóknast að vekja upp menn, sem lifað hafa í ýmsum kringumstæð-um og fá þeim í hendur verkefni til framkvæmda, sem sérstaklega hefir þurft að vinna á þeim tímum, sem þeir lifðu á hver um sig, og samkvæmt þeim kringumstæðum, sem þeir hafa haft. Ef þeir skildu og virtu það ljós, sem þeim var veitt, þá birtist þeim yfirgripsmeiri sannleikur. En það er ekki sannleikurinn, sem páfakennendurnir sótt-ust eftir, þegar þeir börðust gegn kenningum Lúters. Enn þá eru menn hneigðir til þess að fara eftir kenningum og hugmyndum manna í stað þess að taka gott og gilt orð Drottins; í þessu efni er engin breyting frá því, sem var á fyrri öldum. Þeir sem flytja sannleikann nú á dögum þurfa ekki að vænta þess að mæta betri viðtökum en hinir sem sannleikann boðuðu í fyrri daga. Hin mikla deila milli sannleikans og lýginnar, milli Krists og Djöf-ulsins mun aukast og harðna eftir því sem nær dregur lokum veraldarsögunnar.DM 119.2

    Jesús sagði við lærisveina sína: “Ef þér heyrðuð heiminum til, þá mundi heimurinn láta sér þykja vænt um sitt eigið; en af því að þér heyrið ekki heiminum til, en eg hefi útvalið yður af heiminum, vegna þess hatar heimurinn yður. Minnist orðsins sem eg hefi talað til yðar: Ekki er þjónn meiri en húsbóndi hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka ofsækja yður; hafi þeir varðveitt mitt orð, munu þeir og varðveita yðar”. 1Jóh. 15: 19, 20. Og enn fremur sagði Drottinn vor með skýrum orðum: “Vei yður, er allir tala vel um yður, því að á sama hátt breyttu feður þeirra við falsspámennina”. 2Lúk. 6: 26 Andi heimsins er ekki fremur í samræmi við anda Krists en hann var í fyrri daga, og þeir sem kenna Guðs orð hreint og óblandað þurfa ekki að vænta þess að þeir mæti betri viðtökum nú, en þeir gerðu þá. Mótstöðu aðferðin gegn sannleikanum getur breyzt; óvináttan getur orðið minni á yfirborðinu, af því hún er lymskari, en sama mótstaðan er enn við lýði og verður til veraldarinnar enda.DM 120.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents