Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Mótmæli höfðingjanna

  Einhver dýrðlegasti vitnisburður, sem nokkru sinni kom fram með siðbótinni, voru mótmæli hinna kristnu höfðingja í Þýzkalandi á þinginu í Speier 1529. Hugrekk-ið, trúin og staðfestan hjá þessum guðsmönnum ávann hugsunar-og samvizkufrelsi, sem áhrif hafði um langar aldir á eftir. Mótmæli þeirra urðu til þess, að kirkja siða-bótarinnar fékk nafnið: Mótmælendakirkja. Grundvall-ar atriði hennar eru einmitt mótmæli. 1D’Aubigné, 13. bók, 6. kap. DM 149.1

  Ógnar tímar og dimmir dagar voru nú upp runnir fyrir siðabótina. Þrátt fyrir framfarirnar í Róm, sem gerðu Lúter útlægan og bönnuðu kenningu og útbreiðslu boðskapar hans, hafði þó trúarbragðalegt umburðarlyndi átt sér stað í Þýzkalandi. Guðs almætti hafði veikt þau völd sem vildu halda til baka sannleikanum. Karl V. vildi bæla niður siðbótina, en oftast þegar hann hafði reitt hnefann til höggs hafði hann fallið máttlaus niður. Aftur og aftur komu fram merki um það að hver sá er dirfðist að andmæla eða setja sig upp á móti páfaboðun-um frá Róm, mundi verða bældur niður; en þegar sem allra ískyggilegast leit út kom fram herlið Tyrkja að austan, eða þá Frakkakonungur eða jafnvel páfinn sjálf-ur kom með ófriði gegn Þýzkalandi, vegna þess að þeir sáu ofsjónum yfir vexti og viðgangi hins mikla ríkis. Þannig var það að mitt í deilum og styrjöldum þjóðanna hélt siðabótin áfram að blómgast og útbreiðast.DM 149.2

  Loksins kom þó þar að hinir voldugu kaþólsku herr-ar komu á sættum sín á milli, til þess að geta beitt sam-eiginlegu afli gegn siðabótinni. Þingið í Speier 1526 hafði veitt hverju ríki út af fyrir sig fult frelsi í trúmálum, þangað til aðalþingið kæmi saman; en jafnskjótt og þessi yfirlýsing var gerð kallaði keisarinn saman þing í Speier 1529 í þeim tilgangi að bæla niður villutrú. Hugmyndin var að fá höfðingjana til þess með góðu ef hægt væri að úrskurða á móti siðbótinni, en ef það tækist ekki, þá ætl-aði Karl að grípa til vopna í því skyni.DM 149.3

  Þetta var fagnaðarstund páfaveldisins; fulltrúar þess komu fram á þinginu í Speier afarfjölmennir og lýstu opinberlega yfir fjandskap sínum gegn siðabótinni og öll-um þeim er henni fylgdu. Melankton mælti á þessa leið: “Vér erum hismi og hrat veraldarinnar, en Kristur lítur í náð sinni á fólk sitt og mun vernda það”. 1D’Aubigné, 14. bók, 5. kap. Þeim stjórn-endanna, sem náðarboðskapnum fylgdu og mættir voru á þinginu, var bannað að prédika hann á heimilum sínum. En fólkið í Speier hungraði og þyrsti eftir Guðs orði; og þrátt fyrir bannið þyrptist fjöldi manns til bænagerða í kirkju stjórnandans á Saxlandi.DM 150.1

  Þetta hratt málunum áleiðis. Keisarinn sendi yfir-lýsingu til ríkisþingsins þess efnis, að með því að leyfið um samvizkufrelsið hefði orðið orsök í ýmsri óreglu, þá væri þess krafist af keisaranum að leyfið væri afturkall-að. Þetta gjörræðisverk olli germju og hita innan hinnar evangelisku kirkju.DM 150.2

  Trúarbragðafrelsi hafði verið leyft með lögum, þau ríki, sem höfðu aðhylst siðabótina, voru ákveðin í pví að óhlýðnast banninu og heimta rétt sinn. Lúter var enn þá í banni því sem yfir honum var lýst í Worms, og fékk hann ekki að vera á kirkjuþinginu í Speier. En í stað hans voru þar samverkamenn hans, sem Drottinn hafði vakið upp til þess að halda á lofti sannindum hans á tímum neyðarinnar. Hinn göfugi maður Friðrik Sax-landsstióri var dáinn, en hann hafði jafnan haldið hlífðar-hendi yfir Lúter. Jóhann hét bróðir Friðriks og eftir-maður og hafði hann fagnað siðabótinni og tekið henni tveim höndum. Þótt hann væri friðsæll maður þá lét hann ekki á sér standa að koma fram með drenglyndi og hug-rekki þegar um trúarfrelsi var að ræða.DM 150.3

  Prestarnir kröfðust þess að þau ríki sem viðurkenna höfðu siðbótina skyldu beygja sig undir rómverska valdið.DM 150.4

  Siðbótamennirnir aftur á móti kröfðust þess frelsis, sem veitt hafði verið. Þeir vildu ekki samþykkja það að Róm beygði aftur undir vald sitt þau ríki, sem höfðu með mik-illi gleði meðtekið orð Drottins.DM 151.1

  Þannig var málum miðlað um síðir að þar sem siða-bótin hafði ekki verið lögleidd, skyldi framfylgja ákvæð-unum í Worms hlífðarlaust, og þar sem þegar hafði verið innleiddur boðskapur siðabótarinnar og ekki væri hægt að bæla hann niður nema með uppreist eða hættu, þar skyldu að minsta kosti ekki leyfð frekari siðabótastörf. Siða-bótamennirnir máttu ekki hreyfa við neinu atriði, sem deilur gæti vakið; þeir máttu ekki setja sig upp á móti helgimessum og það var harðlega bannað að nokkur kaþólskur maður tæki þá trú er Lúter boðaði. 1D’Aubigné, 13. bók, 5 kap. Þetta var samþykt á kirkjuþinginu, og var það hinum kaþólsku höfðingjum mikið fagnaðarefni.DM 151.2

  Væri þessum ráðstöfunum stranglega framfylgt var hvorki hægt að útbreiða siðbótina þar sem hún var, né heldur var hægt að byrja kenningu hennar, þar sem hún hafði enn ekki verið boðuð. 1D’Aubigné, 13. bók, 5 kap. Málfrelsi var bannað; sam-tal um þessi efni var óleyfilegt, og urðu siðbótamennirnir tafarlaust að beygja sig undir þessi svokölluðu lög. Það var sem ljós þessa heims hefði nú slökt verið. Aftur hafði rómverska klerkavaldið með óskeikulleika kenning-unni náð föstum tökum með öllum sínum viðurstygðum; og ekki var um það að efast að brátt yrðu fundin ráð til þess að reyna að eyðileggja það starf, sem þegar hafði verið hafið, og sem nú var verið að veikja og lama, Ráðin til þess voru ofstæki og sundrung.DM 151.3

  Þegar þeir sem náðarboðskapnum fylgdu komu sam-an til þess að ráða ráðum sínum, vissu þeir ekki hvað til bragðs ætti að taka. Þeim höfðu fallist hendur í bráðina og horfðust þeir í augu við ofsóknir og skelfingu. Þeir spurði hverir aðra á þessa leið: “Hvað getum vér gert? “ Hér var um velferðarmál mannkynsins að ræða. Áttu foringjar siðabótarinnar að láta undan og beygja sig undir þetta bann? Ekki hefði mátt miklu muna á þessum afskaplegu reynslutímum, til þess að foringjar siðabótar-innar tækju til óheillaráða. Þeir hefðu getað komið fram með margar og sterkar ástæður fyrir því að uppgjöf væri eina úrræðið. 1Wylie, 9. bók, 15. kap. DM 151.4

  Til allrar hamingju viðurkendu menn það að grund-völlurinn, sem þetta var bygt á, væri rangur. Hvaða grundvöllur var það? Það var hinn svokallaði réttur páf-ans í Róm, til þess að ráða yfir samvizkum manna, og vald hans til þess að fyrirbjóða frjálsa rannsókn. Það að sam-þykkja þessa svokölluðu samninga, hefði verið viður-kenning fyrir því að siðbótin og trúarfrelsið ætti einungis að vera bundið við Saxland, en á öðrum stöðum hins kristna heims átti frjáls rannsókn og játning hinnar end-urbættu trúar að vera glæpur, og allir sem í því gerðu sig seka yrðu að sæta fangelsisvist og trúarvilludómum. Var það mögulegt að þeir sem fyrir siðbótinni stóðu samþyktu trúarfrelsi aðeins á vissum stöðum eða svæðum? Var það mögulegt að þeir ættu að samþykkja að ekki skyldu fleiri snúast til hinna nýju sannleikskenninga? Það að gera þetta hefði verið að svíkja málefni kristindómsins og náðarboðskaparins, einmitt á þeim tíma þegar mest reið á að standa stöðugur og óbifanlegur. 1Wylie, 9. bók, 15. kap. Heldur en að gera sig seka í slíku vildu þeir leggja alt í sölurnar, jafnvel ríkið, kórónur sínar og líf sitt. 2D’Aubigné, 13. bók, 5. kapDM 152.1

  “Vér skulum berjast á móti þessu banni”, sögðu hinir heldri menn, sem siðabótinni fylgdu. “Þegar um samvizkuspursmál er að ræða er ekki hægt að þvinga með atkvæðamagni”. Og fulltrúarnir sögðu: “pað eru ákvarð-anir frá 1526, sem vér erum bundnir við; þeim eigum vér að þakka þann frið, sem ríki vort hefir notið og nýtur. Væri þeim ákvörðunum breytt, þá kæmi upp í Þýzkalandi alls konar sundrung og ógæfa. Þetta ríkisþing hefir ekkert vald til þess að afnema trúarfrelsi; það verður að bíða til aðalkirkjuþings. 2D’Aubigné, 13. bók, 5. kap Það er skylda ríkisins að vernda trúarfrelsi og samvizkufrelsi, og lengra en þetta getur það ekki farið að því er trúarbrögð snertir. Hvaða kirkju-vald, sem reynir að beita valdi sínu þannig að þvinga til vissra helgisiða með borgaralegum lögum, fórnar aðal-grundvelli þeim, sem hin kristna kirkja er bygð á og hefir svo drengilega barist fyrir.DM 152.2

  Ferdinand konungur var fulltrúi keisarans á ríkisþinginu; hann sá það að þessi aðferð mundi orsaka afar-mikla sundrung, nema því að eins að stjórnendurnir fengi-ust til þess að samþykkja hana og veita henni fylgi sitt. Hann reyndi því að sannfæra þá með góðu, því hann vissi að ef beita ætti ofbeldi við slíka menn, þá mundu þeir verða enn ákveðnari í stefnu sinni. Hann grátbændi þá um að fallast á bannið, og kvaðst geta fullvissað þá um að þeir gætu á þann hátt náð hylli og vináttu keisarans. En þessir trúföstu menn viðurkendu annað æðra vald en hið jarðneska og þeir svöruðu stillilega: “Vér skulum hlýða öllum þeim boðum keisarans, sem að því stuðla að halda við friði og heiðra Guð vorn”. 1D’Aubigné, 13. bók, 5. kap. DM 152.3

  Á ríkisþinginu lýsti konungurinn því yfir að síð-ustu við ríkisstjórann og vini hans, að bannið yrði bráð-lega samið og gefið út sem alríkisbann, og að engar und-anfærslur væru mögulegar frá því að hlýða úrskurði meiri hlutans. Þegar hann hafði þannig mælt, fór hann burt af ríkisþinginu, og veitti siðabótamönnunum ekkert tækifæri til svars eða umhugsunar. Þeir sendu nefnd til konungsins og báðu hann að koma aftur, en það var árang-urslaust. Hann svaraði beiðni þeirra að eins á þessa leið: “Þetta mál er útkljáð; undirgefni er eina ráðið”. 2D’Aubigné, 13. bók, 5. kap. DM 153.1

  Með því að Ferdinand hafði afsagt að taka tillit til samvizku og sannfæringar þeirra foringja, sem siðbótinni fylgdu, ákváðu þeir að skeyta því ekki þótt hann væri fjarverandi, heldur koma fram með mótmæli sín fyrir þjóðþinginu tafarlaust. Hátíðleg yfirlýsing var því sam-in og lesin upp á ríkisþinginu. Var hún á þessa leið:DM 153.2

  “Vér mótmælum í viðurvist þeirra, sem hér eru staddir, frammi fyrir Guði, sem er vor eiginn skapari, verndari, frelsari og endurlausnari; frammi fyrir honum sem á vorum tíma verður dómari vor; vér mótmælum í viðurvist allra manna og allra skepna og lýsum því yfir að hvorki vér sjálfir né fólk vort, samþykkjum né fylg. i-um banni því, sem hér er til umræðu í nokkru því, sem er gagnstætt Guði; hans heilaga orði, vorri sönnu samvizku eða sáluhjálp vorri”.DM 153.3

  “Meira að segja, vér bætum því við að vér stað-hæfum, að þegar hinn almáttugi Guð kallar mann til þekkingar á sér, hvers vegna skyldi hann þá ekki hafa kallað þennan? Engin kenning er til nema sú, sem er samþýðanleg við Guðs orð Drottinn fyrirbýður nokkra aðra kenningu ... Heilög ritning ætti að vera skýrð og gerð skiljanleg. Þessi heilaga bók, sem er í öllu nauðsynleg hinum kristna manni, auðskilin og til þess ætluð að dreifa myrkrinu. Vér erum ákveðnir í því með náð Drottins að halda áfram að prédika hið hreina og ákveðna orð hins heilaga Guðs, eins og það er í ritningunni — í gamla og nýja testamentinu, án þess að bæta nokkru við það, sem vera mætti á móti því. Þetta orð er hinn eini sannleikur; pað er hin áreiðanlega regla og mælisnúra fyrir allri breytni og öllu líferni og öllum kenningum, og getur aldrei brugðist oss né blekt oss. Sá sem byggir á þeim grundvelli getur staðist öll öfl helvítis, þar sem allur hégómi sem fyrir kemur gagnvart honum fellur eins og hismi til jarðar fyrir augliti Guðs”.DM 153.4

  “Af þessum ástæðum höfnum vér því oki, sem á oss er lagt”. “Samt sem áður vonumst vér eftir því að hans hátign, keisarinn, komi fram gagnvart oss eins og kristn-um manni sæmir, sem elskar Guð yfir alla hluti fram. Og vér lýsum því yfir að vér erum til þess búnir að auð-sýna yður, náðugu herrar, alla auðsveipni, undirgefni, og hollustu sem réttlæti og samvizka vor telur rétt að vera og skyldugt”. 1D’Aubigné, 13. bók, 6. kap. DM 154.1

  Þetta hafði djúp áhrif á ríkisþingið. Meiri hluti þeirra sem par voru undruðust og skelfdust hina miklu dirfsku, sem lýsti sér í framkomu mótmælendanna. Fram-tíðin rann upp þeim fyrir hugskotssjónum óróasöm og full af mótþróa. Þeim virtist sem sundrung, deilur og blóðsúthellingar væru óhjákvæmilegar. En siðabótamenn-irnir voru sannfærðir um málstað sinn; þeir treystu vernd Guðs síns hins almáttuga og voru fullir hugrekkis og styrkleika.DM 154.2

  Grundvöllurinn undir þessum frægu mótmælum eru sjálft hjarta og líf mótmælendatrúarinnar. Mótmælend-ur settu sig upp á móti tvennum mannlegum villukenn-ingum að því er trú snerti; hin fyrri er frekja hinna óhlutvöndu dómara, en hin síðari hið takmarkalausa vald kirk junnar. Gegn þessu kom mótmælendatrúin með kraft samvizkunnar, sem æðra vald en dómaranna, og veldi Guðs orðs yfir hinni sýnilegu kirkju. Í fyrsta lagi neita mótmælin veraldlegu valdi í trúarefnum og guðlegum jnálum og segja með spámönnunum og postulunum: “Fremur ber að hlýða Guði en mönnum”. Frammi fyrir kórónu Karls V. hefja mótmælin á loft kórónu Jesú Krists. En þau fara lengra; þau leggja grundvöllinn að þeirri kenningu að allar mannlegar setningar skuli lúta í lægra haldi fyrir spámönnum Drottins”. 1D’Aubigné, 13. bók, 6. kap. Mótmælendurnir höfðu einnig lýst því yfir að þeir hefðu fullkominn rétt til þess að lýsa yfir og prédika sannfæring sína um sann-leikann. Þeir sögðust ekki einungis trúa og hlýða, heldur einnig kenna það sem Guðs orð fyrirskipaði; og þeir neituðu heimild klerka og dómara til þess að hindra slík-ar kenningar. Mótmælin í Speier voru helgir vitnisburðir gegn trúarbragða ofsóknum og yfirlýsing réttar allra manna til þess að tilbiðja Guð í samræmi við raddir sinn-ar eigin samvizku.DM 154.3

  Yfirlýsingin hafði verið gerð. Hún var rituð á minni þúsunda, sem heyrt höfðu og hún var skráð í bók Drottins á himnum, þar sem engar mannlegar ofsóknir gátu raskað henni né afnumið hana. Allur hinn sannkristni heimur í Þýzkalandi meðtók þessi mótmæli sem rétta trúarjátningu. Alstaðar sáu menn í þessari yfirlýsingu roða fyrir nýjum degi. Einn af foringjunum á þinginu í Speier mælti á þessa leið við mótmælendurna: “Megi náð hins miskunnsama Guðs, sem hefir veitt yður þrek til þess að játa trú yðar óhikað og hreinskilnislega, einnig veita yður staðfestu til þess að halda áfram sem sann-kristnir menn til daganna enda”. 1D’Aubigné, 13. bók, 6. kap. DM 157.1

  Ef siðabótamennirnir hefðu verið haltrandi og reynt að sækjast eftir hylli heimsins, eftir að þeir voru búnir að ryðja brautina að nokkru leyti, þá hefðu þeir verið ótrúir bæði Guði og sjálfum sér, og þá hefðu þeir eyðilagt siða-bótina sjálfa í byrjun. Reynsla þessara göfugu siðabóta-manna er lærdómsrík um allar komandi aldir. Vegir Djöfulsins til þess að vinna á móti guðsríki eru þann dag í dag hinir sömu og þeir voru þá. Óvinurinn er eins mikið á móti því að biblían sé höfð sem regla og mælisnúra fyrir líferni manna og hann var á sextándu öldinni. Á vorum tímum er mikill munur á kenningum manna og lífsreglum í hinum kristna heimi, frá því sem var, og stór þörf er á afturhvarfi til hinnar sönnu mótmælenda trúar; þörf á afturhvarfi til grundvallar trúarinnar, sem er biblían og biblían ein; hún og ekkert annað er reglan fyrir trú manna og skyldum. Djöfullinn vinnur enn þann dag í dag með öllum þeim meðulum sem hann hefir yfir að ráða, til þess að eyðileggja trúarbragðafrelsi. Afl antikristsins. sem mótmælendurnir í Speier hrundu frá sér, er nú að reyna með auknum og endurvöktum kröft-um að ná yfirráðunum aftur. Sama staðfestan við Guðs orð, sem fram kom á tímum siðabótarinnar er hin eina von um siðabót á vorum dögum.DM 157.2

  Siðabótin átti það fyrir sér að liggja að láta meira til sín taka meðal hinna voldugu manna hér í heimi. Höfð-ingjum þeim sem siðabótinni fylgdu hafði verið synjað um áheyrn af Ferdinand konungi; en þeim auðnaðist að bera mál sitt fram fyrir keisarann og þing hinna sam-einuðu stórmenna kirkju og ríkis. Til þess að bæla niður þær óeirðir, sem orðið höfðu eftir kirkjuþingið í Speier í Þýzkalandi, kallaði Karl V. saman ríkisþing í Augsborg, og lýsti hann því yfir að hann ætlaði sjálfur að stjórna því. Þangað var mótmælenda foringjunum stefnt.DM 158.1

  Siðabóta leiðtogarnir höfðu ákveðið að bera fram mál sitt á reglulegan hátt og formlega, með tilvitnunum í heilaga ritningu og mæta þannig frammi fyrir kirkju-þinginu. Yfirlýsingu þeirra átti Lúter og Melankton að semja, ásamt samverkamönnum þeirra. Þar áttu mót-mælendur að koma fram með trúarjátningu sína og komu þeir síðan saman til þess að undirrita skjalið með eigin hendi. Þegar hin kristnu stórmenni komu saman til þess að undirrita trúarjátninguna mælti Melankton á þessa leið: “Guðfræðingar og prestar ættu að stíla þetta skjal; látum aðra einungis skera úr veraldlegum málum”. Johann af Saxlandi svaraði þá og sagði: “Guð forði þér frá því að útiloka mig frá því. Eg er reiðubúinn til þess að gera það sem er rétt, án þess að hugsa hið minsta um þær afleiðingar, sem það kann að hafa á mitt veraldleg? vald. Eg þrái að játa trú mína á hinn almáttuga. Kóróna mín og ríkisvöld mín eru mér einskis virði í samanburði við kross Jesú Krists”. Þegar hann hafði þannig mælt ritaði hann nafn sitt undir trúarjátninguna. Þá tók annar stjórnandi sér pennann í hönd og sagði: “Ef heiður frelsara míns Jesú Krists krefst þess, þá er eg reiðubúinn að leggja í sölurnar líf og eignir; eg vildi heldur glata mínum veraldlegu virðingum, tapa þegnum minum og ríki; eg vildi heldur flýja land feðra minna með staf í hendi, en að viðurkenna nokkra aðra trú en þá, sem inni-felst í þessari trúarjátningu”. 1D'Aubigné. 14. bók, 6. kap. Þannig var trú og þrek þessara guðsmanna.DM 158.2

  Hinn ákveðni tími nálgaðist þegar mæta átti frammi fyrir Karli keisara V. Hann sat í hásæti sínu og öll stór-menni umhverfis hann og voru nú siðabótamennirnir kall-aðir fram fyrir hann, til þess að bera fram mótmæli sín. Trúarjátning þeirra var lesin upp. Á þessari hátíðlegu samkomu voru sannindi fagnaðarerindisins greinilega fram sett og bent var hiklaust á villukenningar páfakirkj-unnar. Sá dagur hefir réttilega verið nefndur hinn mesti dagur siðbótarinnar, og einn hinna dýrðlegustu daga í sögu kristninnar og mannkynsins yfir höfuð. 2D’Aubigné. 14. bók, 7. kap. DM 159.1

  Á dögum Páls postula var boðskapurinn, sem hann varð að þola fangelsisvist fyrir, boðaður stjórnendum og höfðingjum keisaradæma. Þannig var það í þessu tilfelli. að þær kenningar sem keisarinn hafði fyrirboðið að pré-dika í kirkjum, voru nú boðaðar opinberlega. Það sem margir höfðu álitið að væri jafnvel ekki ómentuðu fólki sæmilegt að hlusta á, var nú lesið upp í áheyrn stórmenna og lávarða landsins. Konungar og ríkisráðendur hlýddu á þennan boðskap; krýndir stjórnendur voru þar sem prédikuðu, og ræðan var hinn eilífi sannleikur Drottins. Hlöfundur einn kemst þannig að orði um þetta: “Síðan á dögum postulanna, hefir aldrei verið unnið stórkostlegra verk né dýrðlegri trúarjátning fram borin”. 2D’Aubigné. 14. bók, 7. kap. DM 159.2

  Sumir af stjórnendum Þýzkalands snerust til hinnar réttu trúar — siðabótarinnar. Sjálfur keisarinn lýsti því yfir að greinar trúarjátningarinnar eins og hún hefði ver-ið lesin upp væru ekkert annað en sannleikurinn. Trúar-játningin var býdd á margar tungur og send út um alla Evrópu. og hefir hún verið viðurkend af miljónum manna kynslóð eftir kynslóð, sem trúarjátning þeirra.DM 159.3

  Eitt af því, sem Lúter hélt fram einarðlegast og ákveðnast var það að ekkert veraldlegt vald skyldi beðið um vernd fyrir siðabótina og aldrei skyldi gripið til vopna hennar vegna. Hann gladdist mjög yfir því að stjórn-endur landsins skyldu aðhyllast siðabótina og trúarjátn-inguna; en þegar þeir stungu upp á því að bindast félags-skap siðabótinni til varnar sagði hann: “Kenning gleði-boðskaparins á aðeins að njóta verndar frá hinum alvalda Guði... Því minna sem menn skifta sér af þeim efnum, því glöggara koma í ljós afskifti Drottins og vernd hans. Allar opinberar afsóknir eru afleiðing af lítilmótlegum ótta og syndsamlegu vantrausti” 1D’Aubigné, 10. bók, 14. kap. (London útgáfa). DM 159.4

  Þegar voldugir óvinir gengu í félag til þess að eyði-leggja siðabótina, og þúsundir sverða virtust vera dregin úr slíðrum á móti henni, þá ritaði Lúter þetta: “Djöf-ullinn sendir reiðiskeyti sín; óguðlegir klerkar sverjast í samsæri og oss er ógnað með stríði. Eggjum fólkið á það að halda fast og hugrakklega við sannleikann frammi fyrir hásæti Drottins, með trú og bænum til þess að óvinir vorir verði að láta oss í friði, sigraðir af Guðs anda. Það sem vér helzt þörfnumst; það sem oss ríður mest á er ein-læg bæn. Látum fólkið vita að vér erum nú augliti til auglitis við sverðseggjarnar og reiði Djöfulsins, og fáum það til þess að biðja”. 1D’Aubigné, 10. bók, 14. kap. (London útgáfa). DM 160.1

  Frá hinum þögulu stöðvum bænagjörðanna kom sá kraftur, sem hristi veröldina með sterkum siðabótaöldum. Hinir trúu þjónar Drottins voru þar biðjandi með heilagri ró og treystu fyllilega almætti hans og fyrirheitum. Meðan baráttan stóð yfir í Augsborg, leið enginn dagur án þess að Lúter beiddist fyrir þrjár klukkustundir í skemsta lagi og til þess valdi hann þær stundir, sem hent-ugastar voru til lesturs. Drottinn heyrði bænahróp þjóna sinna. Hann veitti stjórnendum og prestum nað og hugrekki til þess að halda fast fram trú sinni gegn myrkravöldum þessa heims. Drottinn segir: “Sjá, eg set hornstein í Síon, valinn og dýrmætan”. 21. Pét 2: 6. Mótmælend-urnir höfðu í siðabótaverki sínu bygt á Kristi og öll hlið helvítis megnuðu ekkert gegn þeim.DM 160.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents