Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Fyrirboðar morgunsins

    Einn hinn dýrðlegasti og jafnframt helgasti sann-leikur sem birtist í biblíunni, er endurkoma Krists, til þess að fullkomna endurlausnarverkið. Pílagrímum Drottins, sem svo lengi hafa dvalið “í landi skugga og dauð-ans” er gefin dýrmæt von og óviðjafnanleg gleði í því hughreystandi fyrirheiti að hann “sem er upprisan og lífið” birtist hér aftur á jörðinni til þess að “safna saman sínum tvístruðu”. Kenningin um endurkomu Krists er sjálfur hornsteinninn undir kenningum hinnar heilögu ritningar. Frá þeim degi þegar vorir fyrstu foreldrar sneru með hrygð í huga frá Eden, hafa börn trúarinnar biðið eftir komu hins fyrirheitna til þess að brjóta veldi óvinarins og leiða þau aftur til hinnar töpuðu paradísar. Helgir menn í fornöld sáu í huga sér komu Messíasar í allri sinni dýrð, og var það uppfylling allra þeirra vona. Enok, sem var að eins sjöundi liður frá þeim sem í Eden dvöldu; Enok sem lifði hér á jörð í guðsótta þrjár aldir, honum var veitt sú náð að sjá álengdar komu frelsarans. “Sjá”, sagði hann, “Drottinn kemur með sínum heilögu þúsundum, til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka í öllum þeim óguðlegu verkum, sem þeir hafa óguðlega drýgt, og í öllum þeim hörðu orð-um, sem hinir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum”. 1Júdas 14: 15. Öldungurinn Job sagði á hinum döpru dögum neyðarinnar, með fullu trúnaðar trausti: “Eg veit að lausnari minn lifir og að hann mun síðastur ganga fram á foldu. Og eftir að þessi húð mín er sundur tætt og alt hold er af mér, mun eg líta Guð. Eg mun líta hann mér til góðs; já, augu mín munu sjá hann, og það eigi sem andstæðing, — hjartað brennur af þrá í brjósti mér”. 1Job. 19: 25-27. DM 181.1

    Þegar frelsarinn ætlaði að fara frá lærisveinum sín-um, hughreysti hann þá í sorgum þeirra með þeirri full-vissu að hann mundi koma til þeirra aftur. “Hjarta yðar skelfist ekki; trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru mörg híbýli; væri ekki svo, hefði eg sagt yður það. Því eg fer burt að búa yður stað; og þegar eg er farinn burt, og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til sjálfs mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er”. 2Jóh. 14: 1-3. “En er mannsins sonur kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í hásæti dýrð-ar sinnar, og allar þjóðir munu safnast saman frammi fyrir honum, og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn skilur sauðina frá höfrunum”. 3Matt. 25: 31, 32. DM 182.1

    Englarnir sem dvöldu eftir að Kristur var uppnum-inn endurtóku loforðin við postulana um endurkomu hans. “Þessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins”. 4Postulas. 1: 11. Og postulinn Páll talar, fyrir munn heilags anda, á þessa leið: “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuð-engils raustu og með básúnu Guðs, stíga niður af himni”. 51. Þess. 4: 16. Og spámaðurinn á eyjunni Patmos segir: “Sjá, hann kemur í skýjunum, og hvert auga mun sjá hann”. 6Opinb. 1: 7. DM 182.2

    Um endurkomu hans snýst öll sú dýrð, sem hefir fyrir aðalefni uppfylling alls þess, “sem Guð hefir talað fyrir munn sinna heilögu spámanna frá upphafi”. 7Postulas. 3: 21. Þá mun og hin langvarandi stjórn hins illa, “konungdómur þessa heims”, breytast í konungsríki “Drottins vors og hans smurða, og hann mun ríkja um aldir alda”. 8Opinb. 11: 15. DM 182.3

    Koma Krists hefir á öllum öldum verið einka von allra trúrra fylgjenda hans. Fyrirheit frelsarans þegar hann varð upp numinn, um það að hann mundi koma aftur, birti upp framtíðina fyrir augum lærisveina hans og fylti hjörtu þeirra með gleði og von, svo sterkri að hvorki sorgir né reynsla gátu bugað né yfirunnið. Mitt í þraut-um og ofsóknum var “hin blessaða von” um endurkomu hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists þeim alt í öllu.DM 182.4

    Á hinni hrjóstrugu eyju heyrði sá lærisveinninn sem Jesús elskaði loforðið: “Já, eg kem skjótt”, og með heil-agri þrá svarar hann með þeirri bæn kirkjunnar, sem hún hefir haft á öllum pílagrímsöldum sínum: “Kom þú, Drottinn Jesú! “1Opinb. 22: 20. DM 183.1

    Frá fangelsunum, bálköstunum og gálgunum, þar sem heilagir menn og píslarvottar báru vitni sannleikan-um, hljóma í gegn um aldirnar staðfestingarorð um trú þeirra og von Þeir áttu von á því að “Drottinn kæmi frá himnum ofan í skýjunum, íklæddur dýrð föður síns”, “til þess að gefa hinum réttlátu sitt ríki”. Valdensarn-ir báru sömu von í brjósti. 2Taylor: “Rödd kirkjunnar”, bls. 129-132. Wycliffe horfði með eftir-væntingu til þess tíma er frelsarinn kæmi aftur og bygði á því von kirkjunnar. 3Sama bók. bls. 123-134. DM 183.2

    Spámennirnir skýra ekki einungis frá því hvernig og til hvers Kristur birtist aftur hér á jörðinni, heldur einnig gefa þeir mönnum bendingar, sem hægt er að fara eftir, til þess að vita hvenær sá tími nálgast. Jesús segir: “Og tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum”. 4Lúk. 21: 25. “Sólin mun sortna og tunglið eigi gefa skin sitt; og stjörnurnar munu hrapa af himni, og kraftarnir, sem eru í himninum, munu bifast. Og þá munu menn sjá mannsins son kom-andi í skýjum með miklum mætti og dýrð”. 5Mark. 13: 24-26. Höfundur Opinberunarbókarinnar skýrir þannig frá fyrstu einkenn-um endurkomu Krists: “Og mikill landskjálfti varð, og sólin varð svört sem hærusekkur, og alt tunglið varð sem blóð”. 6Opinb. 6: 12. DM 183.3

    Þessi merki sáust fyrir byrjun nítjándu aldar. Sem uppfylling þessara spádóma skeði það árið 1755 að ein-hver voðalegasti jarðskjálfti varð, sem nokkrar sögur fara af. Þótt þetta sé venjulega kallaður Lisabon jarðskjálft-inn, þá náði hann samt um mestan hluta Evrópu, Afríku og Ameríku; hans varð vart á Grænlandi, í Vesturheims-eyjunum, á eyjunni Madera, í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Írlandi. Hann fór yfir svæði, sem ekki var minna en fjórar miljónir fermílur. Í Afríku var jarðskjálftinn ná-lega eins ákafur og í Evrópu. Mikill hluti af Algier eyði-lagðist og skamt frá Marokko sökk með öllu bær með átta eða tíu þúsund íbúum. Geysi mikil jarðskjálfta alda fór yfir strendur Spánar og Afríku, svo borgir hrundu og stórtjón varð af.DM 183.4

    Það var á Spáni og í Portugal, sem eyðileggingin var mest. Í Cadiz er sagt, að jarðskjálftabylgjan hafi um eitt skeið orðið sextíu feta há. “Sum af hæstu og stærstu fjöllum í Portugal hristust stöðugt og ákaft, og var svo að orði kveðið að þau hefðu færst af grunni. Sum þeirra klofnuðu ofan frá tindum niður að rótum á mjög ein-kennilegan hátt, og féllu stór stykki þeirra niður í dal-ina. Eldar loguðu upp úr þessum fjallasprungum”. 1Lyell, Sir Charles, “Principles of Geology”, bls. 495 (gefin út í N. Y. 1858). DM 184.1

    Í Lisabon “heyrðist þrumuhljóð niðri í jörðinni, og að augnabliki liðnu kom svo snarpur kippur að mikill hluti borgarinnar hrundi. Hér um bil á sex mínútum fórust um sex þúsund manns. Sjórinn þornaði fyrst og varð þurt land langt út frá strönd. Því næst valt hafald-an að landi, fimmtíu feta há eða meira, fram yfir það sem venjulegt var”. “Meðal annars einkennilegs, sem fyrir kom í Lissabon meðan á þessum ósköpum stóð, má telja eyðileggingu hinnar nýju skipakvíar, sem var öll bygð úr marmara og kostaði ógrynni fjár. Þar hafði fjöldi fólks safnast saman til þess að forða sér, því þar var öllu álitið óhætt; en alt í einu sökk skipakvíin með öllu saman og aldrei skaut upp einu einasta líki af þeim sem þar fórust”. 1Lyell, Sir Charles, “Principles of Geology”, bls. 495 (gefin út í N. Y. 1858). DM 184.2

    Jarðskjálftakippnum fylgdi það að á augabragði hrundi hver einasta kirkja og klaustur; svo að segja allar opinberar byggingar, og meira en einn fjórði partur af öllum húsum. Hér um bil tveimur klukkustundum eftir kippinn kom upp eldur víðsvegar í borginni og geysaði með svo miklu afli í heila þrjá sólarhringa að borgin var með öllu gjöreydd. Jarðskjálftinn kom á helgidegi, þeg-ar allar kirkjur og klaustur voru full af fólki og komst örfátt undan. 2Encvclopædia Americana, grein um Lisabon, athugasemd (gefin út 1831). “Skelfing fólksins var meiri en svo að með orðum verði lýst. Enginn grét; þetta var þyngra böl en svo að tárum tæki. Fólkið streymdi hlaupandi í allar áttir ur öllum áttum, frávita af skelfing og undrun, berj-andi sér á brjóst og andlit og hrópandi hástöfum: ‘Ógn og skelfing, heimurinn er að forganga!’ Mæður gleymdu börnum sínum og hlupu um strætin með róðukrossa í fanginu. Til allrar ógæfu hlupu margir í kirkjurnar sér til varnar, en kveldmáltíðarnautn var til einskis; árang-urslaust héldu menn dauðahaldi um ölturu kirknanna; líkneski, prestar og fólk grófst lifandi í sameiginlegri skelfingagröf”. Það hefir verið áætlað að um níutíu þús-und manna hafi mist lífið þar á einum degi.DM 184.3

    Tuttugu og fimm árum síðar birtist annað táknið, sem talað er um í opinberunarbókinni; það voru myrkvar á sól og tungli. Það sem gerði þetta merkilegra var það að nákvæmlega hafði verið frá sagt um það hvenær þessi spádómur yrði uppfyltur. Þegar frelsarinn talaði við lærisveina sína á Olíufjallinu, eftir að hann hafði skýrt fyrir þeim hina löngu reynslutíð kirkjunnar, — hin 1260 ár páfaofsóknanna, sem hann hafði lofað að skyldu verða stytt, — mintist hann þannig á ýms atriði um komu sína og ákvað tímann þegar fyrstu merki um endurkomu sína mundu birtast. “En á þeim dögum, eftir þessa þrenging, mun sólin sortna og tunglið eigi gefa skin sitt”.1Mark. 13 : 24. Hinir 1260 dagar eða ár enduðu árið 1798; þá hafði páfaofsókn-in endað fyrir fjórðungi aldar; eftir páfaofsóknirnar átti sólin að formyrkvast, samkvæmt orðum Krists sjálfs.DM 187.1

    19. maí 1780 er í sögunni nefndur “hinn myrkvi dag-ur”. Síðan á dögum Móses hefir aldrei komið dagur, sem einkent hefir lengra, svartara og yfirgripsmeira myrkur en þá. Lýsing þess atburðar af vörum þeirra manna, sem sjálfir voru vitni að, er ekkert annað en blátt áfram berg-mál af orðum Drottins, sem spámaðurinn Jóel skrifar um, tuttugu og fimm hundruð árum áður en þeir spádómar komu fram: “Sólin mun breytast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og hræðilegi dagur Drottins kem-ur”.2Jóel 2 : 31.DM 187.2

    Maður sem heima átti í Massachusettes og sjálfur var vitni að þessu, lýsir því á þessa leið: “Um morguninn reis sólin upp björt og skær, en bráðlega formyrkvaðist hún. Skýin virtust síga niður og voru þau biksvört og leyndardómsfull; eldingar leiftruðu og þrumur drundu og örlítið regn féll. Um klukkan níu þyntust skýin og urðu koparlit og alt breyttist að útliti; menn, skepnur, jörð-in, klettar, tré, byggingar, vötn og alt varð einkenni-legt og ólýsanlegt af ljósblæ, sem var eins og glampi frá öðrum heimi. Fáum mínútum seinna breiddist þykt og biksvart ský yfir allan himininn, nema örmjóa rönd rétt við sjóndeildarhringinn og varð þá álíka dimt og venju-lega er klukkan níu að sumarkveldi DM 187.3

    “Ótti, skelfing og áhyggjur fyltu smámsaman hugi manna. Konur stóðu í húsdyrum og horfðu sorgbitnar út í bláinn; menn komu heim frá vinnu sinni úti á landinu; trésmiðir skildu eftir verkfæri sín og járnsmiðir sömuleið-is og kaupmaðurinn yfirgaf búð sína. Skólum var lokað og börnin hlupu heim til sín óttaslegin. Ferðamenn beiddust gistingar þar sem þeir komust til næstu húsa: ‘Hvað er á ferðinni?’ spurðu menn hverir aðra áhyggjufullir. Það var eins og fellibylur væri á ferðinni, sem ef til vill myndi gjöreyða landið; eða að kominn væri dómsdagur, þegar allir og alt ætti að mæta frammi fyrir dómstóli hins alvalda.”DM 188.1

    “Fólkið kveikti á kertum og arineldar loguðu eins bjartir og þeir gerðu á tunglsljósslausum kveldum um haust. ... Fuglarnir flýðu inn í skýli sín, og sofnuðu; nautgripirnir hlupu í hópum í öll skjól og hömuðu; frosk-ar sungu einkennilega; fuglarnir hljómuðu kveldsöngva sína og leðurblökur flögruðu um. En fólkið vissi að ekki var komið kveld í venjulegum skilningi”.1Thomas, “Massachusetts Spy” eða “American Oracle of Liberty” , 10. bindi, nr. 472. (25. mat 1780).DM 188.2

    Eftir þetta niðamyrkur, á að gizka einni eða tveimur klukkustundum fyrir kveldtíma, rofaði til og sást til him-ins. Sá þá til sólar, þótt sólin væri í nokkurs konar móðu. “Eftir sólarlag breiddust skýin yfir aftur, eins svört og ægileg og fyr; varð það svo að segja í einni svipan”. “Ekki var myrkur næturinnar síður skelfilegt en verið hafði að deginum. Þrátt fyrir það þótt tunglið væri svo að segja í fyllingu, var ómögulegt að sjá skil á neinu nema með ljósi. Þegar ljósin sáust í fjarlægð, var eins og þau væru litlir, glóandi hnettir, í svo þykku myrkri að geislarnir gætu tæpast þrengst í gegn um það”.2“The Essex Antiquarian”, Salem, Mass., í april 1899, (3. bindi).DM 188.3

    Maður sem var sjónarvottur að þessu lýsir því þann-ig: “Eg gat ekki varist þeirri hugsun um tíma, að þó alt það sem ljós gaf frá sér í alheiminum hefði verið vafið í blæjur, sem enginn geisli hefði komist í gegn um, þá hefði ekki getað verið niðdimmara en var”.1Bréf frá Dr. Samuel Tenny frá Exeter, N. H., í des. 1875 (í “Massachusettes Historical Society Collections”, 1792, 1. Ílokki, 1. bindi, bls. 97). pótt tunglið sæist fullkomlega um klukkan níu um kveldið, “þá hafði þao alls engin áhrif til þess að dreifa hinum dauðadimmu skugg-um”. Eftir miðnætti létti myrkrinu, og þegar tunglið sást þá fyrst, var það eins og blóðhnöttur.DM 188.4

    Kristur hafði boðið fólki sínu að taka eftir merkjum endurkomu sinnar og gleðjast þegar það sæi tákn komu konungs síns: “Þegar þetta byrjar að koma fram”, sagði hann, “þá lítið upp og hefjið upp höfuð yðar, því að lausn yðar er í nánd”. Hann bentí fylgjendum sínum á trén með útsprungnum frjóknöppum að vori til og sagði: “pegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá sjáið þér og vitið af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Þannig skul-uð þér og vita, að þá er þér sjáið þetta fram koma, er guðsríki í nánd”.2Lúk. 21 : 27, 30, 31.DM 189.1

    Til þess að búa menn undir það að mæta fyrir augliti Drottins, varð að koma til leiðar miklu siðabótaverki. Guð sá það að margir af þeim er þóttust trúa á hann, voru ekki að búa sig undir eilífðina; og af náð sinni ætlaði hann að senda aðvörun til þeirra að vekja þá upp af svefni andvaraleysisins og leiða þá til þess að búa sig undir komu frelsarans.DM 189.2

    Þessi aðvörun kemur í ljós í Opinberunarbókinni í fjórtánda kapítula. Þar er kunngjörður þrefaldur boðskapur, eins og hann væri fluttur af himneskum verum og mannsins sonur birtist jafnskjótt á eftir, til þess að “bera út sigð sína og skera þrúgurnar af vínviði jarðarinnar”. Fyrsti boðskapurinn kunngjörir hinn kom-anda dóm. Spámaðurinn sá engil fljúgandi um miðhim-ininn, og hélt hann á eilífum fagnaðarboðskap til að boða þeim sem á jörðinni búa, og sérhverri þjóð og kynkvísl og tungu og lýð segjandi hárri röddu: “Óttast Guð og gefið honum dýrð, því að kominn er stund dóms hans og tilbiðjið hann, sem gjört hefir himininn og jörðina og hafið og uppsprettur vatnanna”.3Opinb. 14 : 6, 7.DM 189.3

    Þessi boðskapur er sagður að vera “eilífur fagnaðar-boðskapur”. Það að prédika fagnaðarboðskapinn hefir ekki verið falið englum, heldur hefir mönnum verið trúað fyrir því. Heilögum englum hefir verið fengið það hlut-verk að stjórna því starfi; þeir hafa þá köllun að vinna að því mikla starfi mönnunum til sáluhjálpar; en hinn verulegi boðskapur fagnaðarerindisins er framkvæmdur af þjónum Krists á jörðinni.DM 189.4

    Það voru ekki hinir lærðu guðfræðingar, sem skildu þennan sannleika og unnu að því að útbreiða hann. Hefðu þeir verið trúir varðmenn, árvakrir og bænræknir og leit-ast við að skilja ritningarnar, þá hefðu þeir vitað hvað nóttunni líður. Spádómarnir hefðu þá opinberað þeim það sem átti að ske. En þetta var ekki starf þeirra og boðskapurinn var fluttur af þeim mönnum, sem lægra voru settir. Jesús sagði: “Stutta stund er ljósið enn á meðal yðar; gangið á meðan þér hafið Ijósið”.2Jóh. 12 : 35. peir sem yfirgefa ljósið, sem Drottinn hefir veitt þeim, eða van-rækja að öðlast það á meðan þeir geta náð í það, eru yfir-gefnir í myrkri. En frelsarinn segir: “Eg er ljós heims ins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins”.3Jóh. 8 : 12. Hver sá sem hefir það eitt markmið að gera Guðs vilja, og fylgir einlæglega öllu því ljósi, sem þegar hefir verið gefið, mun sjá meira ljós. Slíkri sál verður send skínandi himnesk stjarna til þess að leiða hana í allan sannleika.DM 190.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents