Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Siðabótin í vesturheimi

    pað varð hlutskifti William Millers og félaga hans að prédika aðvörunina um endurkomu Krists í Bandaríkj-unum. í því landi urðu miðstöðvar stórkostlegrar endurkomu hreyfingar; það var þar sem spádómurinn um boð-skap fyrsta engilsins uppfyltist á beinastan hátt.DM 202.1

    Einlægur og hreinhjartaður bóndi, sem hafði leiðst til að efast um hinn guðlega uppruna ritningarinnar, en þráði það þó einlæglega að komast að raun um sannleikann, var sérstaklega útvalinn af Guði að ryðja braut boðskapnum um endurkomu Krists. Eins og margir aðrir siðabóta-menn hafði William Miller orðið að berjast við fátækt og skort; hafði hann því lært það sem mörgum hefir komið að góðu — þrautseigju og sjálfsafneitun.DM 202.2

    Hann var líkamlega hraustur og það lýsti sér þegar í æsku að hann var gæddur meira en meðal andlegum hæfileikum; eftir því sem hann þroskaðist kom þetta enn þá glöggar í Ijós; hugsunin var vakandi og þroskuð og hann hungraði og þyrsti eftir þekkingu. Þrátt fyrir það þótt hann nyti ekki æðri mentunar, var hann námfús; hugsaði nákvæmlega það sem hann las og hafði frábær-lega skýra dómgreind; varð hann því einkar víðsýnn mað-ur og sjálfstæður í skoðunum. Siðferði hans var svo hreint að enginn hafði neitt út á líferni hans að setja og mannorð hans að öllu fullkomið; naut hann almenns álits fyrir hreinleika, sparsemi og góðgirni. Með sérstöku þreki og kappi betraði hann snemma efnahag sinn, en hélt þó áfram að bæta sjálfan sig með stöðugum lestri. Hann hafði á hendi ýms embætti, bæði í hernum 202 og í borgaralegu lífi, og fórust honum þau öll vel. Allir vegir auðs og virðinga virtust standa honum opnir.DM 202.3

    Móðir hans var frábærlega guðhrædd kona og hafði hann vanist á guðrækni í æsku. Á yngri árum sínum hafði hann þó lent í félagi við efasemdarmenn, og höfðu þeir meiri áhrif á hann vegna þess að flestir þeirra voru heiðvirðir menn og fullir mannkærleika. Með því að þeir lifðu í því mannfélagi, þar sem kristilegar stofnanir voru fjölda margar, urðu þeir eðlilega fyrir áhrifum þessara stofnana. Það manngildi sem hafði unnið þeim álit áttu þeir að þakka biblíunni, og samt sem áður var þessum góðu dygðum svo misbeitt að þær urðu til þess að vinna á móti áhrifum Guðs orðs. Með því að umgangast þess í menn, félst Miller að nokkru leyti á skoðanir þeirra. Þýðing og skýring biblíunnar fanst honum þannig vaxin að henni fylgdu óyfirstíganlegir erfiðleikar. Samt sem áður var það þannig að þessi nýja trú hans bauð ekken betra þótt biblían samkvæmt henni væri einskisvirt; var hann því eigi ánægðari en áður. Samt sem áður hafði hann þessar skoðanir hér um bil í tólf ár; en þegar hann var þrájtíu og fjögra ára kom heilagur andi yfir sál hans og vakti hjá honum meðvitundina um syndasekt hans. í hinni fyrri trú sinni fann hann enga fullvissu um sæln hinum megin grafarinnar. Framtíðin var dimm og döpur.DM 203.1

    Þannig var hann í nokkra mánuði: “Skyndilega birt-ist mínum innra manni eðli frelsarans glögglega og með miklum áhrifum”, sagði hann. “Mér virtist sem svo gæti verið að til væri sá sem væri algóður og svo hluttekning-arsamur að hann gæfi sjálfan sig til fórnar fyrir yfir-sjónir vorar og frelsaði oss þannig frá synd og hegningu. Eg fann það brátt hversu kærleiksrík slík vera væri og fanst mér sem eg gæti sjálfur kastað mér í faðm hennar og treyst miskunn hennar að öllu leyti. En þá reis upp spurning í huga mínum: Hvernig er mögulegt að sanna að slík vera sé til? Utan biblíunnar fann eg engar sann-anir fyrir tilveru slíks frelsara og jafnvel ekki fyrir tilveru eftir dauðann DM 203.2

    “Eg sá það að biblían kendi einmitt þess konar frelsara sem eg þurfti. Og mér fanst það óskiljanlegt að óinn-blásin bók skyldi geta komið fram með kenningar einmitt um frelsara, sem nákvæmlega uppfylti þarfir heimsins sem var undir oki syndarinnar. Eg varð nauðugur viljug-ur að játa það að ritningin híyti að vera innblásin af Guði. Ritningin varð mér til fagnaðar og eg fann vin par sem Jesús var. Frelsarinn varð mér öllu dýrmætari; og ritningin, sem áður var óglögg og ósamkvæm sjálfri sér, varð nú lampi minna fóta og ljós á mínum vegum. Hugur minn varð ákveðinn og rólegur. Nú fór eg aðallega að lesa biblíuna, og get eg með sanni sagt að eg leitaði í henni með öllum fögnuði. Eg fann það út að mér hafði aldrei verið kendur helmingur ritningarinnar. Eg undr-aðist það að eg skyldi ekki fyr hafa séð hátíðleik hennar og fegurð, og ekki undraðist eg það síður að mér skyldi nokkru sinni hafa verið mögulegt að hafna henni. Eg fann í henni opinberað alt sem hjarta mitt þráði og lækn-ing allra minna andlegu meina; eg slepti aldrei löngun til þess að lesa nokkuð annað og beitti mínum innra manni til þess að öðlast vísdóm frá Guði”.1S. Bliss, “Memories of Wm. Miller”, 65-C7.DM 203.3

    Miller játaði nú opinberlega trú á það sem hann hafði hafnað og fyrirlitið; en hinir trúlausu félagar hans voru ekki seinir á sér að koma fram með allar þær sannanir, sem hann sjálfur hafði notað á móti hinum guðlega upp-runa biblíunnar. Hann var þá ekki við því búinn að svara þeim; en hann hugsaði sem svo að ef biblían væri guðlega innblásin, þá hlyti hún að vera sjálfri sér samkvæm, og vegna þess að hún hafði verið gefin mönnunum til eftir-breytni, þá hlyti hún að vera þannig að þeir gætu skilið hana. Hann ákvað að lesa biblíuna rækilega með sjálfum sér og komast að raun um hvort ekki væri mögulegt að samþýða allar þær mótsagnir, sem þar virtust vera.DM 204.1

    Hann reyndi nú að losa sig við allar fyrri ályktanir; hætta við allar orðabækur eða biblíuskýringar og bera sjálfur biblíuna saman við sjálfa sig með aðstoð spássíu-skýringanna og samhljóðunarinnar.DM 204.2

    Hann stundaði þetta nám sitt með staðfestu og reglu-semi. Hann byrjaði á sköpunarsögunni og las vers eftir vers svo hægt og gætilega að hann væri viss um að skilja alt jafnótt fullkomlega. Þegar eitthvað kom fyrir sem honum fanst myrkt, var það regla hans að bera það saman við alt annað, sem að einhverju leyti virtist snerta það málefni, sem um var að ræða. Hvert einasta orð var látið hafa áhrif á efnið og ef skoðun hans var í samræmi við allar samhliða greinar, þá hurfu allir erfiðleikarnir. Þannig var það þegar hann rakst á kafla, sem var tor-skilinn, þá fann hann annan kafla í biblíunni, sem var hinum til skýringar. Með því hann las með einlægri bæn um guðlegan skilning, varð það nú glögt og auðskilið íyrir honum, sem honum fanst óskiljanlegt áður. Hann reyndi nú sannleikann í orðum sálmaskáldsins: “Útskýr-ing orðs þín upplýsir, gjörir fávísa vitra”.1Sálm. 119 : 130.DM 204.3

    Með takmarkalausri gaumgæfni las hann bók Daníels og Opinberunarbókina, og notaði sömu aðferð til skiln-ings og skýringar og hann hafði gert við aðra parta biblí-unnar; fann hann það þá sér til djúprar gleði að hin lík-ingarfullu orð spámannsins voru skiljanleg. Hann sá það að spádómarnir, sem þegar höfðu verið uppfyltir, höfðu komið fram bókstaflega: bæði líkingar, dæmisögur og orðatiltæki voru ýmist skýrð tafarlaust þar sem þau voru framsett, eða skýring þeirra kom fram á öðrum stað í ritningunni, og þegar það var þannig útskýrt, átti það æfinlega að skiljast bókstaflega. “Þannig var eg sannfærður um það”, sagði hann, “að biblían er kerfi af opinberuðum sannleika, sem svo er greinilega og einfald-lega framsettur að jafnvel hinn villuráfandi, þótt skiln-ingslaus sé, þarf ekki að villast á honum”.2Bliss. “Memories of Win. Miller”, bls. 70. Með mikilli staðfestu fann hann hlekk eftir hlekk í keðju sann-leikans, þegar hann gekk rim eftir rim upp stiga hinna miklu spádóma. Himneskir englar leiðbeindu hugsunum hans og opnuðu skilning hans á ritningunum.DM 205.1

    Miller fann hina bókstaflegu, persónulegu endurkomu Krists greinilega kenda í ritningunum. Páll postuli segir: “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs stíga niður af himni og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upprísa”.31. Þess. 4 : 16 Og frelsar-inn segir: “Og þær munu sjá manns-soninn komandi á skýjum himinsins með mætti og mikilli dýrð”. “Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést alt til vest-urs, þannig mun verða tilkoma manns-sonarins.” “Og hann mun senda út engla sína með hljómsterkum lúðri, og þeir munu safna saman hans útvöldum”.4Matt. 24 : 30, 27, 31.DM 205.2

    Þegar Kristur kemur munu hinir framliðnu, sem réttlátir voru rísa upp og hinir lifandi sem réttlátir eru munu ummyndast. Páll segir: “Sjá eg segi yður leynd-ardóm; Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast. Í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður; því að lúðurinn mun gjalla og hinir dauðu munu upprísa óforgengilegir og vér munum umbreytast; því að þetta hið forgengilega á að íklæðast óforgengileik-anum, og þetta hið dauðlega á að íklæðast ódauðleikan-um”.11. Kor. 15 : 51-53. Og í bréfi sínu til Þessaloníkumanna segir hann, eftir að hann hefir lýst endurkomu Drottins: “Því að sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengilsraust og með básúnu Guðs stíga niður af himni, og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upprísa; síðar munum vér sem lif-um, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýj-um til fundar við Drottinn í loftinu, og síðar munum vér vera með Drotni alla tíma”.21. Þess. 4 : 16, 17.DM 206.1

    Lýður Drottins getur ekki hlotið ríki hans fyr en Kristur birtist í eigin persónu; frelsarinn sagði: “En er manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann sitja í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum og hann mun skilja þá hverja frá öðrum, eins og hirðirinn skilur sauðina frá höfrunum; og hann mun skipa sauðun-um sér til hægri handar og höfrunum sér til vinstri handar. Þá mun konungurinn segja við þá til hægri handar: Komið þér hinir blessuðu föður míns og takið að erfð rík-ið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllun heims”.3Matt. 25 : 31-34.DM 206.2

    Vér höfum séð það í þeim ritningargreinum, sem hér er vitnað í, að þegar mannsins sonur kemur þá eru hinir dauðu risnir upp óforgengilegir og hinir lifandi ummynd-aðir. Með þessari miklu breytingu verða þeir undir það búnir að meðtaka ríki Drottins; því Páll segir: “En það segi eg bræður, að hold og blóð getur eigi erft guðsríki; eigi erfir heldur hið forgengilega óforgengileikann”. (I. Kor. 15, 50). Maðurinn, eins og hann er nú, er forgengi-legur, en guðsríki mun verða óforgengilegt og ævarandi. Þess vegna getur maðurinn ekki komist í guðsríki eins og hann nú er; en þegar Jesús kemur, veitir hann fólki sínu ódauðleikann og síðar kallar hann þá til að erfa það ríki, sem þeir hafa aðeins verið erfingjar að.DM 206.3

    Spádómarnir sem allra greinilegast virðast segja fyrir endurkomu Krists eru í bók Daníels 8. kap. og 14. v., og hljóða þannig: “Og hann sagði við hann: Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar, og þá mun helgidóm-urinn hreinsaður verða”. (Ensk þyðing).DM 207.1

    Miller fylgdi þeirri reglu að láta biblíuna ávalt skýra sig sjálfa og með því lærði hann að dagur í henni táknar í líkingarfullum spádómum, eitt ár; hann sá að 2300 spá-dómsdagar eða bókstafleg ár hlytu að ná lengra en til sáttmálans við Gyðinga og þess vegna gátu þau ekki átt við helgidóm þess sáttmála. Miller fylgdi þeirri almennu skoðun að á dögum kristninnar sé jörðin helgidómurinn; skildi hann það því þannig að hreinsun helgidómsins, sem spáð er um í Daníel 8, 14, þýddi hreinsun jarðarinnar með eldi þegar Kristur kæmi í annað sinn. Ef hægt væri því að finna byrjunina á hinum 2300 dögum, þá ályktaði hann að hægt væri að reikna út endurkomu Krists. Þannig mætti segja fyrir tíma hinnar miklu eyðileggingar; tím-ann þegar þessi heimur með allri sinni dýrð og skrauti og afli, hégóma og glaumi, spillingu og undirokun skyldi líða undir lok; bölvunin yrði numin af jörðinni, dauð-inn deyddur, verðlaun veitt þjónum Drottins, spámönnum og helgum mönnum og þeim sem óttast nafn hans, og þeir skyldu tortímast, sem jörðina eyða.1Bliss, “Memories of Wm. Miller”, bls. 76.DM 207.2

    Miller helt áfram að rannsaka spádómana með enn þa dýpri alvöru; varði hann heiium nóttum og dögum til þess að rannsaka það, sem hann hafði áður talið lítils virði, en sá nú að var afar þýðingarmikið. í áttunda kapítula Daníelsbókar gat hann engin merki fundið til þess, hvenær þessir 2300 dagar byrjuðu. Þótt Gabriel engill segði Daníel að hann ætti að skilja það sem hann sá, hafði hann samt ekki skýrt sýnina fyrir honum nema að nokkru leyti. Þegar spámaðurinn sá hina hræðilegu ofsókn, sem kirkjan átti að verða fyrir, þá örmagnaðist hann. Hann þoldi þá ekki meira, og engillinn yfirgaf hann um tíma; Daníel leið í ómeginn og var veikur um hríð: “En eg Daníel varð sjúkur um hríð, því næst komst eg á fætur og þjónaði erindum konungs; og eg var mjög undrandi yfir sýn þessari, en skildi hana ekki. Og eg heyrði mannsrödd milli Úlaíbakka, sem kallaði og sagði: Gabriel, útskýr þú sýnina fyrir þessum manni”.1Dan. 8 : 27, 16.DM 207.3

    Samt hefir Guð gefið sendiboða sínum þessi fyrir-mæli: “Útskýr þú sýnina fyrir þessum manni”. Sú skipun verður að uppfyllast. Til þess að hlýða skipaninni kom engillinn eftir nokkurn tíma til Daníels aftur og mælti: “Daníel, nú er eg út genginn, til þess að veita þér glöggan skilning”; “tak því eftir orðinu og gef gætur að vitran-inni”.2Dan. 9 : 22, 23, 25-27. Eitt mikilsvert atriði var í sýninni í áttunda kapítulanum, sem ekki hafði verið skýrt. Það var atriðið um tímann, — 2300 daga tímabilið. Þess vegna er það, að þegar engillinn fer að skýra málefnið, leggur hann mesta áherzlu á tímann:DM 208.1

    “Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg Vit því og hygg að: frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfð-ingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingar-tímar séu. Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, án þess að hann hafi nokkuð til saka unnið”. “Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á einni sjöundinni, en að hálfnaðri sjöundinni mun hann aftaka slátursfórnina og matfórnina”. (pýðing frá 1866, og er það í samræmi við ensku biblíuþýðinguna).2Dan. 9 : 22, 23, 25-27.DM 208.2

    Engillinn hafði verið sendur til Daníels í þeim ákveðnu erindum að skýra fyrir honum það, sem hann hafði ekki skilið í sýninni í áttunda kapítulanum; það er orðin viðvíkjandi tímanum: “Tvö þúsund og þrjú hundr-uð kveld og morgnar, og þá mun helgidómurinn aftur verða kominn í samt lag”. Eftir að engillinn hafði boðið Daníel að “taka eftir orðinu og gefa gætur að vitraninni”, eru fyrstu orð hans þessi: “Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg”. Orðið, sem hér er lagt út “ákveðið”, þýðir bókstaflega “afmarkað”. Sjötíu vik-ur, sem tákna 490 ár, eiga samkvæmt orðum engilsins að afmarkast, að því er sérstaklega snertir Gyðingaþjóðina En frá hverju voru þau afmörkuð? Með því að 2300 dagarnir voru eina tímabilið, sem á er minst í áttunda kapítulanum, þá hlýtur það að vera tímabilið, sem sjötíu vikurnar áttu að afmarkast af. Sjötíu vikurnar hljóta því að vera nokkur hluti af hinum 2300 dögum, og bæði tímabilin hljóta að byrja samtímis. Engillinn lýsti því greinilega yfir að hinar sjötíu vikur byrji á þeim tíma, þegar boðorðið um endurreisn Jerúsalemsborgar út gekk. Væri mögulegt að finna hvenær það boð var gefið, þá mætti reikna út byrjun hins mikla 2300 daga tímabils.DM 208.3

    Í sjöunda kapítula Ezrabókar má finna þessa ákvörð-un.1Ezra 7 : 12-26. Í fullkomnustu útgáfu er hún gefin af Artaxerxes Persakonungi, 457 f. Kr. En í 6. kapítula og 14. versi Ezrabókar er sagt að hús Drottins hafi verið by.gt í Jerusalem, “samkvæmt boði Cyrusar og Dariusar og Artaxerxes Persakonungs”. Þessir þrír konungar gáfu tilskip-uninni fullkomleik þann er hún þurfti samkvæmt spádóm-inum, til þess að takmarka byrjun 2300 ára tímabilsins, eftir að þeir höfðu byrjað, endurtekið og fullkomnað skipunina. Ef árið 457 f. Kr. er talið, sem sá tími, þegar tilskipanin var fullkomnuð og þess vegna sem ártal boð-orðsins, þá sést það að öll atriði, sem til voru tekin í spá-dóminum viðvíkjandi hinum sjötíu vikum, hafa verið uppfyllt.DM 209.1

    “Frá þeim tíma er skipunin um uppbygging Jerú-samelsborgar gekk út og alt til hins smurða eru sjö vikur, og þrennar tuttugu og þrjár vikur” (ensk þýðing)—nefni-lega sextíu og níu vikur, eða 483 ár. Tilskipan Artaxerxes gekk í gildi um haustið 457 f. Kr. Frá þeim tíma liðu 483 ár til haustsins 27 e. Kr, og þá var þessi spádómur uppfyltur. Orðið “Messias” þýðir “hinn smurði”. Haustið 27. e. Kr. var Kristur skírður af Jóhannesi og meðtók hann þá smurningu heilags anda. Pétur postuli vitnar um að: “Guð smurði hann heilögum anda og krafti”. Og frelsar-inn sjálfur sagði: “Andi drottins er yfir mér, vegna þess að hann smurði mig til að flytja fátækum gleðilegan boð-skap”. 2Lúk. 4 : 18. Eftir skírnina fór hann til Galíeu, “prédikaði fagnaðarboðskapinn um guðs ríki og sagði”, “tíminn er fullnaður”. 3Mark. 1 : 14, 15..DM 209.2

    “Hann mun gjöra fastan sáttmála við marga á einni sjöundinni”. “Vikan”, sem hér er talað um, er hin síðasta af hinum sjötíu. Það eru seinustu sjö árin, sem sérstaklega voru ákveðin Gyðingaþjóðinni. Á þessum tíma, sem nær frá 27 árum eftir Krist til 34 árum eftir Krist, var gleðiboðskapurinn sérstaklega boðaður Gyðing-um, fyrst af Kristi sjálfum og síðar fyrir munn lærisveina hans. Þegar postularnir fóru af stað til þess að flytja gleðiboðskapinn, lagði Jesús þeim ráð á þessa leið: “Leggið eigi leið yðar til heiðingja og gangið eigi inn í nokkra borg Samverja; en farið heldur til hinna týndu sauða af húsi Ísraels”.1Matt. 10 : 5, 6.DM 209.3

    “En að hálfnaðri sjöundinni mun hann afnema slát-ursfórnina og matarfórnina”. Árið 31 eftir Krist, eða hálfu þriðja ári eftir skírnina, var frelsari vor krossfestur. Með hinni miklu fórn á krossinum, endaði tímabil hinna miklu fórna, sem í fjögur þúsund ár höfðu verið tákn Guðs Lambs. Hið frumlega var komið í stað táknsins og allar fórnfæringarnar og offrin, er um hönd voru höfð sem tákn, áttu þá að hætta.DM 210.1

    Hinar sjötíu vikur, eða 490 ár, sem sérstaklega voru veitt Gyðingaþjóðinni, enduðu árið 34 eftir Krist, eins og vér höfum séð. Þá innsiglaði þjóðin þá ákvörðun sína, að hrynda frá sér náðarboðskapnum með því að lífláta Stefán píslarvott og ofsækja fylgjendur Krists; þetta var framkvæmt af dómstóli Gyðinganna. Þá var boðskapur sáluhjálparinnar fluttur öllum heimi og ekki takmarkað-ur einungis við hina útvöldu þjóð. Lærisveinarnir voru neyddir til þess að flýja frá Jerúsalem vegna ofsókna. “En þeir, sem nú tvístraðir voru, fóru víðsvegar og boð-uðu orð fagnaðarerindisins”. “En Filippus fór norður til borgarinnar í Samaríu og prédikaði þeim Krist”. Pétur, sem leiddur var af hendi Guðs, flutti hundraðshöfðingj-anum í Sesareu, hinum guðhrædda Kornelíusi, fagnaðar-boðskapinn, og Páll postuli með eldmóði sínum, sem snúist hafði til kristinnar trúar, var til þess útvalinn að flytja gleðiboðskapinn “til heiðingja, langt í burtu”.2Postulas. 8 : 4, 5; 22 : 21.DM 210.2

    Fram að þessu hefir hvert eitt og einasta atriði spá-dómanna komið fram óskeikullega, og byrjun hinna sjötíu vikna er ákveðin án nokkurs efa árið 457 fyrir Krist og endir þeirra 34 eftir Krist. Með því að miða við þessi ártöl er það hægðarleikur að finna hvenær hinir 2300 dagar enda. Hinar sjötíu vikur—490 dagar—má draga frá hinum 2300 dögum; eru þá eftir 1810 dagar. Eftir að hinir 490 dagar voru liðnir, áttu enn þá að uppfyllast 1810 dagar. Frá árinu 34 eru 1810 ár til ársins 1844. Þess vegna er það að hinir 2300 dagar, sem getið er um í spádómsbók Daníels 8, 14., enda árið 1844. Við endi þessa mikla spádómstímabils, samkvæmt vitnisburði engils Drottins “á helgidómurinn að komast í samt lag”. Þannig var það að hreinsun helgidómsins, sem nálega alment var talið að mundi verða við endurkomu Krists, hefir verið greinilega til tekin.DM 210.3

    Þegar Miller hafði byrjað að lesa biblíuna á þann hátt sem hann gerði það, til þess að sanna að hún væri opinberun frá Guði, hafði honum alls ekki komið til hug-ar að hann mundi komast að þeirri niðurstöðu, sem raun varð á. Sjálfur gat hann tæplega trúað sinni eigin upp-götvun. En sönnun ritningarinnar var skýrari en svo að fram hjá henni yrði gengið.DM 213.1

    Og til þess nú að kunngjöra það öðrum, sem hann fann að greinilega var kent í heilagri ritningu, fann hann hjá sér ómótstæðilega skylduþrá. “pegar eg var að vinna störf mín”, sagði hann, “hljómuðu þessi orð stöðugt í eyr-um mínum: ‘Far þú og boðaðu heiminum hættu þá, sem hann er í’”. Þetta prédikunarefni kom stöðugt upp í huga mínum: “Þegar eg segi við hinn óguðlega, þú hinn óguð-legi skalt deyja! og þú segir ekkert til þess að vara hinn óguðlega við breytni hans, þá skal að vísu hinn óguðlegi deyja fyrir misgjörð sína; en blóðs hans vil eg krefjast af þinni hendi. En hafir þú varað hinn óguðlega við breytni hans, að hann skuli láta af henni, en hann lætur samt ekki af breytni sinni, þá skal hann deyja fyrir misgjörð sína, en þú hefir frelsað líf þitt”.1Esek. 33 : 8, 9. Mér fanst að ef hinir óguðlegu væru vel aðvaraðir, þá mætti svo fara að fjöldi þeirra iðraðist, og að væru þeir ekki aðvaraðir, þá yrði blóðs þeirra krafist af minni hendi”.2Bliss, “Memoirs of Wm. Miller”, 92. bls.DM 213.2

    Nú byrjaði hann að skýra frá skoðunum sínum í sam-tali sínu við menn þegar tækifæri gafst; bað hann Guð að láta áhrif orðsins vinna þannig á huga einhvers pré-dikara að hann fyndi kraft þess og hvöt hjá sér til þess að boða það. En hann gat ekki hrundið frá sér þeirri hugsun að það væri skylda sjálfs hans að aðvara menn. Orðin endurhljómuðu stöðugt í huga hans: “Far þú og kunngerðu heiminum það; blóðs þeirra verður krafist af J?inni hendi”. Níu ár liðu; byrðin hvíldi enn þá sem farg á sálu hans, þangað til árið 1831 að harm skýrði í fyrsta sinni opinberlega frá ástæðum fyrir trú sinni.DM 213.3

    Eins og Elisa var kallaður frá verki sínu, þar sem hann var með uxa sína á akrinum, til þess að taka við vígslukápunni og hefja spámannsstarf sitt, þannig var einnig William Miller kallaður frá plóginum til þess að opinbera fólkinu leyndardóma guðsríkis. Með hálfum huga hóf hann starf sitt og leiddi áheyrendur sína fet eftir fet í gegn um spámannstímabilin til endurkomu Krists. Við hverja tilraun óx honum kraftur og hugrekki, þegar hann sá hinn mikla og útbreidda áhuga fyrir því starfi, sem hann hafði með höndum og því orði sem hann kendi.DM 214.1

    Það var aðeins samkvæmt beiðni bræðra hans, að hann tók að prédika skoðanir sínar opinberlega; í orðum bræðra sinna heyrði hann Guðs rödd. Hann var nú fimtugur að aldri, óvanur opinberum ræðuhöldum og með glöggri meðvitund um það hversu fjarri væri því að hann væri til þessa starfs hæfur, sem fyrir honum lá. En frá byrjun var starf hans blessað ríkulega og ósegjanlega með frelsun sálna. Eftir fyrstu ræðu hans varð afarsterk trúarvakning, sem sneri heilum þrettán fjölskyldum að undanteknum tveimur einstaklingum. Tafarlaust var skorað á hann að tala á öðrum stöðum og svo að segja alstaðar urðu áhrifin hin sömu; áhugi manna vaknaði fyrir útbreiðslu guðsríkis. Syndarar sneru frá villu síns vegar, kristnir menn fyltust dýpri eldmóði og guðsdýrkun og efasemdarmenn og guðleysingjar leiddust til þekking-ar sannleikans á gildi biblíunnar og kristinnar trúar. Vitnisburður þeirra sem hann starfaði á meðal var þannig: “Hann kemst inn að hugsun þess flokks mann-félagsins, sem aðrir menn ná ekki”.1Bliss, “Memoire of Wm. Miller”, bls, 138. Prédikanir hans voru til þess ætlaðar að vekja hugsun fólksins til dýpri meðvitundar á hinum miklu atriðum trúarinnar og hnekkja hinu vaxandi gjálífi og veraldlegum lifnaði þeirrar aldar.DM 214.2

    Nálega í hverjum bæ voru tugir manna, og sumstað-ar hundruð, sem snúist höfðu til lífernisbetrunar af prédikunum hans. Víða voru honum heimilaðar mótmæl-endakirkjur svo að segja af öllum trúarflokkum, og fékk hann oft boð um það að koma frá prestum hinna ýmsu safnaða í senn. Hann setti sér þá ófrávíkjanlegu reglu að starfa aldrei þar, sem hann hafði ekki verið beðinn að koma, og samt leið ekki á löngu áður en honum var ómögu-legt að sinna helmingi þeirra boða, sem hann fékk.DM 214.3

    Margir voru þeir sem ekki féllust á kenningar hans að því er hinn nákvæma endurkomu tíma snerti, en fundu samt til þeirrar þarfar, sem þeir höfðu á nærveru Krists og undirbúningi undir hana. Í sumum stórum borgum vakti starf hans afarmikla eftirtekt og áhrif. Áfengis-salar hættu iðn sinni og breyttu vínsölum sínum í sam-komusali; spilahús hættu að starfa; trúleysingjar, efa-samdarmenn, algyðistrúarmenn og jafnvel hinir vonlaus-ustu guðsafneitendur snerust til siðbóta, og það sumir menn sem ekki höfðu komið í guðshús svo árum skifti. Bænasamkomur voru stofnaðar innan hinna ýmsu safn-aða á ýmsum stöðum og svo að segja á öllum tímum, og komu verzlunarmenn saman um miðja daga til lofgjörðar og bænahalds. Enginn trúarofsi var þessu samfara, held-ur svo að segja almennur helgi-og hátíðablær á öllum og öllu. Verk hans var eins og hinna fyrstu boðenda fagnað-arerindisins að því leyti að það vakti fremur hugsun manna og skilning og samvizku, en að það æsti og vekti óstjórnlegar tilfinningar.DM 215.1

    Árið 1833, tveimur árum eftir að Miller byrjaði að kenna opinberlega boðskapinn um endurkomu Krists, birtist hið síðasta tákn sem heitið var af frelsaranum sjálfum, sem merki um endurkomu hans. Jesús sagði: “Og stjörnurnar munu hrapa af himni”.1Matt. 24 : 29. Og Jóhannes segir í Opinberunarbókinni, þegar hann leit það í sýninni, sem boða skyldi dag Drottins: “Og stjörnur himinsins hröpuðu niður á jörðina eins og fíkjutré, skekið af storm-vindi fellir vetraraldin sín”.2Opinb. 6 : 13. Þessi spádómur uppfyltist á greinilegan og ómótmælanlegan hátt í stjörnuregninu 13. nóvember 1833. Þá urðu hin mestu og ótrúlegustu stjörnuhröp, sem nokkur saga skýrir frá: “Öll festingin í öllum Bandaríkjunum var þá svo klukkustundum skifti eins og ölduþrungið eldhaf! Ekkert frábrigði hefir nokkru sinni skeð í þessu landi síðan það fyrst bygðist, sem eins mikið var dáðst að af einum flokki mannfélags-ins, en horft á með eins miklum kvíða og skelfingu af öðrum”. “Hátíðleikur þessa viðburðar og hin gagntak-andi fegurð er mörgum enn í fersku minni. ... Aldrei hafa fallið þéttar regndropar en loftsteinar féllu þá til jarðar, í austur, vestur, norður og suður voru sömu stór-merkin. Í stuttu máli leit svo út sem allur himininn væri í hreyfingu. ... Þessi viðburður, eins og honum er lýst í riti professors Sillimans, sást um alla Norður-Ameríku. .... Frá því klukkan tvö og þangað til albjart var orðið var himininn alheiður og skýlaus, en stöðugt Ijósaleiftur lék með ósegjanlegri fegurð og hraða um alla himinhvelf-inguna.”1Devens, R.M., “American Progress; eða The Great Events of the Greatest Century”, 28. kap., 1-5 bindiDM 215.2

    “Engin orð geta með neinni nákvæmni lýst þeirri fegurð og dýrð, sem einkendi þessa miklu sýn — enginn sem ekki sá með eigin augum getur ímyndað sér eða haft nokkra hugmynd um þá fegurð. Það var engu líkara en að allar stjörnur himinsins hefðu safnast saman á einn stað rétt uppi yfir höfði manns og sendu allar í einu út frá sér ljósörvar með óreiknanlegum hraða og óútmálan-legri fegurð til allra parta himinhvolfsins — og þó væri altaf nóg eftir; þúsundir stjarna virtust hrapa niður og altaf virtust aðrar þúsundir vera fyrir til þess að hrapa á eftir, rétt eins og þær hefðu verið skapaðar fyrir þessa sýningu”.2F. Reed, in the Christian Advocate and Journal, 13. des. 1833. “Trúrri mynd af hinu aldna fíkjutré, sem kast-ar frá sér fíkjum sínum þegar það svignar fyrir vindi, hefði ekki verið mögulegt að hugsa sér”.3“The Old Countryman”, in Portland ev. Advertiser, 26. nóv. 1833.DM 216.1

    Þannig komu fram síðustu tákn endurkomu Krists, sem hann hafði sagt lærisveinum sínum frá: “pannig skuluð þér og vita að þegar þér sjáið alt þetta, þá er hann í nánd, fyrir dyrum”.4Matt. 24 : 33. Á eftir þessum táknum sá Johannes, sem hina stærstu viðburði er verða ættu, himininn sviftast burt eins og bókfell, jörðina skjálfa og hvert fjall og hverja ey færast úr stað, og hina óguðlegu leitast við að flýja burt frá augliti Guðs.5Opinb. 6 : 12-17.DM 216.2

    Margir sem horfðu á stjörnuhrapið skoðuðu það sem teikn um komu dómsdags. “Skelfingar virkileik, vissan fyrirboða, teikn miskunnar um hinn ægilega og mikla dag”.1Opinb. 6 : 12-17. Þannig var athygli fólksins beint að uppfylling spádómanna; og margir snerust og gáfu gaum aðvörun-um þeim, sem birtust um endurkomuna.DM 216.3

    Miller vann ekki að störfum sínum hindrunarlaust; hann átti biturri mótstöðu að sæta. Það var með hann eins og hina fyrri siðabótamenn, að sannleika þeim er hann boðaði voru veittar árásir af trúarbragðakennurun-um. Sökum þess að þeir gátu ekki sannað kenningar sínar með ritningunni, urðu þeir að grípa til mannasetn-inga og kenninga feðranna; en Guðs orð óbreytt var það eina sem kennendur endurkomunnar tóku gilt. “Vér förum eftir ritningunni og ritningunni einni” var orðtak þeirra. Þegar andstæðingar þeirra gátu ekki varið mál sitt með ritningunni, gripu þeir til þeirra ráða að beita háði og aðhlátri. Hvorki tími, fé né gáfur voru spöruð til þess að óvirða þá, sem ekkert annað höfðu til saka unnið en það að líta með fögnuði til þess tíma er Drottinn þeirra birtist aftur og að leitast við að lifa hreinu líferni og hvetja aðra til þess að búa sig undir komu Krists.DM 217.1

    Illræðismennirnir reyndu ekki einungis að vinna á móti áhrifum endurkomu boðskaparins, heldur einnig reyndu þeir að ráða þann af dögum sjálfan, er boðskap-inn flutti.DM 217.2

    Miller kendi ritninguna og sýndi þeim er til hans heyrðu hvernig kenningar hennar ættu að vera fluttar inn í daglegt líferni; þessar kenningar gagntóku hjörtu þeirra sem trúðu, en vöktu gremju og mótstöðu hjá hin-um, sökum þess að ráðist var á eigingirni þeirra og óhreint líferni: þeir voru hjartanlega ánægðir með sjálfa sig og reiddust öllum aðfinningum; Miller talaði hreint og beint og særðu orð hans eigi sjaldan, þá er honum voru and-stæðir. Mótstaða þeirra sem kirkjunni tilheyrðu kom hinum lægra flokki mannfélagsins til þess að grípa til ósæmilegra ráða, og sórust óvinir Millers í félag til þess að taka hann af lífi, er hann fór frá guðsþjónustu. En heilagir englar voru á verði, og einn þeirra í mannslíki tók í handlegg þessum þjóni Drottins og leiddi hann í gegn um hættuna frá hinum æsta skríl. Verki hans var enn ekki lokið og Djöfullinn og útsendarar hans urðu fyrir vonbrigðum í áformum sínum.DM 217.3

    Öld eftir öld hafði Guð boðað heiminum aðvaranir með þjónum sínum; en þeim hafði öllum verið tekið með vantrú og andvaraleysi. Þegar óguðleiki þeirra, sem fyrir syndaflóðið lifðu kom Drotni til þess að láta þá farast, lét hann þeim fyrst kunnar fyrirætlanir sínar, til þess að þeim gæfist færi á að bæta ráð sitt og snúa frá villu vega sinna. Um hundrað og tuttugu ár var þeim boðið að iðrast, til þess að reiði Guðs skyldi ekki falla á þá og þeir verða eyðilagðir. En þessi boðskapur hljóm-aði í eyrum þeirra sem hégómi og þeir trúðu ekki, þeir voru forhertir í illverkum sínum og gerðu gys að sendi-boða Drottins; töldu orð hans einskis virði og ásökuðu hann jafnvel um yfirskyn og hroka. “Hvernig dirfist einn maður að setja sig upp á móti öllum stormennum jarðarinnar?” sögðu þeir. Ef boðskapur Nóa var sannur, hvers vegna sá þá ekki allur heimurinn það og trúði honum ? Hvaða gildi hefir staðhæfing eins einasta manns á móti skynsemi allra þeirra þúsunda, sem öðru halda fram? Á dögum Nóa trúðu menn ekki aðvörunum hans og leituðu sér ekki hælis í örkinni.DM 218.1

    Þeir sem gys gerðu að Nóa bentu á náttúrulögin; þeir bentu á árstíðirnar, sem fylgdu hver annari í réttri röð; þeir bentu á hinn heiða himinn, sem aldrei hafði opnast til þess að steypa niður þvílíku regni, sem spáð var um. Þeir bentu á hina grænu haga, endurnærða af dögg næturinnar, og þeir sögðu: “Talar hann ekki í dæmisögum?” Í fyrirlitningarskyni lýstu þeir því yfir að prédikari réttlætisins væri æstur ofstækistrúarmaður, og þeir héldu áfram í sínum veraldlegu nautnum, enn þá ákafari en áður; enn þá siðspiltari en fyr. En trúleysi þeirra hindraði ekki það sem um var spáð. Guð sýndi þeim hið mesta langlundargeð, þrátt fyrir þeirra spilta líferni og veitti þeim nægilegan tíma og tækifæri til þess að iðrast og bæta ráð sitt; en þegar hinn ákvarðaði tími kom féll dómur hans yfir þá, sem hafnað höfðu miskunn-semi hans.DM 218.2

    Kristur segir að samskonar trúleysi muni eiga sér stað í sambandi við endurkomu hans. Eins og menn á dögum Nóa “vissu eigi af fyr en flóðið kom og hreif þá alla burt, — þannig mun verða koma mannsins sonar”.1Matt. 24 : 39. Þegar þeir sem þykjast vera Guðs útvalið fólk sameinast þeim, sem veraldlega eru sinnaðir, lifa lífi þeirra og taka höndum saman við þá í fyrirboðnum skemtunum; þegar sællífi veraldarinnar er flutt inn í sjálfa kirkjuna; þegar hjúskapar klukkurnar gjalla og allir vænta margra ára veraldlegs sællífis — þá munu enda skyndilega allar þeirra fölsku missýnir, eins og þegar elding slær niður af himni.DM 218.3

    Eins og Drottinn sendi þjón sinn til þess að vara við hinu komandi flóði, þannig sendi hann útvalda þjóna sína til þess að kunngjöra nálægð hins síðasta dóms. Og eins og samtíðarmenn Nóa hlógu að spádómum prédikarans, er hann flutti boðskap réttlætisins, þannig voru þeir margir á dögum Millers, jafnvel meðal þeirra sem Guði þóttust fylgja, sem gerðu gys að viðvörunarorðum hans.DM 219.1

    Og hvernig stóð á því að kenningar og prédikanir Krists um endurkomu hans voru eins óvelkomnar innan kirkjunnar og raun varð á? Þar sem endurkoma Drott-ins flytur dóm og dauða þeim er illu lífi hafa lifað, flyt-ur hún þeim von og fögnuð sem réttilega hafa breytt; þessi gleðiboðskapur hefir verið hughreysting allra Guðs barna um allar aldir. Hvernig stóð á því, að kenningin var orðin eins og höfundur hennar, “ásteytingarsteinn og hrösunarhella” þeim, sem honum þóttust þó fylgja? pað var Drottinn vor sjálfur sem gaf lærisveinum sínum það fyrirheit, sem hér segir: “Og þegar eg er farinn burt og hefi búið yður stað, kem eg aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð og þar sem eg er”2Postulas. 1:11. Það var hinn hluttekningarsami frelsari, sem sá fyrir hrygð og söknuð lærisveina sinna, sem sendi engla til þess að hugga þá með þeirri fullvissu að hann mundi koma aftur sjálfur á sama hátt og hann fór til himna. Þegar lærisveinarnir stóðu undrandi og reyndu að horfa til hins síðasta á þann, sem þeir höfðu elskað, beindist athygli þeirra að þessum orðum: “Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? pessi Jesús, sem var upp numinn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins”.2Jóh. 14 : 3. Ný von vaknaði í brjóstum þeirra við boðskap englanna. Lærisveinarnir “tilbáðu hann og sneru aftur til Jerusalem með miklum fögnuði. Og þeir voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð.1Lúk. 24 : 52-53. Þeir glöddust ekki fyrir þá sök að Jesús hafði farið frá þeim, og þeir urðu að berj-ast einir við alla mótstöðu og freistingar heimsins, heldur vegna fullvissu englanna um það að hann, sem hafði horf-ið þeim, mundi koma aftur.DM 219.2

    Boðskapurinn um komu Krists átti nú að vera efni fagnaðar og mikillar gleði, ekki síður en þegar hirðarnir boðuðu komu hans í Betlehem. Þeir sem í raun og veru elska frelsarann hljóta að meðtaka með gleði guðs orð, sem segir að sá sem þeir byggi á alla von sína um eilíft líf, komi aftur; ekki til þess að vera smáður, fyrirlitinn og með hann farið eins og átti sér stað þegar hann kom áður, heldur muni hann koma í mikilli dýrð og guðdóms-krafti, til þess að frelsa fólk sitt. Það eru einungis hinir, sem ekki elska frelsarann, sem ekki vilja að hann komi aftur til vor. Og engin sönnun getur verið til fullkomn-ari fyrir því að kirkjan hefir fallið frá Guði, en sú sem birtist í þeirri mótstöðu og þeim óróa, sem kenningin um endurkomu Krists veldur.DM 220.1

    Af öllum hinum miklu trúarbragða hreyfingum síð-an á dögum postulanna, hefir engin hreyfing verið laus-ari við mannlegan ófullkomleik og vélar Djöfulsins, en sú sem átti sér stað sumarið og haustið 1844.DM 220.2

    Þegar kallið kom: “Sjá, brúðguminn kemur, gang-ið út til móts við hann”, þá vöknuðu þeir sem biðu og “bjuggu lampa sína”. Þeir lásu Guðs orð með hinum mesta áhuga, svo að slíkt var óþekt áður. Þessum boð-skap fylgdi knýjandi kraftur, sem áhrif hafði á sálir manna. Engin efasemd, engin spurning átti sér stað.DM 220.3

    Þegar sá tími nálgaðist að von væri á frelsaranum, lásu hinir trúuðu dæmisöguna um hinar tíu meyjar (Matt. 25, 1-13), “er tóku lampa sína og fóru út til móts við brúðgumann”. Eftir nokkra bið, þegar þessar meyjar “syfjaði og þær sofnuðu” var “um miðnætti kallað: Sjá, brúðguminn kemur, gangið út til móts við hann”. Vegna þess hversu oft þetta heyrðist, var hreyfingin á þessu tímabili kölluð “miðnæturhrópið”.DM 220.4

    Eins og flóðalda færðist þessi hreyfing yfir landið. Frá borg til borgar, frá bæ til bæjar og út í afskekt héruð barst hreyfingin, þangað til hinir trúðuðu, sem biðu komu Drottins, fyltust eldlegum áhuga. Ofstæki hvarf við þennan boðskap eins og mGrgundögg fyrir upprennandi sól. Trúaðir menn fundu að efasemdir þeirra og á-hyggjur hurfu, en von og þrek fylti hjörtu þeirra. Verk þeirra voru því laus við þann ofsa, sem ávalt er hætt við, þegar mannlegar tilfinningar einar ráða, án stjórnandi áhrifa Guðs anda Þessi hreyfing var lík þeim, sem ein-kendar voru af auðmýkt og undirgefni, þegar menn lutu Guði af einlægni meðal hinna fornu fsraelsmanna, eftir að Guð hafði átalið þjóna sína. Hreyfingin hafði þau ein-kenni, sem sameiginleg eru verkum Guðs á öllum öldum. Ekki var mikið um ákafa gleði, heldur djúpa sjálfsrann-sókn syndajátning og afneitun veraldlegs munaðar. Und-irbúningurinn til þess að mæta frelsaranum var áhyggju-efni órórra sálna. Stöðugar bænir áttu sér stað, og menn helguðu Guði líf sitt hiklaust og opinberlega.DM 220.5

    Á þessum tímum var trúin svo sterk að bænum manna var svarað; trúnni var samfara svo mikil sannfæring að hún hlaut sín eigin laun. Eins og skúrir á regn-þyrsta jörð kom andi náðarinnar niður á sálir einlægra manna er leituðu Drottins í bæninni. Þeir sem bjuggust við að standa bráðlega augliti til auglitis við frelsara sinn, fundu til hátíðlegrar gleði, sem engin orð geta lýst. Hinn mótandi, sveigjandi kraftur heilags anda bræddi hjörtu mannanna, þegar blessun hans veittist þeim í ríku-legum mæli, og þeir trúðu með staðfestu og í einlægni.DM 223.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents