Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Vonbrigði

    Þeir sem meðtóku boðskapinn, komu fram með var-færni og hátíðleik, þegar þeir væntu þess að mæta frels-ara sínum. Á hverjum morgni töldu þeir þad fyrstu skyldu sína að leita sátta við Guð. Það að vera í sátt og samræmi við frelsara sinn var þeim meira virði en þeirra daglega brauð; og ef ský skygði á hugsanir þeirra, þá voru þeir ekki ánægðir fyr en þeir höfðu losnað við það. Þegar þeir fundu til nálægðar hins fyrirgefandi náðar-anda, þráðu þeir að sjá þann er sálir þeirra elskaði.DM 224.1

    En vonbrigði áttu fyrir þeim að liggja. Eftirvænt-ingatíminn leið og Kristur kom ekki til frelsunar fólki sínu. Með staðfastri eftirvæntingu höfðu þeir biðið eftir komu hans, og nú voru þeir eins og María, þegar hún kom að gröf frelsarans og fann hana tóma; hún grét þá og sagði: “Búið er að taka burt Drottinn minn, og veit eg eigi, hvar hann hefir verið lagður”.1Jóh. 20 : 13.DM 224.2

    Jesús og allir englar himnanna litu með velþóknun á hina trúuðu, reyndu en vonbrotnu menn. Hefði blæjan sem skilur þennan heim frá þeim ósýnilega verið tekin í burtu, þá hefðu sést englar, sem börðust með þess-um trúföstu sálum og vernduðu þær fyrir vélabrögðum hins illa. Hinir vantrúuðu höfðu lengi fundið til skelf-ingar eða ótta fyrir því að boðskapurinn kynni að vera sannur; höfðu þeir fyrir þá sök haldið sig í skefjum. Þegar tíminn var liðinn hvarf ekki þessi ótti með öllu; í fyrstu þorðu þeir ekki að ofmetnast við þá, sem fyrir vonbrigðunum urðu; en þegar lengra leið og ekki sáust nein merki guðlegrar reiði, þá hvarf þeim óttinn smám saman og þeir byrjuðu aftur á háði og smánaryrðum. Stórir hópar þeirra, sem þóttust áður trúa á endurkomu Drottins, hurfu frá trú sinni og afneituðu henni. Sumir þeirra sem í einlægni höfðu trúað tóku vonbrigðin svo nærri sér að þeir hefðu helzt viljað geta flúið þennan heim; þeim fór eins og Jónasi, þeir átöldu Drottinn og kusu heldur dauða en líf. Þeir sem bygt höfðu trú sína á skoðunum annara manna, en ekki á sjálfu Guðs orði. voru nú eins fljótir að snúa við blaðinu og breyta skoðun-um sínum. Þeir sem gerðu gys að trúnni unnu þá á sitt mál aftur, sem huglausir voru og ósjálfstæðir; allir þessir flokkar sameinuðust nú og lýstu því yfir að ekki væri nein hætta framar á ferðum og einskis þyrfti að vænta af því sem spáð hefði verið. Tíminn hafði liðið; Drottinn hafði ekki birzt og líkur voru til, eftir áliti þeirra, að heimurinn héldist eins og hann var í þúsundir ára.DM 224.3

    Þeir sem trúðu í einlægni hjarta síns, höfðu fórnað öllu fyrir sakir Krists, og var hann þeim nú nálægari en nokkru sinni fyr. Þeir trúðu því að þeir hefðu veitt heim-inum síðustu aðvörun; þeir væntu þess að komast bráð-lega í samfélag við sinn guðdómlega meistara og himneska engla, og höfðu því að miklu leyti haldið sér frá félagi veraldlegra og hégómagjarnra manna, sem ekki meðtóku boðskapinn. Þeir höfðu beðið með djúpri þrá og sagt: “Kom þú, Drottinn Kristur; kom þú sem fyrst”. En hann hafði ekki komið. Og tilhugsunin um að takast nú aftur á hendur veraldleg störf og veraldlegar áhyggjur og þola háð og hrakyrði hinna vantrúuðu, reyndi mjög á trú þeirra og þolgæði.DM 225.1

    Samt sem áður voru þessi vonbrigði ekki eins mikil og þau, sem postularnir urðu fyrir, þegar Kristur var hér á jörðu.DM 225.2

    Þegar Jesús hélt innreið sína í Jerúsalem, héldu læri-sveinar hans að hann væri að því kominn að setjast á konungsstól Davíðs og frelsa Ísraelslýð frá undirokun. Með djúpri eftirvænting og takmarkalausri gleði keptust þeir hverir við aðra að sýna konungi sínum lotningu. Margir breiddu ytri föt sín sem dúka á veg hans, eða hjuggu kvisti af pálmaviðartrjánum og dreifðu á veginn fyrir hann. Í djúpri gleði tóku þeir undir hverir með öðrum og sungu : “Hóseanna syni Davíðs”. Þegar Faríseamir, sem reiddust og þóttust verða fyrir ónæði af þessum gleðilátum báðu Jesús að þagga niður í þeim, svaraði hann þeim og sagði: “Eg segi yður, að ef þessir þegðu mundu steinarnir hrópa”.1Lúk. 19 : 40. Spádómarnir verða að koma fram. Postularnir voru að framkvæma vilja Guðs og áform hans; en samt urðu þeir að þola sárustu vonbrigði. Innan örfárra daga urðu þeir að horfa á meistara sinn í sárustu kvöl; horfa á hann líða píslarvættisdauða og vera lagðan í gröfina. Vonir þeirra höfðu í engu tilliti ræzt og þær dóu allar með Jesú. Það var ekki fyr en hann reis aftur sigrihrósandi upp úr gröfinni að þeir skildu að öllu þessu hafði verið spáð, og að “Kristur átti að líða og rísa upp frá dauðum, og að Jesus—sem eg boða yður —hann er einmitt Kristur”.2Postulas 17:3. Fimm hundruð árum áður hafði Drottinn sagt fyrir munn Sakaríasar spámanns: “Fagna þú mjög, dóttirin Zion; lát gleðilátum, dóttirin Jerusalem. Sjá konungur þinn kemur til þín; réttlátur er hann og sigursæll; lítillátur og ríður asna, ungum ösnu-fola”.3Zakaría 9 : 9. Hefðu lærisveinarnir gert sér grein fyrir því að Kristur átti að líða dóm og dauða, hefðu þeir ekki getað uppfylt þennan spádóm.DM 225.3

    Á sama hátt uppfylti Miller og félagar hans spádóma og fluttu boðskap, sem hið innblásna orð hafði fyrir sagt að kunngjörður skyldi verða heiminum. En þetta hefðu þeir ekki getað, hefðu þeir í fyrstu vitað um pau von-brigði, sem fyrir þeim áttu að liggja, og hefðu þeir vitað að þeir voru að flytja annan boðskap, sem átti að boðast öllum lýðum áður en Drottinn kæmi. Boðskapur fyrsta og annars engilsins kom fram á réttum tíma og urðu því til framkvæmdar, sem ætlað var af Guði að þeir gerðu.DM 226.1

    Heimurinn hafði búist við því að ef Kristur kæmi ekki, þá mundi öll endurkomu kenningin falla um sjálfa sig. En þrátt fyrir það þótt margir létu undan vegna freistinganna, þá stóðu samt margir stöðugir í trú sinni. Avextir endurkomukenningarinnar, undirgefnisandinn og sjálfsprófunin, afneitun heimsins og siðbætt líferni, sem verkinu var samfara, vitnuðu um það, að þetta var Guðs verk. Þeir dirfðust ekki að neita því, að heilagur andi hefði vitnað um boðskap endurkomunnar og þeir gátu ekki fundið neina villu í reikningi þeim, sem snerti spádóms tímabilið. Hinir færustu mótstöðumenn þeirra gátu ekki eyðilagt spádóms þýðingar þeirra, eins og þeir komu fram með þær. Þeir gátu ekki án biblíunnar fengið sig til þess að mótmæla því, er menn höfðu komist að með einlægum lestri, djúpum hugsunum og hjartnæmum bænum, þegar um þá menn var að ræða, sem upplýstir voru af anda Drottins og áttu hjörtu brennheit af lifandi krafti Drottins. Boðskapur þessara manna hafði staðist dýpstu röksemdir og gagnrýni og hina svæsnustu mót-stöðu vel þektra trúarbragða kennara og veraldlegra vitringa; hann hafði staðið eins og bjarg gegn samein-uðum öflum lærdóms og mælsku, samfara háði og árás-um heiðvirðra manna jafnt sem óhlutvandra.DM 226.2

    Það var að vísu satt að vonbrigði höfðu átt sér stað að því er viðburðinn snerti; en jafnvel það gat ekki veikt trú þeirra á Guðs orði. Þegar Jónas lýsti því yfir á göt-unum í Ninive að bærinn mundi hrynja innan fjörutíu daga, þá tók Drottinn gilda lítillækkun Ninive-manna og lengdi náðartíma þeirra; samt sem áður var boðskapur Jónasar sendur af Drotni og Nineve var reynd samkvæmt hans vilja. Á sama hátt trúðu endurkomukennendur því að Guð hefði leitt þá til þess að vara menn við degi dómsins.DM 229.1

    Guð yfirgaf ekki fólk sitt; andi hans hvíldi enn þá yfir þeim, sem ekki afneituðu tafarlaust því ljósi, sem þeim hafði verið veitt, og fordæmdu ekki kenningar end-urkomunnar. Í pistlinum til Hebrea eru hughreystingar-orð og aðvörunar til þeirra, sem reyndir voru og biðu freistinganna. ‘‘Varpið þér eigi frá yður djörfung yðar, er mikla umbun hefir; því þolgæðis hafið þér þörf, til þess að þér úr býtum berið fyrirheitið, er þér hafið gjört Guðs vilja; því innan harla skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst honum; en minn hinn réttláti mun lifa fyrir trúna, og skjóti hann sér undan, þá hefir sála mín enga geðþekni á honum; en vér erum ekki undanskotsmenn til glötunar, heldur menn trúarinnar til sáluhjálpar”.1Heb. 10 : 35-39. Það er auðsætt að þetta er talað til safnað-arins á hinum síðustu dögum og sést það á því að bent er á nálægð endurkomunnar: “Því að innan harla skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst honum”. (Heb. 10, 37). Og það er greinilega í spádóm-unum falið að töf muni eiga sér stað að því er virðist og að svo muni líta út sem Drotni mundi dveljast. Fyrir-skipanir þær, sem hér voru gefnar koma sérstaklega heim við reynslu þeirra manna, sem endurkomutrúnni fylgja á vorum dögum.DM 229.2

    Fólkið sem hér var ávarpað var í hættu fyrir því að það liði skipbrot á trú sinni. Það hafði fylgt vilja Guðs í því að fara eftir handleiðslu hans, en samt gat það ekki skilið áform hans í því, sem það hafði reynt að undan-förnu; ekki gat það heldur séð veginn framundan sér og það freistaðist til þess að efast um að Guð hefði verið leiðtogi þess. Á þessum tíma áttu þau orð við sem segja: “En hinn réttláti mun lifa fyrir trú”. Þegar hið bjarta ljós “miðnæturhrópsins” hafði lýst vegu þeirra og þeir höfðu séð spádómsinnsiglin brotin upp, og teiknin sem óðum sýndu uppfylling spádómanna um endurkomu Krists nálguðust, og þeir höfðu gengið beint af augum, eins og að orði er komist. En með því að höfuð þeirra voru nú beygð af vonbrigðum, gátu þeir aðeins haldið sér uppréttum fyrir trúna á Guð og hans heilaga orð. Heim-urinn hæddist að þeim og sagði: “pér hafið orðið fyrir blekkingum; kastið trú yðar og segið að endurkomukenn-ingin hafi verið frá hinum vonda”. En Guðs orð sagði: “Skjóti hann sér undan, þá hefir sála mín enga geð-þekni á honum”. Það að afneita trú sinni og viður-kenna ekki kraft heilags anda, sem verið hafði með boð-skapnum, befði leitt aftur til glötunar. Þeir fengu hug-rekki fyrir orð Páls postula : “Varpið þér eigi frá yður djörfung yðar”, “því þolgæðis hafið þér þörf”. “Því innan harla skamms tíma mun sá koma sem koma á, og ekki dvelst honum”. Það eina sem þeir gátu gert var að glæða það ljós, sem þeim hafði verið gefið af Guði, halda sér fast við fyrirheit hans og halda áfram að leita í orði hans og bíða með þolinmæði eftir meira ljósi.DM 230.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents