Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Hvað er helgidómurinn?

    Ritningin, sem um fram alt annað hefir bæði verið grundvöllur og máttarstoð endurkomutrúarinnar, var sj.álf yfirlýsing um það að: “Tvö þúsund og þrjú hundruð kveld og morgnar (mundu líða) og þá mundi helgidómur-inn aftur verða kominn í samt lag”. Þessi orð höfðu verið kunnug öllum þeim er trúðu því, að Drottinn mundi bráðlega koma aftur. Þúsundir manna endurtóku þennan spádóm hvað eftir annað, sem einkunnarorð trúar sinnar. Öllum fanst sem að á þeim viðburðum, er þar voru sagðir fyrir, hvíla þeirra björtustu vonir og dýpstu eftirvænt-ingar. Fram á það hafði verið sýnt að þetta spádóms-tímabil endaði haustið 1844. Eins og allir aðrir kristnir menn héldu endurkomutrúarmenn þá, að jörðin, eða ein-hver hluti hennar, væri helgidómurinn. Þeir skildu það þannig að hreinsun helgidómsins þýddi hreinsun jarðar-innar af eldi hins síðasta mikla dags; og að sá tími yrði við endurkomu Krists; þess vegna komust menn að þeirri níðurstöðu að Kristur mundi koma í heiminn árið 1844.DM 231.1

    En hinn væntanlegi tími var liðinn, og meistarinn hafði ekki komið. Hinir trúuðu vissu það að Guðs orð gat ekki brugðist; það hlaut að vera þýðing þeirra á spádómunum, sem var skeikul; en í hverju lá villan? Margir komust hjá þeirri erfiðu gátu með því að neita því í fljótfærninni að 2300 dagarnir enduðu árið 1844. Enga ástæðu gátu þeir fært fyrir þessu, nema þá að Kristur hafði ekki komið þegar vonast var eftir honum. Rök-semdafærsla þeirra var þannig að ef hinir tilteknu dagar hefðu endað 1844, þá hefði Kristur komið aftur til þess að hreinsa helgidóminn með því að láta eld fara um jörðina, og með því að hann hefði ekki komið, gæti það ekki verið að dagarnir væru liðnir.DM 231.2

    Það að taka þessa kenningu góða og gilda var sama sem að hafna reikningi þeim, sem áður var komist að samkvæmt spádómstímanum. Hinir 2300 dagar byrjuðu þegar skipun Artaxerxes um endurreisn Jerúsalemsborg-ar gekk í gildi, en það var um haustið 457 fyrir Krists burð. Væri gengið út frá þeim tíma í byrjun, þá var full-komið samræmi í öllum öðrum atriðum, sem skýrð voru í Daníelsbók 9, 25-27, viðvíkjandi því tímabili. Sextíu og níu vikur, eða 483 fyrstu árin af hinum 2300 árum, áttu að ná til daga Messíasar, hins smurða; og skírn Krists og smurning af heilögum anda 27 e. Kr., kom nákvæmlega heim við það sem spáð var. Í miðri sjötugustu vikunni átti Messías að vera burt numinn; hálfu fjórða ári eftir skírn sína var hann krossfestur, um vorið 31 eftir Krist. Hinar sjötíu vikur eða 490 ár áttu sérstaklega við Gyð-inga. Þegar sá tími var liðinn innsiglaði þjóðin útskúfun Krists með því að ofsækja lærisveina hans og postularnir sneru sér til heiðingjanna árið 34 eftir Krist. Þegar liðin voru fyrstu 490 árin af 2300 árunum voru 1810 ár eftir. Frá árinu 34 eftir Krist ná 1810 ár til ársins 1844: “Þá skal helgidómurinn kominn í samt lag” sagði engillinn. Hvert einasta atriði spádómsins hafði komið fram ná-kvæmlega og ómótmælanlega á réttum tíma.DM 232.1

    Með þessum reikningi var alt auðskilið og í samræmi að öðru leyti en því að ekki sást að neinn viðburður hefði átt sér stað 1844, er svaraði til spádóminum um hreinsun helgidómsins. Að neita því að hinir tilteknu dagar end-uðu það ár, var sama sem að gera alt málefnið flókið og myrkt og að hafna þeim kenningum, sem fram hafi ver-ið haldið samkvæmt óskeikulum uppfyllingum spádóm-anna.DM 232.2

    En Drottinn hafði haldið hendi sinni yfir fólki sínu í hinni miklu endurkomu hreyfingu; kraftur hans og dýrð hafði verið í verki með því, og ómögulegt var að hann léti það viðgangast að starfið endaði í skilningsleysi og vonbrigðum, og yrði því dæmt einskis virði, ofstækisfult og æsingablandið. Á því var engin hætta að hann léti orð sitt vera undirorpið efa og skilningsleysi. Þrátt fyrir það þótt margir hyrfu frá hinum fyrra reikningi sínum viðvíkjandi spádómstímabilinu og neituðu því að undir-staða hreyfingarinnar væri rétt, þá voru aðrir, sem ekki vildu gera það sama; þeir vildu ekki afneita trúaratrið-um og reynslu, sem studdust við ritninguna og við vitnis-burð heilags anda. Þeir trúðu því að að þeir hefðu bygt þýðingar eða skýringar sínar á réttum grundvelli, þegar þeir samkvæmt skyldu sinni réðu spádómana, og að það væri skylda þeirra að halda stöðugt við þann sannleika, sem þeir höfðu þegar komist að. Þeir byrjuðu á ný með einlægum bænum og lásu ritningarnar, til þess að leita þess staðar, þar sem þeim hefði skjátlast. Með því að þeir gátu enga villu fundið í reikningum sínum um spá-dóms tímabilin, rannsökuðu þeir nákvæmar atriðið um helgidóminn.DM 232.3

    Í rannsóknum sínum komust þeir að pví að enginn staður er til í ritningunni, sem styðji þá almennu skoðun að jörðin sé helgidómurinn; en í ritningunni fundu þeir fullkomna skýringu á helgidóminum, eðli hans, verustað og ætlunarverki; vitnisburður hinna helgu höfunda var svo ljós og fullkominn, að ekki gat verið um neitt að vill-ast. Postulinn Páll segir í bréfinu til Hebrea: “Að vísu hafði nú fyrri sáttmálinn líka fyrirskipanir um þjónust-una og hafði jarðneskan helgidóm; því að tjaldbúð var gerð hin fremri, og í henni voru bæði ljósastikan og borð-i5 og skoðunarbrauðin; og heitir hún “hið heilaga”. En bak við annað fortjaldið var tjaldbúð, sem hét “hið allra-helgasta”. Þar var reykelsisaltarið úr gulli, og sáttmáls-örkin, sem alt í kring var gulli búin; í henni var gullkerið með manna í og hinn blómgaði stafur Arons og sáttmáls-spjöldin; en yfir henni voru kerúbar dýrðarinnar, yfir-skyggjandi náðarstólinn”.1Heb. 9 : 1-5.DM 233.1

    Helgidómurinn sem Páll talar hér um var tjaldbúðin, sem Móses bygði samkvæmt boði Drottins, sem jarðnesk-an dvalarstað handa hinum allra hæsta. “Og þeir skulu gera mér helgidóm, að eg búi mitt á meðal þeirra”.22. Móse 25 : 8. Þannig var sú bending, sem Móse var gefin, þegar hann var uppi á fjallinu hjá Guði. Ísraelsmenn voru á ferð yfir eyðimörkina, og tjaldbúðin var þannig bygð að hægt var að flytja hana úr stað í stað. Samt sem áður var hún stórkostleg bygging. Veggirnir voru úr borðum, sem stóðu upp á endann og voru þau gullbúin og stóðu á silfur-pöllum; en þakið var gert úr mörgum blæjum; voru þær yzt úr skinnum en hið innra úr dýru líni með skrautlegum kerúbsmyndum.DM 233.2

    Auk ytra forgarðsins, þar sem inni brann fórnareld-ur, var tjaldbúðin sjálf, og var henni skift í tvent, var annað nefnt “hið heilaga” en hitt “hið allrahelgasta”; voru þessir helgidómar aðgreindir með fögrum blæjum; samskonar blæjur lokuðu einnig dyrunum til hins helga. í helgidóminum var ljósahjálmurinn að sunnanverðu; var hann með sjö lömpum, sem lýstu helgidóminn dag og nótt. Að norðanverðu stóð borðið með skoðunarbrauðunum, og fyrir framan blæjuna, sem aðskildi hið helga frá hinu allrahelgasta, var hið gullna altari reykelsisins og steig þaðan daglega sætur ilmur upp til Guðs, með bænum Ísraelsmanna. Í hinu allra helgasta var sáttmálsörkin; var það kista úr dýrum viði, öll gullbúin. Hinar tvær steintöflur, sem Guð hafði skrifað hin tíu boðorð á voru í sáttmálsörkinni. Yfir örkinni var náðarstóllinn og mynd-aði hann lokið á hinni helgu kistu; var það gjört af mikilli iist og hagleik; á því voru tveir kerúbar, sinn á hvorum enda, og voru þeir úr skíru gulli; en nærvera hins allra hæsta var táknuð með nokkurs konar dýrðarskýi á milli kerúbanna.DM 234.1

    Eftir að Hebrear höfðu sezt að í Kanaanslandi, var musteri Salomons bygt í stað tjaldbúðarinnar; og þótt það væri stórkostlegri og vandaðri bygging, þá var það bygt með sama fyrirkomulagi og í sömu hlutföllum, og hið innra útbúið á sama hátt. Með þessu lagi var helgi-dómurinn, þangað til hann var eyðilagður af Rómverjum árið 70 eftir Krist — nema þann tíma sem hann var í rústum á dögum Daníels spámanns.DM 234.2

    Þetta er hinn eini helgidómur, sem nokkru sinni hefir verið til á iörðunni og ritningin veitir nokkrar upplýsing-ar um. Páll postuli lýsti því yfir að þetta væri helgidóm-ur hins fyrra sáttmála. En tilheyrir enginn helgidómur hinum nýja sáttmála?DM 234.3

    Þegar sannleiksleitendurnir snéru sér aftur til bréfs-ins til Hebrea, þá fundu þeir að bent var á helgidóm hins annars eða nýja sáttmála, í orðum Páls postula, sem pegar hafa verið tilfærð, og þannig hljóða: “Að vísu hafði nú líka fyrri sáttmálinn fyrirskipanir um þjónustu og hafði jarðneskan helgidóm”. Og orðið líka gefur það til kynna að Páll hafi áður minst á helgidóm þenna. Þegar vér lítum aftur á næsta kafla hér á undan finnum vér þar þetta: “En höfuðinntak þess, sem sagt hefir verið, er þetta: Vér höfum þann æðsta prest, er settist til hægri handar hástóls hátignarinnar á himnum, helgiþjón helgi-dómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, ekki maður”.1Heb. 8 : 1-2.DM 234.4

    parna er opinberaður helgidómur hins nýja sáttmála. Helgidómur hins fyrra sáttmála var gerður af mönnum; Hann var bygður af Móse; þessi helgidómur aftur á móti er gerður af Guði sjálfum, ekki af mönnum. Í hinum fyrra helgidómi framkvæmdu veraldlegir prestar helgi-störfin; í þessum helgidómi er það Kristur, vor mikli æðsti prestur, sem framkvæmir þau við hægri hönd Guðs. Annar helgidómurinn var á jarðríki, hinn er á himnum.DM 237.1

    Enn fremur var tjaldbúð sú er Móses bygði gerð eftir fyrirmynd ; Drottinn leiðbeindi honum: “Þér skuluð gera hann í öllum greinum eftir þeirri fyrirmynd af tjaldbúð-inni og eftir þeirri fyrirmynd af öllum áhöldum henn-ar, sem eg mun sýna þér”. Og enn fremur: “Og sjá svo til að þú gjörir þessa hluti eftir þeirri fyirrmynd, sem þér var sýnd á fjallinu”.22. Móse 25 : 9, 40. Og Páll segir að hin fyrri tjaldbúðin hafi verið: “Ímynd komandi tíma, og henni samkvæmt eru frambornar bæði gáfur og fórnir”, og sömuleiðis að þetta séu: “Eftirmyndir þeirra hluta sem á himnum eru”; að prestarnir, sem fram báru fórnirnar samkvæmt lögmálinu voru þeir: “sem veita þjónustu eftir mynd og skugga hins himneska”, og að: “Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan him-ininn, til þess að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla”.3Heb. 9 : 23; 8 : 5; 9 : 24.DM 237.2

    Helgidómurinn á himnum, þar sem Kristur kemur fram fyrir vora hönd, er hinn mikli frum-helgidómur, en eftir honum bygði Móses sinn helgidóm. Guð sendi þeim anda sinn er bygðu hinn jarðneska helgidóm. Hin frá-bæra list í byggingu hans ber vott um guðlegan vísdóm. Veggirnir voru á að líta sem skirt gull og brotnuðu þar í allri sinni dýrð geislarnir frá hinum sjö ljósastikum.DM 237.3

    Borðið með skoðunarbrauðunum og fórnaraltarið ljómaði eins og brent gull; hin íburðarmikla blæja, er myndaði hvelfinguna, með íofnum englamyndum í bláum, purpura og rauðum litum, margfaldaði fegurð helgidómsins. Og á bak við annað tjaldið var hið allra helgasta, hin sýnilega ímynd Guðs dýrðar, og mátti þangað enginn koma né þar dvelja nema æðsti presturinn.DM 238.1

    Hin óviðjafnanlega dýrð hinnar jarðnesku tjaldbúð-ar var fyrir mannlegum augum ímynd hins himneska musteris, þar sem Kristur sjálfur birtist sem talsmaður vor frammi fyrir hásæti Guðs. Bænastaður konungs konunganna: þar sem “þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum”.1Dan. 7 : 10. Musterið með dýrð hins eilífa hásætis, þar sem Ser-afarnir, hinir skínandi verðir þess, ljóma af tilbeiðslu, gátu fundið ímynd afar ófullkomna eftirlíking hinnar himnesku dýrðar í þeirri eftirlíking, sem fullkomnust hefir verið gjörð af mannlegum höndum. Samt sem áður var kend-ur mikilsverður sannleikur í hinum jarðneska helgidómi um hinn himneska helgidóm og hið mikla verk, sem unn-ið var mönnunum til endurlausnar.DM 238.2

    Hinir dýrðlegu staðir í himneska helgidóminum eru táknaðir með hinum tveimur deildum helgidómsins hér á jörðinni. Þegar Jóhannesi postula veittist sú náð í hinni dýrðlegu sýn að sjá musteri Guðs á himnum, þá leit hann þar að: “sjö eldblys brunnu fyrir hásætinu”.2Opinb. 4 : 5. Hann sá að “annar engill kom og nam staðar við altarið; hann hélt á gullglóðarkeri, og honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið, sem var frammi fyrir hásætinu”.3Opinb. 8 : 3. Þarna veittist spámanninum sú náð að sjá fyrri deild helgidóms-ins á himnum, og hann sá þar “hin sjö eldblys” og hið “gullna altari” táknandi hinn gullna ljósastjaka og fórn-araltarið í helgidóminum á jörðinni; og aftur “opnaðist musteri Guðs”4Opinb. 11 : 19. og hann leit inn fyrir innra tjaldið og sá hið allra helgasta; þar sá hann örk sáttmála Guðs og var hún táknuð með hinu helga skríni, sem smíðað var sam-kvæmt fyrirsögn Mósesar, og áttu þar að geymast hinar helgu sáttmálstöflur Guðs.DM 238.3

    Þannig var það að þeir sem leituðu sannleikans fundu ómótmælanlega sönnun fyrir tilveru helgidómsins á himnum. Móses gerði hinn jarðneska helgidóm eftir þeirri fyrirmynd, sem honum var birt. Páll kennir að sú fyrirmynd hafi verið hinn sanni helgidómur á himnum og Johannes vitnar að hann hafi séð hann á himnum. Í helgidómi himinsins, verustað Drottins, er hásæti hans grundvallað á réttlæti og dómi. í hinu allra helgasta eru lög hans, hin mikla mælisnúra réttlætisins, sem alt mann-kynið er dæmt eftir. Örkin sem í voru geymdar lögmáls-töflurnar og á henni var náðarstóllinn; frammi fyrir honum flytur Kristur mál vort með blóðfórn sinni. Þannig er táknuð sameining réttlætis og miskunnar í endurlausnar-verkinu. Þessa sameiningu gat einungis alvízka upp-hugsað og almætti komið til leiðar. Það er sameining, sem fyllir alla himnana með aðdáun og lotningu. Kerúb-arnir í hinum fyrra helgidómi horfðu með fjálgleik niður á náðarsætið; þeir voru ímynd þess áhuga, sem hersveitir himnanna sýna í endurlausnarverkinu. Þetta eru leynd-ardómar náðarinnar, sem englana fýsir að skilja — það er að segja að Guð geti verið réttlátur, þegar hann rétt-lætir hinn iðrandi syndara og endurnýjar afskifti sín af hinu fallna mannkyni; að Kristur gat stigið niður til þess að reisa við ótölulegan fjölda frá hyldýpi eyðilegg-ingarinnar og íklæða þá óflekkuðum skrúða réttlætis síns, svo þeir fengju sameinast þeim englum, sem ekki hafa fallið og fengju eilíflega dvalið í nærveru Guðs. Það skeður ekki fyr en meðalgangaraverkinu er lokið að “Drottinn Guð mun gefa honum hásæti Davíðs föður hans .... og á ríki hans mun enginn endir verða”.1Lúk. 1 : 32, 33. Sem prestur situr Kristur nú “hjá föður sínum í hásæti hans”.2Opinb. 3 : 21. í hásætinu hjá þeim, sem er eilífur og sjálfum sér full-kominn situr sá sem þetta er skrifað um: “Vorar þján-ingar voru það sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði”; hann sem “freistað var á allan hátt eins og vor, án syndar”, til þess að hann væri “fær um að full-tingja þeim er verða fyrir freistingum”. Og enda þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurn-um.3Jes. 53 : 4; Heb. 4:15; 2 : 18: 1. Jóh. 2 : 1. Hann kemur fram vor vegna með lemstraðan og gegnumstunginn líkama og með flekklaust líf. Hinar særðu hendur, hans stungna síða, hinir meiddu fætur biðja fyrir hinum fallna manni, sem var svo dýru verði keyptur.DM 239.1

    Spurningunni um það hvað helgidómurinn sé er greinilega svarað í heilagri ritningu. Orðið “helgidómur” eins og það er notað í biblíunni, á í fyrsta lagi við tjald-búðina sem Móses bygði, sem ímynd hins himneska, og í öðru lagi á það við “hina sönnu tjaldbúð” á himnum, sem hinn jarðneski helgidómur benti á. Þegar Kristur dó endaði það starf sem var ímynd hins virkilega; “hin sanna tjaldbúð” á himnum er helgidómur hins nýja sátt-mála. Og með því að spádómurinn í Daníelsbók 8 : 14 er á þann hátt uppfyltur, þá er helgidómurinn sem þar er átt við án alls efa helgidómur hins nýja sáttmála.DM 240.1

    Í lok hinna 2300 daga árið 1844 hafði enginn helgi-dómur verið hér á jarðríki um margar aldir. Þannig er það án alls efa að átt er við helgidóminn á himnum í spádómsorðum þeim, er þannig hljóða: “Alt að tvö þús-und og þrj ú hundruð dögum mun líða, og þá mun helgi-dómurinn hreinsaður verða” (ensk þýðing).DM 240.2

    En þeirri spurning sem mest er verð, hefir enn ekki verið svarað. Hvað er hreinsun helgidómsins? Það að slík athöfn hafi átt sér stað í sambandi við hinn jarðneska helgidóm er tekið fram í gamla testamentinu. En getur nokkuð það verið á himnum, sem þurfi hreinsunar við? í 9. kapítula Hebreabréfsins er greinilega bent á hreinsun, bæði hins jarðneska og himneska helgidóms: “Og sam-kvæmt lögmálinu er það nálega alt, sem hreinsast með blóði, og eigi fæst fyrirgefning án blóðs. Það var því óhjákvæmilegt að þessar eftirmyndir þeirra hluta, sem á himnum eru, yrðu hreinsaðar með slíku (blóði fórnar-dýra), en fyrir sjálft hið himneska þurftu til að koma betri fórnir en þessar”;1Heb. 9 : 22, 23. það er hið dýrmæta blóð Krists.DM 240.3

    Hreinsunin verður að fara fram með blóði, bæði við hina virkilegu athöfn og eftirlíkinguna. Að því er eftir-líkinguna snertir verður hreinsunin að fara fram með dýrablóði, en hin með blóði Krists. Páll gefur það sem ástæðu fyrir því að öll hreinsun verði að fara fram með blóði, að án blóðs sé engin uppgjöf syndar möguleg. Uppgjöf eða það að afmá syndina er það sem framkvæma á. En hvernig getur synd átt sér stað í sambandi við helgi-dóm, hvort heldur hann er á himni eða jörðu? Þetta sést á eftirmyndar athöfninni, því verkið sem prestarnir fram-kvæmdu á jarðríki var “eftir mynd og skuggi hins himneska”.1Heb. 8:5.DM 240.4

    Athöfnin í hinum jarðneska helgidómi var í tveimur atriðum. Prestarnir framkvæmdu fórnir á hverjum degi í helgidóminum, en æðsti presturinn bar fram sérstaka fórn einu sinni á ári í hinu allrahelgasta, til hreinsunar helgidómsins. Daglega komu hinir iðrandi syndarar með fórnir sínar að tjaldbúðardyrunum, þeir lögðu hendur sín-ar á höfuð fórnardýrsins, játuðu syndir sínar, og var það ímynd þess að þeir flyttu syndasekt sína frá sjálfum sér til hins saklausa fórnardýrs. Því næst var dýrinu slátrað. “Og eigi fæst fyrirgefning án úthellingar blóðs”, segir postulinn, “því að líf líkamans er í blóðinu”.22. Móse 17 : 11.DM 241.1

    Þegar brotin voru lög Guðs var krafist lífs þess er braut. Blóðið, sem táknaði hið glataða líf syndarans, var af prestinum borið inn í helgidóminn og þar stökt út frammi fyrir fortjaldinu, en á bak við það var örkin, sem í voru geymd lög þau, sem syndarinn hafði brotið, og fórn-ardýrið tók á sig syndabyrði hins brotlega. Með þessari athöfn var syndin í táknum flutt inn í helgidóminn með blóðinu; en síðan átti presturinn að neyta kjötsins, eins og Móses hafði fyrir skipað sonum Arons, er hann sagði: “Og hann (Guð) hefir gefið ykkur hana (syndafórnina) til þess að burttaka misgjörð safnaðarins og friðþægja fyrir þá frammi fyrir Drotni”.33. Móse 10 : 17. Báðar athafnirnar gáfu til kynna flutning syndarinnar frá hinum iðrandi syndara inn í helgidóminn.DM 241.2

    Þannig var sú athöfn, sem fram fór dag eftir dag, og ár eftir ár. Þannig voru syndir Ísraelslýðs færðar inn í helgidóminn og sérstök athöfn var nauðsynleg til þess að afmá þær. Guð skipaði svo fyrir að fórn væri fram borin fyrir hverja hinna helgu deilda fyrir sig: “Og hann skal friðþægja þannig fyrir helgidóminn, vegna óhreinleika fsraelsmanna og vegna misgjörða þeirra í hverju sem þeir kunna að hafa syndgað. Og eins skal hann fara með samfundatjaldið, sem stendur neðal þeirra, mitt í óhreinleika þeirra”. Fórn var einnig fram borin fyrir altarið, til þess að “hreinsa það og helga það, vegna óhreinleika Ísraelsmanna”.13. Móse 16 : 16, 19.DM 241.3

    Á hinum mikla friðþægingardegi á hverju ári, fór presturinn inn í hið allra helgasta til þess að hreinsa helgidóminn. Sú athöfn sem þar var framkvæmd full-komnaði alt ársstarfið. Á friðþægingardaginn voru tveir geithafrar leiddir inn í dyr tjaldbúðarinnar og var þar varpað um þá hlutkesti; var “einn hlutur fyrir Drottmn og hinn annar hlutur fyrir Asasel”.23. Móse 16 : 8. Og hafurinn sem hlutur Drottins féll á, átti að slátrast sem synda-fórn fyrir fólkið; og presturinn átti að fara með blóð hans inn fyrir tjaldið og stökkva því á náðarstólinn og fyrir framan náðarstólinn. Sömuleiðis átti að stökkva blóðinu á fórnaraltarið sem var fyrir framan tjaldið: “Og Aron skal leggja báðar höndur sínar á höfuð hins lifandi hafurs og játa yfir honum öll afbrot Ísraelsmanna og allar mis-gjörðir þeirra, í hverju sem þeir kunna að hafa syndgað; og hann skal leggja þær á höfuð hafursins og senda hann út á eyðimörk með manni, sem til þess er ferðbúinn; og hafurinn skal bera á sér öll afbrot þeirra til óbygða, og hann skal sleppa hafrinum á eyðimörku”.33. Móse 16 : 21, 22. Hafurinn kom aldrei aftur til bústaðar Ísraelsmanna, og maðurinn sem fór með honum varð að þvo sjálfan sig og föt sín úr hreinu vatni áður en hann kom í herbúðirnar aftur.DM 242.1

    Öll athöfnin var til þess gerð og þannig sniðin að hún sannfærði Ísraelsmenn sem bezt um heilagleik Guðs og þá viðurstygð, sem hann hefði á syndsamlegu líferni, og enn fremur til þess að sýna þeim að þeir gætu ekki tekið þátt í syndsamlegum athöfnum án þess að saurgast af þeim. Allir urðu að auðmýkja sálir sínar á meðan þessi fórnar-athöfn fór fram. Öll störf urðu að hætta og allur söfn-uður Ísraels varð að eyða heilum degi í djúpri auðmýkt fyrir Guði, með bænum, föstum og djúpri sjálfsprófun.DM 242.2

    Míkilsverð sannleiksatriði viðvíkjandi friðþægingunni eru kend í eftirmyndar-athöfninni. Liking var notuð í stað syndarans, en syndinni var ekki leynt með blóði fórnardýrsins. Þannig var að farið að syndin var borin fram í helgidóminn. Með blóðfórninni viðurkendi syndar-inn vald lögmálsins, játaði syndir sínar og afbrot og lýsti yfir þrá sinni eftir fyrirgefningu vegna endurlausnarans, sem koma ætti og trúar sinnar á hann. En hann var samt ekki enn þá algerlega laus undan dómi lögmálsins. Þegar æðsti presturinn hafði tekið við fórninni frá fólkinu á friðþægingarhátíðinni, fór hann inn í það allra helgasta með blóðfórnina og stökti blóðinu á náðarstólinn, einmitt þar sem lögmálstöflurnar voru geymdar, til þess að full-nægja kröfum þess. Því næst tók hann syndirnar upp á sjálfan sig og kom þannig fram sem meðalgangari, og bar þær út úr helgidóminum. Hann lagði hendur sínar á hafurinn, játaði þar allar þessar syndir og flutti þær þannig í líkingu frá sjálfum sér til hafursins; hafurinn ber þær síðan í burtu, og voru þær skoðaðar sem afmáðar frá fólkinu að eilífu.DM 242.3

    Þannig var sú athöfn er fram fór, “eftir mynd og skugga hins himneska”, og það sem gert var í líkingu í athöfnum þeim, sem fram fóru í hinum jarðneska helgi-dómi, er framkvæmt í virkileika í hinum himneska helgi-dómi. Frelsari vor hóf starf sitt sem æðsti prestur, eftir að hann var upprisinn. Páll postuli segir: “Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gerðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn, til þess að birt-ast fyrir augliti Guðs oss til heilla”.1Heb. 9 : 24.DM 245.1

    Starf prestsins alt árið í fyrri deild helgidómsins, “fyrir innan tjaldið”, sem myndaði dyrnar og aðskildi hinn helga stað frá forgarðinum, táknaði það embættis-starf sem Kristur byrjaði þegar hann varð uppnuminn. Það var starf prestsins daglega að frambera fyrir Guði blóð syndafórnarinnar og sömuleiðis reykelsið ásamt bæn-um Ísraelslýðs. Á sama hátt bar Kristur fram sitt eigið blóð fyrir föður sínum vor vegna og framber einnig fyrir honum bænir hinna iðrandi manna, sem trúa, ásamt hinum ljúfa ilm síns eigin réttlætis. Þetta var sú athöfn, sem fram fór í hinum fyrra hluta helgidómsins á himn-um. Þannig fylgdu lærisveinarnir Kristi í anda þegar hann varð uppnuminn og þeir horfðu á eftir honum og hann hvarf þeim úr augsýn; þar dvöldu vonir þeirra: “Sem vér höfum eins og akkeri sálarinnar, traust og örugt”, segir Páll postuli, “og það nær alla leið inn fyrir fortjaldið, þangað sem Jesús gekk inn; hann sem er fyrirrennarinn, oss til heilla, orðinn æðsti prestur að eilífu”. “Og ekki gekk hann heldur með blóð hafra og kálfa, held-ur með sitt eigið blóð, inn í hið heilaga í eitt skifti fyrir öll, eftir að hafa aflað eilífrar lausnar”.1Heb. 6 : 19, 20; 9 : 12.DM 245.2

    Í átján aldir hélt þetta friðþægingarverk áfram í fyrra hluta helgidómsins. Blóð Krists, sem fram er borið eins og fórn fyrir hina trúuðu iðrandi menn, ávann þeim fyrirgefningu og friðþægingu við föðurinn; samt sem áður voru syndir þeirra skráðar á bækur reikningsskaparins. Eins og friðþægingarathöfnin átti sér stað í eftirlíkingar-verkinu í lok hvers árs, þannig er það að áður en endur-lausnarverki Krists er lokið, þá fer fram friðþægingarat-höfn, til þess að burtnema syndina úr helgidóminum. Þetta er sú athöfn, sem byrjaði þegar hinir 2300 dagar enduðu. Á þeim tíma var það, eins og fyrir er sagt af Daníel spá-manni, að æðsti prestur vor fór inn í hið allra helgasta, til þess að framkvæíma síðasta atriði sinnar helgu athafn-ar — að hreinsa helgidóminn. Eins og syndirnar voru fyr meir í trúnni færðar yfir á fórnardýrið og með blóði þess fluttar inn í hinn himneska helgidóm í líkingu, þannig var það í hinum nýja sáttmála að syndir þeirra sem iðr-uðust, eru í trúnni lagðar á herðar Kristi og í virkileika fluttar til hins himneska helgidóms. Og eins og eftir-líkingar hreinsun hins jarðneska helgidóms var fram-kvæmd með því að burtnema þær syndir, sem saurgað höfðu manninn, þannig er það að hin virkilega hreinsun hins himneska verður framkvæmd með því að nema brott eða afmá syndirnar, sem þar eru skrifaðar.DM 246.1

    En áður en þetta megi ske verður að skoða bækur þær, sem syndirnar eru skráðar í, til þess að ákveðið verði hverjir þeir séu sem með trú sinni á Krist og iðrun verð-skuldi að verða hluttakendur í friðþægingu hans. Hreinsun helgidómsins krefst þess vegna rannsóknarverks — dómsúrskurðar. Þessi athöfn verður að fara fram áður en Kristur kemur til þess að endurleysa fólk sitt; því þegar það skeður, sem spáð er um í Opnberunarbók Jó-hannesar 22 : 12: “Sjá eg kem skjótt og launin hefi eg með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er”.DM 246.2

    Þannig var það að þeir, sem fóru eftir hinu spámannlega ljósi, sáu að í stað þess að Kristur kæmi til jarðar-innar að liðnum 2300 dögum, eða árið 1844, þá var það einmitt tíminn þegar hann fór inn í hið allrahelgasta í helgidómi himnanna, til þess að framkvæma síðustu at-höfn friðþægingarinnar, sem undirbúning undir komu hans hingað. Það sást einnig að þrátt fyrir það þótt syndafómirnar bentu til Krists sem fórnarlambs, og þótt æðsti presturinn táknaði Krist sem meðalgangara, þá var hafurinn tákn Satans, höfundar syndarinnar, og á herðar hans verða um síðir lagðar allar syndir þeirra er sann-lega iðrast. Þegar æðsti presturinn, sem fyrir áhrif blóð-fórnarinnar, afmáði syndirnar úr helgidóminum, setti hann þær á hafurinn. Þegar Kristur fyrir áhrif síns eigin blóðs afmáir syndir fólksins frá hinum himneska helgi-dómi við endalok embættis síns, setur hann þær á Satan, sem verður samkvæmt hinum síðasta dómi að gjalda hina hinstu sekt og þola hegningu. Hafurinn var fluttur út á eyðimörk eða óbygðir og átti hann aldrei framar að koma þangað sem Ísraelsmenn voru saman komnir. Þannig mun Satan verða að eilífu útlægur gjör frá nærveru Guðs og folks hans og hann verður með öllu afmáður þegar tími eyðileggingarinnar að síðustu kemur fyrir syndir og syndara.DM 246.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents