Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Sælir eru miskunnsamir, pví að þeim mun miskunnað verða.”

    Að eðlinu til er mannshjartað kalt, myrkt og kærleikssnautt. Þegar einhver sýnir miskunnsemi og er fús að fyrirgefa, þá gjörir hann þetta ekki af sjálfum sjer, heldur fyrir áhrif Guðs Anda, sem verkar á hjarta hans. “Vjer elskum, af því að hann hefir elskað oss að fyrra bragði”. 1. Jóh. 4, 19. Guð er uppspretta allrar miskunnsemi. Hann er “miskunnsamur og náðugur”. 2. Mós. 34, 6. Hann breytir ekki við oss eftir verðskuldan vorri. Hann spyr ekki um það hvort vjer sjeum verðugir kærleika hans, heldur úthellir hann yfir oss ríkdómi kærleika síns til þess að gjöra oss verðuga. Hann er ekki hefnigjarn. Hann leitast ekki við að hegna, heldur að frelsa. Þegar hann verður að beita oss hörðu, þá er það gjört í þeim tilgangi að frelsa oss. Hann þráir innilega að lina þjáningar mannanna og leggja græðslulyf við sár þeirra. Það er satt, að hann “lætur ekki syndir óhegndar”, 2. Mós. 34, 7., en hann vill burttaka syndasektina.FRN 38.2

    Hinn miskunnsami er “hluttakandi í guðlegu eðli”, og í því kemur miskunnsemi Guðs og kærleikur í ljós. Allir, hverra hjörtu eru samstilt hjarta alkærleikans, munu leitast við að frelsa en ekki að fyrirdæma. Kristur, sem býr í sálunni er uppspretta, sem aldrei þrýtur. Hvar sem hann dvelur, þar mun vera gnægð mannkærleika.FRN 38.3

    Gagnvart hinum villuráfandi, þeim, er freistast, þeim sem sokknir eru í synd og eymd, spyr hinn kristni ekki: Eru þeir verðugir? heldur: Hvernig get jeg hjálpað þeim? Í hinum aumustu og spiltustu sjer hann sálir, sem Kristur dó til að frelsa, og fyrir hvers verðleika Guð hefir gefið börnum sínum þjónustu friðþægingarinnar.FRN 39.1

    Hinir miskunnsömu eru þeir, sem sýna meðaumkun hinum þjáðu, hinum fátæku, hinum bágstöddu og hinum undirokuðu. Job segir: “Jeg bjargaði bágstöddum, sem hrópuðu á hjálp, og munaðarleysingjum, sem enga aðstoð áttu. Blessunarósk aumingjans kom yfir mig, og hjarta ekkjunnar fylti jeg fögnuði. Jeg íklæddist rjettlætinu og það íklæddist mjer, ráðvendni mín var mjer sem skikkja og vefjarhöttur. Jeg var auga hins blinda og fótur hins halta. Jeg var faðir hinna snauðu, og málefni þess, sem jeg eigi þekti, rannsakaði jeg”. Job 29, 12—16.FRN 39.2

    Lífið er stríð og armæða fyrir mörgum. Þeir sjá fram á skort, eru óhamingjusamir og vantar trú. Þeim finst ekki að þeir hafi neitt að vera þakklátir fyrir. Vingjarnleg orð, samúðarfult tillit og viðurkenning, mundi fyrir marga, sem stríða og eru einmana, verða sem svaladrykkur þyrstum manni. Hluttekningarorð, greiðvikni og hlýlegt viðmót, mundi lyfta byrðum, sem hvíla þungt á þreyttum herðum. Sjerhvert orð og sjerhvert verk, sem lýsir óeigingirni og velvilja, er vottur um kristilegan kærleik til týndra sálna.FRN 40.1

    Hinir miskunnsömu, munu miskunn hljóta. “Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá, sem gefur öðrum að drekka, skal og sjálfur drykkjaður verða”. Orðskv. 11, 25. Þeir sem vinna sjálfsafneitunarverk öðrum til heilla, hafa gnægð friðar og ánægju. Andinn heilagi, sem býr í sálunni og birtist í líferninu, mýkir hin hörðu hjörtu og vekur mildi og samúð. Það sem maður sáir, það mun maður og upp skera. “Sæll er sá, er gefur gaum bágstöddum; á mæðudeginum bjargar Drottinn honum. Drottinn varðveitir hann og lætur hann halda lífi. Hann mun gæfu njóta í landinu og eigi ofurselur þú hann græðgi óvina hans. Drottinn styður hann á sóttarsænginni”. Sálm. 41, 2—4.FRN 40.2

    Sá, sem helgar Guði líf sitt með því að þjóna börnum hans, er sameinaður honum, sem hefir auðæfum alheimsins og allri hjálp yfir að ráða. Líf hans er samtengt lífi Guðs með hinni gullnu festi hinna óbreytan- legu fyrirheita Drottins. “En Guð mun uppfylla sjerhverja þörf yðar eftir auðlegð sinni, með dýrð fyrir samfjelagið við Krist Jesúm”. Fil. 4, 19. Og á hinum síðustu neyðartímum mun hinn miskunnsami finna hæli í skjóli hins miskunnsama Frelsara og fá aðgang að hinum eilífu bústöðum.FRN 40.3