Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Sælir eru hreinhjartaðir, því að þeir munu Guð sjá.”

    Gyðingar voru svo strangir að því er snerti siðareglur og ytri hreinleika, að ákvæði þeirra þessu viðvíkjandi bundu mönnum þungar byrðar. Þeir hugsuðu svo mikið um reglur og fyrirskipanir, og voru svo hræddir við útvortis saurgun, að þeir gátu ekki sjeð þann blett, sem eigingirni og hatur setur á sálina.FRN 41.1

    Jesús talar ekki um að þessi hreinleikur, sem fólginn er í siðareglum sje eitt af skilyrðunum til að fá inngöngu í ríki hans, en sýnir fram á nauðsyn þess að hafa hjartans hreinleik. Sú speki, sem að ofan er, hún er “í fyrsta lagi hrein”. Jak. 3, 17. Ekkert, sem saurgar, mun innganga í Guðs borg. Allir, sem þar fá að búa, munu hafa hrein hjörtu. Þeir sem læra af Jesú munu fá meiri og meiri viðbjóð á kæruleysi í framkomu, ósæmilegu tali og óhreinum hugsunum. Þegar Kristur býr í hjartanu, mun framkoma og hugsanir vera hreinar og göfugar.FRN 41.2

    En þessi orð Jesú: “Sælir eru hreinhjartaðir”, hafa víðtækari þýðingu — þau eiga ekki aðeins við hreinleika í venjulegri merkingu þessara orða, þannig að maður sje laus við girndir og ástríður; þau eiga við hreinleika í hinum huldu áformum sálarinnar og tilgangi. Þau eiga við það, að maður sje laus við dramb og eigingirni í viðleitni, að maður sje auðmjúkur, óeigingjarn og barnslegur.FRN 41.3

    Þeir einir, sem líkir eru, kunna að meta hvor annan. Nema því aðeins að maður fljetti inn í líferni sitt kær- leikans sjálfsfórnarfúsu meginreglu, sem er meginreglan í lunderni Guðs, getur maður ekki þekt Guð. Það hjarta, sem er afvegaleitt af Satan, álítur Guð grimma og ómiskunnsama veru; eigingirnin í fari mannanna, já, hjá Satan sjálfum er tileinkuð hinum kærleiksríka skapara. “Þú hugsaðir”, segir hann, “að jeg væri líkur þjer”. Sálm. 50, 21. Í stjórn forsjónar hans, þykjast menn oft sjá gjörræði og hefnigírni. Á sama hátt er farið með Biblíuna, þetta forðabúr, sem auðæfi náðar hans finnast í. Hinum dýrðlegu sannindum hennar, sem eru himinhá og ævarandi, er ekki gaumur gefinn. Fyrir meiri hluta mannkynsins er Kristur sem “rótarkvistur úr þurri jörð”, og þeir sáu enga fegurð á honum, svo að þeim “gæfi á að líta”. Jes. 53, 2. Þegar Jesús ferðaðist um meðal mannanna til að opinbera mannkyninu Guð, sögðu Farísearnir og hinir skriftlærðu við hann: “Þú ert Samverji og illur andi er í þjer”. Jóh. 8, 48. Jafnvel lærisveinar hans voru svo blindaðir af eigingirni að þeir voru seinir til að skilja hann, sem var kominn til a' ð opinbera þeim dýrð Föðurins. Þetta var ástæðan fyrir því að Jesús var einmana meðal mannanna. Aðeins á himnum var hann fullkomlega skilinn.FRN 42.1

    Þegar Kristur kemur í dýrð sinni, þola hinir óguðlegu ekki að sjá hann. Ljós auglitis hans, sem er líf fyrir þá, sem elska hann, er dauði fyrir hina óguðlegu. Biðin eftir honum er fyrir þá “rjett sem óttaleg bið eftir dómi, og grimmilegur eldur”. Hebr. 10, 27. Þegar hann opinberast, munu þeir biðja um að verða faldir fyrir augliti hans, sem ljet lífið til að frelsa þá.FRN 43.1

    En hjá þeim, sem eru orðnir hreinsaðir fyrir það, að Heilagur andi hefir búið í þeim, er alt orðið umbreytt. Slíkir geta þekt Guð. Móse var falinn í bergskorunni, þá er dýrð Drottins birtist honum, og það er, þegar vjer erum fólgnir í Kristi, að vjer skoðum kærleika Guðs.FRN 43.2

    “Drottinn elskar hjartahreinan, konungurinn er vinur þess, sem hefir geðfelt tal á vörum sjer”. Orðskv. 22,11. Í trúnni getum vjer skoðað hann nú þegar hjer niðri á jörðunni. í því, sem mætir oss daglega sjáum vjer mikilleik hans og miskunnsemi í hinni vísdómsríku stjórn hans. Vjer sjáum hann í lunderni sonar hans. Heilagur andi tekur þau sannleiksatriði, sem við koma Guði og þeim, er hann hefir sent, og lýkur skilningnum og hjartanu upp fyrir þeim. Hinir hjartahreinu sjá Guð í nýju og nýju ljósi, sjá hið dýrlega samband milli hans og mannanna, þeir sjá hann sem endurlausnara sinn, og þegar þeir virða fyrir sjer hið hreina og elskuverða lunderni hans, vaknar hjá þeim þrá eftir því að verða honum líkir. Þeir sjá hann sem föður, er þráir að faðma að sjer iðrandi son, og hjörtu þeirra fyllast ólýsanlegri og dýrðlegri gleði.FRN 44.1

    Hinir hjartahreinu sjá skaparann í hinum miklu máttarverkum hans, í hinu fagra og dásamlega, sem sjáanlegt er í alheiminum. Í hinu ritaða orði hans sjá þeir skýrast opinberaða miskunn hans, gæsku hans og náð hans. Sannindi, sem eru hulin vitringum og hyggindamönnum, opinberast hinum fáfróðu og brjóstmylkingunum. Hið fagra og dýrmæta í sannleikanum, sem spekingar heimsins hafa ekki fengið augun opin fyrir, verður æ gleggra og ljósara fyrir þeim, sem óska þess af einlægu hjarta að þekkja og gjöra Guðs vilja. Vjer fáum opin augu fyrir sannleikanum við það að verða sjálfir hluttakandi í hinu guðdómlega eðli.FRN 45.1

    Hinir hjartahreinu lifa eins og þeir sæu hinn ósýnilega þann tíma, sem hann afmælir þeim hjer í heiminum, og í lífinu sem í hönd fer, munu þeir í ódauðleikaástandinu sjá hann augliti til auglitis, eins og Adam gjörði, þegar hann gekk með Guði og talaði við hann í Eden. “Nú sjáum vjer svo sem í skuggasjá í óljósri mynd”. 1. Kor. 13, 12.FRN 45.2