Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Ef hægra auga þitt hneykslar þig, pá ríf það út og kasta því frá þjer.”

    Til þess að fyrirbyggja að sjúkdómur breiðist út og valdi dauða, vill maður jafnvel vinna það til að missa hægri höndina. Og því fremur ætti maður að vera fús að sleppa öllu því, er stofnar lífi sálarinnar í voða.FRN 80.2

    Fyrir fagnaðarerindið eiga sálir, sem eru soknar í synd og eru þrælar Satans, að frelsast, til að geta fengið hlutdeild í hinu dýrðlega frelsi Guðs barna. Áform Guðs er ekki einungis það, að frelsa frá þeim þjáningum, sem eru óhjákvæmilegar afleiðingar syndarinnar, heldur að frelsa frá syndinni sjálfri. Hin óhreina, spilta sál verður að hreinsast og umbreytast, til þess að hún geti notið “hylli Drottins Guðs vors”, og líkst “mynd sonar hans”. “Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, og ekki kom upp í huga nokkurs manns, alt það sem hann fyrirbjó þeim, er hann elska”. 1. Kor. 2, 9.FRN 81.1

    Eilífðin ein getur opinbert gjört það dýrðlega takmark, sem maður, endurskapaður eftir Guðs mynd, getur náð.FRN 81.2

    Til þess að þessar háleitu hugsjónir geti ræst, verðum vjer að afsala oss öllu því, sem er sálinni til ásteitingar. Það er með samþykki viljans, að syndin heldur oss föstum tökum. Þessu, að láta af sínum eigin vilja, er líkt við það að rífa augað út eða sníða höndina af. Að beygja vorn vilja undir Guðs vilja, er í vorum augum oft sama sem að lifa lífinu sem örkumlamaður. En Kristur segir, að það sje betra að viljinn og tilfinningarnar hljóti örkuml, ef það mætti verða til þess að maður geti inn gengið til lífsins. Það sem maður álítur óhamingju, er oft hinn mesti ávinningur.FRN 81.3

    Guð er uppspretta lífsins, og vjer getum einungis haft lífið, ef vjer erum honum sameinaðir. Aðskildir frá Guði getum vjer að vísu notið skammvinnrar tilveru, en lífið höfum vjer ekki. Sá sem lifir eftir fýsnum sínum, “er lifandi dauður”. 1. Tím. 5. 6. Það er einungis þegar vjer felum Guði vilja vorn, að honum er mögulegt að veita oss líf. Það er einungis á þann hátt, að meðtaka líf Guðs með því að koma til mín, sagði Jesús, að mögulegt er að sigra þessar syndir, sem jeg hefi bent á. Verið getur að yður takist að leyna þeim í hjörtum yðar og hylja þær fyrir mönnum, en hvernig ætlið þjer að standast fyrir augliti Guðs?FRN 81.4

    Ef þú heldur fast við þinn vilja og beygir hann ekki undir Guðs vilja, þá kýst þú dauðann. Guð er eyðandi eldur fyrir syndina, hvar svo sem hún finst. Ef þú kýst syndina og ert ófús að losa þig við hana, þá verður návist Guðs, sem eyðir syndinni, einnig að eyða þjer.FRN 82.1

    Það þarf sjálfsafneitun til að hlýðnast Guðs vilja, en það er að sleppa því, sem er lítils virði, til að höndla það. sem er mikils virði: láta hið tímanlega fyrir hið andlega. hið forgengilega fyrir hið óforgengilega. Það er ekki tilgangur Guðs að svifta oss vilja vorum, því að það er einungis með því að beita viljanum, að vjer getum framkvæmt það, sem hann óskar af oss. Vjer eigum að fela honum vilja vorn, svo að vjer getum fengið hann aftur hreinsaðan og göfgaðan þannig að vjer viljum það sama og hann vill og sjeum honum svo sameinaðir að hann geti látið kærleika sinn og mátt streyma um oss. Hversu þungt og sárt sem það kann að falla hinu eigingjarna, þrjóskufulla hjarta, að beygja sig, þá er það þó “gagnlegt”.FRN 82.2

    Það var fyrst þegar Jakob fjell ósjálfbjarga og lamaður í arma engilsins, að honum hlotnaðist trúarsigurinn og hann var kallaður Guðs höfðingi. Það var þegar hann var orðinn “haltur í mjöðminni”, að hinn vopnaði her Esaú varð stöðvaður, og Faraó, hinn drambsami konungur beygði sig niður til að meðtaka blessun hans. Þannig varð einnig “höfundur hjálpræðis vors” fullkominn gjörður “með þjáningum”, og börn trúarinnar “urðu styrk, þótt áður væru þau veik”, og “stöktu fylkingum óvina á flótta”. Þannig geta og “hinir höltu rænt” og hinir máttförnu orðið eins “og Davíð og Davíðs hús . . . . eins og engill Drottins”. Hebr. 2, 10; Hebr. 11, 34.FRN 82.3