Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Er manninum leyfilegt að skilja við konu sína?”

    Hjá Gyðingum var manninum leyfilegt að skilja við konu sína fyrir hversu litla sök sem var, og konunni var þá heimilt að gifta sig aftur. Þessi siður leiddi af sjer margvíslega eymd og synd. I fjallræðunni sýnir Jesús greinilega fram á það, að njúskaparbandið getur ekki orðið leyst nema að hjúskaparbrot hafi verið framið. “Hver”, segir hann, “sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður þess valdandi, að hún drýgir hór; og hver sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór”.FRN 83.1

    Þegar Farísearnir seinna lögðu fyrir hann spurningu viðvíkjandi lögmæti hjónaskilnaðarins, benti Jesús þeim aftur í tímann — benti þeim á hjónabandið eins og það var stofnsett við sköpunina. “Vegna hjartaharðúðar yðar”, sagði hann, “leyfði Móse yður að skilja við konu yðar”. “En frá upphafi hefir þetta eigi verið þannig”. Matt. 19, 3. 8. Hann benti tilheyrendum sínum á hina sæluríku tíma í Eden, þegar Guð sagði að alt væri “harla gott”. 1. Mós. 2, 24. Þar átti hjónabandið og hvíldardagurinn uppruna sinn, þessar tvær náskyldu fyrirskipanir Guði til dýrðar og mönnum til heilla. Þegar Guð sameinaði þessar tvær heilögu manneskjur með hjónabandinu og sagði: “Þess vegna skal maður yfirgefa föður sinn og móður sína, og búa við eiginkonu sína, svo að þau verði eitt hold”, þá kunngjörði hann hjúskapar-lögin fyrir alla afkomendur Adams alt til endalokanna. Það sem hinn eilífi Faðir hafði sjálfur sagt gott, það voru login fyrir hinni mikilvægustu blessun mannanna og þroskun og þróun mannkynsins.FRN 83.2

    Eins og allar aðrar góðar gjafir Guðs, er manninum var trúað fyrir, er og hjúskapurinn spiltur af syndinni; en það er takmark fagnaðarerindisins að hefja að nýju hreinleik hans og fegurð. Bæði í Nýjaog Gamla- testamentinu er þetta samband milli manns og konu notað til þess að sýna hið innilega og heilaga samband milli Krists og hans folks, hinna endurleystu, sem hann hefir greitt lausnargjaldið fyrir á Golgata-krossi. “Óttast eigi”, segir hann, “því að hann, sem skóp þig, er eiginmaður þinn; Drottinn hersveitanna er nafn hans; og hinn heilagi í Ísrael er frelsari þinn”. Jes. 54, 4. 5. “Hverfið aftur, þjer fráhorfnu synir — segir Drottinn —, því að jeg er herra yðar”. Jer. 3, 14. Í Lofkvæðinu heyrum vjer rödd brúðurinnar, er segir: “Unnusti minn er minn, og jeg er hans”. Og hann sem í hennar augum “ber af tíu þúsundum”, segir við sína útvöldu brúði: “Öll ertu fögur, vina mín, og á þjer eru engin lýti”. Lofkv. 2, 16; 5, 10; 4, 7.FRN 83.3

    Seinna á tímum skrifar Páll postuli til hinna kristnu í Efesus, að Guð hafi sett manninn til að vera höfuð konunnar, verndari hennar, það heimilis-band, er bindur meðlimi fjölskyldunnar saman eins og Kristur er höfuð safnaðarins, frelsari hins andlega líkama. Því segir hann: “En eins og söfnuðurinn er undirgefinn Kristi, þannig sjeu og konurnar mönnum sínum í öllu. Þjer menn, elskið konur yðar að sínu leyti eins og Kristur elskaði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann, til þess fyrir vatnslaugina í orðinu að hreinsa hann og helga hann síðan,til þess sjálfur að framleiða handa sjer dýrlegan söfnuð, sem ekki hefði blett nje hrukku eða neitt þess háttar, heldur væri heilagur og lýtalaus. Svo skulu þá eiginmennirnir elska konur sínar”. Ef. 5, 24—28.FRN 84.1

    Ekkert nema náð Krists getur gjört þessa stofnun að því, sem Guð ætlaðist til að hún væri — blessun og göfgun fyrir mennina. Og þannig geta fjölskyldurnar hjer á jörðunni með einingu sinni, friði og kærleika verið ímynd hinnar himnesku fjölskyldu.FRN 84.2

    Nú, eins og á Krists dögum, er ástandið í mannfjelaginu hryggileg skrípamynd af hugsjónum Guðs viðvíkjandi hinu heilaga hjónabandi. En gleðiboðskapur Krists hefir að geyma huggun einnig fyrir þá, er hafa orðið fyrir vonbrigðum og raunum þar sem þeir höfðu vænst gleði og ánægjulegrar sambúðar. Þolinmæðin og hógværðin, sem andi hans veitir, sykrar hið beiska hlutskifti. Það hjarta sem Kristur býr í, mun vera svo fult af hans kærleika, að það vanmegnast ekki af þrá eftir annara samúð og umhyggju; og þegar sálin er falin í Guðs hendur, getur viska hans komið því til vegar, sem mannlegur vísdómur megnar ekki að koma til vegar. Fyrir hans náð geta hjörtu, milli hverra áður var kuldalegt eða holdlegt samband, orðið sameinuð með því bandi, sem er sterkara og haldbetra en nokkurt jarðneskt band, sem sje hinu gullna kærleiksbandi, er mun þola að á það sje reynt.FRN 85.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents