Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Djer eigið alls ekki að sverja.”

    Ástæðan fyrir þessari skipun er tilnefnd: “Vjer megum ekki sverja við himininn, því að hann er hásæti Guðs, nje við jörðina, því að hún er skör fóta hans, ekki heldur við Jerúsalem, því að hún er borg hins mikla konungs; ekki mátt þú heldur sverja við höfuð þitt, því að þú getur ekki gjört eitt hár hvítt eða svart”.FRN 85.2

    Allir hlutir koma frá Guði. Vjer höfum ekkert, er vjer höfum ekki þegið, já, það sem meira er: vjer höfum ekkert, sem ekki hefir verið keypt handa oss með blóði Krists. Alt sem vjer eigum og höfum kemur til vor stimplað með merki krossins, keypt með því blóði, hvers verðmæti yfirgnæfir allan skilning, vegna þess að það var Guðs líf. Þess vegna er ekkert það til, er oss sje heimilt að leggja fram sem tryggingu þess að óhætt sje að reiða sig á orð vor.FRN 85.3

    Gyðingar skoðuðu þriðja boðorðið sem bann við því að leggja nafn Guðs við hjegóma; en þeir hjeldu að þeim væri leyfilegt að sverja á annan hátt. Það var alment hjá þeim að vinna eið. Fyrir munn Móse hafði þeim verið bannað að sverja rangan eið; en þeir fóru margvíslega í kring um þessa skyldu, sem eiðnum fylgdi.FRN 86.1

    Þeir voru ekki hræddir við að gjöra sig seka í því, sem í raun og veru var svardagi, og eigi stóð þeim heldur neinn stuggur af meinsæri ef einungis var unt að hylja það með því að fara í kring um lögin.FRN 87.1

    Jesús fyrirdæmdi breytni þeirra og sagði, að aðferð þeirra við að sverja væri brot á boðorðum Guðs. Frelsari vor bannaði þó ekki að nota eiðinn fyrir rjetti, þegar Guð er hátíðlega kallaður til vitnis um að það sem sagt er, sje sannleikur og einungis sannleikur. Sjálfur Jesús neitaði ekki að bera vitnisburð þar sem eiður var við hafður, þegar hann stóð frammi fyrir ráðinu. Æðsti presturinn sagði við hann: “Jeg særi þig við Guð hinn lifanda, að þú segir oss hvort þú ert Kristur, Guðs sonurinn. Jesús segir við hann: þú sagðir það”. Matt. 26, 63, 64. Ef Kristur hefði í fjallræðunni fyrirdæmt það að sverja löglegan eið, þá mundi hann hafa ávítað æðsta prestinn í rjettarsalnum, og þannig — til lærdóms fyrir aðra — staðfest kenning sína.FRN 87.2

    Þeir menn eru margir, sem ekki hika við að blekkja aðra; en þeim hefir verið sagt frá því og Guðs andi hefir ritað það í hugskot þeirra, að það er óttalegt að ljúga frammi fyrir skaparanum. Þegar þeir eru látnir vinna eið, finna þeir að það er ekki fyrir mönnunum einum sern þeir vitna, heldur fyrir Guði, ef þeir vinna rangan eið, þá gjöra þeir það frammi fyrir honum, sem rannsakar og þekkir hjörtun, og sem veit nákvæmlega hvað satt er. Þekkingin á hinum hræðilegu refsidómum, sem þessi synd leiddi af sjer, hefir aftrandi áhrif á þá.FRN 87.3

    En ef nokkur sá er til, sem með rjettu getur borið vitnisburð með eiði, þá er það hinn kristni. Hann finnur að hann er stöðugt í návist Guðs og veit, að auga hans sjer hverja einustu hugsun hjartans; og þegar þess er krafist af honum á lagalegan hátt, þá er það rjett af honum að kalla Guð til vitnis um, að það sem hann segir, sje hreinn sannleikur.FRN 87.4

    Jesús fer lengra í þessu efni og heldur fram reglu, er mundi gjöra eiðinn óþarfan. Hann kennir að lögmál “ræðu”, vorrar ætti að vera það, að tala ætíð hreinan sannleika. “En ræða yðar skal vera: já, já; nei, nei, en það sem er umfram þetta það kemur frá hinum vonda”.FRN 88.1

    Þetta fyrirdæmir alt hið heimskulega orðagjálfur og áhersluorð, sem ganga guðlasti næst. Það fyrirdæmir öll yfirskyns-fagurmæli, þá venju að fara í kringum sannleikann, þau skjallyrði, ýkjur og öfgar og þá blekkjandi framkomu, sem er svo almenn í samkvæmisog viðskiftalífinu.FRN 88.2

    Þessi orð Jesú kenna, að enginn, sem leitast við að sýnast annað en hann er, eða sem lætur annað í ljós með orðum sínum, heldur en hjartans meining hans er, getur kallast sannorður.FRN 88.3

    Ef þessi orð Krists væru tekin til eftirbreytni, þá mundu þau girða fyrir alt tortryggnital og allar óvildarlegar aðfinslur; því að hver getur verið viss um að hann tali hreinan sannleikann, þegar hann talar um breytni annara og tilgang þeirra? Hversu oft kemur það ekki fyrir, að dramb, ástríður, eða persónulegur kali, er maður ber til annara, á drjúgan þátt í því hvernig þeir eru í vorum augum! Augnatillit, eitt orð eða jafnvel hreimur eða áhersla orðanna, getur haft að geyma fals. Það er jafnvel mögulegt að tala einungis sannleika, segja rjett frá sannreyndum, — og gjöra það þó á þann hátt, að það hljóti að vekja misskilning þess er á hlustar. “Alt, sem er um fram þetta, það er frá hinum vonda”.FRN 88.4

    Alt sem kristinn maður gjörir, á að vera gagnsætt eins og sólarljósið. Sannleikurinn er frá Guði; blekkingar og svik í hinum óteljandi myndum, eru frá Satan, og sjerhver, sem á nokkurn hátt víkur frá hreinum og beinum sannleikanum, svíkur sjálfan sig og selur sig hinum vonda á vald. En það er ekki auðvelt að tala hreinan sannleika. Vjer getum ekki talað sannleika nema vjer þekkjum og vitum hvað sannleikur er. Kemur það ekki oft fyrir, að hleypidómar, röng ímyndun, vöntun á þekkingu eða skökk eftirtekt hindrar rjettan skilning á þeim málefnum, sem vjer erum við riðnir! Maður getur ekki talað sannleika nema því aðeins að huganum sje stöðugt stjórnað af honum, sem er sannleikurinn.FRN 89.1

    Kristur býður oss fyrir munn Páls postula: “Ræða yðar sje ætíð ljúfleg”. Kól. 4, 6. “Látið ekkert svívirðilegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það flytji náð þeim, sem heyra”. Ef. 4, 29.FRN 89.2

    Í ljósi þessara ritningargreina munum vjer sjá, að orð Krists á fjallinu fyrirdæma ljettúðartal marklaus orð og alt óhreinlífishjal. Þau gjöra kröfur til þess, að að orð vor sjeu ekki einungis sönn, heldur einnig hrein.FRN 89.3

    Þeir sem hafa lært af Kristi, munu engan hlut eiga í “verkum myrkursins”. Ef. 5, 11. I tali jafnt og breytni eru þeir hreinir og beinir, hispurslausir og sannir; því að þeir eru að búa sig undir samfjelagið við hina heilögu, í hverra munni ekki verða “svik fundin”. Op. 14, 5.FRN 89.4