Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Er þjer fastið, pá verið ekki daprir í bragði eins og hræsnararnir.”

    Sú fasta, sem Guðs orð býður, er meira en forsmekkur. Hún er ekki fólgin í því einu að neyta ekki fæðu, klæðast sekk eða strá ösku á höfuð sjer. Sá, sem fastar af sannri hrygð yfir syndinni, mun aldrei sækjast eftir að vera sjeður af mönnum.FRN 111.1

    Tilgangurinn með þeirri föstu, sem Guð býður oss, er ekki sá, að þjá líkamann fyrir þá synd, sem er í sálunni, heldur að hjálpa oss til að skilja hið alvarlega eðli syndarinnar og auðmýkja hjartað fyrir Guði og meðtaka fyrirgefningu hans. Skipun hans til Ísraels var: “Sundurrífið hjörtu yðar, en ekki klæði yðar, og hverfið aftur til Drottins, Guðs yðar”. Jóel 2, 13.FRN 111.2

    Vjer öðlumst ekkert fyrir meinlætalíf, eða fyrir það, að telja oss trú um að eigin verk vor verðskuldi eða geti keypt oss arf meðal hinna heilögu. Þegar Kristur var spurður: “Hvað eigum vjer að gjöra, til þess að vjer vinnum verk Guðs?” svaraði hann: “Þetta er verk Guðs, að þjer trúið á þann, sem hann sendi”. Jóh. 6, 28. 29. Afturhvarfið er í því fólgið, að snúa sjer frá sjálfum sjer og til Krists, og þegar vjer meðtökum hann þannig, að hann geti fyrir trúna lifað lífi sínu í oss, þá mun hin góða breytni koma í ljós.FRN 111.3

    Jesús sagði: “Er þú fastar, þá smyr þú höfuð þitt og þvo andlit þitt, til þess að menn sjái ekki að þú fastar, heldur faðir þinn, sem er í leyndum”. Alt sem gjört er Guði til dýrðar, verður að gjörast með gleði, ekki með hrygð eða döpru geði. Það er ekkert tómlegt eða omurlegt við trú Krists. Ef hinir kristnu, með dapurlegu geði, gefa öðrum það í skyn, að Drottinn þeirra hafi brugðist þeim, þá gefa þeir ranga lýsingu á lunderni bans og leggja sannanir í munn óvina hans. Þó að þeir með munninum kalli Guð föður sinn, þá munu þeir með stúrlyndi sínu og dapurleik líta þannig út í heimsins augum, eins og þeir væru föðurlausir.FRN 111.4

    Kristur vill, að vjer sýnum þjónustu hans eins aðlaðandi, eins og hún í raun og veru er. Legðu sjálfsafneitun þína og hinar duldu raunir hjarta þíns fram fyrir hinn meðaumkunarsama Frelsara. Varpaðu af þjer byrðunum við krossinn og farðu burt, gleðjandi þig í kærleika hans, sem elskaði þig að fyrra bragði. Vera má, að mennirnir fái aldrei neitt um það að vita, sem fram fer í leyndum milli sálarinnar og Guðs, en ávextirnir af starfi Andans í hjartanu, munu verða öllum sýnilegir; því að hann, “sem sjer í leyndum, mun endurgjalda þjer opinberlega”.FRN 112.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents