Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Verið ekki áhyggjufullir.”

    Hann, sem gaf yður lífið, veit, að þið þurfið fæðu til að geta haldið því við. Hann, sem skapaði líkamann er ekki skeytingarlaus um þarfir yðar viðvíkjandi klæðnaði. Mun ekki hann, sem hefir veitt yður hina mestu gjöf, einnig veita yður það sem þarf til þess að halda henni við.FRN 121.1

    Jesús bendir áheyrendum sínum á fuglana, sem kvaka þakklætis-kvak algjörlega áhyggjulausir. “Þeir sá ekki nje uppskera”, en samt sjer Faðir yðar fyrir þörfum þeirra. Og hann spyr: “Eruð þjer ekki miklu fremri en þeir?”FRN 121.2

    Fjallshlíðarnar og engið var þakið blómskrúði, og um leið og Jesús benti á blómin, sem morgundöggin glitraði á, sagði hann: “Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa”. Mannleg list getur að vísu gjört eftirstælingu af hinni fögru lögun og hinum yndislega lit blóma og jurta; en hver megnar að veita líf jafnvel einu blómi eða grasstrái? Sjerhvert blóm meðfram veginum er orðið til fyrir þann sama mátt, sem gjörði stjörnurnar út í himingeimnum. Um alt hið skapaða streymir hin sama lífæð frá hjarta Guðs. Hann klæðir blóm akursins skrautlegri búningi, heldur en konungar jarðarinnar hafa nokkru sinni skreytt sig; og “fyrst Guð nú skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þjer lítiltrúaðir? ”FRN 121.3

    Sá sami sem myndaði blómin og kendi spörfuglunum að syngja söng sinn, segir: “Lítið til fugla himinsins!” Fegurð náttúrunnar getur sagt yður meira um visku Guðs, heldur en hinir lærðu vita. Á blöð liljunnar hefir Guð ritað boðskap til þín — skrifaðan á því máli, sem hjarta þitt fyrst þá getur lesið, þegar það hefir varpað frá sjer því vantrausti, eigingirni og þeim eyðandi áhyggjum, er það hefir vanið sig á. Hvers vegna hefir hann gefið þjer söngfuglana og yndislegu blómin, ef ekki vegna þess, að hann í hinum yfirgnæfandi föðurkærleika sínum vill gjöra lífsbraut þína bjarta og hamingjuríka. Án blómanna og fuglanna mundir þú hafa haft alt, sem tilvera þín þarfnast; en Guð ljet sjer ekki nægja að sjá þjer einungis fyrir því, sem nægir tilverunni eintómri. Hann skreytti jörðina, loftið og himingeiminn fegurð, til þess með því að segja þjer frá kærleiks-hug sínum til þín. Fegurð alls hins skapaða er aðeins glampi af dýrðarljóma hans. Ef hann af tilliti til gæfu þinnar og gleði, hefir verið svo óspar á guðdómlega list, hvernig getur þú þá efast um að hann muni veita þjer sjerhverja nauðsynlega gjöf?FRN 121.4

    “Gefið gaum að liljunum”. Sjerhvert blóm, sem opnar sig fyrir sólarljósinu, lýtur hinu sama mikilvæga lögmáli, sem stýrir stjörnunum. Og hversu einfalt, fagurt og yndislegt lí' f þeirra er! Með blómunum vill Guð vekja eftirtekt vora á hinu yndislega lunderni Krists. Hann sem hefir veitt blómunum slíkt skraut, óskar miklu fremur þess, að sálin megi íklæðast fegurðarskarti Krists-lundernisins.FRN 122.1

    Gefið gaum að liljunum, segir Jesús, og sjáið hvernig þær vaxa. Takið eftir því, hvernig jurtirnar, sem koma upp úr kaldri, dimmri jörðunni eða forarleðju fljótanna, breiða sig út í fegurð sinni og yndisleik.FRN 122.2

    Hvern mun óra fyrir möguleika slíkrar fegurðar, er hann skoðar hinn brúnleita og grófgjörða lauk liljunnar? En þegar líf Guðs, sem er falið þar í, að hans boði kemur í ljós í regni og sólskini, vekur hin unaðslega, dýrðlega sjón undrun mannanna. Þannig mun og líf Guðs koma í ljós í sjerhverri mannssálu, sem gefur sig á vald náðar-áhrifum hans, og þessi náð er öllum frjáls eins og regnið og sólskinið, hún kemur með blessun sína til allra. Það er orð Guðs, sem skapar blómin, og þetta sama orð mun framleiða ávexti Andans í þjer. Lögmál Guðs er lögmál kærleikans. Hann hefir lukt um oss með fegurð, til þess að sýna oss og láta oss læra að skilja það, að vjer erum ekki í heiminum einungis til þess að vinna sjálfum oss, til þess að grafa og byggja, vinna og spinna, heldur til þess að gjöra lífið fagurt, bjart og ánægjulegt með kristilegum kærleika — eins og blómin gleðja og göfga líf annara með kærleiksþjónustu.FRN 122.3

    Feður og mæður, látið börn yðar læra af blómunum. Takið þau með yður út í blómgarðinn og út á víðavang, setjist með þeim undir laufríku trjen og kennið þeim þar að lesa boðskap náttúrunnar um kærleika Guðs. Látið hugsunina um hann verða tengda fuglunum, blómunum og trjánum. Kennið börnunum að sjá kærleiksvott Guðs í öllu því, sem er fagurt og laðandi. Komið þeim til að fella sig við kristindóm yðar vegna þess að hann er aðlaðandi. Látið mildi og blíðu vera á vörum yðar.FRN 123.1

    Látið börnin fá skilning á því, að fyrir hinn mikla kærleika Guðs, getur eðli þeirra ummyndast til líkingar við hans eðli. Fræðið þau um það, að hann vill að líf þeirra verði fagurt sem blómanna. Þegar þau tína hin yndislegu blóm, þá segið þeim, að hann, sem skapaði blómin, er enn fegurri en þau. Á þennan hátt munu hjörtu þeirra tengjast honum. Hann, sem “allur er yndislegur”, mun verða þeim eins og daglegur leiðtogi og ástríkur vinur, og líf þeirra mun ummyndast eftir hinni hreinu og skýru mynd hans.FRN 124.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents