Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Frá Ræðustóli Náttúrunnar - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Hví sjer þú flísina í auga bróður þíns?”

    Jafnvel yfirlýsingin: “Þú, sem dæmir, fremur hið sama”, bendir ekki á hina fullu stærð þeirrar synd- ar, sem sá fremur, er dirfist að setja út á eða fyrirdæma bróður sinn. Jesús sagði: “Hví sjer þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?”FRN 152.3

    Þessi orð Frelsarans lýsa þeim, sem er skjótur til að sjá galla hjá öðrum. Er hann hyggur að hann hafi fundið bresti í fari annars, þá lætur hann sjer mjög ant um að benda öðrum á þá; en Jesús lýsir því yfir með samanburði sínum, að hlutföllin milli þeirrar lyndiseinkunnar, er þroskast fyrir svona ókristilega framkomu, og gallans, sem fundið er að, sje eins og hlutföllin milli bjálka og flísar. Það er af því að manninn skortir umburðarlyndi og kærleika, að hann gjörir úlfalda úr mýflugu. Sá sem aldrei hefir iðrast synda sinna nje veit hvað það er, að hafa gengið Kristi algjörlega á hönd, mun ekki opinbera hin mildu, mýkjandi áhrif Frelsara-kærleikans í hjarta sínu. — Hann sýnir ekki með dæmi sínu hið blíða og nærgætnislega í fagnaðarerindi Frelsarans, og hryggir dýrmætar sálir, er Kristur hefir dáið fyrir. Sá, sem leggur það í vana sinn að álasa öðrum, er samkvæmt þeirri lýsingu, sem Frelsarinn gefur, sekari en sá, sem hann ákærir; því að hann fremur ekki einungis hina sömu synd, heldur sýnir þar að auki sjálfsálit og hótfyndni.FRN 153.1

    Kristur er hin eina sanna fyrirmynd lundernisins, og sá, sem setur sjálfan sig til fyrirmyndar fyrir aðra, setur sig í Krists stað. Sjerhver, sem dirfist að dæma um hvatir annara, tekur sjer þá heimild, sem Guðs sonur einn hefir, því að Faðirinn “hefir falið syninum allan dóm á hendur”. Jóh. 5, 22. Þessir sjálfkvöddu dómarar og gagnrýnendur, fylla flokk antikristsins, “sem setur sig á móti og rís gegn öllu því, sem kallast Guð eða helgur dómur, svo að hann sest í Guðs musteri og kemur fram eins og hann væri Guð”. 2. Þess. 2, 4.FRN 153.2

    Sú synd, er einna skaðlegastar afleiðingar hefir, er aðfinslusemin, ósáttfýsin og kuldinn í framkomunni, sem er einkenni faríseaháttarins. Þegar trúin er gjörsneydd kærleika, þá er Jesús þar ekki nálægur; ljósgeisla návistar hans vantar, og úr þessari vöntun verður ekki bætt með erfiði og striti eða ókristilegri vandlætingasemi. Vera má, að hlutaðeigandi hafi frábæra hæfileika til að uppgötva galla annara; en við sjerhvern, sem gjörir slíkt, segir Jesús: “Hræsnari. drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, og þá muntu sjá vel til að draga út flísina úr auga bróður þíns”. Sá, sem sjálfur hefir framið ranglæti, er fyrstur manna til að gruna aðra um ranglæti. Með því að fyrirdæma aðra, reynir hann að hylja eða afsaka hið illa í sínu eigin hjarta. Það var þessi synd, sem leiddi mennina til þekkingar á hinu illa. Undireins og vorir fyrstu foreldrar höfðu syndgað, fóru þau að ákæra hvort annað, og þetta er það, sem mennirnir óhjákvæmilega munu gjöra, þegar náð Krists hefir ekki yfirráðin yfir þeim.FRN 154.1

    Þegar menn láta undan þessari tilhneigingu til að ákæra aðra, þá láta þeir sjer ekki nægja, aðeins að benda á það, sem þeir telja galla hjá bróður sínum. Ef þeir geta ekki með góðu fengið hann til að gjöra það, sem þeir álíta að honum beri að gjöra, þá grípa þeir til þvingunar. Að svo miklu leyti sem það stendur í þeirra valdi, munu þeir neyða mennina til að fara eftir þeirra hugmyndum um hvað rjett er. Þetta er það, sem Gyðingarnir gjörðu á Krists dögum, og það, sem kirkjan hefir altaf gjört síðan, þegar náð Krists stjórnaði henni ekki framar. Þegar hún fann, að hún hafði ekki mátt kærleikans, þá greip hún hinn sterka arm ríkisins, til þess að þröngva inn hjá fólkinu kreddum sínum og fá ákvæðum sínum framfylgt. Hjer er leynd- ardómur allra trúarbragðalegra laga, er menn hafa á öllum liðnurn tímum komið á, og leyndardómur allra ofsókna, er hinir kristnu hafa orðið að þola alt frá dögum Abels og til vorra tíma.FRN 154.2

    Kristur rekur ekki mennina til þess að koma til sín, heldur dregur þá til sín. Eina þvingunin, sem hann notar, er hinn knýjandi máttur kærleikans.FRN 155.1

    Þegar kirkjan fer að leita aðstoðar hjá hinu borgaralega valdi, þá er það bersýnilegt, að hana vantar kraft Krists — hið knýjandi afl hins guðdómlega kærleika.FRN 155.2

    En yfirsjónin er hjá einstaklingunum innan kirkjunnar, og það er hjer, sem ráða verður bót á vandræðunum. Jesús býður kærandanum að draga fyrst bjálkann út úr auga sínu, losa sig við tilhneiginguna til að finna að, játa og iðrast sinna synda, áður en hann reynir að laga aðra; “því að ekki er til gott trje, sem ber skemdan ávöxt; ekki heldur skemt trje, sem ber góða ávöxtu”. Lúk. 6, 43. Þessi tilhneiging til að ákæra, er skemdur ávöxtur, sem sýnir, að trjeð er skemt. Það stoðar ekki þótt maður reyni að byggja sig upp af eigin rjettlæti. Það, sem hjer þarf með, er hjartalags-breyting, og hana verður maður aðfá, áður en maður er fær um að hjálpa öðrum til að laga sig; því “af gnægð hjartans mælir munnurinn”. Matt. 12, 34.FRN 155.3

    Þegar einhver er staddur í andlegri neyð, og þú leitast við að gefa honum ráð eða áminna hann, þá munu orð þín hafa jafn mikil áhrif til hins góða og eftirdæmi sjálfs þín og hugarfar hefir aflað þjer. Þú verður að vera góður, áður en þú getur gjört gott. Þú getur ekki haft þau áhrif, er ummynda aðra, fyr en þitt hjarta er orðið auðmjúkt, hreinsað og mýkt fyrir náð Krists. Þegar þessi breyting er skeð á sjálfum þjer, þá mun það verða þjer jafn eðlilegt að lifa öðrum til blessunar, og það er rósatrjenu, að bera ilmandi rósir eða vínviðnum að bera hina blárauðu vínberjaklasa.FRN 155.4

    Ef Kristur, “von dýrðarinnar”, er í þjer, þá munt þú ekki hafa neina tilhneigingu til að hafa vakandi auga á öðrum, til þess að fletta ofan af brestum þeirra. Í stað þess að leitast við að ákæra og fyrirdæma, mun það vera verkefni þitt að hjálpa, blessa og frelsa. Í framkomu þinni við þá, sem fajra villir vegar, munt þú gefa gaum að áminningunni: “Haf gát á sjálfum þjer, að þú freistist ekki líka”. Gal. 6, 1. Þú munt minnast þess, hversu oft þjer hefir sjálfum yfirsjest, og hve örðugt það hefir verið að finna rjettu leiðina, þegar þú á annað borð hefir verið kominn út af henni. Þú munt ekki hrinda bróður þínum út í svartara myrkur, heldur en hann er staddur í. Þú munt með nærgætni og meðaumkun segja honum frá þeirri hættu, sem hann er staddur í.FRN 157.1

    Sá, sem oft lítur til Golgata-kross og minnist þess, að það voru hans syndir, er voru orsök í því, að Frelsarinn fór þangað, mun aldrei reyna að mæla stærð brota sinna með því að bera þau saman við annara brot. Hann mun ekki setjast í dómarasætið til þess að sakbera aðra. Aðfinslusemi eða sjálfsálit finst ekki hjá þeim, sem dvelur í forsælu Golgata-kross.FRN 157.2

    Það er ekki fyr en þú finnur að þú ert fús að fórna sjálfsupphefðinni, og jafnvel að leggja líf þitt í sölurnar til að bjarga villuráfandi bróður, að þú hefir dregið bjálkann út úr auga þínu, svo að þú ert hæfur til að hjálpa bróður þínum. Þá getur þú komið til hans og snert hjarta hans. Engum, sem hefir farið afvega, hefir nokkurntíma orðið hjálpað með álasi og ávítunum; en fyrir það hefir mörgum verið hrundið frá Kristi og þeir lokað hjarta sínu, svo að ekki hefir verið unt að sannfæra þá. Nærgætni, lipurð og laðandi framkoma, getur bjargað hinum breyska og hulið fjölda synda. Þegar Kristur birtist í lunderni þínu, mun það hafa umbreytandi áhrif á alla, er þú kemst í kynni við. Lát Krist daglega birtast í þjer, þá mun hann birta sköpunarmátt orðs síns gegnum þig, birta mild, sannfærandi, öflug áhrif til þess á ný að framleiða hina guðdómlegu fegurð í annara sálum.FRN 157.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents