Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 25—Kristilegt heimili

    Þegar við veljum heimili vill Guð, að við íhugum fyrst af öllu hin siðferðilegu og trúarlegu áhrif, sem munu umkringja okkur og fjölskyldu okkar.BS 165.1

    Þegar ákveðið er, hvar heimilið skuli vera, ætti þetta markmið að stjórna valinu. Látið ekki stjórnast af löngun í auð, af boðum tízkunnar eða venjum samfélagsins. Athugið hvað helzt muni leiða til einfaldleika, hreinleika, heilsu og verulegs gildis.BS 165.2

    Farið þangað, sem þið getið litið á verk Guðs, í stað þess að dvelja þar sem einungis gefur að líta verk mannanna, þar sem sýnir og hljómar vekja tíðum illar hugsanir, þar sem hávaði og umrót valda þreytu og ókyrrð. Finnið hvíld fyrir hugann í fegurð, rósemi og friði náttúrunnar. Látið augað hvíla á grænum ökrunum, lundunum og hæðunum. Lítið upp í himinblámann, sem borgarrykið og reykurinn hefur ekki mengað, og andið að ykkur hressandi lofti himinsins.BS 165.3

    Tími er kominn til þess að fjölskyldur flytjist út úr borgunum eftir því sem Guð opnar leiðina. Það ætti að fara með börnin út í sveit. Foreldrarnir ættu að fá eins hæfan stað og efni þeirra leyfa. Þó að bústaðurinn kunni að vera lítill, ætti samt að vera land við hann, sem hægt væri að rækta.BS 165.4

    Feður og mæður, sem eiga landskika og þægilegt heimili, eru konungar og drottningar.BS 165.5

    Ef mögulegt er, ætti heimilið að vera fyrir utan borgina, þar sem börnin geta haft jarðarskika til að rækta. Hvert þeirra ætti að hafa eigin blett og ef þið kennið þeim að gera garð, að undirbúa jarðveginn fyrir sáningu og þýðingu þess að fjarlægja allt illgresi, skuluð þið einnig kenna þeim þýðingu þess að halda ljótum og skaðlegum venjum frá lífi sínu. Kennið þeim að halda niðri illum venjum eins og þau halda niðri illgresinu í garðinum. Það mun taka tíma að kenna þeim þessar lexíur, en það mun borga sig mikillega.BS 165.6

    Jörðin hefur blessanir að geyma í iðrum sínum handa þeim, sem hafa hugrekki og vilja og þolgæði til að safna saman fjársjóði hennar. Mörgum bændum hefur mistekizt að öðlast nægilegan af- rakstur af landi sínu af því að þeir hafa gengið til verka sinna eins og um niðurlægjandi starf væri að ræða. Þeir sjá ekki, að það er blessun fólgin í því fyrir sjálfa þá og fjölskyldur þeirra.BS 165.7

    Foreldrar hafa þær skyldur gagnvart Guði að hafa umhverfi sitt í samræmi við þann sannleika, sem þeir játa. Þá geta þeir veitt börnum sínum réttar lexíur, og börnin læra að tengja heimilið hér niðri við heimilið hið efra. Fjölskyldan hér verður að svo miklu leyti, sem mögulegt er að vera fyrirmynd hins himneska. Freistingarnar til að láta undan því, sem er lágkúrulegt og auðvirðilegt munu þá missa mikið af krafti sínum. Það ætti að kenna börnunum, að þau séu aðeins til reynslu hér, og ala þau upp til þess að verða íbúar þeirra híbýla, sem Kristur er að búa þeim, sem elska hann og halda boðorð hans. Þetta er æðsta skylda, sem foreldrarnir hafa að framkvæma.BS 166.1

    Að svo miklu leyti, sem mögulegt er, ætti að setja allar byggingar, sem ætlaðar eru sem mannabústaðir, á háan stað, sem er vel framræstur. Það mun tryggja þurran stað. Þetta mál er oft ekki talið þýðingarmikið. Sífelldur heilsubrestur, alvarlegir sjúkdómar og mörg dauðsföll koma af rakanum og malaríunni í lágum, illa framræstum stöðum.BS 166.2

    Þegar hús eru byggð, er það sérstaklega þýðingarmikið að fá góða loftræstingu og nóg af sólarljósi. Það ætti að vera loftstraumur og gnægð af ljósi í hverju herbergi í húsinu. Í svefnherbergjum ætti að haga þannig til, að frjáls loftrás geti verið dag og nótt. Ekkert herbergi er hæft sem svefnherbergi nema hægt sé að opna það daglega fyrir lofti og sólskini.BS 166.3

    Garður, sem prýddur er trjám á dreif og nokkrum runnum í viðeigandi fjarlægð frá húsinu, hefur farsæl áhrif á fjölskylduna og mun ekki reynast neinn skaðvaldur heilsunnar, ef vel er annazt um hann. En skuggsæl tré og runnar þétt saman og nálægt húsinu gera það óheilsusamlegt, því að þau koma í veg fyrir frjálsa hringrás loftsins og útiloka geisla sólarinnar. Af þessum sökum safnast raki í kring um húsið, sérstaklega á votviðraskeiðum.

    BS 166.4

    Húsgögn ættu að vera einjöld og ódýr

    Búðu heimili þitt einföldum hlutum og blátt áfram, hlutum, sem þola notkun sem auðvelt er að halda hreinum og hægt er að endurnýja án mikils tilkostnaðar. Með því að sýna smekk getur bú gert mjög einfalt heimili aðlaðandi og skemmtilegt, ef kærleikur og nægjusemi eru þar.BS 166.5

    Hamingjuna er ekki að finna í því að sýnast á innantóman hátt. Því einfaldari sem tilhögunin er á vel skipulögðu heimili, þeim mun meiri hamingja mun ríkja. Það þarf ekki dýrt umhverfi og kostnaðarsöm húsgögn til að gera börnin hamingjusöm á heimilum þeirra, en það er nauðsynlegt að foreldrarnir veiti þeim blíðan kærleika og nákvæma athygli.1AH. bls. 131—135:BS 166.6

    Þið hafið þá skyldu gagnvart Guði að sýna ávallt á heimili ykk¬ar það sem er viðeigandi. Minnist þess, að á himninum er engin óregla, og að heimili ykkar ætti að vera himinn hér neðra. Minnizt þess, að þið eruð samverkamenn Guðs, sem eruð að fullkomna kristilegt lunderni með því að gera með trúmennsku dag frá degi hina litlu hluti, sem framkvæma þarf á heimilinu.BS 167.1

    Hafið í huga, foreldrar, að þið eruð að vinna að hjálpræði barna ykkar. Ef venjur ykkar eru réttar, ef þið sýnið snyrtimennsku og reglusemi, dyggð og réttlæti, helgun sálar, líkama og anda, þá uppfyllið þið orð endurlausnarans: „Þér eruð ljós heimsins.” Byrjið snemma að kenna börnunum að annast um föt sín. Látið þau hafa stað til að leggja á hluti sína og kennið þeim að brjóta hvern hlut snyrtilega saman og láta á sinn stað. Ef þið hafið ekki efni á að kaupa þó ekki sé nema ódýra kommóðu, skuluð þið nota kassa og setja í hann hillur og þekja hann með einhverju ljósu og skrautlegu efni. Þetta verk, að kenna snyrtimennsku og reglu, mun taka svolítinn tíma á hverjum degi, en það mun borga sig í framtíð barna ykkar, og að lokum mun það spara ykkur mikinn tíma og áhyggjur.BS 167.2

    Sumir foreldrar leyfa börnum sínum að skemma, að nota sem leikföng þá hluti, sem þau hafa engan rétt til að snerta. Það ætti að kenna börnum, að þau eigi ekki að handfjatla eignir annarra. Vegna þæginda og hamingju fjölskyldunnar verða þau að læra að virða reglur velsæmisins. Börn eru ekkert hamingjusamari þegar þeim er leyft að handfjatla allt, sem þau sjá. Ef þau eru ekki alin upp við að vera gætin, munu þau vaxa upp með ófögur og skaðleg skapgerðareinkenni.BS 167.3

    Gefið ekki börnunum leikföng, sem auðvelt er að brjóta. Að gera þetta er að innræta skemmdarlöngun. Látið þau hafa fá leikföng, en sterk og varanleg. Slíkar tillögur, þó smávægilegar kunni að virðast, hafa mikið gildi við uppeldi barnsins.2CG. bls. 110, 111: 101, 102BS 167.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents