Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 29—Dægrastytting

  Kristnum mönnum standa margar hamingjulindir til boða, og þeir geta sagt með öruggri nákvæmni, hvaða skemmtanir eru lögmætar og réttar. Þeir geta notið þeirra skemmtana, sem hvorki skemma hugann né spilla sálinni, valda ekki vonbrigðum eða skilja eftir dapurleg eftirköst og eyðileggja sjálfsvirðingu eða loka leiðinni til nytsemda. Geti þeir tekið Jesúm með sér og varðveitt bænaranda, eru þeir fullkomlega öruggir.BS 178.1

  Hver sú skemmtun, sem þið getið tekið þátt í og beðið Guð í trú um að blessa, mun ekki reynast hættuleg. En hver sú skemmtun, sem gerir okkur óhæf fyrir einrúmsbænina, fyrir helgistund við altari bænarinnar eða til að taka þátt í bænasamkomunni er ekki örugg, heldur hættuleg.BS 178.2

  Við erum í þeim hóp manna, sem trúir því, að það séu forréttindi okkar að gera Guð dýrlegan hér á jörðunni á hverjum degi lífsins, að við eigum ekki að lifa í þessum heimi til þess eins að skemmta okkur, einungis til að geðjast okkur sjálfum. Við erum hér til að vera mannkyninu til gagns og reynast blessun fyrir samfélagið. Hvernig getum við verið okkar ættstofni og kynslóð til góðs, ef við leyfum huga okkar að taka þá lágkúrulegu stefnu, sem margir taka, sem leita aðeins hégóma og heimsku? Hvernig getum við verið blessun fyrir samfélagið? Við getum ekki í sakleysi átt þátt í neinni skemmtun, sem gerir okkur óhæf til að sinna með trúmennsku vanalegum skyldustörfum.BS 178.3

  Það eru margir hlutir, sem eru réttir í sjálfum sér, en munu reynast óviðbúnum sem snara, þegar Satan er búinn að umsnúa þeim.BS 178.4

  Það er mikil þörf á hófsemi varðandi skemmtanir, svo sem í öllum öðrum athöfnum. Eðli þessara athafna ætti að athuga vandlega og gagngert. Hvert ungmenni ætti að spyrja sig: „Hver munu verða áhrif þessara skemmtana fyrir líkamlega, andlega og siðferðislega heilsu mína? Mun hugur minn blindast, svo að ég gleymi Guði? Mun ég hætta að hafa dýrð hans fyrir augum mér1AH, bls. 512—514:BS 178.5

  Það eru forréttindi og skylda kristinna manna að leitast við að hressa huga sinn og styrkja líkama sinn með saklausri dægrastyttingu í þeim tilgangi að nota líkamlega og andlega hæfileika sína Guði til dýrðar. Dægrastytting okkar ætti ekki að vera óskynsamleg kæti, sem jaðrar við vitleysu. Við ættum að láta hana fara þannig fram, að hún verði til góðs og göfgi þá, sem við eigum samfélag við og geri okkur þá betur hæf til að sinna með árangri þeim skyldum, sem hvíla á okkur sem kristnum mönnum. 2AH, bls. 493:BS 178.6

  Þeim tíma sem varið er til líkamlegrar hreyfingar, er ekki kastað á glæ. Samstillt þjálfun á öllum líffærum og hæfileikum líkamans er nauðsynleg til þess að þau starfi sem bezt. Þegar heilinn er stöðugt undir álagi, en hin líffæri hinnar lifandi vélar eru óvirk, missist líkamlegur og andlegur styrkur. Líkamskerfið er rænt heilsusamlegum blæ, og hugurinn glatar ferskleika sínum og krafti, og það leiðir til sjúklegrar æsingar.BS 179.1

  Þeir sem eru í námi ættu að taka sér hvíld. Það ætti ekki stöðugt að einbeita huganum, því þá slitnar hið fíngerða vélkerfi hugans. Bæði hugur og líkami verða að hafa þjálfun.3AH, bls. 494, 495:

  BS 179.2

  Dægrastytting sem bæði ríkir og fátœkir geta notið

  Það er ekki hægt að láta æskuna vera jafn hægláta sem ellina, barnið jafn stillt sem öldunginn. Þó að syndugar skemmtanir séu bannaðar sem vera ber, ættu foreldrar og kennarar og vökumenn æskunnar að sjá fyrir saklausum skemmtunum í þeirra stað, sem munu hvorki setja blett á siðferðið né spilla því. Bindið ekki hina ungu niður á klafa með rígskorðuðum reglum og hömlum, sem leiða til þess að þeim finnist þeir vera kúgaðir og brjóti af sér allar hömlur og þjóti út í heimsku og tortímingu. Haldið um stjórnartaumana með festu, vingjarnleika og tillitssemi og leiðið og stjórnið huga þeirra og ætlunum, en samt svo blíðlega, viturlega og ástúðlega að þeir geri sér samt ljóst að þið hafið velferð þeirra í huga.4CT, bls. 335:BS 179.3

  Það er hægt að haga dægrastyttingunni á þann hátt, að hún sé mjög gagnleg bæði huga og líkama. Sá sem er upplýstur og aðgætinn, mun finna nægar leiðir til skemmtunar og dægradvalar, sem eru ekki aðeins skemmtilegar heldur fræðandi. Dægrastytting undir berum himni, íhugun á verkum Guðs í náttúrunni mun vera til mestrar blessunar. 54T, bls. 653:BS 179.4

  Engin dægradvöl fyrir börn og unglinga, sem er einungis gagnleg þeim sjálfum, mun reynast þeim eins mikil blessun og sú, sem gerir þau hjálpsöm öðrum. Hinir ungu eru að eðli til áhugasamir og næmir og skjótir til að fara eftir uppástungu.6Ed, bls. 212:BS 179.5

  Guð hefur séð öllum fyrir ánægju, sem bæði ríkir og fátækir geta notið — ánægju, sem finnst í því að rækta hreinleika hugans og óeigingjarna athöfn, ánægjuna, sem kemur af því að tala samúðarfull orð og drýgja vingjarnlegar dáðir. Ljós Krists skín frá þeim, sem framkvæma slíka þjónustu til að bregða birtu á líf þeirra, sem í myrkri búa vegna margvíslegra sorga. 79T, bis. 57: BS 179.6

  Það er nóg hægt að gera í þessum heimi okkar af því, sem er nauðsynlegt og nytsamlegt, sem gæti gert skemmtistundir nær ónauðsynlegar. Heili, bein og vöðvar munu öðlast festu og styrk séu þau notuð í föstum tilgangi við að gera gott og hugsa mikið og djúpt og finna upp áform, sem munu þjálfa þau til að þroska með sér vitsmunalega hæfileika og veita líffærunum hæfilegan styrk. Með því væru þau að nota í verki hæfileika sína, sem Guð gaf þeim og ætlaðir eru til að vegsama Guð. 8AH, bls. 509:BS 180.1

  Ég fordæmi ekki einfalda boltaleiki, en jafnvel þó að þeir séu einfaldir má gera of mikið af þeim.BS 180.2

  Ég skelfist þær afleiðingar, sem ávallt fylgja í kjölfar þessara skemmtana. Það leiðir til útgjalda, sem hefði átt að nota til að veita ljós sannleikans sálum,sem eru að farast án Krists. Skemmtanir og útgjöld til að þóknast sjálfum sér, sem leiða þrep fyrir þrep til sjálfsupphefðar, og uppeldið til skemmtanafíknar, sem þessir leikir búa yfir, vekja ást og ástríðu til slíkra hluta, sem stuðla ekki að fullkomnun kristilegrar lyndiseinkunnar.9AH, bls. 499:

  BS 180.3

  Félagsskapur og réttar venjur

  Ungt fólk sem lendir í félagsskap getur gert samfélag sitt að blessun eða bölvun. Það getur byggt upp, blessað og styrkt hvert annað, tekið framförum í hegðun, í lunderni, í þekkingu, eða það getur haft einungis spillandi áhrif með því að leyfa sér að vera kærulaust og ótrútt.BS 180.4

  Jesús mun verða hjálparhella allra, sem setja traust sitt á hann. Þeir, sem eru tengdir Kristi, eiga völ á hamingju. Þeir fylgja í fótspor frelsarans, og hans vegna krossfesta þeir sjálfið með ástríðum þess og girndum. Þessar persónur hafa byggt von sína á Kristi, og stormar jarðarinnar megna ekki að sópa þeim af öruggri undirstöðu sinni.BS 180.5

  Það er undir ykkur sjálfum komið, ungu menn og konur, hvort þið viljið verða heiðarlegar persónur, nytsamar og traustverðar. Þið ættuð að verða tilbúin til þess og ákveðin í því að taka afstöðu með því, sem rétt er — undir öllum kringumstæðum. Við getum ekki farið með rangar venjur okkar með okkur til himins. Og þær munu loka okkur út úr heimkynnum hinna réttlátu, nema við sigrum þær hér. Þegar við hömlum gegn vondum venjum munu þær veita öfluga mótstöðu, en ef stríðinu er haldið áfram með þrautseigju og krafti er hægt að sigra þær.BS 180.6

  Til að mynda réttar venjur ættum við að leita félagsskapar manna, sem hafa heilbrigt siðferðismat og trúarleg áhrif.104T, bls. 655:BS 181.1

  Ef hægt væri að fá hina ungu til að hafa samfélag við þá, sem eru hreinir, hugsunarsamir og ástúðlegir, munu áhrifin verða mjög góð. Ef valdir eru félagar, sem óttast Drottin, mundu áhrif þeirra leiða til sannleika, skyldu og heilagleika. Sannkristið líf er kraftur til góðs. En á hinn bóginn munu þeir, sem hafa samfélag við menn og konur með vafasömu siðferði og lágkúrulegum meginreglum og venjum, skjótlega beinast á sömu braut. Hneigðir hins náttúrulega hjarta stefna niður. Sá, sem hefir samfélag við efasemdamanninn, mun fljótlega fyllast efasemdum. Sá, sem velur samfélag fúlmennisins, mun vissulega verða fúlmenni. Að fara að ráðum óguðlegra er fyrsta skrefið til að ganga á vegi syndaranna og sitja í hópi háðgjarnra.BS 181.2

  Allir þeir, sem vilja móta með sér rétta lyndiseinkunn, ættu að velja sér félaga, sem eru alvarlega hugsandi og trúarlega hyggjandi. Þeir, sem hafa reiknað út kostnaðinn og óska að byggja fyrir eilífðina, verða að nota gott efni í byggingu sína. Ef þeir taka við fúnu timbri, ef þeir láta sér lynda lundernisgalla, mun byggingin verða dæmd til að hrynja. Allir hyggi að hvernig þeir byggja. Stormur freistinganna mun æða um bygginguna, og hún mun ekki standast prófraunina nema hún sé vel og trúlega byggð.BS 181.3

  Gott mannorð er dýrmætara en gull. Það er tilhneiging hjá æskufólki að hafa samfélag við þá, sem eru á lægra stigi í hugsun og siðgæði. Hvaða raunverulegri hamingju geta ungar persónur búizt við af því að velja sér samband við persónur, sem hafa lágan staðal hugsana, tilfinninga og hegðunar? Sumir hafa saurugan smekk og spilltar venjur, og allir þeir, sem velja slíka félaga munu fylgja fordæmi þeirra.114T, bls. 587, 588BS 181.4

  Vera má, að þið sjáið ekki neina raunverulega hættu í því að taka fyrsta skrefið til léttúðar og skemmtanaleitar og haldið, að þegar þið viljið breyta um stefnu, getið þið gert það rétt eins auðveldlega og það, sem rangt var. Þetta er ekki rétt. Með því að velja slæma félaga hafa margir verið leiddir skref fyrir skref af vegi dyggða, djúpt inn í fylgsni óhlýðni og gjálifis, sem þeim hefði eitt sinn fundizt óhugsandi, að þeir sykkju niður í.12CT, bls. 224:BS 181.5

  Haldið ekki, að Guð vilji, að við látum af öllu, sem er okkur lil hamingju hér. Allt það, sem hann ætlast til, að við segjum skilið við, er það, sem mundi ekki vera okkur til góðs eða hamingju að halda í.13AH, bls. 502:

  BS 181.6

  Alger hvíld. og sjáljsskemmtun

  Ungir menn ættu að minnast þess að þeir eru ábyrgir vegna allra þeirra forréttinda, sem þeir hafa notið, um að nýta tíma sinn og nota hæfileika sína á réttan hátt. Þeir kunna að spyrja: Eigum við ekki að hafa neina skemmtun eða dægradvöl? Eigum við að vinna, vinna, vinna án nokkurar tilbreytingar?14CT, bls. 337:BS 181.7

  Það kann að vera nauðsynlegt að menn um tíma breyti frá líkamlegu starfi, sem hefur reynt mikið á þrekið, svo að þeir geti á ný sinnt störfum og lagt á sig erfiði með meiri árangri. En ekki er alveg víst að alger hvíld sé nauðsynleg eða gefi beztan árangur að því er líkamsstyrk þeirra snertir. Þó að þreyttir séu af einni tegund vinnu, þurfa þeir ekki að sóa dýrmætum augnablikum. Þeir geta þá reynt að gera eitthvað, sem ekki er svo þreytandi, en getur samt verið til blessunar fyrir mæður þeirra og systur. Við að létta af áhyggjum þeirra með því að taka á sig sjálfa þyngstu byrðarnar, sem þær hafa að bera, geta þeir fundið þá skemmtun, sem byggist á meginreglu og mun veita þeim sanna hamingju, og þá mun tíma þeirra ekki varið í smámuni eða eftirlátssemi við sjálfa sig. Það er mögulegt fyrir þá að verja tíma sínum ávallt til góðs og vera stöðugt endurnýjaðir af tilbreytninni, en samt verið að nýta tímann, svo að hvert augnablik sé nýtt til góðs fyrir einhvern.153T, bls. 223:BS 182.1

  Margir halda því fram, að það sé nauðsynlegt fyrir verndun eigin heilsu að stunda skemmtanir. Satt er það, að tilbreytingar er þörf, svo að líkaminn þroskist á sem beztan hátt, því að líkami og hugur endurnýjast og styrkjast af tilbreytingunni. En þessu marki er ekki náð með því að iðka heimskulegar skemmtanir á kostnað daglegra skylduverka, sem æskufólki ætti að vera ætlað að gera.16AH, bls. 508:BS 182.2

  Leikhúsið er meðal hættulegustu skemmtistaða. í stað þess að vera skóli fyrir siðgæði og dyggðir eins og oft er sagt að það sé, er það gróðrarstía siðleysis. Þessar skemmtanir styrkja og festa í sessi ósiðsamlegar venjur og syndugar tilfinningar. Lágkúrulegir söngvar, klúrt látbragð, orðfæri og afstaða saurga hugsanirnar og lækka siðferðisstaðalinn. Sérhvert ungmenni, sem leggur í vana sinn að stunda slíkar sýningar, mun spillast í grundvallaratriðum. Það eru engin áhrif í okkar landi, sem eru öflugri til að eitra hugsanirnar, eyðileggja trúarleg áhrif og slæva löngun í hinar rólegu skemmtanir og heilbrigðu verðmæti lífsins, en leikhússkemmtanir. Löngun í þessar sýningar eykst með hverri leikhúsferð, eins og þráin í áfenga drykki styrkist eftir því sem undan henni er látið. Eina örugga leiðin er að sneiða hjá leikhúsinu, fjölleikahúsinu og hverjum öðrum vafasömum skemmtistað. 17CT, bls. 334, 335:BS 182.3

  Þeir, sem þyrstir í skemmtanir hafa oft vitnað í það til að réttlæta nútímadansinn, að Davíð dansaði frammi fyrir Guði í lotningarfullri gleði, en það er engin ástæða fyrir slíkum röksemdum. Á okkar dögum er dansinn tengdur heimskupörum og miðnætursvalli. Heilsu og siðgæði er fórnað fyrir skemmtun. Þeir sem iðka danssalina ljá ekki Guði hugsun sína og tilbeiðslu. Bæn og lofsöngur yrðu skoðuð sem óviðeigandi á samkomum þeirra. Þetta próf ætti að skera úr. Kristnir menn ættu ekki að sækja skemmtanir, sem vilja veikja ást til þess, sem heilagt er, og draga úr fögnuði okkar við þjónustu við Guð. Þegar leikið var á hljóðfæri og dansað í gleðiríkri lofgjörð til Guðs við flutning arkarinnar, bar það ekki minnsta keim af gjálífinu samfara nútímadansi. Hið fyrra var gert til þess að minnast Guðs og vegsama hans heilaga nafn. Hið síðara er uppfinning Satans til að fá menn til að gleyma Guði og vanvirða hann.18PP, bls. 707:BS 182.4

  Hinir ungu hegða sér yfirleitt þannig sem hinar dýrmætu stundir reynslutímans, meðan náðin enn varir, væru einn óslitinn frídagur, og þeir væru settir í þennan heim til að skemmta sjálfum sér, að fá hverja æsispennandi skemmtunina eftir aðra sér til ánægju. Satan hefur lagt mikið á sig við að fá þá til að finna hamingju í heimslegum skemmtunum og að réttlæta sig með að leitast við að sýna, að þessar skemmtanir séu skaðlausar, saklausar og jafnvel þýðingarmiklar fyrir heilsuna.19IT, bls. 501:BS 183.1

  Margir stunda af ákafa heimslegar, siðspillandi skemmtanir, sem orð Guðs bannar. Þannig skera þeir á tengsl sín við Guð og skipa sér í raðir með þeim, sem sækjast eftir skemmtunum heimsins. Syndir þær, sem eyddu fólkinu, sem uppi var fyrir flóðið, og borgunum á sléttunni, eru til enn þann dag í dag — ekki einungis í heiðingjalöndunum, ekki aðeins meðal þeirra, sem játa almennan kristindóm, heldur meðal sumra þeirra, sem segjast vænta komu mannssonarins. Ef Guð sýndi þér þessar syndir eins og þær birtast fyrir augliti hans, fylltist þú fyrirlitningu og skelfingu.205T, bls. 218:BS 183.2

  Löngunin í æsingu og ánægjulega skemmtun er freisting og snara fyrir Guðs fólk og einkum hina ungu. Satan er stöðugt að vinna að því að leiða hugann frá því alvarlega verki að búa sig undir atburði í náinni framtíð. Fyrir tilverknað heimshyggjumanna heldur hann vakandi stöðugri æsingu til þess að örva óviðbúna til að taka þátt í heimslegum skemmtunum. Þetta eru sýningar, fyrirlestrar og endalaus afbrigði af skemmtunum, sem ætlaðar eru til að vekja ást til heimsins. Og fyrir þetta samband við heiminn dofnar trúin.BS 183.3

  Guð á ekki skemmtanavininn sem fylgjanda sinn. Þeir einir eru sannir fylgjendur Jesú, sem afneita sjálfum sér og lifa í hófsemi, auðmýkt og heilagleika. Og slíkt fólk getur ekki notað hégómlegra og innantómra samræðna þeirra, sem heiminn elska.21CT, bls. 325, 328:BS 183.4

  Ef þú í sannleika tilheyrir Kristi, muntu hafa tækifæri til að vitna fyrir hann. Þér mun verða boðið að sækja skemmtistaði, og þá munt þú fá tækifæri til þess að vitna fyrir Drottin. Sértu þá sannur Kristi, muntu ekki reyna að finna afsakanir fyrir þvi að koma ekki, en munt skýrt og kurteislega lýsa því yfir, að þú sért barn Guðs og meginreglur þínar leyfi þér ekki að vera á stað, ekki svo mikið sem eitt skipti, þar sem þú gætir ekki boðið Drottni þínum að vera til staðar.22AH, bls. 519:BS 183.5

  Það mun sjást stór munur á samfundum fylgjenda Krists, er þeir koma saman til kristilegrar dægradvalar og heimslegum skemmtisamkomum. í stað bænar og þess að minnast á Krist og helga hluti, mun heyrast af vörum heimshyggjumannsins heimskulegur hlátur og lágkúrulegt samtal. Hugsun þeirra er sú að skemmta sér vel. Skemmtanir þeirra hefjast með heimskupörum og lyktar með hégóma.23AH, bls. 512.BS 184.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents