Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 4—Sameining við Krist og bróðurkærleikur

  (Eitt með Kristi í Guði)

  Það er ætlun Guðs, að börn hans lifi í samlyndi og einingu. Reikna þau ekki með að búa saman í sama himninum? Er Kristi skipt gegn sjálfum sér? Mun hann veita fólki sínu árangur, áður en það sópar í burtu sora illra hugsana og sundurþykkis, áður en verkamennirnir með einum huga helga hjarta sitt, huga og styrk því verki, sem er svo heilagt í augum Guðs? Sameining veitir styrk, sundurþykkja veikir. Ef við vinnum saman í samræmi að frelsun manna, tengd hvert öðru, munum við sannarlega verða „samverkamenn Guðs”. Þeir, sem vilja eigi vinna saman samstilltir, vanheiðra Guð mikillega. Það gleður óvin manna að sjá þá vinna gegn hver öðrum. Slíkir menn þurfa að rækta með sér bróðurkærleika og hjartahlýju. Ef þeir gætu dregið til hliðar tjaldið, sem byrgir framtíðina og séð afleiðingarnar af sundurþykkju þeirra, mundu þeir vissulega leiðast til iðrunar.18T, bls. 240:

  BS 46.1

  Sameining við Krist og hvert annað er eina öryggi okkar

  Heimurinn lítur með velþóknun á sundurþykkjuna meðal kristinna manna. Vantrúin er hæstánægð. Guð biður um breytingu hjá fólki sínu. Sameining við Krist og hvert annað er eina öryggi okkar á þessum síðustu dögum. Við skulum ekki gera Satan kleift að benda á safnaðarfólk okkar og segja: „Sjáið þetta fólk, sem hefur fylkt sér undir herfána Krists, hve það hatar hvert annað. Ekkert þurfum við að óttast frá því, meðan það notar meiri styrk í að berjast innbyrðis, en að stríða gegn mínum öflum.”BS 46.2

  Eftir að Heilagur andi hafði komið yfir lærisveinana, fóru þeir út til að boða upprisinn frelsara og var eina ósk þeirra frelsun sálna. Þeir fögnuðu yfir því, að samneytið við hina heilögu var svo elskulegt. Þeir voru blíðir, hugsunarsamir, óeigingjarnir og fúsir að færa hverja fórn, sem væri nauðsynleg sakir sannleikans. Í daglegum samskiptum hver við annan, sýndu þeir þann kærleika, sem Kristur hafði boðið þeim að sýna. Með óeigingjörnum orðum og athöfnum leituðust þeir við að tendra þennan kærleika í öðrum hjörtum.BS 46.3

  Hinir trúuðu áttu ávallt að láta þann kærleika ríkja í hjörtum sinum, sem fyllti hjörtu lærisveinanna eftir komu Heilags anda. Þeir áttu að stefna fúslega í hlýðni að boðorðinu nýja: „Þér skul- uð elska hver annan, á sama hátt og ég hefi elskað yður.” Jóh. 13, 34. Þeir áttu að vera svo nátengdir Kristi, að þeim yrði gert kleift að uppfylla kröfur hans. Það átti að margfalda kraft þess frelsara, sem gat réttlætt þá með réttlæti sínu.BS 46.4

  En hinir frumkristnu fóru að leita að göllum hver í fari annars. Með því að dvelja við mistök og gefa óvingjarnlegum athugasemdum rúm, misstu þeir sjónar af frelsaranum og þeim mikla kærleika, sem hann hafði sýnt syndurum. Þeir urðu strangari, hvað snerti ytri siði, nákvæmari í fræðikerfi sannleikans og hvassari í gagnrýni sinni. Í ákafa sínum við að atyrða aðra, gleymdu þeir eigin ágöllum. Þeim gleymdist lexían um bróðurkærleikann, sem Kristur hafði kennt þeim. Og það ömurlegasta af öllu var, að þeir gerðu sér ekki grein fyrir skorti sínum. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því, að fögnuður og hamingja voru á undanhaldi í lífi þeirra og senn kæmi að því, að þeir gengju í myrkri, þar sem þeir höfðu útilokað kærleika Guðs úr hjörtum sínum.BS 47.1

  Jóhannes postuli gerði sér ljóst að bróðurkærleikur var dvínandi í söfnuðinum og dvaldi hann því sérstaklega við þetta atriði. Allt til hinztu stundar hvatti hann trúaða til að sýna stöðugt hver öðrum kærleika. Bréf hans til safnaðanna eru þrungin þessari hugsun: „Þér elskaðir, elskum hver annan,” ritar hann, „því að kærleikurinn er frá Guði kominn . . . Guð hefur sent sinn eingetinn son í heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann . . . Þér elskaðir, fyrst Guð hefir svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan.” 1. Jóh. 4, 7—11.BS 47.2

  Í söfnuði Guðs í dag er mikill skortur á bróðurkærleika. Margir, sem segjast elska frelsarann, láta undir höfuð leggjast að elska þá, sem eru sameinaðir þeim í kristilegu samfélagi. Við erum sömu trúar, greinar á einu og sama fjölskyldutré, öll börn hins sama himneska föður, með sömu sælu vonina um ódauðleika. En hve böndin, sem binda okkur saman, ættu að vera blíð og náin! Fólkið í heiminum fylgist með okkur til að sjá, hvort trú okkar hafi helgandi áhrif á hjörtu okkar. Það er fljótt að greina hvern galla í lífi okkar og ósamkvæmni í athöfnum okkar. Látum það ekki fá neitt tækifæri til að lasta trú okkar.28T, bls. 240-242:

  BS 47.3

  Samrœmi og sameining er sterkasti vitnisburður okkar

  Það er ekki andstaða heimsins, sem er okkar mesta hætta, heldur er það hið illa, sem fær að búa í hjörtum þeirra, sem segjast trúa, sem veldur skelfilegustum skaða og mest dregur úr framgangi málefnis Guðs. Það er engin öruggari leið til að veikja andlegt líf okkar en að öfunda aðra og tortryggja þá, vera fullur af aðfinnslum og illum hugrenningum. „Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, náttúrleg, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers konar ill háttsemi. En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus. En ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, sem frið semja.” Jak. 3, 15—18.BS 47.4

  Samræmi og sameining milli manna með ólíka skapgerð er sterkasti vitnisburður, sem hægt er að bera um, að Guð hafi sent son sinn í heiminn til að bjarga syndurum. Það eru okkar forréttindi að bera þennan vitnisburð. En til að svo megi verða, hljótum við að lúta boði Krists. Lunderni okkar verður að vera mótað í samræmi við lunderni hans og við verðum að beygja okkur undir vilja hans. Þá munum við vinna saman án hugsunar um árekstur.BS 48.1

  Ef dvalið er við smávægileg ágreiningsmál, leiðir það til athafna, sem spilla kristilegu samfélagi. Leyfum ekki óvininum að ná þannig undirtökunum hjá okkur. Við skulum stöðugt nálgast Guð og hvert annað. Þá munum við vera sem réttlætiseikur, gróðursettar af Drottni og vökvaðar úr móðu lífsvatnsins. En hve við verðum þá ávaxtasöm! Sagði ekki Kristur: „Með þessu vegsamast faðir minn, að þér berið mikinn ávöxt”? Jóh. 15, 8.BS 48.2

  Þegar við trúum bæn Krists til fulls, þegar leiðbeiningar hennar eru færðar inn í daglegt líf Guðs fólks, mun samstillt athöfn sjást meðal okkar. Bróðir mun vera tengdur bróður með hinum gullnu böndum kærleika Krists. Einungis Andi Guðs getur komið þessari einingu til leiðar. Sá, sem helgaði sjálfan sig, getur helgað lærisveina sína. Tengdir honum munu þeir vera tengdir hver öðrum í hinni helgustu trú. Þegar við keppum eftir þessari einingu eins og Guð vill að við keppum eftir henni, mun hún veitast okkur.38T, bls. 242, 243: BS 48.3

  Það er eigi aragrúi stofnana, stórra bygginga og að sýnast hið ytra, sem Guð krefst, heldur samræmd athöfn sérstaks fólks; fólks, sem er útvalið af Guði og dýrmætt, tengt hvert öðru og líf þess falið með Kristi í Guði. Hver maður á að búa við sinn hlut og á sínum stað og hafa þar rétt áhrif í hugsun, orði og athöfn. Þegar allir verkamenn Guðs gera þetta og ekki fyrr, munu verk hans vera algjör, samræmd heild.48T, bls. 183:BS 48.4

  Drottinn kallar á menn með sanna trú og heilbrigðan huga, menn, sem greina milli hins sanna og ranga. Hver og einn ætti að vera á verði og að nema og framkvæma þær ráðleggingar, sem veittar eru í sautjánda kapítula Jóhannesarguðspjalls og halda lifandi trú á sannleikann fyrir þessa tíma vakandi. Við þörfnumst þeirrar sjálfstjórnar, sem getur gert okkur kleift að koma venjum okkar í samræmi við bæn Krists.58T, bls. 239 : BS 48.5

  Frelsaranum er umhugað um það, að fylgjendur hans uppfylli tilgang Guðs í allri hæð hans og dýpt. Þeir eiga að vera eitt í honum, jafnvel þótt þeir séu dreifðir um allan heim. En Guð getur ekki gert þá eitt í Kristi nema þeir séu fúsir til að láta af eigin vilja og gera Guðs vilja. 68T, bls. 243:

  BS 49.1

  Samstarf

  Þegar komið er á fót stofnunum á nýjum svæðum, er oft nauðsynlegt að leggja ábyrgð á persónur, sem eru ekki að öllu leyti kunnugar smáatriðum starfsins. Slíkar persónur starfa við óhagkvæm skilyrði og af því mun leiða ástand, sem hindrar vöxt stofnunarinnar, nema þessar persónur og samstarfsmenn þeirra hafi óeigingjarnan áhuga á stofnun Guðs.BS 49.2

  Mörgum finnst, að þeirra starfssvið tilheyri þeim einum og engir aðrir ættu að koma með neinar tillögur að því lútandi. Þeim hinum sömu kann að vera áfátt í að þekkja beztu aðferðir við að framkvæma verkið. Samt móðgast þeir, ef einhver vogar sér að gefa þeim ráð, og styrkjast í ásetningi sínum að fylgja sinni sjálfstæðu dómgreind. Svo eru aftur sumir verkamenn, sem eru ekki fúsir til að hjálpa eða leiðbeina samstarfsmönnum sínum. Aðrir, sem skortir reynslu, vilja ekki að fákunnátta þeirra verði kunn. Þeir gera skyssur, sem kosta mikinn tíma og efni, af því að þeir eru of stoltir til að biðja um ráð.BS 49.3

  Það er ekki erfitt að greina orsök vandræðanna. Verkamennirnir hafa verið sjálfstæðir þræðir, þegar þeir áttu að líta á sig sem þræði, er tvinna yrði saman til að mynda mynstrið.BS 49.4

  Þessir hlutir hryggja Anda Guðs. Guð þráir, að við lærum hvert af öðru. Sjálfstæði, sem eigi hefur verið helgað, setur okkur í þær aðstæður, að Guð getur ekki unnið með okkur. Satan er harðánægður með slíkt ástand mála.BS 49.5

  Hver verkamaður verður reyndur, hvort hann sé að vinna að framgangi stofnunar Guðs eða þjóna eigin áhugamálum.BS 49.6

  Sú synd, sem er næst því að vera vonlaus og ólæknanleg, er ánægja með eigin álit, sjálfsþótti. Slíkt stendur í vegi fyrir öllum vexti. Þegar maður hefur skapgerðarbresti, en sér þá samt ekki, þegar hann er svo ánægður með sjálfan sig, að hann getur ekki séð galla sína — hvernig má þá hreinsa hann? „Ekki þurfa heilbrigðir læknis við, heldur þeir, sem sjúkir eru.” Matt. 9, 12. Hvernig getur þeim batnað, sem finnst sínir vegir fullkomnir?BS 49.7

  Enginn nema heilshugar kristinn maður getur verið í sannleika göfugmenni. 77T, bls. 197-200.BS 49.8

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents