Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 6—Helgað líf

    Frelsari okkar vill eiga okkur að öllu leyti. Hann vill eiga fyrstu og helgustu hugsanir okkar og hreinasta og heitasta kærleika okkar. Ef við í sannleika erum hluttakendur guðlegs eðlis, mun lofsöngur um hann ætíð vera í hjörtum okkar og á vörum okkar. Eina öryggi okkar er að leggja allt okkar að fótum hans og vera stöðugt að vaxa í náð og þekkingu á sannleikanum.1SL, bls. 95:BS 54.1

    Helgunin, sem er sett fram í heilögum ritningum, snertir alla mannveruna — anda, sál og líkama. Hér kemur fram hin sanna hugmynd um algera helgun. Páll biður um að söfnuðurinn í Þessaloníku fái að njóta þessarar miklu blessunar. „En sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega, og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists.” 1. Þess. 5, 23.BS 54.2

    Meðal trúaðra manna er til kenning um helgun, sem er röng í sjálfri sér og eru áhrif hennar hættuleg. Það, sem sumir kalla helgun sína, stenzt í mörgum tilvikum ekki gæðamat. Helgun þeirra felst í tali og viljadýrkun.BS 54.3

    Þeir víkja til hliðar skynsemi og dómgreind og byggja algerlega á tilfinningum sínum og reisa tilkall sitt til helgunar á geðshræringum, sem þeir einhvern tímann hafa reynt. Þeir sýna þrákelkni og þrjózku við að halda fram sínum ófrávíkjanlegu kröfum um heilagleika, viðhafa mörg orð, án þess að bera nokkra dýrmæta ávexti því til sönnunar. Þessir svokölluðu helgu menn véla ekki einungis sína eigin sál með sýndarmennsku sinni, heldur leiða og afvega með áhrifum sínum marga þá, sem þrá í einlægni að fylgja vilja Guðs. Það má heyra þá endurtaka aftur og aftur: „Guð leiðir mig! Guð kennir mér! Ég lifi syndlaus!” Margir, sem komast í snertingu við þennan anda, horfast í augu við eitthvað, dimmt og dularfullt, sem þeir geta eigi skilið. En það er það, sem er gjörólíkt Kristi, hinni einu sönnu fyrirmynd.2SL, bls. 7-10:BS 54.4

    Helgunin er vaxandi starf. Hvert stigið eftir annað er sett fram fyrir okkur í orðum Péturs: „Þá leggið einmitt þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggðina, en í dyggðinni þekkinguna, en í þekkingunni bindindið, en í bindindinu þolgæðið, en í þolgæðinu guðræknina, en í guðrækninni bróðurelskuna, en í bróðurelskunni kærleikann. Því að ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða hirðulausir um þekkinguna á Drottni vorum Jesú Kristi né ávaxtalausir í henni.” 2. Pét. 1, 5—8. „Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa, því að ef þér gjörið þetta munuð þér ekki nokkru sinni hrasa. Því að á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.” 10. og 11. vers.BS 54.5

    Við getum verið viss um að falla ekki, ef við fylgjum þessari stefnu. Þeir, sem því starfa eftir slíku áformi að leggja við, er þeir keppa eftir kristilegum náðargjöfum, hafa fyrirheit um það, að áform Guðs verði að veita þeim margfaldlega gjafir Anda síns.3SL, bls. 94, 95:BS 55.1

    Helgun gerist eigi á augnabliki, klukkustundu eða degi. Hún er stöðugur vöxtur í náð. Við vitum eigi í dag, hve baráttan verður hörð á morgun. Satan lifir og er virkur, og á hverjum degi þurfum við að hrópa í einlægni til Guðs um hjálp og styrk til að standast hann. Svo lengi sem Satan ríkir, munum við þurfa að beygja eigingirnina og sigra freistingar og það er enginn áningarstaður á leiðinni, enginn staður, sem við getum komið á og sagt, að við hefðum að fullu náð markinu.BS 55.2

    Hið kristna líf er sífelld ganga fram á við. Jesús situr og bræðir og hreinsar silfrið í fólki sínu. Þegar mynd hans endurspeglast algerlega í því, er það fullkomið og heilagt, tilbúið að ummyndast. Það er krafizt mikils starfs af hinum kristna. Við erum hvött til að hreinsa okkur af allri saurgun á holdi og anda til að ná fullkomnum heilagleika með guðsótta. Hér sjáum við í hverju þetta mikla starf felst. Það er stöðugt starf, sem hinn kristni þarf að vinna að. Hver grein verður að fá líf sitt og styrk frá stofninum til þess að gefa ávöxt. 4IT, bls. 340:BS 55.3

    Enginn blekki sig með að álíta, að Guð fyrirgefi honum og blessi, á sama tíma og hann traðkar á einu boði Guðs. Það kæfir niður vitnisburð Andans og aðskilur sálina frá Guði, ef við drýgjum vísvitandi synd. Jesús getur eigi dvalið í því hjarta, sem vanvirðir guðleg lög, hversu ofsafengnar sem trúarlegar tilfinningar kunna að vera. Guð mun heiðra þá eina, sem heiðra hann.5SL, bls. 92:BS 55.4

    Þegar Páll skrifaði: „Sjálfur friðarins Guð helgi yður algerlega” (1. Þess. 5, 23), hvatti hann eigi bræður sína til að stefna að staðli, sem ómögulegt væri fyrir þá að ná. Hann bað ekki um, að þeir öðluðust blessanir, sem Guð vildi eigi veita. Hann vissi, að allir þeir, sem vildu vera gerðir hæfir til að taka á móti Kristi í friði, yrðu að hafa hreina og heilaga lyndiseinkunn. (Lesið 1. Kor. 9, 25—27; 1. Kor. 6, 19. 20.)BS 55.5

    Sá, sem fylgir sönnum kristilegum meginreglum, mun ekki stanza til að vega afleiðingarnar. Það er ekki spurt: Hvað mun fólk hugsa um mig, ef ég geri þetta eða hvaða áhrif mun þetta hafa á horfur mínar í veraldlegum málum, ef ég geri þetta? Það, sem börn Guðs þrá ákafast, er að fá að vita, hvað Drottinn vilji, að þau geri, svo að verk þeirra vegsami hann. Drottinn hefur séð fyrir því á fullnægjandi hátt, að líf allra fylgjenda hans geti stjórnazt af guðlegri náð og að þeir geti verið sem skær og skínandi ljós í heiminum.6SL, bls. 26, 39:

    BS 55.6

    Sannur vottur helgunar

    Frelsari okkar var ljós heimsins, en heimurinn þekkti hann eigi. Hann var stöðugt að vinna kærleiksverk, úthella ljósi á vegferð allra. Samt kallaði hann ekki á samferðafólk sitt til að horfa á óviðjafnanlega dyggð sína, sjálfsafneitun, sjálfsfórn og góðgirni. Gyðingar dáðu eigi slíkt líf. Þeir álitu trú hans einskis virði, þar sem hún var ekki í samhljóðan við guðræknisstaðal þeirra. Þeim fannst Kristur ekki vera trúrækinn, hvorki í anda né lund, því að þeirra trú fólst í því að sýnast, í bænum, í því að berast á fyrir almenningssjónum og að vinna kærleiksverk til að hafa áhrif.BS 56.1

    Dýrmætasti ávöxtur helgunarinnar er náðargjöf auðmýktarinnar. Þegar þessi gjöf er við stjórnvölinn í sálinni mótast lundernið fyrir áhrif hennar. Þá er stöðugt vonað á Drottin og viljinn beygður undir hans vilja.BS 56.2

    Sjálfsafneitun, sjálfsfórn, góðgirni, vingjarnleiki, kærleikur, þolinmæði, sálarþrek og kristilegt traust eru daglegir ávextir þeirra, sem í sannleika eru tengdir Guði. Athafnir þeirra eru ef til vill ekki bornar á torg. en sjálfir eru þeir daglega að glíma við hið illa og vinna dýrmæta sigra yfir freistingum og ranglæti. Heilög heit eru endurnýjuð og haldin fyrir þann styrk, sem fæst fyrir það að vaka stöðugt í bæn. Hinn eldheiti áhugamaður greinir eigi baráttu þessara þöglu verkamanna, en augu hans, sem sér leynda hluti hjartans, tekur eftir hverri viðleitni, sem sýnd er í lítillæti og auðmýkt og lítur hana með velþóknun. Það krefst reynslutíma að láta koma í ljós skíragull kærleikans og trúarinnar í lunderninu. Þegar reynsla og erfiðleikar koma yfir söfnuðinn, þroskast með fylgjendum Krists staðfastur áhugi og hlýjar tilfinningar.BS 56.3

    Allir, sem koma inn á áhrifasvið hans (hins sanntrúaða manns), greina fegurð og ilm hins kristilega lífs, þó að hann viti ekkert af því, því að það er í samræmi við venjur hans og hneigðir. Hann biður um guðlegt ljós og hefur yndi af að ganga í því ljósi. Það er matur hans og drykkur að gera vilja síns himneska föður. Líf hans er fólgið hjá Kristi í Guði. Samt stærir hann sig ekki af því, virðist ekki einu sinni vita af því. Guð brosir til hinna auðmjúku og lítilmótlegu, sem þræða nákvæmlega slóð meistarans. Englar hænast að þeim og hafa yndi af að doka við, þar sem þeir fara um. Þeir, sem telja sig hafa afburðahæfileika og hafa yndi af að láta bera á góðverkum sínum, ganga fram hjá slíkum og virða þá ekki viðlits, en himneskir englar lúta af ástúð yfir þá og eru sem eldveggur allt umhverfis þá. 7SL, bls. 11-15:

    BS 56.4

    Daníel — dæmi um helgað líf

    Líf Daniels er guðinnblásið dæmi um það, sem felst í helguðu lunderni. Í því felst lexía fyrir alla og einkum hina ungu. Það er hollt fyrir heilsu líkama og hugar að fylgja nákvæmlega kröfum Guðs. Til að ná hinu mesta atgervi siðferðislega og vitsmunalega, er nauðsynlegt að leita vizku og styrks hjá Guði og vera mjög bindindissamur í öllum lífsvenjum.8SL, bls. 23:BS 57.1

    Því vammlausari sem framkoma Daníels var, því meir magnaðist reiði óvina hans gegn honum. Þeir voru óðir yfir því að geta ekki fundið neitt í framkomu hans siðferðislega eða því, hvernig hann framkvæmdi skyldustörf sín, sem þeir gætu byggt á kvörtun gegn honum. „Þá sögðu þessir menn: Vér munum ekkert fundið geta Daníel þessum til saka, nema ef við finnum honum eitthvað að sök í átrúnaði hans.” Dan. 6, 5.BS 57.2

    Hvílík lexía er hér fram sett fyrir alla kristna menn! Grænu augu öfundarinnar störðu á Daníel dag eftir dag og hatrið hvessti tillit þeirra. Samt gátu þau ekki látið eitt orð eða eina athöfn í lífi hans líta út sem ranga. Þó gerði hann ekkert tilkall til helgunar, en hann gerði það, sem var margfalt betra — hann lifði lífi helgunar og trúmennsku.BS 57.3

    Tilskipunin gengur frá konunginum. Daníel þekkir tilgang óvina sinna að steypa honum í ógæfu. En hann breytir ekki um stefnu i einu smáatriði. Með rósemi sinnir hann venjubundnum skyldustörfum og við bænastundina gengur hann til herbergis síns og með glugga sína opna í áttina til Jerusalem flytur hann bænir sínar til Guðs himnanna. Með athöfnum sínum lýsir hann því yfir óttalaust, að ekkert jarðneskt vald hafi rétt á að koma milli hans og Guðs og segja honum til hvers hann ætti að biðja og hvers ekki. Göfugur maður, sem hvikar ekki frá meginreglunni. Hann stendur frammi fyrir heiminum í dag sem trúverðugt dæmi um kristilega djörfung og hollustu. Hann snýr sér til Guðs af öllu hjarta, þó að hann viti, að dauðinn sé hegningin fyrir helgun hans.BS 57.4

    „Þá bauð konungur að leiða Daníel fram og kasta honum í ljónagryfjuna. Og konungur tók til máls og sagði við Daníel: Guð þinn. sem þú dýrkar án afláts, frelsi þig!” 17. vers.BS 57.5

    Snemma morguns skundaði einvaldurinn til ljónagryfjunnar og kallaði: „Daníel, þú þjónn hins lifanda Guðs, hefir Guð þinn, sá er þú dýrkar án afláts, megnað að frelsa þig frá ljónunum?” 20. vers. Rödd spámannsins heyrðist svara: „Konungurinn lifi eilíflega! Guð minn sendi engil sinn og lokaði munni ljónanna, svo að þau gjörðu mér ekkert mein, af því að ég er saklaus fundinn frammi fyrir honum, og hefi ekki heldur framið neitt brot gagnvart þér konungur! Þá varð konungur næsta glaður og bauð að draga Daníel upp úr gryfjunni. Var Daníel þá dreginn upp úr gryfjunni, og fannst ekki að honum hefði neitt að skaða orðið, því að hann hafði treyst Guði sínum.” 22.—24. vers. Þannig var þjónn Drottins leystur. Og snaran, sem óvinir hans lögðu til að fella hann, varð þeim sjálfum til ógæfu. Samkvæmt boði konungsins var þeim varpað í gryfjuna og villidýrin rifu þá samstundis í sig.BS 57.6

    Er endalok sjötíu ára útlegðartímabilsins nálguðust, hugleiddi Daníel mikið spádóma Jeremía.BS 58.1

    Daníel lýsir ekki yfir sinni eigin hollustu frammi fyrir Guði. I stað þess að segjast vera hreinn og heilagur, nefnir þessi heiðraði spámaður sig með hinum stórsyndugu í Ísrael. Vizkan, sem Drottinn hafði veitt honum, var svo miklu hærri vizku stórmenna heimsins sem geislar hádegissólarinnar eru skærari en daufasta stjarna. Hugleiddu samt bæn þessa manns, sem er mikils virtur af himninum. Í djúpri auðmýkt, tárfellandi og iðrandi, biður hann fyrir sér og fólki sínu. Hann opnar sál sína fyrir Guði, játar óverðugleika sinn og viðurkennir þakklátlega mikilleika Guðs og tign.BS 58.2

    Á meðan bæn Daníels er borin fram, kemur engillinn Gabríel með hraða niður frá himinsölum til að segja honum, að beiðni hans sé heyrð og henni svarað. Þessum volduga engli hefur verið falið að veita honum hæfni og skilning, að opna honum leyndardóma framtíðarinnar. Meðan Daníel var ákaft að leitast við að fá þekkingu og skilning á sannleikanum, komst hann þannig í snertingu við tilskipaðan boðbera himinsins.BS 58.3

    Sem svar við beiðni sinni fékk Daníel ekki aðeins ljós og sannleika, sem hann og fólk hans þarfnaðist mest, heldur og vfirsýn yfir mikla ókomna atburði, allt til endurkomu frelsara heimsins. Þeir, sem segjast vera helgaðir, en hafa enga löngun til að rannsaka ritningarnar eða glíma við Guð í bæn um skýrari skilning á sannleika Biblíunnar, vita eigi, hvað sönn helgun er.BS 58.4

    Daníel talaði við Guð. Himinninn var opnaður fyrir honum. En sá hái heiður, sem hlotnaðist honum, kom vegna þess að hann var auðmjúkur og leitaði í einlægni. Alla, sem trúa með hjartanu orði Guðs, mun hungra og þyrsta eftir þekkingu á vilja hans. Guð er höfundur sannleikans. Hann upplýsir dapran skilning og veitir mannshuganum mátt til að grípa og greina þann sannleika, sem hann hefur opinberað.BS 58.5

    Hin miklu sannleiksatriði, sem endurlausnari heimsins hefur opinberað, eru fyrir þá, sem leita að sannleika eins og að huldum fjársjóði. Daníel var aldraður maður. Lífi sínu hafði hann varið í unaði heiðinnar hirðar og mál mikils heimsríkis lágu á huga hans. Samt víkur hann frá öllu þessu til að þjá sál sína frammi fyrir Guði og leita þekkingar á tilgangi hins hæsta. Og sem svar við ákalli hans var veitt ljós frá himinsölum handa þeim, sem lifa mundu á síðustu dögum. Af hvílíkum ákafa ættum við þá að leita Guðs, til þess að hann fái opnað okkur skilning til að greina þann sannleika, sem hann hefur fært okkur af himni!BS 59.1

    Daníel var hollur þjónn hins hæsta. Hið langa líf hans var fyllt af göfugum þjónustustörfum fyrir meistara hans. Ekkert kemst til jafns við hreinleika hans og lunderni og órofatryggð, nema auðmýkt hjarta hans og iðrun frammi fyrir Guði. Við endurtökum, að líf Daníels sé guðinnblásið dæmi um sanna helgun.9SL.bls. 42-52:

    BS 59.2

    Guð reynir þann, sem hann metur mikils

    Sú staðreynd, að við erum kölluð til að þola reynslu, sannar, að Drottinn Jesús sér í okkur eitthvað mjög dýrmætt, sem hann þráir að þroska. Ef hann sæi ekkert það í okkur, er hann gæti vegsamað með nafn sitt, mundi hann ekki eyða tíma í að hreinsa okkur. Við leggjum ekki mikið á okkur til að sniðla þyrnótta teinunga. Kristur varpar eigi verðlausum steinum í bræðsluofn sinn. Það er dýrmætt málmgrýti, sem hann prófar. 107T, bls. 214:BS 59.3

    Mönnum, sem Guð ætlar að fylla ábyrgðarstöður, opinberar hann í náð sinni hulda galla þeirra, svo að þeir geti litið inn á við og rannsakað með gagnrýni hinar flóknu tilfinningar og hræringar þeirra eigin hjartna og greint það, sem rangt er. Með því móti geta þeir bætt lunderni sitt og fágað framkomu sína. Í forsjón sinni setur Drottinn menn í aðstæður, þar sem hann getur prófað siðferðiskrafta þeirra og opinberað það, sem til grundvallar liggur athöfnum þeirra, svo að þeir geti bætt hið góða í sér, en vikið hinu ranga í burtu. Guð vill að þjónar hans kynnist siðferðiskerfi þeirra eigin hjartna. Til að koma þessu til vegar, leyfir hann oft eldi hörmunganna að ráðast á þá, svo að þeir geti hlotið hreinsun. „En hver má afbera þann dag, er hann kemur? Og hver fær staðizt, þegar hann birtist? Því að hann er sem eldur málmbræðslumannsins og sem lútarsalt þvottamannanna. Og hann mun sitja og bræða og hreinsa silfrið og hann mun hreinsa Levítana og gjöra þá skíra sem gull og silfur, til þess að Drottinn hafi aftur þá menn, er bera fram fórnir á þann hátt, sem rétt er.” Mal. 3, 2. 3.114T, bls. 85:BS 59.4

    Guð leiðir lýð sinn áfram, skref fyrir skref. Hann flytur hann upp eftir ýmsum þrepum, sem ætluð eru að sýna það sem í hjartanu býr. Sumir standast við eitt þrepið, en falla við hið næsta. Við hvert hækkandi þrep er hjartað prófað og reynt örlítið nánar. Ef þeim, sem segjast vera fólk Guðs, finnst hjörtu sín vera andsnúin þessu beinskeytta verki, ætti það að sannfæra þá um, að þeir hafi verk að vinna við að sigra, ef þeir vilja ekki, að Drottinn skyrpi þeim út úr munni sér.121T, bls. 187:BS 60.1

    Strax og við skiljum vanmátt okkar til að vinna Guðs verk og sættum okkur við að vera leidd af vizku hans, getur Drottinn unnið með okkur. Ef við vildum láta af eigin vilja, mundi hann uppfylla allar nauðþurftir okkar. 137T, bls.213:

    BS 60.2

    Ráð handa þeim, sem leita fullvissu þess, að Guð hafi veitt þeim viðtöku

    Hvernig átt þú að vita, að Guð hafi veitt þér viðtöku? Rannsaka þú orð hans í bæn. Láttu enga aðra bók sitja í fyrirrúmi. Þessi bók sannfærir um synd. Hún sýnir skýrt veg hjálpræðisins. Hún opnar sjónum manna ljómandi og dýrðleg laun. Hún opinberar okkur algeran frelsara og kennir, að einungis fyrir yfirgnæfanlega náð hans getir þú vænzt frelsunar.BS 60.3

    Vanræktu eigi einrúmsbænina, því að hún er sál trúarinnar. Þú skalt með einlægum, áköfum bænum biðja um hreinleika sálarinnar. Bið jafn einlæglega og ákaft og þú værir að biðja fyrir dauðlegu lífi þínu, ef það væri í veði. Vertu kyrr frammi fyrir Guði, þar til ólýsanleg þrá er orðin til hið innra hjá þér eftir hjálpræði og indæll vottur er fenginn um, að syndir þínar séu fyrirgefnar.141T, bls. 163:BS 60.4

    Jesús vill ekki, að þú furðir þig á reynslu og erfiðleikum, sem á vegi þínum verða. Hann hefur sagt þér um þetta allt og einnig það að vera eigi hugdapur og þjakaður, þegar reynslan kemur. Littu til Jesú, frelsara þíns og ver glaður og fagnandi. Reynslan, sem erfiðast er að bera, er sú, sem kemur frá bræðrum okkar, okkar eigin góðvinum. En jafnvel þessa reynslu má bera með þolinmæði. Jesús liggur ekki núna í nýju gröfinni hans Jósefs. Hann er upprisinn og hefur stigið upp til hæða til að tala þar máli okkar. Við eigum frelsara, sem elskaði okkur svo, að hann dó fyrir okkur, til þess að við fyrir hann gætum átt von, styrk og hugrekki og fengið að sitja hjá honum á hásæti hans. Hann getur og er fús að hjálpa þér, hvenær sem þú ákallar hann.BS 60.5

    Finnst þér þú vera óhæfur fyrir þá trúnaðarstöðu sem þú hefur? Þakkaðu Guði fyrir það. Því meir sem þú finnur til veikleika þíns, því meiri löngun muntu hafa til að leita hjálpar. „Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður.” Jak. 4, 8. Jesús vill, að þú sért hamingjusamur, sért glaðvær. Hann vill, að þú gerir hið bezta við þá hæfileika, sem Guð hefur gefið þér, og þú treystir síðan Drottni til að hjálpa þér og til að vekja upp þá, sem munu hjálpa þér við að bera byrðar.BS 60.6

    Lát eigi óvingjarnlegt tal manna særa þig. Sögðu ekki menn óvingjarnleg orð um Jesúm? Þú gerir skyssur og kannt að gefa tilefni til óvingjarnlegra athugasemda, en það gerði Jesús aldrei. Hann var hreinn, blettlaus, óspilltur. Vænztu eigi betra hlutskiptis í þessu lífi en höfðingi dýrðarinnar hlaut. Þegar óvinir þínir sjá, að þeir geta sært þig, munu þeir fagna og Satan mun fagna. Líttu til Jesú og starfaðu með það í huga að vera honum til dýrðar. Varðveittu hjarta þitt í kærleika Krists.158T, bls. 128, 129:

    BS 61.1

    Tilfinningarnar einar eru eigi vottur um helgun

    Fagnaðartilfinningar eða skortur á gleði er enginn vottur um það, að persóna sé helguð eða eigi. Augnablikshelgun er ekki til. Sönn helgun er daglegt starf, sem heldur áfram lífið á enda. Þeir, sem eru að berjast við daglegar freistingar, að sigra eigin syndugar hneigðir og leita eftir heilagleika hjarta og lífs, gera háværar kröfur um heilagleika. Þá hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Syndin er þeim ákaflega syndug. 16SL, bls. 10:BS 61.2

    Guð hættir ekki við okkur vegna synda okkar. Okkur kann að verða á og hryggja Anda hans, en er við iðrumst og komum til hans með sundurrifin hjörtu, mun hann ekki vísa okkur frá. Það þarf að víkja hindrunum úr vegi. Það hefur verið alið á röngum tilfinningum og það hefur verið hroki, sjálfbirgingsskapur, óþolinmæði og möglun. Allt þetta hefur aðskilið okkur frá Guði. Syndir verður að játa og verk náðarinnar verður að ganga dýpra niður í hjartað. Þeir, sem finnst þeir vera veikir og niðurbeygðir, geta orðið styrkir guðsmenn og gert göfugt verk fyrir meistarann. En þeir verða að vinna með háleitt sjónarmið í huga. Þeir mega ekki láta eigingjarnan tilgang hafa áhrif á sig.BS 61.3

    Svo lítur út sem sumum finnist þeir verði að vera til reynslu og verði að sanna það fyrir Drottni, að þeir hafi batnað, áður en þeir geti beðið um blessanir hans. En þessar kæru sálir geta beðið um blessanir hans strax nú. Þær verða að hafa náð hans, Anda Krists, til að hjálpa veikleika sínum, því að annars geta þær ekki mótað kristilega lyndiseinkunn. Jesús hefur yndi af, að við komum til hans, rétt eins og við erum — syndug, umkomulaus, ósjálfstæð.BS 61.4

    Bæði iðrun og fyrirgefning eru gjafir Guðs fyrir Krist. Það er fyrir áhrif Heilags anda, að við sannfærumst um synd og finnum þörf á fyrirgefningu. Engum er fyrirgefið, nema þeim, sem iðrast, en það er náð Guðs, sem gerir hjartað iðrandi. Hann þekkir alla veikleika okkar og hverflyndi og hann mun hjálpa okkur. 172TT, bls.91-94:BS 61.5

    Sorti og örvænting mun stundum setjast að sálinni og hóta að yfirbuga okkur, en við ættum eigi að varpa frá okkur trausti okkar. Við verðum að horfa fast á Jesúm og láta tilfinningar lönd og leið. Við ættum að leitast við að framkvæma með trúmennsku hverja þekkta skyldu og hvíla síðan róleg á fyrirheitum Guðs.BS 62.1

    Stundum mun djúp tilfinning um óverðugleika okkar senda hræðsluskjálfta um sálina, en þetta er eigi vottur þess, að Guð hafi breytzt gagnvart okkur eða við gagnvart honum. Ekki ætti að sýna neina viðleitni til að herða hugann í vissan tilfinningaákafa. Það getur verið, að við finnum eigi í dag þann frið og fögnuð, sem við fundum í gær, en við ættum í trú að grípa hönd Krists og treysta honum jafn fyllilega í myrkri sem í ljósi.BS 62.2

    Lít þú í trú á kórónur þær, sem geymdar eru þeim, sem sigra. Hlýð á fagnaðarsöng hinna endurleystu: Maklegt er lambið hið slátraða, sem hefur endurleyst okkur til Guðs! Leitastu við að skoða þessa sýn sem raunverulega.BS 62.3

    Ef við leyfðum huga okkar að dvelja meira við Krist og himininn, fyndum við sterka hvöt og styrk til að heyja orustur Drottins. Hroki og ást til heimsins munu missa mátt sinn, er við hugleiðum dýrð hinnar betri ættjarðar, sem fljótlega verður heimkynni okkar. Við hliðina á yndisleik Krists, mun allt það, sem hugann seiðir hér á jörðu, sýnast lítils virði.BS 62.4

    Þó að Páll væri að síðustu innibyrgður í rómverskufangelsi, útilokaður frá ljósi og lofti himinsins, settur hjá í virku starfi í fagnaðarerindinu og um stundarsakir að búast við dauðadómi, iét hann samt ekki efast né hugfallast. Úr dimmu fangelsinu kom vitnisburður deyjandi manns, þrunginn af háleitri trú og hugrekki, sem hefur verið hvöt helgum mönnum og píslarvottum á öllum umliðnum öldum. Orð hans lýsa vel afleiðingum þeirrar helgunar, sem við höfum verið að reyna að lýsa á þessum síðum. „Því að nú er svo komið, að mér er fórnfært, og tíminn er kominn, að ég taki mig upp. Ég hefi barizt góðu baráttunni, hefi fullnað skeiðið, hefi varðveitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi, hann hinn réttláti dómari, en ekki einungis mér, heldur og öllum, sem elskað hafa opinberun hans.” 2. Tím. 4, 6—8.18SL, bls. 89-96.BS 62.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents