Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 8—„Hér er ég, Drottinn, send þú mig”

    Endirinn er nálægur. Hann læðist að okkur með leynd, ógreinanlega eins og hljóðlaus koma þjófs að næturlagi. Mætti Drottinn gefa, að við sofum ekki eins og aðrir, heldur vökum og séum algáð. Senn mun sannleikurinn sigra dýrðlega og allir, sem nú velja að vera samverkamenn Guðs, munu sigra með honum. Tíminn er stuttur. Nóttin kemur skjótt, þegar enginn maður getur unnið. Þeir, sem nú fagna í ljósi sannleikans fyrir þessa tíma, hraði sér að veita sannleikann öðrum. Drottinn er að spyrja: „Hvern skal ég senda?” Þeir, sem vilja fórna sakir sannleikans, eiga nú að svara: „Hér er ég, Drottinn, send þú mig.”BS 70.1

    Við höfum aðeins gert lítinn hluta af því evangeliska starfi, sem Guð vill að við vinnum meðal vina okkar og nágranna. I hverri borg í landi hér eru þeir, sem þekkja eigi sannleikann. Og í hinni víðu veröld handan hafsins eru margir nýir akrar, þar sem við þurfum að bylta við jörðinni og sá sæðinu. 1„An Appeal to Ministers and Church Officers” :BS 70.2

    Við erum nú alveg að komast að hörmungartímanum og framundan eru erfiðleikar, sem hæpið er, að nokkur geri sér í hugarlund. Máttur að neðan leiðir menn til stríðs gegn himninum. Mannlegar verur og öfl Satans hafa bundizt samtökum um að gera lög Guðs ómerk. Íbúar heimsins eru hröðum skrefum að verða sem íbúar heimsins á dögum Nóa, sem flóðið sópaði burtu og sem íbúar Sódómu, sem var eytt í eldi frá himni. Öfl Satans eru að verki við að dreifa huga manna frá eilífum sannleika. Óvinurinn hefur hagað málum til að þjóna sínum eigin tilgangi. Heimsleg viðskipti, íþróttir, tízka dagsins — þetta fyllir huga karla og kvenna. Skemmtanir og gagnslaus lestur eyðileggja dómgreindina. Á breiða veginum, sem liggur til eilífrar glötunar gengur löng fylking. Heimurinn, sem fylltur er af ofbeldi, svalli og drykkju, er að breyta söfnuðinum. Lög Guðs, hinn eilífi staðall réttlætisins, eru sögð vera gagnslaus.29T, bls. 42, 43:BS 70.3

    Eigum við að bíða eftir uppfyllingu spádómanna um endinn, áður en við segjum nokkuð um þá? Hvers virði verða orð okkar þá? Eigum við að bíða eftir því, að dómar Guðs verði kveðnir upp yfir syndaranum, áður en við segjum honum, hvernig eigi að komast hjá þeim? Hvar er trú okkar á orð Guðs? Verðum við að sjá íyrirfram sagða hluti koma fram, áður en við trúum því, sem hann hefur sagt? Ljósið hefur birzt okkur í skírum, greinilegum geislum og sýnt okkur, að hinn mikli dagur Drottins sé nálægur, já, „fyrir dyrum”. Lesum og skiljum, áður en það er of seint. 39T, bls. 20:

    BS 70.4

    Talentur þínar hæfa þörf

    Drottinn hefur stað fyrir alla í sínu mikla áformi. Talentur, sem ekki er þörf fyrir, eru eigi í té látnar. Setjum svo, að talentan sé smá. Guð hefur stað fyrir hana og sé þessi eina talenta trúlega notuð, gerir hún einmitt það verk, sem Guð ætlaði henni að vinna. Það er þörf fyrir talentur hins lítilmótlega leiguliða í húsvitjunum og geta þær komið meiru til vegar í þessu starfi en afburðagáfur.49T, bls. 37, 38:BS 71.1

    Þegar menn nota hæfileika sína samkvæmt leiðsögn Guðs, munu talentur þeirra vaxa, geta þeirra aukast og þeir munu hafa himneskan vísdóm í því að leitast við að bjarga hinu týnda. En hvernig getur safnaðarfólkið vænzt þess að hljóta fjársjóð himinsins, meðan það er dauft og vanrækir þá ábyrgð sína, sem Guð hefur lagt á herðar þess, að veita öðrum. Þegar þeir, sem játa kristna trú finna ekki til neinnar skyldu til að upplýsa þá, sem í myrkri eru, þegar þeir hætta að veita náð og þekkingu, sljóvgast greinivit þeirra og mat þeirra á auðgi gjafanna að ofan dofnar. Þegar þeir hætta að meta þær sjálfir, sjá þeir ekki lengur þörfina á að veita þær öðrum.BS 71.2

    Við sjáum stóra söfnuði myndast á ýmsum stöðum. Safnaðarfólkið hefur öðlazt þekkingu á sannleikanum og margir láta sér lynda að heyra orð lífsins án þess að leitast við að gefa ljós. Það finnur til lítillar ábyrgðar gagnvart framgangi starfsins, lítinn áhuga á frelsun sálna. Það er lifandi af áhuga á heimslegum hlutum. en tekur ekki trú sína inn í viðskipti sín. Það segir: „Trú er trú og viðskipti eru viðskipti.” Því finnst hvort um sig eiga sinn stað, en það segir: „Látið þau vera aðskilin.”BS 71.3

    Sökum vanræktra tækifæra og misnotaðra forréttinda, vaxa systkini þessara safnaða ekki í „náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists” 2. Pét. 3, 18. Þess vegna eru þau veik í trú sinni, þeim er ábótavant í þekkingu og þau börn í reynslu. Þau eru ekki rótfest og grundvölluð í sannleikanum. Verði þau áfram þannig, munu hinar mörgu blekkingar síðustu daga vissulega hertaka þau, því þau munu eigi hafa andlega sjón til að greina milli sannleika og villu.56T, bls. 424, 425:

    BS 71.4

    Guð þráir að veita gjöf Heilags anda

    Þegar reyndir verkamenn gera sérstaka tilraun í byggðarlagi, þar sem okkar eigið fólk býr, hvílir á hinum trúuðu á því svæði heilög skylda að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að opna leiðina fyrir verki Drottins. Þeir ættu að rannsaka eigin hjörtu í bæn og ryðja konunginum leiðina með því að afleggja hverja synd, sem gæti hindrað þá í að starfa með Guði og meðbræðrum sínum.BS 71.5

    í nætursýnum sá ég mikla siðbótarhreyfingu meðal fólks Guðs. Margir voru að lofa Guð. Sjúkir læknuðust og önnur kraftaverk voru unnin. Bænarandi var til staðar, líkt og sást fyrir hvítasunnudaginn mikla. Hundruð og þúsundir sáust heimsækja fjölskyldur og ljúka upp orði Guðs. Hjörtu sannfærðust um sekt sína fyrir kraft Heilags anda og hugarfar hins sanna afturhvarfs sást. Dyr opnuðust á báða bóga fyrir boðun sannleikans. Heimurinn virtist uppljómaður af himneskum áhrifum. Hið sanna og auðmjúka fólk Guðs hlaut miklar blessanir. Ég heyrði raddir flytja þakkargerð og lof og það virtist vera siðbót líkt og við sáum 1844. 69T, bls. 125, 126:BS 72.1

    Guð þráir að endurnýja fólk sitt með gjöf Heilags anda, skíra það að nýju í kærleika sínum. Það er engin ástæða til, að Anda Guðs vanti í söfnuðinum. Eftir uppstigningu Krists kom Heilagur andi yfir lærisveinana bíðandi, biðjandi og trúaða með slíkri fyllingu og krafti, að náði til hvers hjarta. í framtíðinni á jörðin að verða uppljómuð af dýrð Guðs. Heilög áhrif eiga að ganga út til heimsins frá þeim, sem hafa helgazt fyrir sannleikann. Jörðin á að vera umlukt andrúmslofti náðar. Heilagur andi á að verka á mannleg hjörtu, að taka það, sem Guðs er og sýna það mönnum.79T, bls. 40:BS 72.2

    Drottinn er fús að gera mikið verk fyrir þá, sem í sannleika trúa á hann. Ef leikmenn safnaðarins vildu vakna til að vinna það verk, sem þeir geta gert, fara í stríð á eigin spýtur, þannig að hver um sig reyndi að sjá, hve miklu hann gæti komið til leiðar í því að vinna sálir fyrir Jesú, mundum við sjá marga hverfa úr röðum Satans og fylkja sér undir hermerki Krists. Ef fólk okkar vildi sýna í verki ljósið, sem gefið er í þessum fáu leiðbeiningarorðum (Jóh. 15, 8), mundum við vissulega sjá hjálpræði Guðs. Undursamlegar vakningar fylgdu á eftir. Syndarar snerust og margar sálir myndu bætast í söfnuðinn. Er við leiðum hjörtu okkar til að sameinast Kristi og líf okkar til samræmis við verk hans, mun Andinn, sem kom yfir lærisveinana á hvítasunnudeginum, koma yfir okkur.88T, bls. 246:

    BS 72.3

    Hættan við að slá á frest

    í nætursýnum bar mjög áhrifamikla sjón fyrir augu mér. Ég sá feikistóra eldkúlu falla milli nokkurra fagurra bygginga, svo að þær eyddust skjótlega. Ég heyrði einhvern segja: „Við vissum, að dómar Guðs væru að koma yfir jörðina, en eigi, að þeir kæmu svo skjótt.” Aðrir sögðu með angistarhreim: „Þið vissuð það! Hví sögðuð þið okkur þá ekki frá því? Við vissum það ekki?” Á báða bóga heyrði ég svipuð ávítunarorð töluð.BS 72.4

    Ég vaknaði í mikilli angist. Ég fór að sofa aftur og mér virtist ég vera á stórum mannfundi. Einn af valdsmönnunum var að ávarpa hópinn, sem var með kort af heiminum fyrir framan sig. Hann sagði, að kortið sýndi víngarð Guðs, en hann yrði að rækta. Er ljós frá himni skini á einhvern, yrði sá sami að endurspegla ljósið til annarra. Ljós ætti að tendra á mörgum stöðum og af þeim ætti að tendra enn önnur.BS 73.1

    Þessi orð voru endurtekin: „Þér eruð salt jarðarinnar. En ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? Það er þá til einskis framar nýtt, heldur er því kastað út og það fótum troðið af mönnum. Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, heldur á ljósastikuna og þá lýsir það öllum, sem eru í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar, sem er í himnunum.” Matt. 5, 13—16.BS 73.2

    Hver dagur, sem líður, færir okkur nær endinum. Færir hann okkur einnig nær Guði? Erum við árvökul til bæna? Þeir, sem við höfum samskipti við dag frá degi þurfa á hjálp okkar og leiðsögn að halda. Þeir kunna að vera í slíku hugarástandi, að Heilagur andi gæti komið til skila orði, sem er í tíma talað, svo að það verði eins og nagli á tryggum stað. Á morgun gætu þessar sálir verið komnar þangað sem aldrei framar væri hægt að ná til þeirra. Hver eru áhrif okkar á þessa samferðamenn? Hvað leggjum við á okkur til að vinna þá fyrir Krist?BS 73.3

    Meðan englarnir halda vindunum fjórum, eigum við að nota alla hæfileika okkar við að starfa. Við verðum að flytja boðskap okkar án tafar. Við verðum að veita vitnisburð um það, bæði himninum og mönnum á þessari spilltu öld, að trúarbrögð okkar séu trú og kraftur, sem Kristur sé höfundur að og orð hans sé raust Drottins. Sálir manna eru vegnar á metaskálum. Annað hvort verða þær þegnar guðsríkis eða þrælar undir harðstjórn Satans. Allir eiga að njóta þeirra forréttinda að grípa í vonina, sem fyrir þá er sett í fagnaðarerindinu, en hvernig geta þeir heyrt án prédikara? Mannanna börn þurfa á siðferðislegri endurvakningu að halda, á því að undirbúa lundernið, svo að þau geti staðizt í návist Guðs. Það eru sálir að því komnar að farast sökum kenningarlegra villna, sem ríkja og eru til þess fallnar að verka gegn fagnaðarerindinu. Hverjir vilja nú helga sig algerlega til þess að verða samverkamenn Guðs?106T, bls. 21:BS 73.4

    í dag er mikill hluti þeirra, sem eru í söfnuðum okkar, dauður í afbrotum sínum og syndum. Þeir koma og fara eins og hurð á hjörum. Árum saman hafa þeir værukærir hlýtt á hin alvarlegustu og áhrifamestu sannleiksatriði, en hafa ekki sýnt þau í verki. Þess vegna hafa þeir æ meir sljóvgast fyrir gildi sannleikans. Hinir áhrifamiklu vitnisburðir, sem fela í sér ávítur og aðvaranir, vekja þá ekki til iðrunar. Hinir sætustu hljómar sem koma frá Guði með tilstilli mannlegra vara — réttlæting fyrir trú og réttlæti Krists — kalla eigi fram hjá þeim andsvar kærleika og þakklætis. Þó að kaupmaðurinn himneski hafi til sýnis fyrir framan þá hina dýrmætustu steina trúar og kærleika, þó að hann bjóði þeim að kaupa af sér „gull brennt í eldi” og „hvít klæði” til að klæða sig í og „smyrsl” svo að þeir geti séð, herða þeir hjörtu sín gegn honum og láta undir höfuð leggjast að sjá til að hálfvelgjan víki fyrir kærleika og áhuga. Á sama tíma og þeir játast Kristi, afneita þeir krafti guðrækninnar. Haldi þeir áfram í þessu ásigkomulagi, hafnar Guð þeim. Þeir eru að gera sig óhæfa til að vera fjölskyldumenn Guðs. 116T, bls. 426, 427:BS 74.1

    Safnaðarfólk hafi í huga, að það bjargar því ekki, að nöfn þess séu rituð í safnaðarbækurnar. Það verður að sýna sig fullreynt hjá Guði, verkamenn, sem eigi þurfa að skammast sín. Dag frá degi á það að byggja lunderni sitt í samræmi við leiðbeiningar Krists. Það á að vona á hann, sýna stöðugt trú á hann. Þannig mun það vaxa upp til að ná fullum vexti karla og kvenna í Kristi — sem heilbrigðir, glaðir og þakklátir kristnir menn leiddir af Guði í æ skærara ljós. Verði þetta ekki reynsla þeirra, munu þeir verða meðal þeirra, sem einn góðan veðurdag hefja upp raust sína í beizku harmakveini: „Uppskeran er liðin, aldinskurðurinn á enda, en vér höfum eigi hlotið hjálp. Af hverju flýði ég ekki í vígið til að leita mér hælis? Hví hef ég látið hjálpræði sálar minnar mér í léttu rúmi liggja og hamlað á móti anda náðarinnar” 129T, bls. 48:BS 74.2

    Bræður mínir og systur, sem hafið lengi sagzt trúa sannleikanum, ég spyr ykkur einstaklingslega: Hafa athafnir ykkar verið í samræmi við ljósið, forréttindin og tækifærin, sem ykkur hafa veitzt frá himni? Þetta er alvarleg spurning. Réttlætissólin er risin yfir söfnuðinn og það er skylda safnaðarins að skína. Það eru forréttindi hverrar sálar að taka framförum. Þeir, sem eru tengdir Kristi munu vaxa í náð og þekkingu á Guðs syni til að ná fullum vexti karla og kvenna. Ef allir, sem segjast trúa sannleikanum, hefðu nýtt til fulls hæfileika sína og tækifæri til að læra og framkvæma, hefðu þeir orðið styrkir í Kristi. Hver sem staða þeirra hefði verið — hvort sem þeir voru bændur, vélvirkjar, kennarar eða prestar — ef þeir hefðu algerlega helgað sig Guði, gætu þeir hafa orðið dugmiklir verkamenn fyrir meistarann himneska.136T, 423:

    BS 74.3

    Starfsmenn að þjálfa safnaðarfólk

    Það liggur í augum uppi, að allar ræðurnar, sem fluttar hafa verið, hafa ekki leitt fram stóran hóp fórnfúsra verkamanna. Það á að líta svo á, að þetta mál feli í sér mjög alvarlegar afleiðingar. Eilífðarvelferð okkar er í veði. Söfnuðirnir visna upp, sökum þess að þeir hafa látið undir höfuð leggjast að nota talentur sínar til að dreifa ljósinu. Vandlegar leiðbeiningar ætti að veita, sem verði eins og lexíur frá meistaranum, svo að allir geti látið ljós sitt koma fram í verki. Þeir, sem annast söfnuðina, ættu að velja hæfileikafólk og leggja á það ábyrgð, en gefa því samtímis leiðbeiningar varðandi það, hvernig það gæti bezt þjónað öðrum og verið þeim til blessunar.146T, bls. 431: BS 75.1

    Vélvirkjar, lögmenn, kaupmenn, já, menn í öllum iðngreinum og stöðum mennta sig til að ná fullum tökum á starfi sínu. Ættu fylgjendur Krists að sýna minna skyn, vera fákunnandi um leiðir og tæki, sem á að nota, á sama tíma og þeir segjast vera í þjónustu Krists. Það verkefni að eignast eilíft líf er ofar hverju jarðnesku íhugunarefni. Til þess að leiða sál til Jesú verður að vera til staðar þekking á mannlegu eðli og við að hafa kynnt okkur mannlegan huga. Mikillar og nákvæmrar hugsunar og ákafrar bænar er þörf til að vita, hvernig eigi að brydda upp á hinu mikla efni sannleikans við karla og konur.154T, bls. 67:BS 75.2

    Strax og lokið er við að stofna söfnuðinn, ætti presturinn að koma safnaðarfólkinu til verka. Það þarf að kenna því að starfa á árangursríkan hátt. Presturinn ætti að verja meiri tíma til að fræða en prédika. Hann ætti að veita fólkinu vitneskju um það, hvernig það geti veitt öðrum þekkinguna, sem það hefur tekið á móti. Hinum nýju í trúnni skyldi kennt að spyrja þá ráða, sem reyndari eru í starfinu, en samt ætti einnig að kenna þeim að setja ekki prestinn í Guðs stað.BS 75.3

    Mesta hjálpin, sem hægt er að veita fólki okkar, er að kenna því að starfa fyrir Guð og treysta á hann, ekki á prestinn. Það skyldi læra að starfa eins og Kristur starfaði. Það ætti að ganga í starfsmannaher Krists og inna af hendi trúa þjónustu fyrir hann.167T, bls. 19, 20:BS 75.4

    Kennararnir gangi á undan í því að vinna meðal fólksins og munu þá aðrir, sem taka saman höndum með þeim, læra af fordæmi þeirra. Eitt fordæmi er meira virði en mörg fyrirmæli.17MH, bls. 149:BS 75.5

    Þeir, sem hafa með andlega umsjá safnaðarins að gera, ættu að finna út leiðir og ráð til að veita hverjum einstökum í söfnuðinum tækifæri til að eiga þátt í verki Guðs. Þetta hefur eigi ávallt verið gert á liðnum tíma. Áform um, að talentur allra gætu nýtzt í virkri þjónustu hafa eigi verið framkvæmd til fulls. Það eru aðeins fáir, sem skilja, hversu mikið hefur glatazt sökum þessa.BS 75.6

    Í hverjum söfnuði eru talentur, sem með réttum aðferðum mætti þroska til að verða mikil hjálp í þessu verki. Það ætti að vera til vel skipulagt áform um að fá til starfa verkamenn til að fara í alla söfnuði okkar, stóra og smáa, til að kenna safnaðarfólkinu að starfa að uppbyggingu safnaðarins og einnig fyrir vantrúaða. Það er þjálfun, menntun, sem þörf er á. Allir leggi hjarta sitt og huga í það að öðlast skyn á starfinu fyrir þessa tíma, gera sig hæfa til að inna það af hendi, sem þeir eru bezt fallnir til.BS 76.1

    Það, sem nú er þörf á til að byggja upp söfnuði okkar, er hið góða starf vísra verkamanna að koma auga á talentur í söfnuðinum og þroska þær — talentur, sem hægt væri að ala upp fyrir þjónustu meistarans. Þeir, sem starfa við það að heimsækja söfnuðina, ættu að veita systkinunum leiðbeiningar í verklegum aðferðum við að inna af hendi kristniboðsstarf. Hafið líka námsflokk til að þjálfa hina ungu. Ungt fólk, bæði karla og konur, ætti að ala upp til að verða verkamenn á heimilunum, í nánasta umhverfi og í söfnuðinum.18„An Appeal to Ministers and Church Officers”:BS 76.2

    Himneskir englar hafa um langt skeið verið að bíða eftir erindrekum meðal manna — safnaðarfólkinu — til að starfa með sér að hinu mikla verki, sem fyrir liggur. Þeir eru að bíða eftir ykkur. Svo víður er akurinn og yfirgripsmikið áformið, að hverju helguðu hjarta verður þrýst til þjónustu sem tæki guðlegs máttar. 199T, bls. 46, 47:BS 76.3

    Ef kristnir menn yrðu samtaka, gengju fram sem einn maður undir leiðsögn eins máttar til að vinna að einu marki, gætu þeir hreyft við heiminum.209T, bls. 221:BS 76.4

    Kallið, sem átti að heyrast á „þjóðvegunum”, á að boðast öllum, sem eiga virkan þátt í verki heimsins, kennurum og leiðtogum fólksins. Þeim, sem bera þunga ábyrgð í opinberu lífi — læknum og kennurum, lögfræðingum og dómurum, opinberum starfsmönnum og verzlunarmönnum — ætti að flytja skýran og greinilegan boðskap. „Því að hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni? Því að hvaða endurgjald mundi maður gefa fyrir sálu sína?” Mark. 8, 36. 37.BS 76.5

    Við tölum og ritum mikið um vanrækta fátæklinga. Ætti ekki eitthvað af athygli okkar einnig að beinast að vanræktum auðmönnum? Margir líta svo á, að engin von sé með þennan hóp manna, og þeir gera lítið til að opna augu þeirra, sem fyrir kraft Satans eru haldnir blindu og glýju og hafa eigi lengur eilífðarmálin í útreikninguí sínum. Þúsundir auðugra manna hafa lagzt til hinztu hvíldar án þess að hafa fengið aðvörun, sökum þess að þeir hafa verið dæmdir af ytra útliti og verið fram hjá þeim gengið sem vonlausu viðfangsefni. En þó að þeir kunni að virðast afskiptalausir, hefur mér verið sýnt, að flestir í þessum hópi manna bera þunga byrði í sálu sér. Þúsundir ríkra manna hungrar eftir andlegri fæðu. Margir í opinberum stöðum finna þörf sína á einhverju, sem þeir hafa ekki. Fáir þeirra fara í kirkju, því að þeim finnst þeir ekkert gagn hafa af því. Kenningin, sem þeir hlýða á, snertir eigi við sálum þeirra. Eigum við enga persónulega viðleitni að sýna þeirra vegna?BS 76.6

    Sumir munu spyrja: Getum við ekki náð til þeirra með rituðu máli? Það eru margir, sem verður ekki náð til á þann hátt. Það, sem þeir þarfnast, er, að einhver sýni þeim persónulegan áhuga. Eiga þeir að farast, án þess að fá persónulega viðvörun? Það var eigi svo í fornöld. Þjónar Drottins voru sendir til að segja mönnum í háum stöðum, að þeir gætu einungis fundið frið og hvíld í Drottni Jesú Kristi.BS 77.1

    Hátign himinsins kom í þennan heim til að bjarga glötuðu, föllnu mannkyni. Starf hans beindist ekki einungis að útburðum mannlífsins, heldur einnig að mönnum í háum heiðursstöðum. Hann vann af hugvitssemi að því að komast að sálum í hærri stéttum, þeim, sem þekktu eigi Guð og varðveittu eigi boð hans.BS 77.2

    Sama starfinu var haldið áfram eftir uppstigningu Krists. Ég kemst við í hjarta, er ég les um þann áhuga, sem Drottinn sýndi Kornelíusi. Kornelíus var maður í hárri stöðu, foringi í rómverska hernum, en hann gekk nákvæmlega eftir öllu því ljósi, sem hann hafði hlotið. Drottinn sendi honum sérstakan boðskap frá himni og með öðrum boðum benti hann Pétri að heimsækja hann og veita honum ljós. Það ætti að vera okkur mikil hvatning í verki okkar að hugsa um þá samúð og blíða kærleika, sem Guð ber til þeirra, er leita ljóss og biðja um það.BS 77.3

    Mér hefur verið sýnt, að það eru margir sem Kornelíus, menn, sem Guð vill sameina söfnuði sínum. Þeir bera hlýjan hug til lýðs Guðs, sem boðorðin varðveitir. En böndin, sem binda þá við heiminn, halda þeim fast. Þeir hafa ekki siðferðisþrek til að taka afstöðu með hinum lítilmótlegu. Við eigum að láta í té sérstaka viðleitni þessum sálum til handa, sem eru í þörf fyrir sérstakt starf vegna ábyrgðar þeirra og freistinga.BS 77.4

    Samkvæmt því ljósi, sem mér hefur verið gefið, veit ég, að nú ætti að mæla skýrt „svo segir Drottinn” til manna, sem hafa áhrif og vald í heiminum. Þeir eru ráðsmenn, sem Drottinn hefur falið þýðingarmikla hluti. Hlýði þeir kalli hans, mun Guð nota þá í verki sínu . . .BS 77.5

    Sumir eru sérstaklega hæfir til að vinna fyrir hærri stéttirnar. Slíkir ættu að leita Drottins daglega, gera það að rannsóknar- efni sínu, hvernig ná megi til þessara manna, ekki einungis að hafa tilfallandi kynni af þeim, heldur að ná tökum á þeim fyrir persónulega viðleitni og lifandi trú, sýna sál þeirra djúpan kærleika, sýna raunverulega umhyggju gagnvart því, að þeir hljóti þekkingu á sannleikanum eins og hann er í orði Guðs. 216T, bls. 78-81.BS 77.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents