Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 18—Að velja eiginmann eða eiginkonu

    Hjúskapurinn mun verka á og hafa áhrif á líf þitt bæði í þessum heimi og í hinum komandi. Einlægur kristinn maður mun ekki leggja nein áform í þessu efni án þess að vera viss um, að Guð leggi blessun sína yfir áætlanirnar. Hann mun ekki sjálfur vilja velja, heldur finnast að Guð verði að velja fyrir hann. Við eigum ekki að þóknast sjálfum okkur, því að Kristur þóknaðist ekki sjálfum sér. Ég vil ekki, að neinn skilji það þannig, að ég eigi við, að hver og einn eigi að giftast þeim, sem hann ekki elskar. Það væri synd. En við megum ekki leyfa hugarburði og tilfinningarlegu eðli að leiða okkur til glötunar. Guð vill allt hjartað, allan kærleika okkar.BS 126.1

    Þeir, sem eru að velta fyrir sér hjúskap, ættu að íhuga hvert muni verða eðli og áhrif þess heimilis, sem þeir eru að stofna. Þegar þeir verða foreldrar er heilagt traust falið þeim. Á þeim hvílir að miklu leyti velferð barna þeirra í þessum heimi og hamingja þeirra í hinum komandi. Þau ákveða að miklu leyti bæði hið líkamlega og siðferðilega mark, sem þau litlu hljóta. Og ástand þjóðfélagsins fer eftir eðli heimilisins. Áhrifaþungi sérhverrar fjölskyldu mun hafa sitt að segja upp eða niður.BS 126.2

    Kristin ungmenni ættu að gæta sín vandlega, þegar þau bindast vináttuböndum og velja sér félaga. Gætið ykkar, því að það, sem þið nú álítið vera hreint gull, gæti breytzt í soramálm. Heimsleg félagsbönd vilja leggja hindranir í veg fyrir þig, þegar þú vilt þjóna Guði, og margar sálir glatast fyrir óheillavænleg sambönd, ýmist viðskiptalegs eða hjúskaparlegs eðlis, sambönd við þá, sem geta hvorki hafið upp eða göfgað.BS 126.3

    Vegið hverja tilfinningu og fylgizt með hverju þróunarstigi lundernis þess einstaklings, sem þið hafið í hyggju að tengja lifsörlög ykkar. Skrefið, sem þið eruð um það bil að stíga, er eitt hið þýðingarmesta í lífi ykkar og ætti ekki að vera tekið í flýti. Þó að þú kunnir að elska, skalt þú ekki elska í blindni.BS 126.4

    Athugaðu vandlega hvort hjúsapurinn verður hamingjusamur eða ömurlegur og þar ríki sundurlyndi. Settu fram spurninguna: Mun þetta samband hjálpa mér í áttina til himins? Mun það auka kærleika minn til Guðs? Mun það víkka út svið nytsemda minna í þessu lífi? Ef þessar íhuganir leiða ekki í ljós neina hindrun, er óhætt í Guðs ótta að halda áfram.BS 126.5

    Val lífsförunautar ætti að vera á þann veg, að það stuðli að sem mestri líkamlegri, vitsmunalegri og andlegri heilsu foreldra og barna — heilsu, sem mun gera bæði foreldrum og börnum kleift að vera til blessunar fyrir samferðamennina og heiðra skapara sinn.

    BS 127.1

    Eiginleikar, sem leita á eftir í tilvonandi eiginkonu

    Ungur maður ætti að leita þeirrar konu til að standa við hlið hér, sem er hæf til að bera sinn hluta af byrðum lífsins, þá, sem með áhrifum sínum mun göfga hann og fága, þeirrar, sem mun gera hann hamingjusaman í kærleika sínum.BS 127.2

    „Væn kona er frá Drottni.” „Hjarta manns hennar treystir henni. Hún gerir honum gott og ekkert illt alla ævidaga sína.” „Hún opnar munninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því, sem er á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga um og segja hana sæla. Maður hennar gengur um og hrósar henni, og segir: „Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tekur þeim öllum fram.” Sá, sem hlýtur slíka konu „hefur gott fundið og öðlast hylli Drottins.”BS 127.3

    Hér eru þau atriði, sem ætti að íhuga: Mun sú, sem þú kvænist, flytja með sér hamingju inn á heimili þitt? Er hún hagsýn eða mun hún, ef hún giftist, ekki aðeins misnota sínar tekjur heldur allar þínar tekjur til að seðja hégómagirnd sína, hugsunina um ytra útlit? Eru meginreglur hennar réttar í þessu efni? Hefur hún eitthvað til þess að byggja á? . . . Ég veit, að maður, sem er altekinn af ást og hugsunum um hjúskap, mun ýta þessum hugsunum frá sér í huga sínum eins og þær hafi enga þýðingu. En þessa hluti ætti að íhuga vandlega, því að þeir snerta framtíðarlíf þitt.BS 127.4

    Þegar þú velur þér konu, skalt þú rannsaka lunderni hennar. Mun hún reynast þolinmóð og leggja sig fram? Eða mun hún hætta að annast um móður þína og föður einmitt á þeim tíma, er þau þurfa á sterkum syni til að reiða sig á? Og mun hún þá draga hann út úr samfélagi þeirra til að geta framkvæmt sín eigin áform og sína eigin ánægju og skilja eftir föður og móður, sem í stað þess að eignast ástríka dóttur hafa misst son?

    BS 127.5

    Eiginleikar sem leita á hjá tilvonandi eiginmanni

    Sérhver kona ætti að spyrja, áður en hún gefur hönd sína í hjúskap, hvort sá, sem hún er um það bil að sameina örlög sín, sé verðugur. Hver hefur verið ferill hans í fortíðinni? Er líf hans hreint? Er kærleikur sá, sem hann lætur í ljós, göfugur og tiginborinn eða bara tilfinningaleg ástúð? Hefur hann þau skapgerðareinkenm, sem munu gera hana hamingjusama? Getur hún fundið sannan frið og fögnuð í kærleika hans? Mun henni verða leyft að varðveita einstaklingseðli sitt eða verður hún að beygja dómgreind sína og samvizku undir stjórn eiginmanns síns? Getur hún virt kröfur frelsarans sem æðstar yfir öllu. Mun líkami og sál, hugsanir og tilgangur vera varðveitt hrein og og heilög? Þessar spurningar hafa úrslitaáhrif á velferð hverrar konu, sem gengur til hjúskapar.BS 127.6

    Kona sú, sem óskar eftir friðsælu og hamingjusömu sambandi og vill komast hjá eymd og sorg í framtíðinni, ætti að spyrja, áður en hún veitir ástúð sína: Á ástvinur minn móður? Hvert er mót lundernis hennar? Skilur hann skyldur sínar gagnvart henni? Hefur hann í huga óskir hennar og hamingju? Ef hann hvorki virðir né heiðrar móður sína, mun hann þá sýna konunni sinni virðingu og kærleika, ljúfleika og athygli? Mun hann enn elska mig eftir að nýjabrumið af hjónabandinu er horfið? Mun hann verða þolinmóður gagnvart mistökum mínum, eða mun hann verða gagnrýninn og strangur? Sannur kærleikur mun horfa fram hjá mörgum mistökum. Ástin mun ekki greina þau.BS 128.1

    Ung kona ætti að taka sér sem lífsförunaut þann, sem hefur til að bera sönn og karlmannleg lunderniseinkenni, þann sem er iðinn, duglegur og heiðarlegur og elskar og óttast Guð.BS 128.2

    Forðist þá, sem sýna virðingarleysi. Forðist þann, sem elskar letinnar brauð. Forðist þann, sem gerir gys að því sem heilagt er. Forðist samfélag þess, sem viðhefur guðleysistal eða er háður neyzlu þó ekki sé nema eins glass af áfengi á dag. Hlustið ekki á bónorð þess manns, sem hefur engan skilning á ábyrgð sinni gagnvart Guði. Hinn hreini sannleikur, sem helgar sálina, mun gefa þér hugrekki til að rífa þig lausa frá jafnvel skemmtilegustu kunningjum, sem þú veizt að elska hvorki né óttast Guð og þekkja ekkert af meginreglum hins sanna réttlætis. Við getum alltaf sýnt umburðarlyndi gagnvart veikleika vinar okkar og fáfræði hans, en aldrei gagnvart löstum hans.

    BS 128.3

    Kærleikurinn er dýrmæt gjöf frá Jesú

    Kærleikurinn er dýrmæt gjöf sem við öðlumst frá Jesú: Hreinn og heilagur kærleikur er ekki tilfinning, heldur meginregla. Þeir sem láta stjórnast af sönnum kærleika eru hvorki óskynsamir né blindir.BS 128.4

    Það er mjög lítið um raunverulegan, sannan, helgaðan og hreinan kærleika. Þessi dýrmæti þáttur er mjög fágætur. Ástríðan er sögð vera kærleikur.BS 128.5

    Sannur kærleikur er há og heilög meginregla, gjörólík í eðli þeim kærleika sem kviknar af tilfinningahita sem skyndilega deyr, þegar reynir alvarlega á hann.BS 128.6

    Kærleikurinn er jurt af himneskum uppruna og það verður að fóstra hana og næra. Ástrík hjörtu og sönn, kærleiksrík orð munu gera fjölskyldur hamingjusamar og hafa göfgandi áhrif á alla, sem komast inn á áhrifasvið þeirra.BS 128.7

    Hreinn kærleikur mun taka Guð með í öllum sínum áformum og mun vera í fullu samræmi við Anda Guðs, en ástríðan er þrálynd, framhleypin, ósannsýn og býður öllu aðhaldi byrginn og mun gera það, sem hún hefur valið sér, að skurðgoði. Náð Guðs mun birtast í allri hegðun þess manns, sem á sannan kærleika. Hæverska, einfaldleiki, einlægni, siðgæði og trú munu einkenna hvert skref í áttina að hjúskapartengslum. Þeir, sem stjórnast þannig, munu ekki hafa allan hugann við samfélag hvers annars á kostnað áhuga á bænasamkomunni og trúarlegum samkomum. Áhugi þeirra á sannleikanum mun ekki dofna eða deyja út vegna vanrækslu á tækifærum og forréttindum, sem Guð hefur í náð sinni gefið þeim.BS 129.1

    Sá kærleikur, sem hefur ekki betri undirstöðu en holdlega fullnægju eina, mun vera þrályndur og stjórnlaus. Heiður, sannleikur og hver annar göfugur og tiginn eiginleiki hugans er lagður undir þrældómsfjötra ástríðunnar. Sá maður, sem er bundinn í hlekki þessa ástaræðis, er alltof oft daufur gagnvart raust skynseminnar og samvizkunnar. Hvorki röksemdir né bænir geta leitt hann til þess að sjá heimsku. þeirrar stefnu, sem hann fylgir.BS 129.2

    Sannur kærleikur er ekki sterk, áköf og ofsafengin ástríða. Þvert á móti er hann rólegur og djúpur í eðli sinu. Hann horfir út fyrir ytra borðið eitt og er hrifinn af eiginleikunum einum. Hann er vitur og athugull og helgun hans er raunveruleg og varanleg.BS 129.3

    Kærleikur, sem lyft er út fyrir svið ástríðu og hvata, verður andlegur og opinberast í orðum og athöfnum. Kristinn maður verður að hafa til að bera helgaða viðkvæmni og kærleika, sem engin óþolinmæði eða önuglyndi er til í. Hin hrjúfa og óheflaða framkoma verður að mýkjast af náð Krists.

    BS 129.4

    Bæn og biblíurannsókn nauðsynleg til þess að taka rétta ákvörðun

    Hjónabandið er stofnað af Guði og er heilög athöfn, sem ætti aldrei að ganga til í anda eigingirni. Þeir, sem hafa í huga að stíga þetta skref, ættu alvarlega og í bæn að íhuga þýðingu þess og leita guðlegra ráða svo þeir geti vitað, hvort þeir fylgi þeirri stefnu, sem er í samræmi við vilja Guðs. Leiðbeiningar þær, sem gefnar eru í orði Guðs um þetta efni, ætti að athuga vandlega. Himinninn lítur með ánægju á það hjónaband, sem myndað er í einlægri löngun til þess að fylgja þeim leiðbeiningum, sem ritningin gefur.BS 129.5

    Ef það er eitthvað efni, sem ætti að íhuga með rólegri skynsemi og æsingarlausri dómgreind, þá er það hjúskapurinn. Ef einhvern tíma er þörf á því að taka Biblíuna sér til ráðgjafar er það áður en það skref er stigið, sem bindur tvær persónur saman ævilangt. En ríkjandi skoðun er sú, að í þessu efni séu það tilfinningarnar, sem ættu að vera leiðarljósið, og í alltof mörgum tilfellum er það ástarsjúk viðkvæmni, sem tekur stjórnina og leiðir til algjörrar eyðingar. Það er í þessu efni sem ungmenni sýna minni skynsemi en í nokkru öðru. Á þessu sviði vilja þau ekki taka sönsum. Spurningin um hjúskap virðist hafa töfrandi kraft yfir þeim. Þau beygja sig ekki fyrir Guði. Skilningarvit þeirra hafa fjötrast og þau ganga fram með mikilli leynd eins og þau óttist, að einhver komi í veg fyrir áform þeirra.BS 130.1

    Margir eru að sigla í hættulegri höfn. Þeir þurfa á hafnsögumanni að halda. En þeir neita að taka á móti þeirri hjálp, sem þeir þarfnast svo mjög, og finnst þeir vera fullfærir um að stjórna eigin fleyi. Þeir gera sér ekki ljóst, að það er um það bil að lenda á neðansjávarkletti, sem kann að leiða til þess að þeir bíði tjón á trú sinni og hamingju . . . Þeir munu gera alvarleg mistök, sem mun varpa skugga á hamingju þeirra og annarra, bæði nú og í hinu komandi lífi, nema þeir rannsaki orðið [Biblíuna] af kostgæfni.BS 130.2

    Ef karlar og konur hafa vanið sig á að biðja tvisvar á dag, áður en þau íhuguðu að gifta sig, ættu þau að biðja fjórum sinnum á dag þegar haft er í huga slíkt skref. Hjúskapur er eitthvað, sem mun verka á og hafa áhrif á allt líf þitt bæði í þessum heimi og hinum komandi . . .BS 130.3

    Meiri hluti giftinga okkar tíma og það, hvernig þær fara fram, gera þær að einu tákni síðustu daga. Karlar og konur eru svo áköf og þrjózk, að Guð er ekki hafður með í málinu. Trúin er lögð til hliðar eins og hún hefði engu hlutverki að gegna í þessu alvarlega og mikla máli.

    BS 130.4

    Ráð guðelskandi foreldra

    Þegar svona mikil eymd hlýzt af hjúskapnum, hví vill þá æskufólkið ekki vera viturt? Hví vill það halda áfram að telja sér trú um, að það þurfi ekki á ráðleggingum eldri og reyndari manna? í verzlunarlífinu sýna karlar og konur mikla aðgát. Áður en hafizt er handa við einhverja þýðingarmikla framkvæmd, búa þau sig undir verk sitt. Þau leggja tíma, peninga og vandlega athugun í að kynna sér efnið, svo að þeim verði ekki á mistök í framkvæmdinni.BS 130.5

    Hversu miklu meiri aðgát ætti ekki að viðhafa, þegar gengið er fram til hjúskapar — sambandsins, sem hefur áhrif á ókomnar kynslóðir og framtíðarlífið. Í stað þess er oft gengið til þess með glensi og léttúð, tilfinningarhita og ástríðu, blindni og skorti á rólegri yfirvegun. Eina skýringin á þessu er sú, að Satan elskar að sjá örbirgð og skemmd í heiminum og hann vefur sér net til þess að flækja sálir. Hann gleðst yfir því að láta þessar óathugulu persónur glata fögnuði sínum í þessum heimi og heimilum sínum í hinum komandi heimi.BS 130.6

    Ættu börn að fara aðeins eftir eigin óskum og hneigðum án tillits til ráðlegginga og dómgreindar foreldra sinna? Sum virðast aldrei ljá óskum foreldra sinna hugsun eða virða þroskaða dómgreind þeirra. Eigingirnin hefur lokað hjörtum þeirra gagnvart foreldraástinni. Það þarf að vekja huga hinna ungu í þessu efni. Fimmta boðorðið er eina boðorðið, sem fyrirheit er tengt við, en það er látið í léttu rúmi liggja og jafnvel er skellt við því skollaeyrunum, þegar kröfur elskandans eru annars vegar. Að gera lítið úr ást móður og vanvirða umhyggju föður eru syndir sem standa skráðar við nöfn margra æskumanna.BS 131.1

    Ein af mestu villunum, sem tengdar eru þessu efni er að það megi ekki trufla ástúð hinna ungu og óreyndu, það megi ekki hafa afskipti af ástarreynslu þeirra. Ef einhverntíma hefur verið efni, sem hefur þurft að skoða frá öllum hliðum, þá er það þetta. Hjálp sú, sem hlýzt af reynslu annarra, og róleg og nákvæm athugun efnisins frá öllum hliðum, eru brátt áfram nauðsyn. Meirihluti manna tekur þetta efni alltof léttum tökum. Hafið Guð og elskandi foreldra með ykkur í ráðum, ungu vinir. Leggið málin fram fyrir Guð í bæn.BS 131.2

    „Ættu foreldrar”, spyrjið þið, „að velja félaga án þess að taka tillit til hugsana eða tilfinninga sonar eða dóttur?” Ég legg spurninguna fyrir þig eins og gera ætti: Ætti sonur eða dóttir að velja sér félaga án þess fyrst að bera málið undir foreldrana, þar sem slíkt skref hlýtur efnislega að verka á hamingju foreldranna, ef þeir hafa einhverja ástúð gagnvart börnum sínum? Og ætti barnið án tillits til ráða og bæna foreldra sinna að þrjózkast við og fylgja sinni eigin stefnu? Ég svara ákveðið: Nei, ekki ef það giftist aldrei. Fimmta boðorðið bannar slíka stefnu. „Heiðra föður þinn og móður þina svo að þú verðir langlífur í landi því er Drottinn Guð þinn gefur þér.” Hér er boðorð með fyrirheiti, sem Drottinn mun vissulega uppfylla þeim sem hlýða. Hyggnir foreldrar munu aldrei velja félaga fyrir börn sín án þess að virða óskir þeirra.BS 131.3

    Feður og mæður ættu að telja það skyldu sína, að leiða æskufólkið í því, hvert það beinir kærleika sínum, svo að það geti veitt ást sína þeim, sem eru hæfir félagar. Þeir ættu að telja það skyldu sína að móta svo með eigin kenningu og fordæmi með að- stoð náðar Guðs lunderni barna sinna frá fyrstu árum, svo þau verði hrein og göfug og laðist að því sem er gott og satt. Líkt dregst að líku, líkt metur líkt. Kærleikur til sannleika og hreinleika og gæzku sé snemma gróðursettur í sálinni og mun þá æskufólkið leita til þeirra, sem hafa þessi einkenni til að bera.

    BS 131.4

    Aðvaranir til þeirra, sem hafa hjúskap í huga

    Æskufólkið treystir alltof mikið á augnabliks hughrif. Það ætti ekki að láta undan svo auðveldlega eða vera fangað of skjótlega af aðlaðandi útliti elskandans. Tilhugalífið eins og það gerist á þessari öld er fyrirætlun blekkinga og hræsni, sem óvinur sálnanna hefur mikið meira með að gera en Drottinn. Ef einhvers staðar er þörf á góðri heilbrigðri dómgreind, þá er það í þessu efni, en staðreyndin er sú að hún kemur litið inn í myndina.BS 132.1

    Það ætti að vera á verði gegn ímynduninni, gegn ástarsjúkri viðkvæmni eins og holdsveiki. Mjög mörgum ungum mönnum og konum á þessu skeiði heimssögunnar er áfátt í dyggð. Þess vegha er mikillar aðgæzlu þörf. Þeir, sem hafa varðveitt hreint lundarfar, þó að þeim sé áfátt í öðrum eftirsóknarverðum eiginleikum, kunna að hafa raunverulegt siðferðisgildi.BS 132.2

    Það er mikið af þessari lágkúrulegu tilfinningaviðkvæmni í trúarreynslu ungra á þessari öld heimssögunnar. Systir mín, Guð krefst þess að þú ummyndist. Ég sárbæni þig, göfga þú tilfinningar þínar. Helga þú andlega og líkamlega hæfileika þína þjónustu endurlausnara þíns, sem hefur keypt þig. Helga þú hugsanir þínar og tilfinningar þínar, svo að öll verk þín megi vera gerð í Guði.BS 132.3

    Englar Satans halda vörð um þá sem helga mikinn hluta nætur ástamakki. Væri hægt að opna augu þeirra, gætu þau séð engil gera skrá yfir athafnir þeirra og orð. Lögmál heilsu og velsæmis eru brotin. Það væri meira viðeigandi að láta sumar stundir tilhugalífsins fyrir giftingu halda áfram í hjúskapnum. En það er almennt, að með hjúskapnum sé bundinn endir á ást þá, sem sýnd var í tilhugalífinu.BS 132.4

    Satan veit einmitt, hvaða eindir hann hefur að fást við svo að hann sýnir andstyggilega vizku sína í ýmsum brögðum til að hremma sálina og leiða til glötunar. Hann fylgist með hverju skrefi, sem tekið er, og kemur með margar uppástungur, og oft er þessum uppástungum fylgt fremur en ráðleggingum Guðs orðs. Þetta finofna hættulega net er hyggilega búið til að ungir og óviðbúnir flækist í því. Það kann oft að vera dulbúið undir ljóshjúp, en þeir, sem ánetjast, stinga sig í gegn með mörgum sorgum. Þar af leiðir að við sjáum reköld mannkynsins alls staðar.BS 132.5

    Ótilhlýðileg hegðun

    Að leika sér að hjörtum er glæpur, sem er ekki svo lítill í augum heilags Guðs. Og samt sýna sumir löngun sína í ungar konur og vekja ástúð þeirra og fara síðan sína leið og gleyma orðunum sem þeir töluðu og áhrifum þeirra. Nýtt andlit dregur þá til sín, og þeir hafa yfir sömu orðin og veita annarri sömu athyglina.BS 133.1

    Þessi hneigð mun sýna sig í hjónabandinu. Hjónabandið gerir ekki alltaf hvikulan mann fastan fyrir, hinn hikandi staðfastan og sannan meginreglunni. Þeir þreytast á stöðugleikanum og vanheilagar hugsanir munu koma fram í vanheilugum athöfnum. Hversu nauðsynlegt er það þá ekki, að unga fólkið gyrði lendar hugskots síns og stjórni hegðun sinni, svo að Satan geti ekki tælt það af vegi sannleikans.BS 133.2

    Ungur maður, sem ávinnur vináttu ungrar konu og nýtur samfélags við hana án vitundar foreldra hennar, kemur ekki fram gagnvart henni né foreldrum hennar sem göfugur kristinn maður. Fyrir leynisambönd og fundi getur hann fengið áhrif yfir huga hennar, en með því að gera slíkt, bregst hann í að sýna það göfuglyndi og þann heiðarleika sálarinnar, sem hvert barn Guðs á að eiga. Til þess að ná markmiði sínu, koma þau fram á þann hátt, að þau eru ekki hreinskilin og opin og samkvæmt biblíulegum staðli og reynast ósönn þeim, sem elska þau og reyna að vera trúir vökumenn yfir þeim. Hjúskapur, sem stofnað er til undir slíkum áhrifum, er ekki samkvæmt orði Guðs. Sá sem vill leiða dóttur í burtu frá skyldunni, sem vill rugla hugmyndum hennar um hin skíru og jákvæðu boð Guðs um að heiðra og hlýða foreldrum hennar, er ekki sá, sem er líklegur til að verða trúr í hjúskaparskyldum sínum.BS 133.3

    „Þú skalt ekki stela”, var ritað með fingri Guðs á steintöflur, en samt er mikið um það að leynilegur þjófnaður á ástúð er iðkaður og viðhafður. Leynilegu ástasamfélagi er haldið við, einkasambandi haldið áfram þar til kærleikur þess, sem er óreyndur og gerir sér ekki grein fyrir því, hvert slíkir hlutir kunni að leiða, er að vissu leyti dreginn frá foreldrunum og beint að þeim, sem sýnir með stefnu þeirri, sem hann fylgir, að hann er óverðugur kærleika hennar. Biblían fordæmir allar tegundir óheiðarleika.BS 133.4

    Þeir sem játa sig kristna, sem hafa í lífi sínu einkennzt af heiðarleika og hafa virzt mjög næmir á öllum sviðum, gera skelfileg mistök á þessu sviði. Þeir sýna fastan og ákveðinn vilja, sem skynsemin getur ekki breytt. Þeir verða svo töfraðir af mannlegum tilfinningum og hvötum, að þeir hafa enga löngun að rannsaka Biblíuna og koma i nánara samfélag við Guð.BS 133.5

    Þegar eitt boðorð hinna tiu laga er brotið, er leiðin niður á við næstum því vís. Þegar hömlur kvenlegrar prúðmennsku hafa eitt sinn verið fjarlægðar, verður hið grófasta siðleysi ekki svo ákaflega syndsamlegt. Æ, hversu hræðilegar afleiðingar má sjá í heiminum í dag af áhrifum konunnar til ills. Fyrir tál „annarlegra kvenna” eru þúsundir manna innilokaðir í fangelsisklefum, margir stytta sér aldur og aðrir taka líf annarra. En hve orð Heilagrar ritningar eru sönn: „Fætur hennar ganga niður til dauðans, spor hennar liggja til heljar.” Aðvörunargeislar eru settir beggja vegna á vegferð lífsins til að forða mönnum frá því að koma of nálægt hættulegum bannsvæðum. En þrátt fyrir þetta velur fjöldinn helslóðir, alveg í gegn boði skynseminnar, án tillits til laga Guðs og bjóða orði hans byrginn.BS 133.6

    Þeir, sem vilja varðveita líkamlega heilsu, styrka vitsmuni og heilbrigt siðferði, verða „að flýja . . . æskunnar girndir.” Þeir sem vilja sýna ákafa og eindrægna viðleitni til að hamla á móti óguðleikanum, sem hefur upp sitt djarfa og ófyrirleitna höfuð mitt á meðal okkar, eru hataðir og fyrirlitnir af öllum sem illt gera, en munu hljóta heiður og laun hjá Guði.1AH, bls. 43-57, 70-75.BS 134.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents