Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafla 61—Samningur við Guð

    Þegar munnlegt eða skriflegt loforð hefur verið gefið í návist bræðra okkar, um að gefa vissa upphæð, eru þau hinn sýnilegi vottur samnings sem gerður er milli okkar sjálfra og Guðs. Loforðið er ekki gefið manni, heldur Guði, og er sem rituð ávísun sem gefin er nágrannanum. Ekkert löglegt veðbréf er meira bindandi fyrir hinn kristna upp á greiðslu peninga, heldur en loforð gefið Guði.RR 161.1

    Þegar hjörtu mannanna mýkjast vegna nærveru Anda Guðs, eru þeir móttækilegri fyrir áhrifum Heilags anda, og ákvarðanir eru teknar um að afneita sjálfinu og að fórna fyrir málefni Guðs. Það er þegar guðlegt ljós skín inn í fylgsni hugans með óvenjulegum skírleika og krafti, að tilfinningar hins náttúrlega manns eru yfirbugaðar, að eigingirnin missir tak sitt á mannshjartanu og að löngun vaknar til að líkja eftir fordæminu, Jesú Kristi, í að iðka sjálfsafneitun og góðvilja. Lunderni hins náttúrlega eigingjarna manns verður þá vingjarnlegt og meðaumkunarfullt gagnvart týndum syndurum, og hann gerir Guði hátíðlegt heit, eins og Abraham og Jakob gerðu. Himneskir englar eru viðstaddir við slík tækifæri. Kærleiki Guðs og kærleikur gagnvart sálum hrósar sigri yfir eigingirni og ást til heimsins. Sérstaklega er þetta tilfellið þegar ræðumaðurinn, undir Anda og krafti Guðs, ber fram endurlausnaráformið sem lagt var af hátign himinsins í fórn krossins. Af eftirfarandi ritningarstöðum getum við séð hvernig Guð lítur á málefni sem snerta heit: “Og Móses talaði til höfuð ættkvísla ísraelsmanna á þessa leið: Þetta er það, sem Drottinn hefur boðið. Nú gjörir maður Drottni heit eða vinnur eið ,að því að leggja sig í bindindi, og skal hann þá eigi bregða orði sínu; hann skal að öllu leyti svo gjöra sem hann hefir talað.” 4 M 30. 1, 2 “Leyf eigi munni þínum að baka líkama þínum sekt og seg eigi við sendiboðann: Það var fljótfærni! Hvers vegna á Guð að reiðast tali þínu og skemma verk handa þinna?” Pd 5.5 “Ég kem í hús þitt með brennifórnir, efni heit mín við þig, þau er varir mínar hétu og munnur minn nefndi, ta er eg var i naudum staddur.“ Sl 61.13, 14. “ Tad er manninum snara, ad hropa i fljotfarni: “helgad!” og hyggja fyrst ad, tegar heitin eru gjord.” Ok 20.25 “Tegar tu gjorir Drottni, Gudi tinum, heit, ta skalt tu ekki lata dragast ad efna tad; tvi ad ella mun Drottinn, Gud tinn, krefjast tess af ter og tad verda ter til syndar. En tott tu sleppir tvi ad gjora heit, ta hvilir engin sekt a ter fyrir tad. Tad sem komid hefur yfir varir tinar, skalt tu halda og breyta eftir tvi, eins og tu sjalfviljuglega hefir heitid Drottni, Gudi tinum, tad sem tu hefir talad med munni tinum.”5 M 23.21-23. “ Vinnid heit og efnid tau vid Drottinn, Gud ydar; allir teir, sem eru umhverfis hann, skulu fara gjafir hinum ottalega.” Sl 76.12. “En ter vanhelgid tad, med tvi ad ter segid: Bord Drottins er ohreint, og tad, sem af tvi fellur oss til fadslu, er einskisvert. Og ter segid: Sja, hvilik fyrirhofn! Og fyrirlitid tad, segir Drottinn hersveitanna, og ter farid fram tad sem rant er og tad sem halt er og tad sem sjukt er og farid tad i forn; atti eg ad girnast slikt af ydar hendi? segir Drottinn. Bolvadir veri teir svikarar, er eiga hvatan fenad i hjord sinni og gjora heit, en forna sidan Drottni golludu berfe! Tvi ad eg er mikill konungur, segir Drottinn hersveitanna, og menn ottast nafn mitt medal heidingjanna.” Ml 1.12-14. “Tegar tu gjorir Gudi heit, ta fresta tu eigi ad efna tad, tvi ad hann hefir eigi veltoknun a heimskingjunum; efn tad, er tu heitir. Betra er ad pu heitir engu en ad tu heitir og efnir ekki.” Pd 5.3,4 — 4 T 470-473.RR 161.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents