Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Fjórtándi Hluti—Erfðaskrár og dánargjafir

  Kafla 62—Undirbúningur fyrir dauðann

  Á meðal okkar eru aldraðir sem nálgast lok síns náðartíma en vegna vöntunar á vakandi mönnum til að tryggja málefni Guðs þau efni sem eru í eigu þeirra, renna þau í hendur þeirra sem þjóna Satan. Guð lánaði þeim þessi efni einungis til að þeim yrði skilað til hans aftur, en í níu af hverjum tíu tilfellum ráðstafa þessir bræður, þegar þeir hverfa af athafnasviðinu, eignum Guðs á þann hátt sem ekki færir honum dýrð, því ekki rennur einn einasti dollari af þeim inn í fjárhirslu Drottins. í sumum tilfellum hafa þessir að því er virðist góðu bræður haft óhelgaða ráðgjafa sem ráðlögðu út frá sínum eigin sjónarhól, en ekki í samræmi við huga Guðs.RR 166.1

  Börn og barnabörn eru oft arfleidd að eignum, þeim eingöngu til skaða. Þau hafa enga elsku til Guðs eða til sannleikans, og þess vegna renna þessar eignir, sem allar tilheyra Drottni, undir handarjaðar Satans og verður stjórnað af honum. Satan er miklu árvakari, skarpskyggnari og leiknari við að finna upp leiðir til að tryggja sjálfum sér efni en bræður okkar eru við að tryggja málefni Drottins það sem honum sjálfum tilheyrir.RR 166.2

  Sumar erfðaskrár eru gerðar á svo óformlegan hátt, að þær standast ekki frammi fyrir lögunum, og þannig glatar málefnið þúsundum dollara. Bræðrum okkar ætti að finnast að á þeim hvíli ábyrgð, sem dyggum þjónum málefnis Guðs, til að nýta vitsmuni sína í þessu máli og tryggja Drottni það sem honum tilheyrir.RR 166.3

  Margir sýna óþarfa nærgætni í þessum efnum. Þeim finnst þeir vera að stíga inn á bannsvæði þegar þeir bera fram fyrir aldraða og fatlaða málefni sem varðar eignir til að komast að hvernig þeir hafi hugsað sér að ráðstafa þeim. En þessi skylda er alveg eins helg og skyldan að prédika orðið til að frelsa sálir. Hér er maður með fjármuni Guðs eða. eignir undir höndum. Hann er að því kominn að láta af ráðsmennsku sinni. Mun hann leggja þau efni sem Guð hefur léð honum til notkunar í málefni hans í hendur óguðlegra manna, einungis vegna þess að þeir eru skyldmenni hans? Ættu ekki kristnir menn að hafa áhuga fyrir framtíðarvelferð þessa manns engu síður en fyrir velgengi Guðs málefnis, að hann geri réttar ráðstafanir varðandi fjármuni Drottins - talenturnar sem honum voru lánaðar til viturlegrar ávöxtunar? Munu trúbræður hans standa hjá og horfa á hann missa tök sín á þessu lífi og samtímis ræna fjárhirslu Guðs? Þetta yrði hræðilegur missir fyrir hann og málefnið, vegna þess að með því að leggja talentu efna sinna í hendur þeirra sem bera enga umhyggju fyrir sannleika Guðs, myndi hann - hvað raunverulega ætlun og markmið snertir - vera að pakka henni inn og grafa í jörð.RR 166.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents