Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafla 63—Ráðsmennska er persónuleg ábyrgð

  Foreldrar ættu að njóta þess réttar sem Guð hefur gefið þeim. Hann treysti þeim fyrir þeim talentum sem hann vill að þeir noti sér til dýrðar. Börnin áttu ekki að vera ábyrg fyrir talentum föðurins. Meðan foreldrar hafa skýran huga og góða dómgreind, ættu þeir, með íhugun í bæn og með hjálp réttra ráðgjafa sem hafa reynslu í sannleikanum og þekkingu á guðlegum vilja, að ganga frá eigum sínum.RR 171.3

  Ef þeir eiga börn sem þjást eða berjast við fátækt, og sem nota fjármuni á skynsamlegan hátt, ætti að taka tillit til þeirra. En ef þau eiga vantrúuð börn sem hafa nægtir þessa heims, og sem þjóna heiminum, drýgja þeir synd gegn meistaranum, sem hefur gert þá að ráðsmönnum sínum, með því að leggja efni í hendur þeirra einfaldlega vegna þess að þau eru börn þeirra. Tilkall Guðs ætti ekki að líta léttum augum.RR 171.4

  Og það ætti að skiljast ljóslega, að þó að þeir hafi gert erfðaskrá, hindrar það þá ekki í að gefa af efnum sínum til málefnis Guðs meðan þeir eru á lífi. Þetta ættu þeir að gera. Þeir ættu að hafa ánægjuna hér og launin síðar af að gefa frá sér umframefni sín meðan þau eru á lífi. Þeir ættu að gera sitt til að efla málefni Guðs. Þeir ættu að nota efnin sem meistarinn hefur léð þeim til að halda uppi því starfi sem gera þarf í víngarði hans.RR 172.1

  Fégirndin liggur til grundvallar nær öllum glæpum sem drýgðir eru í heiminum. Feður sem í eigingirni halda í fjármuni sína til að auðga börn sín, og sem ekki sjá þarfir málefnis Guðs og uppfylla þær, gera hræðileg mistök. Börnin sem þeir ætla að blessa með efnum sínum hljóta bölvun af þeim.RR 172.2

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents