Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Að flytja eignir yfir til barnanna

    Mér var sýnt að sum börn sem játast sannleikanum hafi, á óbeinan hátt, áhrif á föðurinn til að halda efnum sínum fyrir börnin, í stað þess að verja þeim til málefnis Guðs meðan hann er á lífi. t*eir sem hafa haft áhrif á föður sinn til að beina ráðsmennsku sinni yfir á þá, vita lítið hvað þeir eru að gera. Þeir eru að taka á sig tvöfalda ábyrgð - þá, að snúa huga föðurins þannig að hann uppfylli ekki áform Guðs í ánefningu fjármuna sinna sem Guð léði honum svo þau nýttust honum til dýrðar, og auk þess þá ábyrgð að verða ráðsmenn fjármuna sem faðirinn hefði átt að koma til fjársýslumanna, svo að meistarinn hefði getað fengið sitt til baka með vöxtum.RR 172.4

    Margir foreldrar gera mikil mistök með því að láta eignir sínar frá sér í hendur barna sinna meðan þau sjálf eru ábyrg fyrir notkun eða misnotkun þeirra talenta sem Guð hefur léð þeim. Hvorki foreldrarnir eða börnin verða hamingjusamari við þennan flutning á eignum. Og foreldrarnir, jafnvel eftir fáein ár, sjá vanalega eftir þessari framkvæmd af sinni hálfu. Ást barnanna til foreldranna eykst ekki við þessa stefnu. Börnin finna ekki til aukins þakklætis og skyldu til foreldra sinna fyrir örlæti þeirra. Bölvun virðist liggja að rótum þessa máls, er aðeins kemur fram sem eigingirni af hálfu barnanna og óhamingja og leiðinlegar tilfinningar af hálfu foreldranna vegna þess að þeim finnst þau vera fjötruð í ósjálfstæði sínu.RR 173.1

    Ef foreldrar myndu, meðan þau enn eru á lífi, hjálpa börnum sínum til að hjálpa sér sjálf, yrði það enn betra en að eftirskilja þeim stórar upphæðir eftir sinn dag. Börn sem látin eru reiða sig fyrst og fremst á sína eigin viðleitni, verða að betri mönnum og konum og eru betur hæf til að takast á við tilveruna heldur en þau börn sem hafa reitt sig á eignir föður síns. Börn sem látin eru reiða sig á eigin úrræði meta venjulega hæfileika sína, bæta aðstöðu sina og rækta og beina hæfileikum sínum til að ná takmarki í lífinu. Þau þroska oft með sér iðjusemi, sparneytni og siðgæðisverðmæti, sem liggja til grundvallar velgengni í hinu kristilega lífi. Þau börn sem foreldrarnir gera mest fyrir, finna oft til minnstrar skyldu gagnvart þeim. - 3 T121-123.RR 173.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents