Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Blessanir ráðsmennskunnar

    Með því að boða lærisveinum sínum að fara “út um allan heiminn” og “prédika gleðiboðskapinn allri skepnu,” fékk Kristur mönnum í hendur það verk að auka þekkinguna á náð hans. En meðan sumir fara til að prédika, kallar hann á aðra til að svara tilkalli sínu til þeirra hvað gjafir snertir, til að halda uppi málefni hans á jörðinni. Hann hefur lagt efni í hendur manna til þess að guðlegar gjafir hans geti streymt gegnum mannlegar rásir til að vinna það verk sem okkur er falið: að frelsa meðbræður okkar. Þetta er ein af leiðum Guðs til að upphefja manninn. Þetta er einmitt það verk sem maðurinn þarfnast, því það mun vekja dýpstu samúð hjarta hans og laða fram til athafna æðstu hæfileika hugans.RR 10.4

    Gullið og silfrið er Drottins; hann gæti látið það rigna af himnum ef hann vildi. En í stað þess hefur hann gert manninn að ráðsmanni sínum og treyst honum fyrir efnum sem ekki á að sóa, heldur að nota öðrum til gagns. Hann gerir manninn þannig að þeim miðli sem blessanir hans dreifast fyrir á jörðinni. Guð kom á fót kerfi góðgerðarstarfseminnar til þess að maðurinn gæti orðið eins og skapari hans, gjafmildur og óeigingjarn að eðli til, og að lokum orðið hluttakandi með Kristi í að njóta eilífra, dýrlegra launa.RR 11.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents