Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Fjórði Hluti—Hverjum manni samkvœmt hœfileikum hans

    Kafla 23—Meginreglur ráðsmennskunnar

    Sem ráðsmenn náðar Guðs meðhöndlum við fjármuni Guðs. Það er þýðingarmikið fyrir okkur að styrkjast dag frá degi af ríkulegri náð hans, að fá að skilja vilja hans og reynast trú í litlu jafnt sem í stóru. Þegar þetta er reynsla okkar, mun þjónusta Krists verða okkur raunveruleiki. Guð krefst þess af okkur og við ættum að sýna þakklæti fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur frammi fyrir englum og mönnum. Velgjörðir Guðs til okkar ættu að endurspeglast í lofgjörð og miskunnarverkum . . .RR 68.1

    Gera allir safnaðarmeðlimir sér grein fyrir því að allt sem þeir hafa er þeim gefið til að nota og ávaxta Guði til dýrðar? Guð heldur nákvæman reikning við sérhverja mannveru í heimi okkar. Og þegar dagur reikningsskilanna kemur, tekur hinn trúi ráðsmaður engan heiður til sín. Hann segir ekki: “Mín talenta,” heldur “þín talenta” hefur ávaxtast. Hann veit að án gjafanna sem honum var trúað fyrir, hefði engin aukning getað orðið. Hann lítur svo á, að með því að uppfylla ráðsmennskustörf sín hafi hann aðeins verið að gera skyldu sína. Stofnféð tilheyrði Drottni og fyrir mátt hans var honum gert fært að versla með það á árangursríkan hátt. Aðeins ætti að lofsyngja nafni hans. Hann veit að án stofnfésins sem honum var treyst fyrir, hefði hann orðið gjaldþrota að eilífu. - R&H 12. sept. 1899.RR 68.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents