Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafla 30—Hœttur velgengni

    Í aldanna rás hefur auður og heiður skapað miklar hættur fyrir auðmýkt og andlegt líf. Það er þegar manninum vegnar vel, þegar samtímamenn hans tala vel um hann, að hann er í sérstakri hættu. Maðurinn er mannlegur. Andleg velmegun er aðeins við lýði svo lengi sem maðurinn reiðir sig algjörlega á Guð varðandi visku og fullkomnun lyndiseinkunnarinnar . . .RR 84.1

    Það er ekki tómi bikarinn sem við eigum í erfiðleikum með að bera; það er barmafulli bikarinn sem halda verður á í góðu jafnvægi. Þjáningar og erfðileikar kunna að valda miklum óþægindum og hafa í för með sér mikið þunglyndi; en það er auðsældin sem hættuleg er andlegu lífi. Nema að mannlegur einstaklingur sé í stöðugri undirgefni við vilja Guðs, nema að hann sé helgaður af sannleikanum og hafi þá trú sem starfar í kærleika og hreinsar sálina, mun auðsæld vissulega vekja upp eðlislæga tilhneigingu til ofdirfsku.RR 84.2

    í dal auðmýkingarinnar, þar sem menn reiða sig á Guð til að kenna sér og leiða hvert skref, er tiltölulega öruggt. - R&H 14. des. 1905.RR 84.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents