Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Umbreyttir fyrir kœrleika

  Þegar Andi Guðs sannfærir hjartað um sannleikann, mun það loka úti ástina til auðæfa. Ást til Jesú og ást til auðæfa geta ekki dvalið í sama hjarta. Kærleiki Guðs er svo miklu æðri en ástin til peninga, að sá sem hann hefur rífur sig frá auðæfum sínum og flytur ást sína og umhyggju yfir á Guð. Fyrir kærleika er hann svo leiddur til að þjóna þörfum hinna fátæku og til að aðstoða í málefni Guðs. Það er hans æðsta ánægja, að deila út gjöfum Guðs á réttan hátt. Hann lítur svo á, að allt sem hann hefur sé ekki hans eigið og rækir dyggilega skyldu sína sem ráðsmaður Guðs. Þá getur hann haldið bæði hin miklu boðorð lögmálsins: “Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum.” “Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.”RR 89.3

  Á þennan hátt er möguiegt fyrir ríkan mann að komast inn í ríki Guðs. “Enginn er sá, er yfirgefið hefir heimili, eða bræður eða systur, eða móður eða föður, eða börn eða akra, vegna mín og vegna fagnaðarerindisins, að ekki fái hann hundraðfalt aftur og eilíft líf.” Hér eru laun þeirra sem fórna fyrir Guð. Þeir fá hundraðfalt í þessu lífi og munu erfa eilíft líf. - R&H 16. sept. 1884.RR 89.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents