Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Tveir smápeningar ekkjunnar

    Jesús var í helgidómnum þar sem fjárhirslurnar voru, og hann fylgdist með þeim sem komu með gjafir sínar. Margir hinna ríku færðu stórar upphæðir, sem þeir gáfu með miklum oflátungsskap. Jesús horfði á þá með hryggð, en gerði enga athugasemd varðandi ríkulegar fórnir þeirra. En það lifnaði yfir andliti hans þegar hann sá fátæka ekkju koma hikandi, eins og hún væri hrædd um að eftir henni væri tekið. Þegar hinir ríku og drambsömu stormuðu framhjá til að leggja fram fórnir sínar, hrökk hún til baka eins og hún þyrði varla að fara lengra. En samt langaði hana að gera eitthvað, þó lítið væri, fyrir það málefni sem hún elskaði. Hún horfði á gjöfina í hendi sér. Hún var mjög lítil í samanburði við gjafir hinna í kringum hana en þetta var allt sem hún átti. Þegar tækifæri gafst, kastaði hún inn sínum tveimur smápeningum og sneri sér við til að flýta sér í burtu. En um leið og hún gerði það, tók hún eftir augnaráði Jesú sem hvíldi á henni í einlægni.RR 97.3

    Frelsarinn kallaði lærisveina sína til sín og bað þá að taka eftir fátækt ekkjunnar. Þá heyrði hún meðmælisorð hans: “Sannlega segi ég yður, þessi fátæka ekkja lagði meira en allir þeir, er lögðu í fjárhirsluna.” Fagnaðartár fylltu augu hennar þegar hún fann að athöfn hennar var skilin og metin. Margir hefðu ráðlagt henni að halda smágjöf sinni fyrir sjálfa sig, að hún yrði að engu í höndum hinna vel öldu presta á meðal hinna mörgu dýru gjafa sem lagðar voru í fjárhirsluna. En Jesú skildi tilgang hennar. Hún leit svo á, að musterisþjónustan væri stofnsett af Guði, og hún var áköf í að gera sitt ítrasta til að halda henni við. Hún gerði það sem hún gat og athöfn hennar átti eftir að verða minnisvarði um hana um alla tíma og gleði hennar í eilífðinni. Hjarta hennar var í gjöfinni, gjöfin var metin samkvæmt elskunni til Guðs og áhuganum fyrir verki hans sem höfðu hvatt til athafnarinnar, ekki eftir verðgildi peninganna.RR 98.1

    Jesú sagði um fátæku ekkjuna: Hún “lagði meira en allir.” Hinir ríku höfðu gefið af nægtum sínum, margir til að verða séðir og heiðraðir af mönnum. Stór framlög þeirra höfðu ekki kostað þá nein þægindi, né heldur munað, þau höfðu ekki krafist neinnar fórnar og voru ekki sambærileg að gildi við smápeninga ekkjunnar.RR 98.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents