Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Sönnu örlœti eytt

  Menn sem eru tiltölulega fátækir, eru venjulega þeir sem gera mest til að styrkja málefni Guðs. Þeir eru örlátir með það litla sem þeir eiga. Þeir hafa styrkt gjafmildi sína með stöðugu örlæti. Þegar útgjöldin þrýstu fast á tekjurnar, hafði löngun þeirra í jarðneskan auð engin tækifæri til að eflast.RR 121.2

  En margir af þeim sem hefja söfnun á jarðneskum auð, byrja að reikna út hve langt muni líða þangað til þeir muni eignast vissa fjárupphæð. í ákefð sinni í að safna auð fyrir sjálfan sig, láta þeir hjá líða að verða ríkir gagnvart Guði. Góðgirni þeirra vex ekki að sama skapi og auður þeirra. Þegar ástríða þeirra fyrir auðæfum eykst, er öll hugarást þeirra bundin fjársjóðum þeirra. Aukning eigna þeirra styrkir hina áköfu löngun eftir meiru, þangað til sumir líta svo á, að gjöf tíunda hluta þeirra til Drottins sé erfitt og óréttlátt álag . . .RR 121.3

  Guð hefur prófað suma þessara með því að gefa þeim auðæfi; en auðæfin leiddu til ákafari freistinga, og gjafmildi þeirra varð miklu minni en á dögum fátæktar þeirra. Grípandi löngun í meiri auðæfi tók allan hug þeirra og hjarta, og þeir urðu hjáguðadýrkendur. — 3 T 403.RR 121.4

  Sumir, sem eru fátækir, eru örlátir með það litla sem þeir hafa en þegar þeir komast yfir eignir verða þeir nískir. Ástæðan fyrir því að þeir hafa svona litla trú er, að þeir halda ekki áfram göngu sinni þegar þeir auðgast og færa málefni Guðs ekki fórnir. - 4 T 77.RR 121.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents