Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafla 53—Pegar ekki er gerð kostnaðaráœtlun

    Tii eru þeir sem ekki taka viturlegar ákvarðanir. Þeim er ummunað um að láta mikið á sér bera. Þeir álíta að ytra utlit gefi þeim áhrifavald. Í starfi sínu setjast þeir ekki fyrst niður til að gera útgjaldaáætlun, svo þeir geti séð hvort þeir geti lokið við það sem þeir hafa byrjað á. Þannig kemur veikleiki þeirra í ljós. Þeir sýna að þeir eiga margt eftir ólært varðandi nauðsyn þess að taka ákvarðanir varlega og með gætni. Þeir gera mörg mistök í sjálfsöryggi sínu . . .RR 143.1

    Menn sem gætu hafa gert vel hefðu þeir helgað sig Guði og verið fúsir til að vinna hógværlega, smám saman aukið viðskipti sín og neitað að leggja út í skuldir, hafa gert skyssur vegna þess að þeir hafa ekki unnið á réttan hátt . . .RR 143.2

    Þeir skyldu rannsaka og taka til greina þær leiðbeiningar sem Kristur gaf varðandi byggingu turns. Fyrirhyggja er miklu meira virði en eftirhyggja - þegar í ljós kemur svart á hvítu, að vanræksla viturlegra útreikninga og varfærnislegrar stjórnunar leiðir til vandræða. Stjórnendur sem eru slakir, sem ekki kunna að stjórna, ætti að fjarlægja frá verkinu. Tryggið ykkur þjónustu manna og kvenna sem kunna að halda að hlutunum, svo að verkið renni ekki út í sandinn. - Bréf 199, 1901.RR 143.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents