Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Tólfti Hluti—Sparað til að gefa

  Kafla 56—Eftirlátið heiðri manna

  Eina áformið sem fagnaðarerindið hefur tilnefnt til að halda uppi verki Guðs er það sem eftirlætur heiðri manna stuðning við málefni hans. Með dýrð Guðs fyrir augum, eiga menn að gefa Guði þann hluta sem hann hefur krafist. Þegar við virðum fyrir okkur krossinn á Golgata og sjáum endurlausnara heimsins, sem varð fátækur okkar vegna svo að við gætum fyrir fátækt hans orðið rík, munum við finna að við eigum ekki að safna okkur fjársjóði á jörðu, heldur að safna fjársjóðum í banka himinsins, sem aldrei mun halda í greiðslu eða bregðast. Drottinn hefur gefið Jesú í okkar heim, og spurningin er þessi: Hvað getum við gefið Guði til baka í gjöfum og fórnum til að sýna þakklæti okkar fyrir kærleika hans? “Ókeypis hafið þér meðtekið, og ókeypis skuluð þér af hendi láta.”RR 148.1

  Hversu miklu ákafari er ekki sérhver dyggur ráðsmaður í að auka hlut þeirra gjafa sem settar eru í fjárhirslu Drottins, en að minnka gjafir sínar þó ekki væri nema örlítið. Hverjum þjónar hann? Hverjum er hann að færa gjöf? Honum sem hann er háður varðandi sérhvern góðan hlut sem hann nýtur. Því skyldi enginn okkar, sem tökum á móti náð Krists, verða til þess að englarnir þurfi að skammast sín fyrir okkur og að Jesús þurfi að skammast sín fyrir að kalla okkur bræður.RR 148.2

  Þeir sem meðtaka náð hans, sem hugleiða krossinn á Golgata, munu ekki draga í efa þann hluta sem á að gefa, en mun finnast að ríkasta gjöfin sé of fátækleg, langt úr hlutfalli við hina miklu gjöf einkasonar hins eilífa Guðs. Með sjálfsafneitun mun hinn fátækasti finna leiðir til að öðlast eitthvað til að gefa Guði til baka.RR 148.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents