Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Sjálfsafneitun og krossinn

    Ef lokað væri fyrir hinar þúsundir rása sjálfselskunnar sem nú eru í gangi og fjármunum beint í gegnum réttar rásir, myndu miklar tekjur renna í fjárhirsluna. Margir kaupa hjáguði með peningum sem ættu að fara í hús Guðs. Enginn getur iðkað raunhæfa gjafmildi án þess að iðka ósvikna sjálfsafneitun. Sjálfsafneitun og krossinn liggja beint fyrir framan sérhvern kristinn einstakling sem fylgir Kristi í reynd. Jesús segir: “Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.” Mun sérhver sál íhuga þá staðreynd að kristilegt lærisveinahlutverk felur í sér sjálfsafneitun, sjálfsfórn, jafnvel að því marki að gefa líf sitt, ef þörf krefur, í þágu hans sem hefur gefið líf sitt fyrir líf heimsins?RR 149.1

    Kristnar persónur sem virða fyrir sér Krist á krossinum, eru bundnar af skyldu sinni gagnvart Guði, vegna hinnar óendanlegu gjafar sonar hans, til að halda engu til baka af því sem þeir eiga, hversu dýrmætt sem það kann að vera þeim. Ef þeir eiga eitthvað sem hægt er að nýta til að draga einhverja sál, hversu rík eða fátæk sem hún er, til lambs Guðs, sem ber syndir heimsins, eiga þeir að nota það hiklaust í þeim tilgangi. Drottinn notar mannlega erindreka sem samstarfsmenn sína varðandi frelsun syndara.RR 149.2

    Við þurfum ekki að íþyngja okkur með að fara yfir hve mikið hafi verið gefið í málefni Guðs, heldur skyldum við íhuga hversu miklu hefur verið haldið til baka frá fjárhirslu hans og sem notað hefur verið til að láta eftir sjálfinu í skemmtunum og eftirlátssemi. - R&H 14. júlí 1896.RR 149.3

    Drottinn hefur gert ráðstafanir til að ná til allra með boðskap sannleikans, en efnin sem lögð hafa verið í hendur ráðsmönnum hans einmitt í þessum tilgangi hafa verið notuð til að uppfylla eigingjarnar langanir þeirra sjálfra.RR 149.4

    Allir sem starfa við málefnið ættu að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja náið fordæmi frelsarans í sjálfsafneitun og hagsýni. Þeir ættu að líta á þau efni sem þeir meðhöndla sem lánsfé sem Drottinn hefur fengið þeim í hendur, og þeir ættu að líta á það sem skyldu sína að viðhafa háttvísi og nýta sitt besta fjármálavit varðandi notkun fjármuna Drottins . . . Ef öllu því fé sem okkar eigið fólk hefur sóað í að uppfylla sínar eigin langanir hefði verið helgað málefni Guðs, væru engar fjárhirslur tómar og hægt væri að stöfna trúboðsstöðvar um allan heim.RR 150.1

    En eitthvað verður að gera meira en einfaldlega að leggja niður munað. Iðka verður sjálfsafneitun. Fórna verður sumu af því sem er þægilegt og eftirsóknarvert. Prédikarar verða að brýna boðskap sinn, ekki aðeins með því að ráðast-á sjálfsmunað og hroka í klæðnaði, en með því að halda uppi Jesú, lífi hans í sjálfsafneitun og fórn. Hlúum að kærleika, guðrækni og trú í hjörtum okkar og hinir dýrmætu ávextir munu birtast í lífinu. - Historical Sketches ofthe Foreign Mission of the Seventhday Adventists, ” bls. 293.RR 150.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents