TíÐKAÐUR var sá siður meðal Gyðinga, að verzla í guðshúsi. KF 85.1
Daginn eftir að Jesús var kominn til bæjarins, gekk hann inn í musterið. Fyrir þrem árum hafði hann séð menn kaupa og selja í forgarði musterisins, og hann hafði ávítað þá og rekið út. KF 85.2
Þegar hann nú kom aftur inn í musterið, sá hann menn, er ráku þar hina sömu verzlun. Forgarðurinn var fullur með nautgripi, fénað og fugla. Þetta var selt þeim, er færðu fórnir fyrir syndir sínar. KF 85.3
þeir, sem ráku þessa verzlun, ræntu og féflettu aðra, og svo mikil voru ólætin og hávaðinn, að það truflaði þá, sem voru inni í musterinu að biðjast fyrir. KF 85.4
Kristur stóð á palli musterisins og horfði rannsóknaraugum yfir forgarðinn. ósjálfrátt litu allir til hans. Háreysti fólksins og dýranna minkaði. Allir litu með undrun og skelfingu á son guðs. KF 85.5
Hið guðdómlega eðli frelsarans gjörði nú vart við sig og lýsti sér í röggsemi og valdi, sem hann var ekki vanur að beita. KF 85.6
Þögnin varð næstum óþolandi. KF 85.7
Að siðustu sagði hann með hárri og skýrri röddu, sem hafði lík áhrif á fólkið og þrumuveður: KF 85.8
»Ritað er: Mitt hús á að vera bænahús, en þér hafið gert það að ræningjabæli«. (Lúk. 19, 46). KF 86.1
Og með enn meira valdi, en hann hafði sýnt fyrir þremur árum, skipaði hann: »Farið með þetta héðan!« KF 86.2
Einusinni áður höfðu prestarnir og höfðingjarnir flúið fyrir hljómnum af þessari röddu, en þeir höfðu skammast sín svo mikið fyrir þenna flótta, að þeir hugsuðu að slíkt skyldu þeir aldrei oftar láta koma fyrir. KF 86.3
En i þetta sinn, urðu þeir enn óttaslegnari og flýttu sér enn meir að hlýða skipun hans en í hið fyrra sinn, og í skyndi, flýðu þeir út úr musterinu með nautgripahjörðina á undan sér. KF 86.4
Forgarður musterisins fyltist strax fólki, sem færði sjúka til Jesú til þess að bann læknaði þá. Sumir voru aðfram komnir, þessir vesalingar horfðu bænar augum á Jesúm og óttuðust að sjá i andliti hans hinn sama strangleika og þann, er hafði rekið þá út úr musterinu, sem seldu þar og keyptu, en þeir sáu einungis meðaumkvun og kærleika skína af ásjónu hans, hann tók vingjarnlega á móti þeim, og sjúkdómar og þjáningar hurfu jafnskjótt og hann snerti þá. Hann tók börnin ástúðlega í fang sér, huggaði þau sem grétu, læknaði þau sem sjúk voru, og fékk mæðrunum þau aftur heilbrigð og brosandi. KF 86.5
Hvílík sjón, sem bar fyrir prestana og höfðingjana, er þeir nálguðust aftur musterið! Þeir heyrðu raddir manna, kvenna og barna, sem lofuðu guð. KF 87.1
Þeir sáu hina sjúku, sem hann hafði læknað, hina blindu, sem fengu sjónina, KF 87.2
hina daufu, sem fengu heyrnina, og hina höltu, sem hlupu nú um af fögnuði. KF 87.3
Börnin voru fremst í flokki með fagnaðarlætin. Þau endurtóku Hósíannahrópin, sem verið höfðu deginum áður, og sveifluðu pálmagreinunum fyrir framan frelsarann. I musterinu bergmáluðu hrópin: KF 87.4
»Hósíanna, syni Davíðs! Blessaður sé sá, er kemur í nafni drottins!« (Matt. 19, 9). KF 87.5
»Sjá, konungur þinn kemur til þín, réttlátur og sigursæll«. (Sak. 9, 9). KF 88.1
Gyðingahöfðingjarnir reyndu að þagga niður í þessum glöðu og ánægðu börnum; en hjörtu þeirra voru svo full af gleði og þakklæti til Jesú fyrir það, sem hann hafði fyrir þau gjört, að það var ómögulegt að fá þau til að þagna. KF 88.2
Þá sneru þeir sér að frelsaranum í von um, að hann mundi skipa þeim að hætta. Þeir sögðu við hann: KF 88.3
»Heyrir þú, hvað þessir segja?« KF 88.4
En Jesús segir við þá: »Já, hafið þjer aldrei lesið þetta: Af munni ungbarna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof«. (Matt. 21, 16). KF 88.5
Hinir æðstu prestar og fræðimenn Gyðinganna höfðu kastað frá sér þeim dýrmætu forréttindum að boða fæðingu frelsarans og efla starf hans á jörðunni. KF 88.6
Lof hans varð að kunngjörast, og til þess valdi gud börnin. Hefðu þessar glöðu barnaraddir verið þaggaðar niður, þá mundu jafnvel súlur musterisins hafa hrópað frelsaranum lof. KF 88.7