Go to full page →

Blindaðir af ást til heimsins RR 120

Málefni Guðs á að hafa fyrsta sæti í áformum okkar og hugðarefnum. Þörf er á að flytja beinskeyttan boðskap varðandi eftirlátssemi við sjálfið, meðan málefni Guðs þarfnast efna. Sumir eru svo kaldir og fráhverfir að þeir gera sér ekki grein fyrir að þeir eru að festa ást sína á jarðneskum auðæfum, sem bráðlega verður svipt burtu eilíflega. Elskan til heimsins leggur á þá fjötra, eins og þykk klæði; og nema þeir breyti stefnu sinni, munu þeir ekki komast að hversu dýrmætt er að iðka sjálfsafneitun vegna Krists. Alla hjáguði okkar, elsku til heimsins, verður að útiloka úr hjartanu. RR 120.5

Til eru þeir prestar og traustir vinir sem sjá hættuna sem vofir yfir þessum sjálffjötruðu sálum og sem benda þeim trúverðuglega á villuna í stefnu þeirra, en í stað þess að taka áminningum í þeim anda sem þær eru gefnar og hafa gagn af, rísa þeir sem áminntir eru upp gegn þeim sem koma dyggilega fram við þá. - R&H 31. okt. 1893. RR 121.1